Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 2Ó. april 1976. ■ Allt á suðu- punkti í ensku knattspyrnunni Fjör á öllum hœðum í öllum deildum, en mest þó í 1. deildinni þar sem þrjá lið hafa enn möguleika á sigri, Liverpool, QPR og Manchester United Tvær umferðir voru leiknar i ensku knattspyrnunni um pásk- ana. Eftir þær er keppnin um efstu og neðstu sætin i öllum deiidunum geysilega spennandi, en ber þó hæst i 1. deildinni, þar sem þrjú lið hafa möguleika á sigri. Eru það Liverpool, Queen Park Rangers og Manchester United. Liverpool er i efsta sætinu eftir leikinaum helgina, hefur hlotið 58 stig og á einn leik eftir. Þá kemur QPR með 57 stig og á einnig eftir einn leik, en Manehester United er i þriðja sæti með 54 stig og á þrjá leiki eftir. önnur lið hafa ekki lengur möguleika á sigri. Sheffield Utd. er þegar fallið i 2. deild, svo og Burnley. ÞrjU lið falla niður og stendur baráttan á milli Birmingham og Wolver- hampton, sem bæði eiga einn leik eftir. úlfarnir eiga Liverpool á heimavelli nk. laugardag, og getur sá leikur skorið úr um fall þeirra i 2. deild eða sigur Liver- pool i deildinni. Liverpool tók forystu i 1. deild- inni á laugardaginn með þvi að sigra Stoke 5:3, eftir að hafa verið undir 1:0 með marki Terry Con- roy. En Liverpool náði tökum á leiknum oghafði2:l yfir i hálfleik — Phil Neal úr vftaspyrnu og John Toshack. Ray Kennedy kom svo Liverpool i 3:1 eftir að Kevin Keegan hafði tætt vörn Stoke i sundur og skorað. Ian Moore minnkaði bilið i 3:2, en Emly Hughes og David Fair- clough komu Liverpool i 5:2 með tveim mörkum rétt á eftir. Á lokaminútum leiksins skoraði svo Alan Bloor glæsilegasta mark leiksins — þrumuskot af um 30 metra færi — og lokatölurnar urðu 5:3 Liverpool i vil. Celtic úr leik? ,,Það gengur ekki vel hjá okkur þessa stundina, en aftur á inóti betur hjá Rangers” sagði Jóhannes Eðvaldsson er við töluöum við hann I Glagow i gær- kvöldi. „Við náðum aðeins jafntefli við Aberdeen 1:1 á laugardaginn en á sama tima sigraði Rangers Ayr United 2:1, og er nú 3 stigum á undan okkur. Við eigum 5 leiki eftir en þeir 4, svo það er enn möguleiki á að vinna deildina fyrir okkur, en það getur orðið erfitt. Við áttum að leika okkur að þvi að vinna Aberdeen miðað við tækifæri. Þeir skoruðu ekkert mark sjálfir, þvi ég sá um þetta eina mark þeirra — boltinn skoppaði i fótinn á mér og rétt rúllaði svo yfir marklinuna, en markvöröurinn, sem átti að hafa hann, var viðs fjarri”. Úrslit 1 skosku „yfir deildinni” á laugardaginn urðu annars þessi: Celtic-Aberdeen 1:1 DundeeUtd-Hearts 2:0 Hibernian-Motherwell 2:0 Rangers-Ayr Utd 2:1 St Johnstone-Dundee 1:1 1 vikunni voru leiknir 4 leikir i deildinni,enþá varðaðfresta leik Hearts og Celtic. Úrslit i hinum urðu þessi: Aberdeen-Rangers 0:0 Ayr Utd-DundeeUtd 1:0 Dundee-Hibernian 1:1 Motherwell - St Johnstone 2:0. A sama tima varð QPR að sætta sig við 3:2 tap gegn Nor- wich — fyrsta tap liðsins i 13 deildarleikjum. Leikmenn QPR voru betri aðilinn þar til Dave Clement átti lélega sendingu til markvarðarins. Ted MacDougal komst inn á milli og var þá ekki að sökum að spyrja — hans 22 deildarmark i ár varð skráð. Dave Thomas jafnaði fyrir QPR og var staðan þvi I hálfleik 1:1. Peter Morris og Phil Boyer komu Norwich i 3:1, en QPR