Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 30. septembér VÍSIR ÚR ENDURMINNINGUM RÖGNVALDAR SIGURJÓNSSONAR: Á ÓLYMPIULEIK- UNUM f BERLlN /.Spilaðog spaugað" nefnist endurminningabók Rögnvald- ar Sigurjónssonar pianóleik- ara sem kemur út hjá Al- menna bókafélaginu um miðj- an október. Guðrún Egilson hefur fært endurminningar Rögnvaldar í letur og er það fyrri hluti sem nú kemur út. Þessi bók spann- ar tímabilið frá 1918 til 1945 én síðara bindið sem væntanlegt er að ári mun fjalla um líf iistamannsins á islandi og tón- leikahald hans víða um heim. Helgarblaðið hefur fengið leyfi til að birta kafla úr //Spilaö og spaugað" og f jallar hann um það er Rögnvaldur Sigurjónsson fór á ólympiu- leikana í Berlín árið 1936. Ég hélt áfram námi hjá Arna Krist- jánssyni og trúði á hann eins og guð- spjöllin, enda fann ég, hvernig hann leysö af mér alla fjötra með sinu bull- andi skapi og barnslegri einlægni gagn- vart listinni. En ég leit ekki einungis á hann sem kennara og átrúnaðargoð, heldur einnig sem sannan vin. Við ræddum saman um alla heima og geima, einkum þegar við gengum saman heim að loknum kennslu- stundum, og hann opnaði fyrir mér nýja heima, gaf mér innsýn i stórborgir Evrópu, þar sem allt iöaði af músik, þar sem siegið var á alla mögulega strengi og allt virtist eeta eerzt. Árnihafði verið viðnám Þvzkalandiá nrepputimunum, skömmu áöur en Hitler komst til valda. bar var a 1 lt i kaldakoli, fátækt, atvinnu- leysi og hörmungar, en samt olómstruöu listgreinarnar skærar en nokkru sinni. bað er eins og manns- andinn risi aldrei hærra en þegar átti að visu einu sinni ef ör að keppa. Lið þýskra stúdenta skoraði eitt sinn á is- lensku strákana og ég fylgdist með leiknum. Eftir fyrri hálfleik vantaði bjóðverjana mann þannig að ég gekk til liðs við þá. Rétt fyrir leikslok voru Islendingar með eitt mark yfir, en þá dolaðiég boltanum imarkiöhjá þeim og jafnaði fyrir Þjóðverjana. 2. ágúst voru leikarnir settir með mik- illi viðhöfn. 110 þúsund áhorfendur sátu á pöllum og Hitler i heiðursstúku. Það var gifurleg stemning. Keppendurnir gengu 'inn á völlinn í stafrófsröð og heilsuðu hver með sinum hætti. Við Islendingarnir heilsuðum að nasistasið af kurteisi við gestgjafana. Þá ætlaði allt að rifna af fagnaðarlátum, það var klappað, hrópaðog öskrað. En þetta var lika i eina skiptið sem við gerðum lukku á þessum leikum, þviaðfljótt kom i ljós, að i'slenskukeppendurnir höfðu ekki roð við þrautþjálfuðum iþróttamönnum stórþjóðanna, enda varla við þvi að búast. Það hafði enginn átt von á þvi, að við fengjum medaliu, allra sist við sjálfir. Hins vegar nutum við ferðar- innar rikulega, fylgdumst ■ með kapp- leikunum, skoðuðum Berlin, fórum á búlur og skemmtum okkur, þegar við vorum úr leik. Arið 1936 var greinilega annar andi i Þýskalandi en verið hafði á námsárum ég mér aldrei að verða neinn iþrótta- maður. Ég haföi bara gaman af þessu, án þessað hugsa nánar út i' þaö, og eftir að við fluttumst i Bankastrætið hjólaöi ég inn eftir á æfingar. Stundum keppt- um við i sundknattleik eða póló við strákana i Armanni, en auðvitað kunnum við ekki að keppa i alvöru. Við vissum ekkert hvað keppni var. Okkur