Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 26.04.1978, Blaðsíða 11
VISIR Miövikudagur 26. april 1978 roddsen ráðherra á ritstjórn Vísis í gœrkveldi Ríkisstyrktur iðnaður í EFTA-löndum: KONNUN GÆTI If/TT Til íNDURSKOÐUNAR ,,Við íslendingar, svo Jámennir sem við erum, höfum ekki möguleika til að jafna metin með þvi að veita okkar fyrir- tækjum sams konar rikisstuðning og sum önnur lönd virðast gera, auk þess sem ég tel slikt ekki æskilegt”, sagði Gunnar Thoroddsen, er hann svaraði spurningu Þórðar Kristjánssonar, hvort ekki væri ástæða til að við endurskoð- uðum afstöðu okkar til aðildar að Friverslunar- samtökunum ef það sannaðist, að iðnaður i einstökum aðildar- löndum nyti rikisstyrks. Gunnar sagði, að við yrðum'að endurskoða okkar afstöðu til að- ildar að Efta ef slikt sannaðist, eins og sterkur grunur léki á. Þá væri ljóst, aðþar með væri brotið að minnsta kosti gegn anda Efta, ef ekki gegn beinum ákvæðum laga þeirra. Ráðherra var spurður að þvi, hvort hann teldi ekki, að nú þegar lægju fyrir nægar sannanir fyrii- þvi, að iðnaður i aðildarlöndum Efta nyti rikisstyrks og niður- greiðslna. Gunnar sagði, að við vissum um einstök dæmi og hefðum hugboð um önnur. Sumt af þvi sem haldið væri fram i þvi sambandi væri mótmælt af viðkomandi rikisstjórnum. Þess vegna þyrfti að fara fram rækileg könnun til að fá sannanir. Gunnar sagði, að það virtist vera töluvert um rikisstyrki i Efta-löndunum, sem raskaði heil- brigðri samkeppni. Á fundi iðnaðarráðherra á Norður- Gunnar Thoroddsen svarar spurníngum á ritstjórn Vísis í gærkveldi. Af Vísis hálfu stjórnaöi Ólafur Ragnarsson, ritstjóri beinu linunni, en blaðamennirnir Elías Snæland Jónsson, Berglind Ásgeirsdóttir og Kjartan Stefansson tóku þátt i umræö- um og unnu efnið, sem birtist í Vísi í dag og á morgun ór spurningum landsmanna og svörum ráöherrans. MARGT BAR Á GÓMA Gunnar Thoroddsen, iðn- aðar- og félagsmálaráðherra svaraði fyrirspurnum lands- manna i sinva Visis.86611.i gær- kveldi og bar þar margt á góma. Ekki er viðlit að gera þv-i öllu tæmandi skil, en á þessum siðum auk forsiðu og baksiðu birtum við svðr ráðherrans við spurningum nokkurra þeirra aðila, sem hringdu i gærkveldi. i Visi á morgun verður svo gerð grein fyrir fleiri atriðum, sem fram komu i simtölunum. Um 30 manns viðs vegar að af landinu náðu tali af ráðherran- um á meðan þessi beina lina til hans á ritstjórn Visis var opin i gærkveldi og leysti hann greið- lega Ur spurningum þeirra. Flestir fyrirspyrjendurnir voruaf suðvesturhorni landsins, en auk þess var hringt allt norð- an frá Akureyri og austan frá Fáskrúðsfirði. löndum, sem nýlega hefði verið haldinn, var ákveðið að hefja könnun á þvi á Norðurlöndum i hve miklum mæli iðnaður þar væri rikisstyrktur. Slik könnun færi einnig fram i hinum Efta-löndunum og væri fróðlegt að vita, hver niðurstaða þeirrar könnunar yrði. —KS Engar skýrslur um athuganir ,konunnar með kassann' „Þessi kona kom ekki á vegum Iðnaðarráðuneytis- ins, og ég hef ekki séð neinar skýrslur um það, sem Ut úr hennar athugunum kom”, sagði Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra, er hann var spurður um „konuna með kassann’’ sem fengin var til að skoða Kröflusvæðið i fyrra. 