Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 7
„KÆRi PABBI...!" Fjölskylda Aldos Moros rígheldur í vonina um að sjó hann aftur, meðan landar þeirra nánast telja hann af Eiginkona og fjögur börn Aldos Moros birtu honum i morgun opiö bréf, þar sem þau létu i ljós vonir um að sjá bann heilan á búfi aft- ur, en aðrir italir búast flestir við þvi, aö Rauða herdeildin muni myrða bann. ..Kæri pabbi! Okkur fannst við þurfa eftir svona marga daga aö senda þér með linum þéssum einhvern vott um ást okkar. Við höldum við vonum okkar með bænum um, að við s.jaum þig aftur á meðal okkar til þess að faðma þig á nýjan leik." Kannig hefst bréfið, sem birt- ist degi eftir að tveir ónafn- greindir menn, sem sögðust vera úr Kauðu herdeildinni, höiðu hringt til blaða og sagt, að Aldo Moro hetði verið myrtur á mánudagskvöld. Það hefur reynst ógjörningur að sann- reyna, hvort réttir aðilar hafa veriðþarna að verki, eða hvort um gabb er að ræða, eins og þegar tilkynnt var, að lik Moros væri i Duchesse-vatni. Kn á mánudag hafði Italiu- stjórn neitað að verða við kröf- um ræningjanna um að sleppa þrettán föngum. Sögðust yfir- völd ekki trúa ræningjunum til þess að þyrma lifi Moros. I gærkvöldi gaf rikissak- sóknarinn út handtökuskipanir a niu grunaða emstaklinga. I.ógreglan hefur haft fimm þeirra undir grun allt frá þvi 16 mars, þegar Moro var rænt. S'aksóknarinn sagði. að þessir niu værugrunaðirum hlutdeild i fjöldamorði, mannráni og vopnabramli Rauöu herdeildar- innar. — Ekki var þess getið, hver hlutur þessara niu ætti að hafa verið i ráninu á Moro. Carfer hafnaðí tilboði Brezhnevs um bann við nifteindasprengjunni Carter Bandarikjafor- seti hefur þverlega synjaö áskorun Sovétmanna um aö taka upp gagnkvæmt bann við framleiðslu nift- eindasprengjunnar um- deildu. Segir hann slíkt bann litið gildi hafa fyrir Sovétríkin/ sem enga þörf hafi fyrir vopnið. Á blaðamannafundi i gær sagði Carter, að sprengjan hefði fyrst og fremst verið hugsuð sem skriðdrekabani fyrir NATO til þess að vega upp þá miklu yfir- burði, sem Sovétrikin hafa i fjölda skriðdreka i Evrópu. I ræðu i gær hafði Leonid Brezhnev, forseti Sovétrikjanna, boðið, að Sovétrikin mundufylgja ákvörðun Bandarikjastjórnar um að framleiða ekki nifteinda- sprengjuna. Carter. sem segist hafa slegið framleiðslu sprengjunnar á frest, til þess að geta betur lagt að Sovétmönnum að draga úr vig- búnaðarkapphlaupi Varsjár- bandalagsins, visaði þessutilboði á bug þegar i stað. ..Tilboð Breznevs hefur ekkert gildi, og hann veit það vel,” sagði Carter. ,,um áranna bil hafa Sovétmenn eflt svo skriðdreka- sveitir sinar i Evrópu, að þeir hafa mikla yfirburði á þvi sviði. Nifteindasprengjan átti einungis að vega upp á móti þvi ofurefli.” Tillaga um s/o/f- stœði Namibíu Kanada mun i dag gera allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna grein fyrir tillög- um fimm Vesturlanda um sjálfstæöi til handa Nami- biu (Suðvestur-Afríku) við árslok með kosninyum, sem Sameinuðu þjóðirnar skuli hafa eftirlit með. Donald Jamieson, utanrikis- ráðherra Kanada, mun