grunaði ekki, aö allt byggðist á þvi að svina á mótherjum, snúa upp á nefið á þeim, og beita alls konar lúalegum brögðum. Okkur var þaö fjarri skapi að meiða menn og vera með einhvern fantahátt. Við vorum bara heiðarlegir og góöir strákar. En viö uröum að sjálfsögöu óðir og uppvægir, þegarupp kom sá kvittur, að þaö ætti aö senda sundsveit til Berlfnar, og æfðum eins og trylltir menn. Á þessum timum var fólk ekki á stöðugu Kjórir islenskir frjálsiþróttamenn tóku einnig þátt i keppninni. Kögnvaldur Sigurjónsson okkur og spilaði „Ö guð vors lands” i kolvitlausu tempói, og s vo var farið með okkur i ráðhús borgarinnar, þar sem einhver nazisti þuldi eitthvað yfir okkur, ensiðanhéldum viðinn i Ólympiubæinn, þar sem við fengum fint privathús til af- nota. I þessum litla bæ var öllu m jög hagan- l?ga og smekklega fyrir komið, og það var aldeilis upplifun að sjá heimsfræga iþróttamenn reigja sig og teygja hér og þar. Sérlega er mér minnisstæður hlauparinn Jesse Owens, einhver glæsi- legasti iþróttamaður sem hugsasst gat. Keppendur áttu að nota dagana fyrir setningu leikanna til æfinga, og við fórum strax að prófa laugina. Vatnið var fjári kalt, þannig að maður átti erfitt með að draga andann. Andspænis sundlauginni var griðarlegt leikfimis- hús, og eitt sinn, þegar ég kem upp úr lauginni, sé ég einhvern ógurlegan mannsöfnuðþar fyrir framan. Ég fer að kanna málið og þá er bara Filharmóniu- hljómsveitin i Berh'n að pakka saman eftir að hafa haldið konsert á meðan ég var að skvampa i vatni i næsta húsi og hafði ekki hugmynd um neitt! Þetta var nú ljóta áfallið. Engu munaöi aö ég beygði af, en Erlingur Pálsson, farar- stjóri, reyndi aö hughreysta mig og sagðist skyldu gæta þess, að ég missti ekki af minni fögru list framvegis. Siðar maginn fær ekki fylli sina. A velmektar- timum, sljóvgast sköpunarmátturinn og hugsjónirnar gufa upp. Þetta eru kanaski sorgleg sannindi, en óhrekjan- >,eg Skyndilega er égsjálfurá leiðút I hinn stóra heim, að visu ekki til tónlistar- náms, þvi' að enn hef ég ekki lokið skól- anumhérheima Ég er hins vegar kom- inn i keppnislið I sundknattleik fyrir ólympiuleikana I Berli'n. Arni varar mig við og segir, aö svona keppni geti haft alvarlegar afleiöingar fyrir mig sem pianista, en aldrei þessu vant hlusta ég ekki á hann. Svona boð er alltof mikil freisting fyrir 17 ára strák. Á Laugarnesárum mlnum var ég alltaf buslandi I Sundlaugunum og gekk fljótt I sundfélagið Ægi. Auövitaö ætlaði flakki á milli landa einsog núna og þetta var raunar fyrststa skipti, sem Islendingar sendu hóp til ólympluleik- anna. Þetta var þvi ekkert aö fúlsa viö eins og nærri má geta. Auk sundsveitar- innar fóru fjórir islenzkir frjálslþrótta- menn á leikana, viö lögðum af stað 16. júli, og að sjálfsögðu var glatt á hjalla á leiðinni. Fyrsti viðkomustaðurinn var Hull og mérer þaö minnisstætt, hversu allt var þar drulluskitugt og leiðinlegt. Mér hafði aldrei dottið I hug, aö þannig væri umhorfs i útlöndum. En það var önnur sjón, sem blasti við okkur, þegar við sigldum upp eftir Elbe I bllðskapar- veðri. Það var hreint ævintýri, allt var svo hreint, fallegt og unaðslegt Við fórum meö lest frá Hamborg