Vísir - 13.07.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 13.07.1978, Blaðsíða 2
2 /A. Telur þú að loka eígí lækn- um i Nauthólsvík? Einar Karl Einarsson, tannsmift- ur: Ekki fyrir fullt og allt. Hann á aö vera opinn á virkum dögum en lokaður yfir nóttina. Helgi Kristinsson, rafvirki Grindavfk: Eg þekki ekki svo vel ástandið, en ég er samt á móti þvi að loka honum. Guðmundur Indriðason, garð- yrkjumaður: Nú veit ég ekki. Ég hef ekki komiö þangað. Það er áreiðanlega gott aö baða sig þarna ef vatnið er þá hreint. Helga Guösteinsdóttir, húsmóðir: Ekkert endilega. Það er ágætt fyrir þá sem hafa áhuga á að vera þarna að hafa hann opinn. Það mætti hinsvegar gera meira fyrir staöinn. Sólbjörg Egilsdóttir, húsmóðir: Nei, ekki alveg, en það mætti loka honum að nóttunni. Lækurinn á að vera opinn að deginum. Fimmtudagur 13. júll 1978 VISIR Umsjón: Anders Hansen. VEIÐIN VIÐAST NIEIRI EN I FYRRA Ágæt veiði i Fnjóská það sem af er Agæt veiði hefur veriö I Fnjóská i Fnjóskadal það sem af er veiðitimabilinu, en veiði þar hófst þann 20. júni. Um 90 laxar höfðu veiöst I gær, samkvæmt upplýsingum Berg- þóru Guðmundsdóttur I Sport- vöruverslun Brynjólfs Sveinsson- ar á Akureyri. Sagði hún marga laxana vera væna fiska, en stærstu laxar i sumar hafa vegið um 16 pund. Matthías Einarsson fékk einn sem vó 16.5 pund, og Ei- rikur Sveinsson fékk einn 16 punda fyrir stuttu. Veður var gott við Eyjafjörð i gær, um 18 stiga hiti en sólar- laust, og þvi hið ákjósanlegasta veiðiveður. Leirvogsá svipuð og i fyrra Veiði hófst i Leirvogsá þann fyrsta júli, og er veiðin þar svipuö og i fyrra. Þann áttunda júli voru komnir á land 40 laxar á móti 36 I fyrra. Þaö er Stangaveiðifélag Reykjavikur sem er með ána á leigu, og eru þar leyfðar tvær stengur á dag. Þann sextánda júli verður þeim siðan fjölgað um eina, en siðan verða aftur tvær stengur frá fyrsta september. Grimsá mjög góð i ár Stangaveiðifélag Reykjavikur er einnig með Grimsá i Borgar- firöi á leigu, og samkvæmt upp- lýsingum Friðriks Stefánssonar framkvæmdastjóra er útlit fyrir mjög góða veiöi i sumar. igærhöfðukomiðálandum 500 laxar, og er veiöin mun meiri en var á sama tima i fyrra. Tiu stengur eru nú leyfðar i Grimsá, sem er tvimælalaust orðin ein eftirsóttasta veiðiáin hér á landi. —AH Hér er veriö aö þreyta einn stóran. Útlit er fyrir að laxveiði veröi með besta móti í sumar og því verður sjón sem þessi væntanlega ekki svo óalgeng við laxveiðiár landsins í sumar. EINAR ROMM I ÞURRARHNJUK i vilji vel og meini þeim mun bet- ur hafa þeir alltaf annað augað á hljómsveitarstjóranum, hafi þeir ekki i upphafi sest við skör hans. Þannig er tryggt að sam- hengiði islenskum stjórnmálum fer ekki úr skorðum. Aftur á móti hafa þess orðiö dæmi i gömlum flokki, fylgislausum og dauðum með slikan óguðlegan pólitiskan kjaft, að maður óttast helst að þeir sitji mállausir og málaiausir eftir þegar þing byrjar, eða skilji þá hlutverk sitt sem svo, að þeim beri að halda áfram sprellum sinum á stað, þar