Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 60
DAGBÓK 60 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Lud- vig Andersen kemur í dag. Bakkafoss og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ocean Tiger fór í gær. Mannamót Gjábakki, FEBK og Hana-nú. Þorrablót verður í Gjábakka laug- ardaginn 20. janúar. Fjölbreytt dagskrá, Árni Tryggvason leikari flytur gamanmál, söng- ur, dans og fleira. Skráning hafin, miðar verða afhentir fimmtu- daginn 18. janúar og föstudaginn 19. janúar. Upplýsingar í síma 554- 3400. Aflagrandi 40. Kl. 8.45 leikfimi, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Þorrablót verður 19. janúar skrán- ing í afgreiðslu sími 562- 2571. Árskógar 4. Kl. 9 perlu- og kortasaumur, kl. 11.15 tai-chi leikfimi, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 13.30 bingó, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9 bókband, kl. 9– 16 handavinna og fóta- aðgerð, kl. 13 vefnaður og spilað í sal. Þorrablót verður föstudaginn 16. janúar kl. 17. Þóra Ágústsdóttir og Bjarni Aðalsteinsson kveðast á. Bragi Þór Valsson syng- ur við undirleik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur. Kvennakór Félagsþjón- ustunnar syngur undir stjórn Guðbjargar Tryggvadóttur. Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Salurinn opnaður kl. 16.30. Skráning í síma 568- 5052 fyrir föstudaginn 26. janúar. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan opin og handa- vinnustofan opin, kl. 9.15 vefnaður, kl. 9.30 málm- og silfursmíði, kl. 9.45 leikfimi, kl. 13 bók- band, kl. 13.30 göngu- hópur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 13. „opið hús.“ spilað á spil. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Innritun á námskeið og í vinnuhópa í Kirkjulundi 12. janúar kl. 13, leirlist, glerlist, málun, keramik, tré- skurður, bútasaumur, spænska, tölvunámskeið og leikfimi. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10–13. Matur í há- deginu. Hana-nú göngu- hópur Félags eldri borg- ara í Kópavogi mætir í Ásgarð í Glæsibæ í boði Göngu-Hrólfa á morgun, laugardag, 13. janúar kl. 10, hóparnir ætla að eiga samverustund og eru allir velkomnir. Nám- skeið í framsögn hefst mánudaginn 29. janúar leiðbeinandi Bjarni Ing- varsson skráning hafin á skrifstofu FEB. Göngu- Hrólfar ætla að fara í létta göngu frá Hlemmi næstkomandi miðviku- dag kl. 10. Breyting hef- ur orðið á viðtalstíma Silfurlínunnar, opið verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12 f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10–16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Myndmennt kl. 13. Bridge kl. 13:30 Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bútasaumur, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 14 kóræfing. Myndlistarsýning Hrefnu Sigurðardóttur stendur yfir. Allar veit- ingar í kaffihúsi Gerðu- ergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 vefnaður. Skrán- ing á námskeið stendur yfir, nokkur pláss laus t.d. í bókband, klippi- myndir, silkimálun, tré- skurð og ensku. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta og út- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi og spurt og spjallað. Í dag föstudaginn 12. janúar kl. 14 kemur Thorben Friðriksson, fyrrverandi ríkisbókari, í heimsókn og fjallar um skattamál og fleira, kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13. opin vinnustofa, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14 brids. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 13 sungið við flygilinn, kl. 14.30 dansað í aðalsal – Sigvaldi. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Spilað kl. 13.15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9–12.30 útskurður, kl. 10 boccia. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum í Laugardalshöll kl. 10. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20.30 í félagsheim- ilinu Leirvogstungu. Kaffi og meðlæti. Styrkur og Ný rödd. Þorrablót verður haldið laugardaginn 27. janúar í Kiwanishúsinu, Engja- teigi 11. Húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 19.30. Miðasala verður föstudaginn 12. janúar kl. 17–19 í Skógarhlíð 8. takmarkaður fjöldi miða, miðapantanir í síma 896-5808. Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Félagsvist spiluð á morgun, laug- ardag, kl. 14 á Hallveig- arstöðum. Allir vel- komnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552- 4994 eða síma 553-6697, minningarkortin fást líka í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. Minning- arkort Kvenfélags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520- 1300 og í blómabúðinni Holtablóminu, Lang- holtsvegi 126. Gíróþjón- usta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520 1300 og í blómabúðinni Holta- blóminu, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkju- húsinu v/Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíró- þjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Í dag er föstudagur 12. janúar, 12. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. (Jóh. 17, 5.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÉG held það væri ekki van- þörf á því að allir kirkjunn- ar þjónar og allt gott fólk bæði fyrir ríkisstjórninni, að hún hlíti undangengnum dómi í máli öryrkja, hlíti dómi Hæstaréttar og greiði öryrkjum þær bætur sem þeir réttilega eiga inni. Þessi ríkisstjórn hefur alla sína stjórnartíð unnið að því að gera þá ríku rík- ari og þá fátæku fátækari. Nú er mál til komið að þeir sjái villu síns vegar, ranki við sé og hlíti dómnum. Ég skora á alla réttsýna menn og konur að standa með öryrkjum í þessu veigamikla máli og gera kröfur öryrkja að sínum. María Skagan Hátúni 12. Þakkir til móður MIG langar að senda þakk- ir til móður fyrir skrif í Vel- vakanda 4. janúar sl. Hún vekur athygli á að margir eru að reyna að losna frá fíkniefnum og þeirri miklu sorg og kvöl sem sá vandi er. En með hjálp Guðs og góðra manna eru margir að losna úr þessum hræðilegu fjötrum. Mig langar líka að taka undir hamingjuóskir til þeirra sem eru að losna úr þessu víti og senda þakkir til þeirra mörgu sem eru að reyna að hjálpa, bæði þeim sem vilja losna og líka þeim sem eru á leið út úr vandanum. Með von um bjarta framtíð. Móðir fyrrverandi neytanda. Tapað/fundið Snjóbretti tekið í misgripum ÞRIÐJUDAGINN 9. janú- ar sl. var Hammer-bretti tekið í misgripum í Blá- fjöllum. Brettið er svart að lit með mynd af hnettinum í miðjunni og bindingar eru af Nidecker-gerð. Þetta er mikið fjárhagslegt og til- finningalegt tjón fyrir eig- anda. Foreldrar eru beðnir að athuga hvort börn þeirra hafi þetta bretti undir höndum og skilvís finnandi er beðinn um að hafa samband í síma 557- 8372 eða 694-2326. Fundar- laun. Kvenarmbandsúr tapaðist KVENARMBANDSÚR tapaðist í Hagkaup í Kringlunni rétt fyrir kl. 17 sunnudaginn 7. janúar sl. Upplýsingar í síma 553- 2307. Heyrnatæki töpuðust HEYRNATÆKI töpuðust föstudaginn 5.janúar sl., annaðhvort í Fannborg, Hamraborg eða vesturbæ Kópavogs. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 564- 2229. Nokia 3210 tekinn í misgripum NOKIA 3210 GSM-sími var tekinn í misgripum í gleðskap í Fellahverfi í Breiðholti 30. júlí sl. Sím- inn er læstur og öllum ónothæfur. Eigandi símans yrði mjög fegin og þakklát að fá símann sinn aftur. Skilvís finnandi er beðinn að skila honum til lögregl- unnar, Íslandssíma eða Guðrúnar í síma 868-1606. Gleraugu fundust í Kópavogi GLERAUGU fundust 3. janúar sl. í Lyngbrekku í Kópavogi. Eigandi getur vitjað þeirra hjá lögregl- unni í Kópavogi. Nokia 3210 tapaðist NOKIA 3210 GSM-sími með rauðri framhlið tapað- ist aðfaranótt nýársdags annaðhvort á Sportkaffi eða á Píanóbarnum. Hann gæti líka hafa tapast á milli þessara staða. Skilvís finnandi hafi samband við Guðrúnu í síma 868-1606. Gleraugu töpuðust KARLMANNSGLER- AUGU töpuðust á nýárs- dag, sennilega á göngustíg við Torfufell og á leið upp í Hólahverfi. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 557-2343. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þvermóðska ríkisstjórn- arinnar Víkverji skrifar... ÞINGVALLAVATN er í óvenju-legum hátíðarbúningi eins og Víkverji sá í blaðinu í vikunni en um- skipti gætu orðið fljótt ef slagviðrið tekur völdin. Svo vildi til að vatnið lagði í stafalogni og þar er nú stærsta skautasvell landsins eins og sagði í frétt í blaðinu. Munu aðstæður ekki hafa verið með þessum hætti síðan veturinn 1935–36. En sums staðar þarf þó að fara varlega og betra að leita ráða ef fólk hefur ekki reynslu af skautaferðum á vatninu. Bændur við Þingvallavatn hafa lengi stundað fiskveiðar á veturna með því að gera vakir í ísinn. Víkverji dagsins heyrði nýlega að á sínum tíma hefði reynsla sem Vestur-Íslendingar höfðu aflað sér af veiðum á ís í Kan- ada komið sér vel og menn notuðu nú áhöld hérlendis sem byggðust á henni. En honum þætti fróðlegt að fá að vita hvort indjánar hafi kennt Ís- lendingunum listina vestra. Vafalaust hafa þeir kunnað að nýta sér aðstæð- urnar á ísilögðum vötnunum og sam- skipti þeirra við íslensku landnemana voru með ágætum. x x x VÍKVERJI var ánægður með aðframhaldsskólakennarar og fulltrúar ríkisvaldsins skyldu loks ná saman og vonandi verður truflunin á kennslunni ekki of afdrifarík fyrir nemendur. En um leið og gleðitíðind- in eru flutt heyrast varnaðarorð frá samtökum vinnuveitenda og ASÍ um að launahækkanir til kennara séu svo miklar að þær muni valda miklum vandkvæðum á almenna vinnumark- aðnum. Sem reynslan segir Víkverja að merki að ný verkföll hefjist, þau endi með verðbólgusamningum og allt fari úr böndum. En hver veit nema menn hafi lært af reynslunni? Kannski er von til þess að samanburðarhóparnir sætti sig við að kennarar hækki að þessu sinni hlutfallslega eitthvað í launum miðað við aðrar stéttir. x x x STUNDUM sjást myndir af íbúummilljónaborga Asíu þar sem ann- ar hver maður virðist vera með grisju fyrir vitunum til að reyna að verjast loftmengun. Víkverji var um jólin illa þjáður af kvefi og hósta sem áreið- anlega magnaðist mjög við loftmeng- unina sem herjaði á borgarbúa og hann velti því fyrir sér í vesöld sinni að fá sér gasgrímu. En ekki lét hann verða af því enda veit hann ekki hvar menn kaupa slík áhöld. Hann var líka orðinn mjög hrifinn af sterkum, norskum brjóstdropum og undir lokin var pestin orðin tilefni unaðsstunda. En þá hvarf hún auðvitað á braut sem var henni líkt. Mengunin í Reykjavík mældist yfir hættumörkum tvo daga í röð fyrir jól- in. Í logninu og frostinu svifu um loft- ið ótal ósýnilegar agnir úr malbikinu, sögðu sérfræðingarnir, tjöruleifar sem bílar á nagladekkjum spæna upp. Agnir sem setjast í lungu borgarbúa. Afleiðingin er loftmengun sem ekki bætir líðan þeirra sem fyrir eru slæm- ir af hósta. Víkverji hefur lengi verið þeirrar skoðunar að nagladekk séu óhjá- kvæmileg lausn þar til einhverjir tæknisnillingar hafa fundið aðra að- ferð sem dugar til að tryggja að hægt sé að stöðva bíl í hálku. En nú heyrir hann að áætlanir séu í bígerð um að banna nagladekk í borginni næsta vetur og verður að viðurkenna að andstaða hans við bann er að bila. Rökin sem menn nota gegn nagla- dekkjum eru meðal annars að tjónið og kostnaðurinn sem naglarnir valda sé of mikið en einnig er bent á að vilji menn stytta hemlunarvegalengd sé einfaldlega hægt að aka hægar í hálku. Ef til vill krefst slík lausn meiri aga en hægt er að búast við af öku- mönnum þessa lands. En samt er Vík- verji reiðubúinn að fórna aðeins meiri tíma í ferðir um borgina ef það mætti verða til að minnka slitið á götunum og loftmengunina. Svona getur kvef orðið slæmt. Auk þess hefur hann heyrt að á Ak- ureyri noti menn óspart sand gegn hálkunni í stað saltsins sem alla er lif- andi að drepa hér í höfuðstaðnum. Sé það rétt hlýtur að vera hægt að semja við norðanmenn um að kenna okkur sandnotkun. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 listamaður, 4 einföld, 7 aldin, 8 sett, 9 tíni, 11 áll, 13 baun, 14 æsingurinn, 15 görn, 17 klæðleysi, 20 knæpa, 22 svali, 23 ham- ingjusamar, 24 út, 25 hlaupi. LÓÐRÉTT: 1 manns, 2 kvíslin, 3 ílát, 4 svik, 5 horskur, 6 seint, 10 klaufdýr, 12 úrskurð, 13 bókstafur, 15 persónu- töfrar, 16 væskillinn, 18 skorturinn, 19 nauti, 20 vangi, 21 hæðir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 berfættur, 8 ragar, 9 negla, 10 ríg, 11 klaga, 13 lærði, 15 skúrs, 18 sinna, 21 kát, 22 undra, 23 Óttar, 24 risastórt. Lóðrétt: 2 eygja, 3 firra, 4 tungl, 5 uggur, 6 þrek, 7 hali, 12 ger, 14 æði, 15 saup, 16 úldni, 17 skapa, 18 stórt, 19 notar, 20 akri. K r o s s g á t a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.