Vísir - 18.11.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 18.11.1977, Blaðsíða 8
Auglýsing um umsóknir um starfslaun rithöfunda Hér með eru auglýst til umsóknar starfs- laun fyrir árið 1978 úr Launasjóði rithöf- unda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðu- neytinu 9. júni 1976. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa islenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýð- ingar á islensku. Starfslaun eru veitt i samræmi við byrjunarlaun menntaskóla- kennara skemmst til tveggja og lengst til niu mánaða i senn. Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfs- laun i þrjá mánuði eða lengur, skuldbind- ur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slik kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk, sem hann vinnur nú að, skal fylgja um- sókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum, sem fást i menntamálaráðu- neytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað, og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 1. janúar 1978 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Reykjavik, 15. nóvember 1977 Stjórn Launasjóðs rithöfunda. PASSAMYIVDIR fteknar í liftum tilbúnar slrax I karna & ffölskyldu LJOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Nauðungaruppboð annaö og síðasta á hluta I Baldursgötu 19, þingl. eign Sigurðar Ottóssonar fer fram á eigninni sjálfri mánudag 21. nóvember 1977 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 87., 89. og 90. tbl. Lögbirtingablaðs 1976 á Rjúpufelli 2, þingl. eign Ingvars Þorvaldssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudag 21. nóvember 1977 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta I Hjaltabakka 20, talinni eign Bjarna Magnússonar fer fram á eigninni sjálfri mánudag 21. nóvember 1977 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 26., 27. og 28. tbl. Lögbirtingablaðs 1976 á hluta I Efstasundi 6, þingl. eign Einars Guðbrandssonar fer fram eftir kröfu Útvegsbanka tslands á eigninni sjálfri mánudag 21. nóvember 1977 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siöasta á hluta I Hraunbæ 128, þingl. eign Péturs Guðmundssonar fer fram á eigninni sjálfri mánudag 21. nóvember 1977 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. „Stal lín er ekki hér" — frumsýning i Þjóðleikhúsinu um helgina Þjóðleikhúsið frum- sýnir „Stalin er ekki hér” eftir Véstein Lúð- viksson i kvöld og önnur sýning verður á sunnu- dagskvöldið. Leikritið sem er I sex þáttum geristi Reykjavlká vormánuöum árið 1957. Að sögn höfundar er þetta fjölskyldudrama, aöalinn- takið er fjölskyldan sem sllk i sinu þjóðfélagslega samhengi. Stalin gamli kemst þannig inn i dæmið að faðirinn á heimilinu, sem er járnsmiður er félagi i sósialistaflokknum og kommi af gömlu linunni. Dóttirin sem er nýkomin heim frá útlöndum, er á nokkuð ann- arri lifsskoðun en pabbinn og það er eitt af átakaefnum verksins. Hlutverkin eru sex og nokkuð jafn stór. RUrik Haraldsson leik- ur pabbann, Bryndis Pétursdóttir leikur siðari konu hans og meö önnur hlutverk fara Anna Kristin Arngrimsdóttir, Steinunn Jó- hannesdóttir, Siguröur Sigurjóns- son og Sigurður Skúlason. Leikstjóri er Sigmundur Orn Amgrimsson en leikmynd og búninga gerði Magnús Tómasson. Þetta er fyrsta verk Vésteins sem Þjóðleikhúsið tekur til sýningar en fyrir nokkrum árum skrifaði hann „Jónas i hvalnum” fyrir Leikfélag Akureyrar og Vésteinn Lúðviksson hann hefur einnig skrifað út- varpsleikrit og nokkra stutta þætti. —ÓT JB > Sviðsmynd úr „Indiánun- um”. INÖÍÁNAR í FlíNSBORG Menningarfélag Flensborgarskóla frum- sýnir i kvöld leikritið Indiánarnir, eftir Arthur Kopit, og fer sýningin fram i skólanum sjálf- um. Þetta er annað árið i röð sem Menningarfélagiö ræðst i að svið- setja viðamikið leikrit. Siðastlið- inn vetur var sýndur söngleikur- inn ,,Ó þetta er indælt strið”. 1 fréttabréfi frá Menningar- félaginu segir aö þetta verk hafi fyrst verið flutt árið 1968 af „The Royal Shakespeare Company”, i London. Ari siöar var þaö sviösett i Washington og Þjóðleikhúsið tók það til sýningar leikárið 1972-1973. Kopit skrifaði þetta leikrit á árunum 1966-68 og var striðið i Vietnam kveikjan að þvi. 1 fréttá- bréfinu fyrrnefnda segir: „Leikritið fjallar um hlutskipti Indiána I Bandarikjunum og þaö hve réttur minnihlutahópa er fót- um troðinn af þeim sem meira mega sin. Aðalsöguhetjan, Buffalo Bill, er vinur indiánanna og góði strákur- inn sem vill öllum vel. Hann er óendanlega hjálpsamuren verður óafvitandi sá sem einna mest stuðlar að niðurlægingu indián- anna. Æfingar á leikritinu hófust i september og hefur undirbúning- ur staðið látlaust i rúma tvo mán- uði. Leikendur eru 27 en alls hafa milli þrjátiu og fjörutiu manns unniö af kappi og samviskusemi við gerð búninga, leiktjalda og margvislegra leikmuna. Sex sýningar eru fyrirhugaðar i skólanum. Sú fyrsta er I kvöld kl. 20.30, en næstu sýningar verða dagana 20., 21., 24., 25. og 27. nóvember. Þær hefjast allar á sama tima, kl. 20.30. Forsala aðgöngumiða verður I skólanum frá kl. 15-19 daglega. Vlsunda Villi á fáknum slnum (Sveinn Vilhjálmsson)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.