Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur ákveðið að boða til launamála- ráðstefnu til að kynna fyrir sveitar- félögunum nýjan kjarasamning við grunnskólakennara. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að samningurinn yrði ræddur í stjórn sambandsins í næstu viku. Rétt til setu á launamálaráðstefn- unni eiga öll sveitarfélög sem hafa veitt launanefnd sveitarfélaganna umboð til að gera kjarasamninga fyrir þeirra hönd, en það eru öll sveitarfélög á landinu. Vilhjálmur sagði að sveitarfélög- unum yrðu veittar ítarlegar upplýs- ingar um efni samningsins við kenn- ara og kostnað við hann. Ekkert tilefni væri til að fela upplýsingar um efni samningsins. Menn þyrftu hins vegar aðeins ráðrúm til að kynna hann. Hann sagði að fundur yrði í launanefnd sveitarfélaganna í dag þar sem rætt yrðu um samninginn. Boða til launamála- ráðstefnu UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur telur að fækkun cam- pylobacter-sýkinga í mönnum sýni með skýrum hætti að hertar kröfur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um sýnatökur og frystingu hafi verið réttmætar og raunhæfar. Í bókun, sem nefndin samþykkti samhljóða, segir: „Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur lýsir ánægju með þann árangur sem náðst hefur gegn campylobacter-mengun í ferskum kjúklingum og þeirri fækk- un sýkinga í mönnum sem kemur fram í skýrslu Heilbrigðiseftirlitsins til nefndarinnar í dag. Árangurinn sýnir með skýrum hætti að þær hertu kröfur um sýna- tökur og frystingu sem Heilbrigðis- eftirlitið gerði og kjúklingabændur unnu eftir í góðu samstarfi við heil- brigðisyfirvöld voru réttmætar og raunhæfar. Nefndin leggur á það áherslu að Heilbrigðiseftirlitið fylgi þessum árangri eftir á árinu 2001 og haldi áfram að kanna með reglu- bundnum hætti ástandið hvað varðar campylobacter og salmonella í kjúk- lingum á markaði og fylgist með að farið sé að reglum um sýnatöku, merkingar og rekjanleika kjúk- linga.“ Campylobacter Árangur af hertum reglum IP STUDIUM ehf., eignarhalds- félag Ingibjargar Pálmadóttur, dóttur Pálma Jónssonar, hefur fest kaup á Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu 8-10. Ekki hefur ennþá verið ákveðið um framtíðarnotkun húss- ins, en hótelrekstur er einn af þeim möguleikum sem verið er að kanna. Þórður Þórðarson, lögfræðingur IP Studium, segir að ljóst sé á þessari stundu að veruleg breyting verði á þeim rekstri sem er nú er í húsinu, en þar eru nú skrifstofur og tveir skemmtistaðir sem stað- settir eru á jarðhæð, nektarstað- urinn Club 7 og skemmtistaðurinn Spotligt. Að sögn Þórðar verður húsið allt tekið í gegn og vænt- anlega hefjast þær framkvæmdir í sumar. Kaupverð hússins er trúnaðar- mál, en húsið er um 2.000 fermetr- ar og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki ólíklegt að verðmæti hússins nemi um 200 milljónum króna. IP Studium kaupir Alþýðuhúsið ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FJÖLMENNUR borgarafundur var haldinn í gærkvöldi í Stapanum í Reykjanesbæ til að knýja á um að framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar verði flýtt og verkinu lokið árið 2004. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að taka tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir við endur- skoðun vegaáætlunar og lögð var áhersla á að leitað verði leiða til að fjármagna verkið utan vegaáætlun- ar. Á fundinum kom fram mikill vilji þingmanna til að flýta framkvæmd- um við tvöföldun Reykjanesbrautar, eftir því sem kostur væri. Jafnframt því var lögð áhersla á bætta umferð- armenningu á Reykjanesbraut og öðrum þjóðvegum landsins. Frummælendur á fundinum voru Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra, Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og 1. þingmaður Reykja- neskjördæmis, Árni Johnsen formaður samgöngunefndar, Árni Ragnar Árnason og Kristján Pálsson þingmenn Sjálfstæðisflokks, Hjálm- ar Árnason þingmaður framsóknar- manna og Sigríður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingar, auk Stein- þórs Jónssonar sem er talsmaður undirbúningshóps fundarins. Stein- þór setti fundinn og sagðist vilja ítreka að á fundinum væri verið að ræða um vegarkaflann frá Reykja- nesbæ til Hafnarfjarðar. „Við viljum flýta framkvæmdum miðað við nú- gildandi vegaáætlun og ljúka verkinu á fjórum árum og eftir viðræður við ráðherra, þingmenn, verktaka og fleiri þá fullyrði ég hér strax í upp- hafi að það er hægt, það er raunhæft og það er skynsamlegt.“ Steinþór sagði að öllum væri saga og fortíð brautarinnar ljós, þar sem slysatíðni væri há og að baki slys- unum byggi mikil sorg og sársauki þeirra sem þurft hafi að horfa á eftir foreldum sínum, börnum, systkinum og öðrum ástvinum. „Það er minning þeirra og kraftur sem í dag drífur okkur áfram, það er mál að linni.“ Steinþór sagði jafnframt að allir bæru jafna ábyrgð á því að koma í veg fyrir slys og með því að draga úr ökuhraða og sýna ítrustu gætni væri hægt að draga verulega úr slysatíðni. Fyrr í mánuðinum fór af stað und- irskriftarsöfnun þar sem hvatt er til þess að tvöföldun Reykjanesbrautar verði flýtt og sagði Steinþór að í gær- kvöldi hefðu þegar um 9 þúsund manns skrifað sig á listann. Hinn 22. janúar nk. mun undirbúningsnefnd fundarins formlega afhenda sam- gönguráðherra undirskriftirnar og eiga þá jafnframt vinnufund með ráðherra og yfirfara niðurstöðu fundarins. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að nú væri í vinnslu und- irbúningur við framkvæmdir við 24 kílómetra kafla við Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að Fitjum. Gert er ráð fyrir að útboð geti farið fram á næsta ári og að hægt verði að taka ákvörðun um verklok þegar niður- staða útboðs liggur fyrir. Áætlaður heildarkostnaður við vegarfram- kvæmdir frá mörkum Hafnarfjarðar að Fitjum er 2,3 milljarðar og sagði ráðherra að samkvæmt núgildandi vegaáætlun vantaði 1,7 milljarða króna til að ljúka við þennan kafla. Samgönguráðherra sagði mikil- vægt að efla umferðaröryggi og gæslu á þjóðvegum, enda væri öku- hraði talsvert yfir löglegum mörkum. Hann sagði að nú væri verið að ganga frá sérstökum samningi um árangursstjórnun á milli Vegagerð- arinnar, ríkislögreglustjóra og lög- reglustjóra á svæðum sem ná yfir Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. „Við ætlum okkur að leggja sérstaka og aukna áherslu á öryggismálin á þessum meginþjóð- vegum landsins. Við þurfum að bæta umferðarmenninguna og það er verkefni dagsins. En framkvæmda- hraði og verklok verða endanlega ákveðin við endurskoðun á vega- áætlun sem fer fram á næsta ári.“ Ráðherra lýsti því síðan yfir að hann væri reiðubúinn að fara yfir málið að nýju í þeim tilgangi að hraða verkinu frá því sem vegaáætlun gerir nú ráð fyrir. Í máli þingmanna Reykjaneskjör- dæmis kom fram mikill vilji til þess að hraða framkvæmdum við Reykja- nesbraut. Hjálmar Árnason sagði að í áliti samgöngunefndar frá síðasta vori væri búið að opna fyrir að hægt væri að ná fram þeim markmiðum sem fundurinn stefndi að. „Það er verkefni sem þingmenn Reykjanes- kjördæmis og ég hygg Sunnlendinga einnig munu beita sér fyrir og er mikil samstaða innan hópsins um að við munum ná þeim árangri sem vilji er til.