til Berlinar, þar sem lúörasveit tók á móti heyröi ég hljómsveitina spila úti og þaö var mjög skemmtilegt, en aö sjálfsögöu skilaði flutningurinn sér ekki eins vel úti undir berum himni og inni I stóru og miklu fimleikahúsi. Ýmsir fleiri listamenn komu fram i Ólympiubænum, þar á meðal tenór- söngvarinn Kiepura, sem kom oft fram i filmum á þessum árum og varð mjög frægur. Meö honum var Martha Eggerth, sem einnig var fræg söng- og leikkona. Svo hlustaði ég á tónleika i Berlin og fór m.a. með vini minum Jóni Pálssyni, þjálfara liösins, að hlusta á flautukonsert eftir Friðrik mikla, sem fluttur var i hallargarði einum i borginni. Þaö eru kannski ekki allir sem vita, aö þessi voldugi keisari var ágætur músikant og vildarvinur Bachs. En aö sjálfsögöu var ég ekki kominn til Berlinar til aö hlusta á konserta, heldur til þess aö keppa I póló. Þaö fór núsamtá aöra lund. Dag einn, rétt fyrir setningu leikanna, finn ég allt I einu sáran verk I annarri öxlinni og er bara alveg miður min. Ég fæ Úlfar Þórðar- son, vin minn, sem var ágætur I þýsku, og þar aöauki læknisfræðistúdent, til að koma með mér til læknis. Læknirinn skoðar á mér öxlina, tekur af henni röntgenmyndogsegirsiöan: —Eittætla ég að taka fram. Ef þu ætlar aö verða pianisti veröuröu aö hætta allri keppni núna á stundinni. — Svo mörg voru þau orð. Fararstjórarnirtóku þessum fregnum með ró. Þeir höföu varamenn og ég var alls ekki ómissandi I liðinu. Það var bara verst, ef þeir hefðu haldið, að ég hefði svindlaö mér meöogaldrei ætlað að keppa, en sem betur fór virtist enginn gruna mig um þaö. Ég var nú úr leik, en Arna Kristjánssonar. Þjóöin var á hraðri uppleiðog maöur varö alls staðar var við athafnir og þrótt. En hvar sem maöur kom, og hvert sem máöur leit, marséruöu einkennisklæddir dát- ar fyrst meö lúðrablæstri og gný og alls staðar heyrðist takt- fast tramp undan herstigvél- um. Það var ekki um aö villast, að þjóðin var gripin hernaðaranda. Ekki man ég samt eftir þvi, aö það hafi sett okkur úr jafnvægi og ekki uröum við varir við ruddaskap og kúgun. Samt hafði maður einhvern pata af gyöinga- ofsóknum og ógnarstjórn nasista, en við vorum andvaralausir eins og allur heimurinn á þessum tima og létum blekkjast af ytra boröi hlutanna. Við vorum óneitanlga dálitið snortnir af glæsimennsku og fádæma dugnaði Þjóð- verjanna, en þau hughrif áttu auðvitað eftir aö breytast. Þessi ferð til Berlinar átti eftir að veröa mér eftirminnileg og því miöur eru þaö ekki aöeins góðar minningar, sem við hana eru bundnar. Sannleik- urinn er nefnilega sá, að hún varð mjög afdrifarik fyrir mig sem listamann. Handleggurinn á mér fór einhvern veginn úr skoröum i keppnisæöinu, og þótt ég færi að ráðum læknisins og hætti að spila póló, hefur hann aldrei oröið góöur aftur. Stundum er ég svo viöþols- laus, að ég get ekki hreýft mig, og oft leitar verkurinn niöur i höndina, sér- staklega þegar ég er I stifum æfingum fyrir konserta. Ég hef þurft að fresta mörgum konsertum út áf þessu og slampast sárþjáöur I gegnum aöra. Það versta er aö geta kennt sjálfum sér um þetta. Auðvitað hefði ég átt að hlusta á hann Arna!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.