mæla fyr- ir tillögunum og gera allsherjar- þinginu grein fyrir tilraunum Kanada, Bandarikjan.na, Bret- lands, Frakklands og V-Þýska- lands til þess að losa tök Suður- Afriku á þessu málmauðuga landi, sem stjórnin i Pretoriu hef- ur haft umsjón með frá lokum fyrri heimstyrjaldar. Tillögurnar fela meðal annars i sér, aö gæslulið á vegum Samein- uðu þjóðanna verði til staðar i Namibiu meðan kosið verði um nýja stjórn. OLGA INNAN FRANSKA KOMM- ÚNISTAFLOKKSINS Leiötogar franska kommúnistaflokksins koma saman f dag til þess aö ræöa óánægju- ólgu, sem gætt hefur iiman raöa flokksins eft- ir ósigur kosninga- bandalags sósialista og kommúnista i kosning- unum i siðasta mánuði. Frönsku blöðin hafa undan- farna dag skrifað spalta upp og spalta niðurum óróann, sem vart verður meðal franskra kommún- ista, og velt vöngum yfir, hversú djúpstæð óánægjan sé. En vegna þess hvemikil leyndervfir starf- inu innan kommunistaflokksins, hefur fátt lekiö út af því sem þar fer fram. Af greinum.sem birtst hafa eft- irmenntamenn flokksins i öðrum blöðum en málgagni tlokksins, hafa menn séð, að ekki er allt með íelldu. Sumir þessara mennta- manna eru oft kallaðii' ,,tals- menn" kommúnistaf lokksins, þótt þeir hafi litil völd eða áhrif innan hans. 1 þessum greinum hefur verið veikst harðlega að þeim ólýð- ræðislegu vinnubrögðum, sem höfð eru á þvi að móta stefnu flokksins og taka stefnuákvarð- anir. Er forysta flokksins gagn- rýnd fvrir.'að stefna flokksins hafi veriðs vo óljós, að ruglað hafi kjósendur og fælt atkvæöi frá. Franski kommúnistaflokkurinn sækir sitt fylgi helst til verkalýðs i verksmiðjum, og hefur einatt verið vikið úr flokknum mennta- mönnum. sem risið hafa gegn flokksforystunni. Er ekkert vitað. hvort aðrir óbreyttir flokksmenn aöhyllast skoðanir ..talsmann- anna”. Ýmsir fréttaskýrendur hafa leitt getum að þvi, að greinarhöf- undunum hafi verið teflt fram i þrætu, sem upp sé risin meðal þeirra, sem fylgja Evrópu- kommumsma, ög hinna. sem vilia aftur taka upp nánari tengsl við sovéska kommúnistaflokkinn. Trúðaprins körfuboltans stunginn í bakið Meadowlark Lemon, ein af stjörnunum úr körfuboltaliöi Harlem Globetrotters, var stunginn i bakiö úti á götu i augsýn tveggja nærstaddra lögreglu- manna. Hann var fluttur i*dauðans of- boði á sjúkrahús, þar sem læknar fjarlægðu kjötsveðjuna úr bakinu, og er hann sagður úr lifshættu. Lemon (45 ára I var á ferð um Manhattan i bifreið sinni, en eiginkona hans fvrrverandi, Willye, (40 ára), elti hann i ann- arri bifreiö. Lögreglumennirnir sau, að hún ok æ ofan i æ aftan á bifreið Lemons, uns hann kom auga á verði laganna i 53. stræti, stansaði og gekk i humátt tií þeirra til þess að biðja þá að skakka leikinn. En Willve hljóp út úr bil sin- um og i humátt á eftir Lemon og rak hann i bakið með sveðju mikilli. Hún var þegar hand- siimuð og f lutt á næstu lögreglu- stöð. Lemon hefur stundum verið lefndur ..trúðaprins körfubolt- ans” og hefur leikið i 21 ár með Harlem Globetrotters. „Eg er að salast I fótunum!'' V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.