náði sér i eitt mark i viðbót er Toby Powell sendi boltann i sitt eigið mark. Það nægði samt ekki — Norwich hafði sigur i leiknum og QPR tapaði þar með forystunni og jafnvel meistaratitlinum. Mesta aðsókn i vetur Everton tók óvænta forystu i leiknum gegn Manchester United sem 61.879 áhorfendur horfðu á I Manchester — mesta aðsókn á deildarleik i Englandi i vetur. Það var George Telfer sem skor- aði markið. A 58. minútu leiksins jafnaði Manchester Utd. er einn varnar- manna Everton, Mike Lyons, ætl- aði að spyrna frá marki, en tókst ekki betur til við það en svo, að boltinn fór i samherja og skopp- aði svo yfir marklinuna. Við það færðist mikið fjör i leikmenn United, og á 69. min skoraði David McCreery sigurmark Unit- ed eftir að hafa náð boltanum á miðju vallarins — leikið með hann i átt að marki og „hleypt af ” miklu skoti sem hafnaði i netinu af um 20 metra færi. En litum nú annars á úrsiitin i 1. deild á laugardaginn: Arsenal—Ipswich 1:2 Birmingham—Tottenham 3:1 Coventry—Wolverhampt. 3:1 Derby—Leicester 2:2 Leeds—Man. City 2:1 Liverpool—Stoke 5:3 Man. Utd.—Everton 2:1 Middlesbr.—Sheff.Utd. 3:0 Newcastle—Burnley 0:1 Norwich—QPR 3:2 West Ham—Aston Villa 2:2 Eftir þessa leiki færðist mikið fjör i deildina og ekki minnkaði það eftirleikina igær, en þar urðu úrslitin þessi: Aston Villa—Derby 1:0 Burnley—Man. Utd. 0:1 Everton—-Middlesbr. 3:1 Ipswich—West Ham 4:0 Man. City—Liverpool 0:3 QPR—Arsenal 2:1 Sheff. Utd.—Newcastle 1:0 Stoke—Birmingham 1:0 Tottenham—Coventry 4:1 Wolverhampt.—Norwich 1:0 „Supersup” enn á skot- skónum Stóri leikurinn i gær — ef hægt erað tala um einhverneinnleik — var leikur Manchester City og Liverpool. Þar skoraði hinn 19 ára gamli David Fairclough — sem aðdáendur Liverpool kalla nú „Supersup” vegna þess hvað hann er laginn við að skora — tvö glæsileg mörk á siðustu tveim minútum leiksins. Hefur hann nú skorað i f jórum leikjum i röð fyrir Liverpool, en þetta var fyrsti leikurinn sem hann fær að vera með allan timann. Staðan i hálf- leik var 0:0 en Steve Heighway kom Liverpool i 1:0 og var allt i járnum þar til „varamaðurinn markheppni” fann netið á siðustu minútunum. Leikmenn QPR urðu að sigra i viðureigninni við Arsenal til að vera áfram með i slagnum um efsta sætið, og það gerðu þeir, þrátt fyrir að Brian Kidd hafði komið Arsenal yfir. Frank Mc- Lintock jafnaði tveim minútum siðar og var staðan þannig þar til þrjár minútur voru til leiksloka, að dómari leiksins „gaf” QPR vitaspyrnu, sem allt varð vitlaust út af —- bæði utan vallar sem inn- an. Skoraði Gerry Francis úr vitaspyrnunni, sem getur orðið QPR mjög mikils virði. Manchester United — eða rétt- Strókarnir í úrslit Boltinn rúllar viðar en á Bretlandseyjum —og það oft með meiri árangri en þar. Hérna heima spiluðu ungiingalandslið Islands og Luxemborgar. tsiensku strákarnir gerðu þar betur en þeir ensku, þvi að þeir tryggðu rétt sinn til að leika tii úrslita I Ungverjalandi I vor með góðum sigri 1:0. Bretarnir voru hins vegar slegnir út I undanúrslitum. Fyrri leikinn vann tsland einnig 1:0 i Luxemborg sl. haust. island átti meira I fremur jöfnum leik og sigurinn verðskuldaöur. Þorvaldur Þorvaidsson, Þrótti, bróðir Heiga og Hauks Þorvaldssonar, skoraði mark tsiands af um 35 metra færi. Fékk hann boltann út