Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 30.09.1978, Blaðsíða 10
Laugardagur 30. september 1978 10 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. úlafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón meö helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónina Mikaelsdóttir, Katrín Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfí Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens' Alexandersson. Útlitog hönnun: JónOskar Hafsteinsson, MagnúsOlafsson. VISIR Augiýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjorn: Siöumula 14 simi 86611 7 linur Askríftargjald er kr. 2000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 100 eintakið. Auknar upplýsingar og innlend framleiðsla n Lyfjanotkun er einn þátturinn i lifnaöarháttum nú- tima íslendinga og á hverju heimili er að finna marg- H vislegustu lyf, sem heimilisfólkiö notar. Sumt af lyfj- unum er fengið samkvæmt ávisunum frá læknum, en ■m annað er keypt beint I apótekum, — en hvort heldur sem er um sakleysislegar pillur eða vandmeðfarin á- hrifamikil lyf að ræða, þykir okkur þetta sjálfsagður n hlutur. Það er lltið talaö um lyf hér á iandi, og fremur sjald- U an um þau ritaö I blöð. Hér i Helgarblaöi VIsis hefur þó I veriö fjallað um lyf I tengslum við ýmsa sjúkdóma, I sem boriöhafaá gómai þættinum.Lifogheilsa’. Almenn lyf janotkun þykir aftur á móti varla tiöindum sæta, en misnotkun og óeðlilega tiðar ávlsanir ýmissa lækna á m vanabindandi lyf til handa ákveðnum sjúklingum hafa oröiö umræðuefni og jafnvel kæruefni, þótt niðurstöður ( U athugana hafi sjaldan verið opinberaðar. U Almar Grimsson, deildarstjóri I heilbrigðis- og ■n tryggingaráöuneytinu ritaði fyrir skömmu grein um “ lyfjanotkun tsiendinga I Fréttabréf um heilbrigðismál. Almar segir að stefnan hljóti að verða sú, að réttu lyfi ■ sé ávisað i réttu tilviki og einstaklingurinn hafi sem bestar forsendur til þess að nota lyfið á þann hátt, sem n til er ætlast. Hann telur þarna geysimikiö verka að vinna, við að veita almenningi aðgengilegar upplýsingar um meö- ferð lyfja og nánari upplýsingar um þau lyf sem hann ■ er að nota. Þetta er rétt hjá Almari. h Nauðsynlegteraðauka fræðsluá þessu sviðiogekki sist i sambandi við notkun og áhrif lyfja, sem fólk getur n keypt I lyfjabúöum án lyfseðils. Sumir framleiðendur U hafa farið inn á þá braut að prenta skýringar á umbúð- irnar, en mjög mikill misbrestur er á að slikar upp- ■ lýsingar séu fyrir hendi. Sem dæmi má nefna, að ef fólk kemur inn i apótek og biður um verkjatöflur, getur það valið þar úr 10 til 20 ■ tegundum með ýmsum nöfnum, en i flestum tilvikum P eru litlar eða engar upplýsingar á umbúðum þessara lyfja. Það er undir hælinn lagt, hve miklar upplýsingar afgreiöslufóik i lyfjabúðunum getur gefið og jafnvel eru þær mismunandi eftir þvi hver er aö vinna þann daginn. Þá eru fólki I fæstum tilvikum Ijósar afleiöingar þess að nota lyf, sem almennt eru talin meinlaus, i of miklu magni. Nokkrar þeirra tvö hundruð lyfjategunda, sem framleiddar eru hjá einu islensku lyfjafyrir- tækjanna, Pharmacoh.f. Mynd: Gunnar V. Andrésson. Það á til dæmis við um magnyltöflur, en i grein um magnyl og önnur aspirinlyf, eftir dr. Magnús Jóhanns- son, sem birt var i Visi fyrir skömmu, kom fram, að hann teldi fullvist, að almenningur og margir læknar vanmeti virkni aspirins sem verkjastillandi lyfs og telji það mun hættuminna en raun ber vitni. Magnyltöflurnar þarf þvi að nota I hófi, en þær eru sennilega mest selda lyf á tslandi. Salan á siðasta ári mun hafa numiö 6,5 milijónum taflna eða þrjátiu töfl- um á hvern ibúa landsins. Fjölmiðlar geta gegnt þýðingarmiklu hlutverki varðandi færðslu um lyfjameðferð og notkun og mun Vísir ekki láta sitt eftir liggja á þvi sviði. Engu að siður verður aö leggja megináherslu á upplýsingar og leiö- beiningar á umbúðum og fræðslu frá læknum og lyf- sölum. Ný lyfjalög voru samþykkt á siðasta alþingi og eru þau um margt mun gleggri og ákveðnari en lyfsölulög- in frá 1963. Jafnframt er þar stigið spor i rétta átt, meö þvi að lyfjaeftirlit rikisins er með lögunum gert að sjálfstæðri stofnun undir yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingarráðuneytisins. Með lögunum er stefnt að þvi að lyfjabúöir hætti smám saman framleiðslu lyfja, og hún færist meira en verið hefur i hendur færri og stærri framleiösluaðila. Lyfjabúðunum er gefinn frestur til ársloka 1983 til þess að aðlaga sig breytingunum. Þessi þróun vekur menn til umhugsunar um það, hvort ekki sé hægt að