'Kona þessi kom fyrir milii- göngu Guðmundar Einars- sonar, verkfræðings, en ekk- ert hefur heyrst um niður- stöður af athugunum hennar. -KSJ ,Heitast kringum verðbóiguno og Kröflu að vanda' Jón Guðlaugsson, Reykjavík, spurði: „Verður hundraðföldun krónunnar kosningamál i vor?” „Þetta er allt á undirbUn- ingsstigi og á töluvert langt i land”, svaraði ráðherra. „Þessar hugmvndir hafa verið ræddar töluvert að undanförnu,það er að strika tvö nUll aftan af, en eins og Seðlabankinn hefur kynnt þetta er um að ræða frumtil- lögur sem ræða þarf nánar. Þetta kemur ekki til fram- kvæmda a næstunni. hugsan- lega 1979-1980.” „Hvert verður mesta hita- málið hjá ykkur i vor?” „Ætli það verði ekki einna heitast i kringum verðbólg- una og Kröflu að vanda.” sagði Gunnar Thoroddsen og brosti. Verða frum- vörpin að lögum? „Má búast við að frumvörp um Tæknisto liiun islands, ný bygg- ingarlög og Iðju og iðnað verði samþykkt á þessu þingi”, spurði Guiuiar Björnsson. Svar ráðherra var á þessa leið: „Tæknistofnunin er gamalt baráttumál iðnaðarins og verið á döfinni i ein 6-7 ár. Fyrrverandi iðnaðarráðherra lagði fram frumvarp um Iðntæknistofnun. 1974,sem dagaði uppi. Þetta hefur' nú verið lagt þannig fyrir alþingi nú, að þrjár þjónustustofnanir iðnaðarins verði sameinaðar i eina, það er Iðnþróunarstofnun íslands, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Rann- sóknarstofnun iðnaðarins. Frum- varpið hefur verið afgreitt frá iðnaðarnefnd neöri deildar og eg vona fastlega að það takist að fá þetta lögfest á þessu þingi. Það er ætlun rikisstjórnarinnar að svo verði. Varðandi byggingarlögin er það að segja að nokkuð treglega hefur gengið með þau þó frum- varpið væri vel og vandlega undirbúið. Frumvarpið er búið að fara i gegnum efri deild og er i nefnd i neðri deild. Kg hef lagt mikla áherslu á að frumvarp þetta yrði að lögum á þessu þingi og vona að það geti orðið. Frumvarpiðum iðju og iðnað er heldur skemmra á veg komið i þinginu, en við leggjum áherslu á að það fari i gegn á þessu þingi.” -BÁ FJÁRHAGSGRUNDVÖLLUR ORKU- STOFNUNAR í ENDURSKOÐUN „Þríggja manna nefnd full- trúa fjármá laráðuneytis, iðn- aðarráðunevtis og viðskipta- ráðuneytis vinnur nú að endur- skoðun á fjárliagsgrundvelli Orkustofnunar, og er ekki enn \itað liverjar lilliigur þeirra xerða", sagði Guunar Thorodd- sen, iðnaðarráðlierra, á beinu liiiunni i gærkvöldi. Gunnar sagði þetta i svari við spurningum frá Jóni Ingimars- syni i Reykjavik. Jón spurði. hvort fulltrUi iðn- aðarráðuneytisins myndi beita sér fyrir þvi „að Orkustofnun veröi útvegaðar þær 150 milljónir, sem rikisstjórnin akiað að greiða henni vegna vanskiiaskuldar vegna stofn- kostnaðar Kröfluvirkjunar". Gunnar sagði. að eitt af þvi, sem nefndinni var faliö væri að athuga, hvort hugsanlegt væri að draga úr einhverjum tvrir- huguðum útgjöldum. ...Ætlar iðnaðarráðuney tið að gera einhverjar raðstafánir til að binda endi á það ófremdar- ástand, sem rikir varðandi f r a m h a ld s r á ð n i n g u s t a r f s - manna við Orkustofnun?". spurði Jón. „Þetta er fyrst og fremst mál Orkustofnunar og fjármála- ráðuneýtisins”. sagði Gutinar. ..ogget eg þ\ i ekki svarað þess ari spurningu frekar”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.