Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 9
VISIR Þriðjudagur 20. april 1976. Um niðurlœgingu bresks efnahagslífs — Fyrri grein Þegar litið er á núverandi stöðu bresks efnahagsllfs viröist ótrú- legt, að þessi þjóð hafi fyrir fáum áratugum siðan verið stærsta heimsveldi, sem sagan greinir frá. Það var ekki vegna yfirburða á hernaðarsviiðinu, eingöngu, sem bretum tókst að byggja upp hiö mikla heimsveldi sitt, heldur var það ekki síður vegna yfir- burða þeirra á sviði iönaðar, verslunar og tækni. Á ótrúlega skömmum tlma hafa bretar ekki einungis glatað yfirburðum sinum og heimsveldi, heldur hafa þeir dregist aftur úr flestum þjóöum Vesturlanda hvað þetta snertir og búa nú við lakari llfskjör en nágrannar þeirra i Evrópu. Saga sigurgöngu breta i'heiminum er merkileg, en ekki slður merkileg og lærdóms- rlk er saga niðurlægingar þeirra á seinni árum og sú saga veröur öðrum þjóðum vonandi viti til varnaðar. Ekki leti heldur Eítil fjórfesting Það sem einkum orsalcar hin löku og hnignandi lifskjör breta gr lftil framleiöni i breskum íðn- aði, en á iðnaðinum byggist allt efnahagslif breta. Þessi litla framleiðni orsakast ekki af leti breta, heldur stafar hún af lítilli fjárfestingu i iðnaðinum, sem leitt hefur til þess að verksmiðjur breta hafa úrelst. Að auki er I mörgum iðngrein- um og þá einkum I rlkisrdcna iðn- aðinum.allt of margt starfsfólk. 1 stáliönaöinum, sem er þjóðnýtt- ur, er framleiðni aðeins brot af þvi sem gerist I þeim iönaði i Japan, og þvi hefur verið haldið fram, að með litilli og ódýrri hag- ræöingu mætti ná sömu framleiösluafköstum með mun færra starfsfólki. Við hafnir landsins, sem einnig eru að mestu þjóönýttar, vinna, eöa réttar sagt eru á launaskrá, hundruð vericamanna, sem alls engin not eru fyrir á viðkomandi vinnustöðum, og hjá rikisreknu járnbrautunum er hlutfallið milli starfsmanna og farþega mun óhagstæðara en annars staðar þekkist. Naglarnir í kistu breska bílaiðnaðarins 1 bilaiðnaðinum er sömu sögu aö segja, úreltar verksmiöjur og allt of margt starfsfólk. 1 eina tlö fluttu bretar út fleiri blla en nokk- ur þjóð önnur, en nú eru þeir ekki lengur ofarlega á blaöi, hvaö þaö snertir, og flytja inn þriöja hvem bll, sem þeir nota sjálfir. Þaö sem rekiö hefur hvaö flesta nagla I kistu bresks bilaiönaðar eru hin tlöu verkföll, sem hafa langtlm- um saman nær lamaö iðnaöinn. pegar þetta er skrifaö er Leyland fyrirtækið, sem sér fleir- um fyrir atvinnu en búa á öllu Islandi, nær lamað vegna verk- falls fárra verkamanna I lykilaö- stööu. Fáum dettur I hug að neita þvi, aö hjá rikisreknu fyrirtækj- unum og hálfþjóönýttu fyrirtækj- unum er allt of margt starfsfólk og afköst I lágmarki. Ekki er þó neinum sagt upp, þó þaö sé for- senda þess aö fyrirtækin geti orö- iö samkeppnisfær viö erlenda aðila, þvl aö ef til þess kæmi færu hinir sennilega I verkfall. Tapið er borgað með meiri skatt- píningu Vegna hins mikla atvinnuleysis I Bretlandi segjast verkalýös- félögin ekki getaö liöiö neinar uppsagnir hjá þessum opinberu og hálfopinberu fyrirtækjum. Á launaskrá án vinnu Þetta er ótrúleg skammsýni af þeirra hálfu, þvl vonlaust er að tapreka þessi fyrirtæki öllu leng- ur. Tapiðvex stööugt og þau veröa vegna litillar framleiöni stööugt minna samkeppnisfær viö erlend fyrirtæki. Tapið er borgaö meö aukinni skattplningu, sem dregur úr fjárfestingu I öörum greinum iönaöar, og meö erlendum lánum, sem erfitt eða ógerlegt er að endurgreiða vegna hins bága ástands I efnahagsmálum. Tjón breta vegna þessarar skammsýni og vegna stöðugra skæruverkfalla I iðnaðinum, sem dregur úr framleiöslu, eyöileggur útflutningstækifæri og fælir frá fjárfestingarfé, er ómælanlegt. Öfarir breta eru þó aðeins aö hluta til verkalýösforustunni aö kenna. Miklu mun stærri er hlutur rikisvaldsins í þessari niöurrifs- starfsemi, og stjórnendur breskra fyrirtækja hafa einnig lagt sitt fram. Hroki stjórnenda fyrirtœkjq Fyrirtækjastjórne:idur hafa komið fram meö miklum hroka við verkalýösfélögin og hafa verið seinir til aö tileinka sér nútima- hugmyndir um stjórnun og þátt- töku starfsmanna I stjórn fýrir- tækja. Þvíber verkalýösbarátta I Bretlandi meiri keim af stétta- baráttu en annars staðar gerist. Leiötogar margra verkalýös- félaga hafa þaö aö yfirlýstu markmiöi sinu aö eyöileggja auövaldskerfiö I Bretlandi og hef - ur þeim óneitanlega oröiö vel ágengti'þeim efnum. Bresk fyrir- tæki hafa verið mjög sein til að innleiða nýja tækni I verksmiöj- ur slnar, sem eitt sinn voru þær fullkomnustu I heimi, en eru nú löngu úreltar. Þetta stafar ekki eingöngu af skorti á fjárfest- ingarfé, heldur kemur einnig til ihaldssemi og skammsýni þeirra sem I hlut elga. Stjórnmóla- mennirnir bera hðfuðóbyrgðina Syndir aðila atvinnullfsins eru þó smámunir hjá þvi sem stefna breska rikisins i efnahags- og félagsmálujn hefur kostað þjóðina. Það eru stjórnmálamenn breta,sem bera höfuðábyrgðina á þvl hvemig nú er komið fyrir þessari eitt sinn voldugustu þjóð jarðar. Seinni hluti þessarar greinar fjallar um þátt rikisvaldsins i hnignun breska efnahagsllfsins. Hver borgar Húseigendatiygging borgar tjón á innréttingum, málningu, flísum o.fl.þ.h. Heimilistrygging borgar tjón á innbúi (húsgögnum, gólfteppum o.fl. þ.h.) Ábyrgðartrygging húseigendatiygginga boigar tjónið á 3.,2.,l.hæð og í kjallara. Allt með því skilyrði þó að húseigenda- og heimilistrygging sé fyrir hendi - annars ekki. Skrifstofur okkar og umboðsmenn um land allt veita nánari upplýsingar um HEIMILISTEYGGINGUNA og þær endurbætur og nýjungar, sem gengu í gildi l.janúar 1976 SAMYINNUTRYGGINGAR GT. ÁRMÚLA3.SIMI 38500 GAGNKVÆM TRYGGINGAFÉLÖG ERU SAMTÖK HINNA TRYGGÐU SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFELAG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.