framleiöa mun stærri hluta þeirra lyfja, sem islendingar nota, innanlands. Stórfé er árlega éytt i gjaldeyri til lyfjakaupa erlendis frá I stað þess að skapa atvinnu I landinu og hagkvæmni fyrir þjóðarbúið með aukinni framleiðslu lyfja innan- lands. Markvisst þyfti að stefna aö þvi að flytja sem allra mest af framleiðslu algengustu lyfja inn i landið á næstu árum. KRÁKUSTÍGUR eftir Sœmund Guðvinsson HVER ER ÞESSI VANDI? Ætli ég sé einn um það að botna hvorki upp né niður í ástandjnu hér- lendis? Mér finnst flestir svo ákaflega vel að sér þegar þeir ræða efna- hags- og kjaramál að það liggur við að maöur skammist sin fyrir fá- fræðina. Það sem hefur forðað mér frá örvilnan er sá grunur sem búið hefur um sig i sálinni að ekki séu allir eins vel að sér i þjóð- málum eins og þeir vilja vera láta. Hér eru nú fjórir stjórnmála- flokkar og þrir þeirra mynda núverandi rikisstjórn. Þegar oddvitar þessara fjögurra flokka opinbera visku sina um ástandið i þjóöfélaginu og það gera þeir óspart, eru þeir aðeins sammála um eitt: Vandinn er mikill. Vandi er tiskuorð dags- ins i dag og gleymd eru orð eins og kröggur eða erfiðleikar. Mikið er rætt og ritað um vanda útflutningsatvinnuveg- anna, vanda iðnaðarins, fjár- hagsvanda einstakra rikisfyrir- tækja og þannig mætti lengi telja. Allir virðast sammála um að vandinn sé til staðar nær hvert sem litið er en lengra nær sam- staðan ekki. 1 fyrsta lagi greinir menn á um orsök vandans, i öðru lagi er það ekki ljóst hve vandinn er stór og alvarlegasta deiluefnið er hvernig beri að leysa margumræddan vanda. Fyrir utan þennan aðalvanda koma svo ýmis mál sem kölluð eru vandamál. Má þar nefna vandamál aldraðra, unglinga- vandamál, brennivinsvanda- málið og vandamál fatlaðra svo ekki sé minnst á vandamál er varða Kröfluvirkjun. Stjórnmálamenn vanda sig mjög þegar þeir ræða um vand- ann sem valdið hefur vandræð- um á flestum sviðum. Mitt vandamál er að skilja þennan vanda sem allstaðar er fyrir hendi og heimfæra hann upp á það sem maður sér og heyrir. Útgerðin hefur verið á hausn- um siðan ég man eftir mér. Enginn hörgull er þó á mönnum sem vilja stunda útgerð og gifurlegur þrýstingur á stjórn- völd um að leyfa áframhaldandi innflutning á skuttogurum. Verslunin segist vera i fjár- hagslegu svelti og krefst bættra kjara ellegar verði stjórnvöld- um stefnt fyrir rétt. Innflytj- endur barma sér sáran undan ofsóknum verðlagsstjóra og lit- illi álagningu en sifellt vilja fleiri leggja á sig þær þrautir sem fylgja innflutningsstússi. Nýjustu fréttir herma að þeir sem stunda importið kaupi dýr- ara inn en aðrir en selji hins vegar ódýrar og þykja þetta nokkur tiðindi. Svonefndir launþegar börm- uðu sér sáran fyrir kosningar eða alla vega forystumenn þeirra, yfir kaupráni og litlum launum sem nægðu ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Myndaður var öflugur kór sem skipaður var allt frá háskóla- mönnum upp i verkamenn. Nýja rikisstjórnin lækkaði laun hinna lægst launuðu en hækkaði kaupið hjá þeim betur settu. Siðan var verð á mjólk og kjöti lækkað um leið og gerðar voru ráðstafanir til að hækka flestar aðrar vörutegundir svo og skatta. Allir virðast sáttir við þetta — eða hvað? 1 allri þessari hringiðu vanda- mála og ráðstafana fer þjóðin sinu fram og virðist ónæm fyrir vandanum. Helmingur þjóðar- innar lagðist i ferðalög til út- landa að venju og bilainn- flutningur blómstrar. Hið árvissa kaupæði gengis- fellingar greip um sig meðal al- mennings og ótrúlegustu hlutir voru rifnir út. Eins og áður var það geysivinsælt að fjárfesta i frystikistum, litsjónvarpstækj- um og húsgögnum. A nokkrum vikum fjárfesti almenningur fyrir hundruð milljóna króna i þessum vörutegundum og fleiri viðlika. Ekki var þetta æði fyrr runnið af mönnum en kjötæðið fór á stað. Kjöt siðan i fyrra seldist upp á svipstundu og var engu likara en hallæri væri yfirvof- andi. Mér er sagt að Reyk- vikingar hafi keypt kjöt fyrir tugmilljónir á einum degi. Illa launaður og skattpindur almúginn (eins og Þjóðviljinn orðaði það fyrir kosningar og Morgunblaðið eftir kosningar) lætur sem sagt allt talið um vandann sem vind um eyru þjóta og safnar nú kröftum fyrir næstu törn. Ég er jafnfjarri þvi að skilja upp eða niður i þessu og Ebba frænka að skilja þetta með páf- ann. Ég mætti henni á Lauga- veginum i gær og sagði að nú var páfinn dauður. — Hvað segirðu drengur? sagði Ebba hlessa. Er páfinn dauður aftur og ekki nema nokkrar vikur siðan hann dó siðast? —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.