sem alvaran situr i fyrirrúmi. Það er nefnilega svolitið ön- ugt að vera ungur sigurvegari i pólitik I dag. Venjulega sitja einstaklingar úti i kjördæmun- um og miöa út þingmann sinn eins og rjúpu, sem geti fært þeim steiktan, persónulegan ávinning á fati. Ungur sigurveg- ari kemst fljótlega að þvi, að væri þjóðfélaginu rétt stjórnað i alla staði þýddi það fylgishrun hjá þingmönnum upp og ofan. Hrunið nú var mest út af leiö- indum allsnægta og strandlifs, sem getur verið svona álika seigdrepandi og alvöru erfið- leikar. Mestu skiptir að hugsa sér þingsetu aðeins frá einum kosningum til annarra og ganga með hugarfari sjálfboðaliðans að pólitiskum dagsstörfum. En manni er þó efst i huga gamla konan á Húsavik. Hennar mið var Einar romm í Þurrár- hnjúk og hún fékk Vilmund. Og nú er að sjá hvort skötulóðirnar gefa eitthvað. Svarthöföi Manni skilst að I sjónvarps- viðtali eftir kosningar hafi einn helsti stjórnmálamaður lands- ins lýst þvi yfir að hann skildi ekki það fólk, sem kysi Alþýðu- flokkinn. En það er nú svona með skilninginn, þegar um óhagstæð úrslit er að ræða, að hann leggst nokkuð á skjön við veruleikann og verður Htt til hjálpar þeim sem töpuðu við endurreisnarstarfið. Skiptir þá engu hvort um merka eða ómerka stjórnmálamenn er aö ræða. 1 öllum tilfellum stýra þeir svona ámóta gáfulega á hin pólitisku mið og Stokkseyr- ar-sjómenn, sem gerðu sér að góðu að fara eftir alkunnri miðavisu eftir Bárð Diðriksson, sem fyrir duttlunga örlaganna er eiginlega ágæt kosningavisa að loknu kjöri til Alþingis sum- arið 1978: Mönnum voru miðin völd margur hélt að gerði fjúk. Ingólfsfjall f Aftanköld, Einar romm i Þurrárhnjúk. Gömul kona á Húsavik, sem varla vissi að Alþýðuflokkurinn var til, kvað upp úr með það skömmu fyrir þingkosningarn- ar, að hún ætlaði að kjósa hann Vilmund. Nærstaddir brugðu við og ætluöu að kveða þessa vitleysu niöur. Hún gæti ekki kosið neinn ansk... Vilmund eins og þeir kváðu á. Hún væri stödd I Norðurlandskjördæmi eystra og þar væri enginn Vilmundur i framboði. En sú gamla sat við sinn keip. Mér er nú sama hvað þið segið: Égætla samt að kjósa hann Vilmund. Þar með var það atkvæði tapaö, þ.e. að segja til Alþýöuflokksins. Og eflaust hafa þeir verið margir fleiri. viðsvegar um land, sem hafa taliðsig vera að kjósa Vilmund. Þetta ætti a.m.k. að minna Framsóknarmenn á, aö einu sinni, ég held það hafi veriö á árunum fyrir 1927, var uppi maður i flokknum, sem fólk taldi sig vera að kjósa hvar sem þaö annars var statt i kjördæmi. En sá maður er nú fyrir löngu orðinn eitt af svörtu börnunum hennar Evu i Framsóknar- verður að passa, og tunguhaft þeirra er af samræmdri þykkt við kviabólsfylgið. Þótt þeir flokknum og sjálfsagt gleymdur þeim, sem ekki skiija hvernig fólk vaknar til nokkurrar sjálfs- vitundar i pólitik. Þegar nýir, ungir menn koma fram á sjónarsviöiö gerist það með kunnum og alvanalegum hætti. Þeir hefjast upp i flokkn- um með sæmilegu fylgi, sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.