“ Kristján Pálsson sagðist hafa kannað hversu hratt mætti fara í framkvæmdir við tvöföldun Reykja- nesbrautar, ef nægir fjármunir væru fyrir hendi. „Að mati forstjóra stærstu verktakafyrirtækja lands- ins, Íslenskra aðalverktaka og Ís- taks, er tiltölulega auðvelt að ljúka þessu verki frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar á einu ári eða svo, en þeir hafa leyft mér að hafa þetta eftir sér opinberlega.“ Árni Johnsen, formaður sam- göngunefndar, sagði að verkið yrði unnið eins hratt og hægt væri og sagðist taka undir ósk aðstandenda fundarins um það markmið að verk- lok geti orðið árið 2004. „Það er há- leitt markmið og það er mæt ósk, þó svo að menni kunni hugsanlega að þurfa að bíða lengur.“ Að loknu erindi frummælenda tóku þeir við fyrirspurnum úr saln- um. Samgönguráðherra var m.a. spurður að því hvort það væri eðlileg forgangsröðun að ætla að ráðast í gerð jarðganga, t.d. á milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar, á meðan tvö- földun Reykjanesbrautar sæti á hak- anum. Sturla svarað því til að líta yrði á vegaframkvæmdir á landinu sem eina heild. Ekki mætti heldur gleyma því að landsbyggðarþing- menn hefðu átt þátt í því að tryggja þann árangur sem þegar hefði náðst varðandi tvöföldun Reykjanesbraut- ar. Munum reyna eins vel og við mögulega getum Sú fyrirspurn kom fram hvort láta ætti einkafyrirtækjum eftir alla framkvæmdina en frummælendur töldu slíkt ekki góða lausn, a.m.k. ekki úr þessu. Greinilegt var að flest- ir fundarmenn töldu brýnt að hraða framkvæmdum. Fyrirspyrjendur töldu sumir að aðeins þyrfti að tryggja nægt fjármagn og þá yrði hægt að ljúka framkvæmdum árið 2004. Aðspurður sagðist Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri telja það mögulegt að flýta tvöföldun Reykja- nesbrautar miðað við árið 2006, eins og nú er áætlað. „Framkvæmdalega séð væri hægt að flýta henni um eitt ár með þokkalegu móti. Ennþá eru þó lausir endar í þessu,“ sagði Helgi. Árni Ragnar Árnason sagðist hafa svör verkfræðinga, meðal annars hjá Vegagerðinni, um að raunhæft væri að flýta verkinu, án þess að ýta öðr- um verkum út sem fyrir eru, og ljúka því fyrir árslok 2004. Sigríður Jóhannesdóttir benti á að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar væri ekki einu vegaframkvæmdirnar sem lægju fyrir í landinu. „Ég mun berjast fyrir því eins og ég get að fjármagn verði veitt til verksins. Ég mun líka styðja það ef unnt er að flýta því. En ég vil ekki gefa neinar falsvonir,“ sagði Sigríður. Hjálmar Árnason taldi tæknilega unnt að flýta verkinu. „Þó þarf ekki annað en einn kverúlant til þess að kæra t.d. umhverfismatið og nóg er af slíkum til,“ sagði Hjálmar, en þá myndi verkið tefjast. Árni Mathiesen flutti lokaorðin og sagði það fullan vilja allra þing- manna kjördæmisins að flýta fram- kvæmdum eins og mögulegt væri. „Í dag getum við engu lofað um þetta en við getum hinsvegar lofað ykkur því að við munum reyna eins vel og við mögulega getum,“ sagði Árni. Fjölmennur borgarafundur í Reykjanesbæ um tvöföldun Reykjanesbrautar Morgunblaðið/Þorkell Fundarmönnum gafst kostur á að spyrja þingmenn, ráðherra og vegamálastjóra. F.v. eru Árni Johnsen, Árni Ragnar Árnason, Sigríður Jóhann- esdóttir, Hjálmar Árnason, Kristján Pálsson, Árni Mathiesen, Sturla Böðvarsson, Helgi Hallgrímsson og Steinþór Jónsson. Skorað á stjórnvöld að ljúka framkvæmdum árið 2004 Morgunblaðið/Þorkell Fyrir utan Stapann hafði verið kveikt á kertum til að minnast þeirra fjölmörgu sem látist hafa í umferðarslysum á Reykjanesbraut. Morgunblaðið/Þorkell Hvert sæti var skipað í Stapanum og fundarmenn tóku vel undir með lófataki þegar þeim líkaði fyrirspurnir eða mál framsögumanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.