Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru samtals 175.004 hinn 1. des- ember sl. og hafði fjölgað um 3.485 frá sama tíma árið 1999. Íbúar Reykjavíkur voru 1. desember 111.342 og hafði fjölgað um 1.547 frá árinu 1999. 54.676 karlar bjuggu í borginni en 56.666 konur. Frá árinu 1990 hefur Reyk- víkingum fjölgað um 13.695 manns. Í næstfjölmennasta sveit- arfélagi höfuðborgarsvæðis- ins, Kópavogi, bjuggu 1. des- ember sl. 23.527 og hafði fjölgað um 959 manns frá síð- asta ári. Í Garðabæ voru íbúar 8.050, 77 fleiri en 1. desember 1999. Í Hafnarfirði voru íbúar 19.644 og hafði fjölgað um 508 frá síðasta ári. Í Bessastaðahreppi voru íbúar 1.541, 107 fleiri en í fyrra. Í Mosfellsbæ bjuggu 1. desember 6.246 og hafði fjölgað úr 5.999, eða um 247 frá síðasta ári. Á Seltjarnarnesi fækkaði hins vegar íbúum um 6 milli ára. Þeir voru 4.654 þann 1. desember sl. en 4.660 á sama tíma 1990. Flestir búa við Hraunbæ Hraunbær er eins og und- anfarin ár langfjölmennasta gata Reykjavíkur. Íbúar þar eru 2.362 talsins. Aðrar götur í borginni með fleiri en 600 íbúa eru: Klepps- vegur (1.566), Vesturberg (1.290), Háaleitisbraut (1.236), Langholtsvegur (962), Fannafold (923), Hringbraut (830), Álfheimar (828), Logafold (794), Hvassaleiti (772), Bólstaðar- hlíð (769), Frostafold (771), Flúðasel (677), Engjasel (674), Flétturimi (699), Lauf- rimi (629), Safamýri (616) og Hátún (601). Við 22 götur í borginni eru íbúar 9 eða færri. Margar þeirra eru stað- settar í miðborginni eða í iðn- aðar- og verslunarhverfum eða þá í jaðri skipulagðra svæða. Einn íbúi er við Ánanaust, Hrannarstíg, Vesturhlíð og Jafnasel. Tveir íbúar eru við Furugrund á Kjalarnesi og Borgartún. Þrír búa við Brunnstíg, Fischersund og Víkurgrund á Kjalarnesi. Fimm eru skráðir til heimilis við Skothúsveg og Vegamóta- stíg. Við Bröttugötu, Hafnar- stræti, Kirkjugarðsstíg, Kirkjutorg, Skildingatanga og Skógarhlíð eru sex íbúar og við Mýrargötu búa sjö Reykvíkingar. Við Skógarsel búa átta manns og við Vatna- sel eru íbúarnir níu talsins. Ofangreint kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Íbúum fjölgaði um 3.485 í fyrra Höfuðborgarsvæðið                   !"#  $      %" &&  $    &     $ ' &        $ ( )*!+* $      ( )*!+*    $     ( )*!+*  $        ( )*!+* $  ( )*!+*  $ $       ( )*!+*  $  $      ( )*!+* $        ( )*!+*      ( )*!+*       ( )*!+*    $                                      $ $   $     $         $ $  $      Í FROSTHÖRKUNUM und- anfarna daga tók Fossvog- urinn undan Vesturvör í Kópavogi á sig rauðan lit. Skýringin gæti verið sú, að sögn Magnúsar Tryggvason- ar, framkvæmdastjóra nið- ursuðuverksmiðjunnar Ora, að þar var verið að sjóða nið- ur rauðrófur og affalli frá verksmiðjunni var veitt út í ísilagðan voginn. „Vogurinn var frosinn og við erum að vinna hér rauð- rófur. Það gæti verið skýr- ingin á þessu að liturinn komi frá hýði á rauðrófum,“ sagði Magnús. Magnús sagði að rauðróf- urnar hefðu verið flysjaðar í verksmiðjunni en úrgang- urinn væri því eingöngu líf- rænn. Ekki gerst í 20–25 ár „Ég held að þetta sé að mestu farið núna,“ sagði hann en vegna leysinganna undanfarið hefur íshellan, sem þakti voginn, látið und- an síga og um leið og hreyf- ing hefur komist á sjóinn hefur liturinn leyst upp. „Vogurinn var orðinn freðinn, sem hefur ekki gerst í 20–25 ár,“ sagði Magnús. „Fólk var farið að labba hérna um á ísnum.“ Stelkurinn virtist una sér vel á rauðleitum Fossvoginum og fuglafræðingar Morgunblaðsins sögðust greina eina tildru fyrir miðri mynd. Morgunblaðið/Vilhelm Fossvoginn lagði í frosthörkunum og því blandaðist lit- urinn frá rauðrófuhýðinu frá Ora sjónum seinna en ella. Rauðrófur lituðu freðinn Fossvog Kópavogur ALLIR íbúar Mosfellsbæj- ar, tvítugir og eldri, hafa undanfarna daga fengið bréf frá Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins þar sem staðsetn- ing og breyttur afgreiðslu- tími áfengisútsölu bæjarins eru kynnt sérstaklega og bæjarbúar minntir á að vín- búðin hafi verið opnuð að ósk þeirra. Höskuldur Jóns- son, forstjóri ÁTVR, segir að eftir breytingarnar sé verslunin í Mosfellsbæ opin lengur en aðrar áfengisút- sölur á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist ekki telja að með bréfinu hafi verið farið út fyrir ramma laga um áfengisauglýsingar. Í bréfinu segir að frá opn- un vínbúðarinnar í Mos- fellsbæ hafi viðskipti verið mjög dræm og sú ábending hafi borist að staðsetning hennar hafi ekki verið kynnt nægilega og afgreiðslutími hennar sé ekki í samræmi við verslunarhætti íbúa. Jafnframt að frá áramótum verði tekinn upp nýr af- greiðslutími til að láta reyna á hvort þörf sé fyrir þjón- ustu ÁTVR í Mosfellsbæ. Opnuð að tilmælum íbúa „Vínbúðin í Mosfellsbæ var opnuð að tilmælum íbúa og með miklum stuðningi sveitarstjórnarmanna þar á sínum tíma. Reyndar minnir mig að þeir hafi tjáð sig um það í almennri atkvæða- greiðslu og þótt löng bið á að efndir yrðu. En að því kom að þarna var opnuð áfeng- isverslun,“ sagði Höskuldur. Vínbúðin var opnuð í júní 1999 og er staðsett í Þver- holti, steinsnar frá verslun- um Nóatúns og Bónuss. „Aðsókn að versluninni varð mun minni en við höfð- um reiknað með og svo lítil að á venjulegum mælikvarða rekstrar voru kannski ekki forsendur til að halda þessu áfram,“ sagði hann. Opið lengur en annars staðar Hann sagði að ÁTVR hefði leitað til aðila sem þekktu til innkaupavenja Mosfellinga og þeir hefðu sagt að í bænum versluðu menn mest síðla dags og talsvert á laugardögum og einnig á sunnudögum. Lög koma í veg fyrir að áfeng- isverslanir séu opnar á sunnudögum en Höskuldur sagði að ákveðið hefði verið að gera tilraun með allrót- tæka breytingu á afgreiðslu- tíma vínbúðarinnar. „Þótt við séum ekki á þeirri lín- unni að auglýsa starfsemi okkar töldum við lágmark að koma því til skila til íbúanna að þessi verslun væri til staðar og hver afgreiðslu- tími hennar væri,“ sagði Höskuldur. Afgreiðslutímanum hefur verið breytt í þá veru að frá mánudögum til fimmtudaga er opið frá kl. 14–19, á föstu- dögum frá 12–20 og á laug- ardögum frá kl. 12–18. Hing- að til hafa verslanir ÁTVR lokað klukkan 18 mánudaga til fimmtudaga, kl. 19 föstu- daga en verið opnar frá kl. 11–14 á laugardögum. Hösk- uldur sagði að þessi af- greiðslutími yrði viðhafður í Mosfellsbæ næsta árið til reynslu „og af viðbrögðum verður svo að ráða og meta hvert framhaldið verður. Um áfengisverslun í þéttbýli gilda sömu reglur og með viðskipti almennt að til þess að afsaka tilveru þessara verslana þá verða einhverjir að skipta við þær.“ Höskuldur staðfesti að hér með væri verslunin í Mos- fellsbæ sú vínbúð á höfuð- borgarsvæðinu sem opin væri lengst fram eftir degi en á móti hefði verið skorið framan af afgreiðslutíman- um og ekki opnað fyrr en klukkan 14 og 12 á daginn. Veltir 170 m. kr. í stað 4–500 m. kr. Nánar spurður um þau vonbrigði sem verslun í vín- búðinni í Mosfellsbæ hefði valdið ÁTVR sagði Höskuld- ur að á höfuðborgarsvæðinu seldu verslanir ÁTVR að jafnaði fyrir 4–500 m.kr. á ári, þótt selt væri fyrir mun hærri fjárhæðir í Heiðrúnu við Lyngháls, Kringlunni og í Holtagörðum. Í versluninni í Mosfellsbæ hefði salan hins vegar verið innan við 170 m.kr. á ári. „Okkar álagning er tæp 11%, hitt eru skattar,“ sagði Höskuldur. „Af okkar álagn- ingu eigum við að kosta allan verslunarrekstur okkar í landinu, og flutning á vöru sem seld er á jafnaðarverði um land allt.“ Hann sagði að til þess að fyrirtækið gæti staðið undir lögbundnu hlut- verki sínu yrði verslun í mesta þéttbýlinu að skila arði. Nauðsynleg upplýsingagjöf En má líta svo á að með því að senda markpóst til að kynna starfsemi sína á þenn- an hátt sé ÁTVR að ganga gegn banni laga um áfeng- isauglýsingar? „Það er okkar mat í sjálfu sér að þetta sé nauðsynleg upplýsingagjöf um tilveru okkar en ekki um þá vöru sem við seljum. Þetta eru mjög samhljóða upplýsingar og við gefum á vef okkar og um hann var fjallað sérstak- lega bæði í dómsmálaráðu- neytinu og fjármálaráðu- neytinu áður en við fórum af stað með hann,“ sagði Hösk- uldur og sagði að fyrirtækið hefði ekki ráðist í bréfasend- ingar nema það teldi það rúmast innan þess ramma sem lög um áfengisauglýs- ingar setja. ÁTVR sendir Mosfellingum bréf til að kynna staðsetningu og afgreiðslutíma vínbúðarinnar í bænum Ekki utan ramma laga um áfengisauglýsingar Mosfellsbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.