undir hiiðarlinu og iét vaða þaðan. Skoraði hann I markhornið fjær, algjörlega óverjandi fyrir markvörð Luxemborgara —sannkailaö draumamark. Annað dauðafæri áttu islendingar, þegar Pétur Ormsiev, Fram komst frír innfyrir en hann sópaði boltanum aðeins yfir. Myndin er af Þorvaldi, þar sem hann hefur leikið á einn varnarmanna Luxemborgara. ara sagt Lou Macari — gerði von- ir Burnley um að halda sér I deildinni að engu með marki á 58. mimitu leiksins. Burnley átti mun meir i leiknum, en allt var á móti liðinu — mest þó dómarinn, sem dæmdi m.a. af gott skallamark Peter Noble og sleppti siðan að dæma þegar Alex Forsyth hand: lék boltann innan vitateigs Uni- ted. Staðan i 1. deild eftir þessa leiki og fyrir leikina I kvöld, sem eru m.a. Manchester Utd.-^Stoke og Derby—Everton er þessi: Liverpool Queens P Manch. Utd. Leeds Derby Ipswich Tottenham Manch. C Leicester Middlesbr. Norwich Stoke Everton Coventry Newcastle- Aston V Arsenal West Ham Birmingh. Wolverh Burnley Sheff. Utd. 41 22 14 5 63 41 23 11 7 65 39 22 10 7 65 40 21 9 10 64 40 20 11 9 68 41 16 14 11 52 41 14 15 12 63 40 15 11 14 61 40 11 19 10 44 41 15 10 16 45: 41 15 10 16 56: 40 14 11 15 47: 40 13 12 15 55: 41 12 14 15 44: 41 14 9 18 68: 41 10 17 1 4 49: 41 13 10 18 46: 41 13 10 18 48: 41 13 6 22 56: 41 10 10 21 50: 41 9 10 22 42: 41 6 9 26 32: :30 58 :33 57 :39 54 :42 51 :53 51 :42 46 :60 43 :43 41 :49 41 43 40 58 40 48 39 65 38 56 38 62 37 58 37 50 36 69 36 74 32 65 30 63 28 81 21 Sunderland upp I 1. deild Sunderland tryggði sér sæti I 1. deildinni næsta vetur með þvi að sigra Bolton I gær 2:1. Minnkaði þá um leið all-verulega möguleiki Bolton á að komast upp i 1. deild- ina.Þarhafa BristolCity ogWest Brom öllu meiri möguleika þessa stundina, en þó er ekki útséð um það frekar en svo margt annað í ensku knattspyrnunni. Staðan i 2. deild eftir leikina i gær er þessi: Sunderland Bristol C. West Brom. Bolton Southampt. Luton Notts. C. Nott.For. Charlton Fulham Blackpool Chelsea Hull Plymouth Oldham Bristol R. Orient Blackburn Carlisle Oxford York Portsmouth 40 23 8 9 65 40 18 15 7 57 40 19 12 9 49 40 18 12 10 57 41 20 7 14 65 41 18 10 13 58 40 17 11 12' 56 40 15 12 13 51 40 15 11 14 60 41 13 13 15 44 39 13 13 13 38 40 12 14 1 4 50 40 14 10 16 45 41 13 12 16 48 41 13 12 16 57 40 11 16 13 37 39 12 13 14 35 40 12 13 15 44 40 11 12 17 43 41 11 11 19 38 40 10 6 24 36 40 9 7 24 32 35 54 33 51 33 50 37 48 50 47 51 46 40 45 40 42 67 41 : 46 39 :45 39 :51 38 :48 38 :52 38 : 67 38 :44 38 :36 37 :48 37 :59 34 : 57 33 :68 26 :58 25 Efstu og neðstu liðin i 3. deild eru: (Þar eru 46 leikir á lið). Hereford Cardiff Millwall Brighton C. Palace Walsall 43 23 11 9 77:51 57 45 21 13 11 68:48 55 45 19 16 10 52:43 54 45 22 8 15 77:52 52 43 18 15 10 60:44 51 45 18 14 13 56:49 50 Aldershot 44 12 12 20 56:74 36 Colchester 44 12 12 20 40:64 36 SheffWed. 43 10 15 18 44:57 35 Southend 43 11 12 20 60:71 34 Halifax . 43 11 12 20 39:56 34 í 4. deild eru aftur á móti efstu liðin þessi: Lincoln með 72 stig, Northampton með 65, Reading með 57, Tranmere með 55 og Huddersfield, sem fyrir örfáum árum var i 1. deild með 53 stig og á enn fræðilega möguleika á að byrja að klifra upp á við aftur og komast i 3. deild.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.