Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 9
Ekki er að efa að fjármálavit ein- staklingsins í landinu eykst til muna með nýja gjaldeyrinum segir bréfritari í bréfi sinu um hugmyndir sem uppi eru um að taka tvö núll aftan af gjaldmiðlinum. MEÐ TVÖ ÞÚSUND í TEKJUR Á MÁNUÐI • eftir gjaldmiðilsbreytinguna verður gaman að lifa, eða hitt þó heldur Mig langar til að lýsa stuðn- ingi minum við þá tillögu sem fram hefur komið um að taka eins og tvö núll aftan af gjald- miðlinum okkar. Þá yrðu hundraö krónurnar að einni krónu og ein króna að einseyr- ingi. Þá yrði gaman að lifa. Auðvitaö hefur þessi breyting ekki nokkur minnstu áhrif á efnahagsvandræði okkar fs- lendinga. Það eitt að breyting eins og þessi kostar gifurlegar fjárhæðir bendir meira að segja til þess að enn eigi eftir að auk- ast vandræðin. En það var heldur aldrei tilgangurinn með þessari hugmynd að reyna að leysa með henni efnahagsvand- ann. Það er mórallinn lagsm. Hvernig heldurðu að manni yrði viðað fá tæpar tvö þúsund krónur i launaumslaginu? Það yrði manni hvatning til enn frekari dáða á sparnaðarsvið- inu. Þá færi maður i rikið með hundraðkall og fengi sér dýr- indis viski og léttvinsflösku i kaupbæti. Nýtt ameriskt dollaragrin kostaði um 50 þús- und og franskbrauðið innan við krónu. Biómiðinn yrði um fimm krónur og súkkulaðikUlurnar færu i tíu aura. „Tiuaura- kUlurnar” kæmu aftur! Það þarf ekki að telja upp fleiri dæmi — allir hljóta að sjá að veröldin yrði öll bjartari og ferskari ef svona væri komið. Rikisstjórnin myndi gera nýtt átak i efnahagsmálunum þessu samfara og verkafólk tæki á sig auknar byrðar hikstalaust. Allir fórnuðu hluta af sinum tekjum til þjóðarvelferðar og á endan- um verðum við svo rikasta þjóð i heimi. Allt vegna þess að við tókum tvö núll aftan af gjald- miðlinum! Þetta er ljóta grinið. Verð- skyn landsmanna er ekki beysið um þessar mundir og Guð al- máttugur hjálpi okkur eftir að breyting eins og þessi tekur gildi. Þá fyrst væri hægt að plata okkur sauðsvartan almúg- ann. Hægtaðhafa af okkur fjár- hæðir svo um munaði fyrir at- vinnurekendur og verslunar- menn. Og svo segja þessir herrar aö þetta verði gott fyrir móralinn ! Þórarinn iiafsteinsson PENNA VINIR! Ung „jenta” frá Noregi sendir okkur linu og óskar eftir pennavinum hér á landi. Hún segir i bréfi sinu: „Villekki einhver skrifast á við mig? Ég er norsk, 16 ára gömui stúlka, sem langar að skrifast á við pilta eða stúlkur á islandi. Ég hef sérstaklega gaman af dýr- um, einkum hestuin og hund- um, ég tek Ijdsmyndir og hef gaman af handavinnu, og að sjálfsögðu bréfaskriftum. Heimilisfang mitt er: Camilla Knudsen Kirkelunden 11 3030 Konnerud NORGE Alltof mikið af fantasíu frá ísrael Einn reiður'skrifar: Mig langar að koma á fram- færi að útvarp og sjónvarp sýna og spila ailtof litið fyrir börn. „Lagið mitt” mætti vera oftar i viku og barnatiminn i sjónvarp- inu, til dæmis mætti Morgun- stund barnanna vera klukkan 7.30 til 7.45, þá gætu börn sem eru i skóla hlustað á. Svo væri hægt að lesa hana aftur klukkan níu. Sjónvarpið sýnir af mikið af fantasiumyndum frá Israel og sumar eru svo vitlausar að maður veit ekki hvað er upp og niður. Það er lika of litið efni fyrir börn á miðvikudögum og laugardögum. Þetta er þá bara fyrir stór börn. Svo finnst mér þættirnir Dave Allen, Á vorkvöldi og Prúðu leikararnir mjög góðir. Ég vil skora á útvarp og sjónvarp að bæta sig og koma með góða þætti og ekki sinfóniur og óper- ur- BB, llára Stríðinu við kerfið lauk á farsœlan hátt Eirikur Þórðarson hringdi: „Ég hef átt i miklu basli við kerfið undanfarið og var búinn að fara margar ferðir niður i Tryggingastofnuntilaðná mér i tilheyrandi eyðublöð tilað fá ör- orkumat til að fá bætur úr eigin lifeyrissjóði. Þessi saga öll kom fram hjá ykkur i Visi á föstu- daginn og ég ætla ekki að rekja hana aftur. En striði minu við eyðublöðin lauk á farsælan hátt. Guðrún Helgadóttir hjá Trygg- ingastofnun leysti þetta allt fyrir mig á skömmum tima. Það ætti að hafa fleira fólk i kerfinu eins og hana. Ég vil koma á framfæri til hennar þakklæti fyrir að leysa min mál. Guðrún Helgadóttir AÐSTOÐARMAÐUR ÓSKAST Vísir óskar að ráða aðstoðarmann í Ijósmyndadeild. Umsókn sendist á ritstjórn blaðsins VISIR r? Smurbrauðstofan \Á BJORNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 Laus staða Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæslustöö á - Ólafsfirði. Staðan veitist frá og með 1. júni 1978. Umsóknir sendist ráöuneytinu fyrir 23. mai 1978 ásamt upplýsingum um fyrri störf. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMALARAÐUNEYTIÐ 25. APRIL 1978. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Ljárskógum 24, þingl. eign óiafs Júniussonar fer fram á eigninni sjálfri föstudag 28. apríl 1978 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið I Reykjavlk. Nauðungaruppboð annað og sfðasta á Kambsvegi 27, þingl. eign Stefáns ólafssonar fer fram á eigninni sjálfri föstudag 28. aprfl 1978 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siöasta á Seláslandi S-19, þingl. eign Gunnars Jenssonar fer fram á eigninni sjálfri föstudag 28. apríl 1978 kl. 14.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk. Blaðburðarbörn óskasf' Skarphéðinsgata Flókagata Mánagata Karlagata. 11 Bergþórugata Barónstigur Kárastigur *' Vitastigur VISIR kl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.