Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVÆR sýningar verða opnaðar í gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5, á morgun, laugardag, kl. 17. Þar opnar Valgerður Guðlaugs- dóttir einkasýningu sína, Stafn- mynd, í sal gallerísins og Marta Val- geirsdóttir sýnir á vegg í skrifstofurými gallerísins. Valgerður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Academy of Fine Arts í Helsinki og er þetta hennar fimmta einkasýn- ing. Sýningin er saga í ljósmyndum af ferðalagi listamannsins með sjálfs- mynd sína í formi stafnlíkneskis. „Ferðalagið hófst í sumar sem leið í Reykjavík og sýna myndirnar lista- manninn með stafnlíkneskið á bak- inu á leið sinni á sýningu í Safnasafn- inu á Svalbarðsströnd. Nú hefur verið lagt upp í annað ferðalag. Að þessu sinni frá Seljahverfi að Hlemmi. Að þessu sinni var ákveðið að ferðast í bíl. Meðal annars má sjá á myndunum listamanninn rogast með sjálfsmynd sína út í bílinn, þar sem hún er spennt niður með bílbelti og henni ekið að gallerí@hlemmur.is þar sem hún er hengd upp,“ segir í fréttatilkynningu. Marta útskrifaðist úr fjöltækni- deild Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands. Hún dvaldi sem Erasmus- styrkþegi í Þýskalandi og stundaði nám við Hochschule für Bildende Kunste í Hamborg. Hún útskrifaðist með MFA-gráðu frá Chelsea College of Arts & Design. Marta sýnir ljósmyndir, sem fjalla um rými, tíma og tíðaranda. Sýningunum lýkur 4. febrúar. Galleríið er opið frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14–18. Stafnlíkneski vetur 2001: Valgerður Guðlaugsdóttir. Tvær sýningar í gallerí@hlemmur SÝNING á teikningum af færeysk- um kirkjum og kirkjumunum J.P. Gregoriussen, arkitekts frá Færeyj- um, verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, mánudag, kl. 17. J.P. Gregoriussen er einn fremsti arkitekt Færeyinga og hefur einnig skapað sér nafn sem einn helsti lista- maður Færeyja á sviði teiknilistar. Gregoriussen hefur gert teikning- ar af öllum kirkjum í Færeyjum að utan og innan ásamt kirkjumunum. Þessar teikningar birtast í ritverk- inu Kirkjurnar í Føroyum sem er fjögur bindi frá árunum 1995 til 1999. Á sýningunni verða einnig teikning- ar af ýmsum byggingum sem hann hefur hannað. J.P. Gregoriussen er fæddur 1932. Hann lauk námi í húsagerðarlist frá Det Kongelige Akademi for De Skønne Kunster í Kaupmannahöfn 1960, en hafði áður lokið námi frá Handiðnaðarskólanum í Haslev í Danmörku. Blés nýju lífi í færeyska byggingarlist J.P. Gregoriussen hefur rekið ráð- gefandi arkitektastofu í Þórshöfn frá 1961. Hann var meðstofnandi að arkitektafélaginu í Færeyjum og sat í stjórn þess og var kosinn heiðurs- félagi árið 1991. Gregoriussen hefur haft mikil áhrif á byggingarstíl húsa og bygginga í Færeyjum síðustu fjóra áratugi. Sérkenni húsa í Fær- eyjum var að hverfa í byrjun 6. ára- tugarins, en Gregoriussen sneri þró- uninni við og blés nýju lífi í færeyska byggingarlist með hönnun timbur- húsa sem voru í anda hins gamla byggingarstíls með áherslu á hand- verk og smáatriði í skreytingum. J.P. Gregoriussen hefur teiknað og hann- að hús fyrir einstaklinga, og af stærri verkefnum má nefna listasafn Fær- eyinga og viðbyggingu þess, Út- varpshúsið, Landsbókasafn Færeyja og skólabyggingar víðsvegar um Færeyjar svo fátt eitt sé talið. J.P. Gregoriussen verður við- staddur opnun sýningarinnar á mánudaginn en hún stendur til 12. febrúar og verður opin daglega kl. 9– 17, á sunnudögum kl. 12–17. Famjins kirkja í Færeyjum eftir færeyska arkitektinn J.P. Greg- oriussen. Teiknilistamaður í Norræna húsinu KÁRI Gunnarsson opnar sýningu í Galleríi Geysi, Hinu húsinu v/Ing- ólfstorg á morgun, laugardag, kl. 16. Kári sýnir skál sem hann vann í hönnunarnámi við iðnskólann í Hafnarfirði og fékk sérstaka við- urkenningu fyrir við útskrift vorið 2000. Skálin er byggð á hugmynd- um um sjálfbærni. Í hana eru nýtt óæðri efni sem ekki eru takmörk- uð af náttúruverndarsjónarmiðum. Þannig er hún samansett úr 2x4 byggingartimbri, akrýlplasti og öxulstáli. Aðrir munir á sýningunni eru 2 skálar úr akrýlplasti hluti af stærri seríu sem ekki er fullbúin. Kári Gunnarsson fæddist í Reykjavík árið 1979. Lauk hann hönnunarnámi við Iðnskólann í Hafnarfirði árið 200 auk þess sem hann hefur numið við Myndlist- arskóla Kópavogs. Þetta er fyrsta einkasýning Kára en hann hefur tekið þátt í samsýningu útskriftarnema frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Sýningin stendur til 28. janúar. Skál úr byggingatimbri í Hinu húsinu Listasafn Íslands Sýningunni á úrvali verka í eigu safnsins lýkur nú á sunnudag kl. 17. Á sýningunni er lögð áhersla á mál- verk frá fyrri helmingi 20. aldar. Þar gefur að líta verk eftir frum- herjana Þórarin B. Þorláksson, Ás- grím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Jafnframt eru í tveimur sölum sýnd verk í eigu safnsins eftir þau Guðmund Thorsteinsson, Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Svein Þórarinsson, Jón Þorleifsson, Krist- ínu Jónsdóttur, Júlíönu Sveinsdótt- ur, Gunnlaug Scheving, Snorra Ar- inbjarnar, Þorvald Skúlason, Jóhann Briem og Jón Engilberts. Á sunnudaginn lýkur einnig sýn- ingu á úrvali rýmisverka sem safnið hefur keypt á undanförnum árum eftir starfandi listamenn. Þar gefur að líta verk eftir Ragnhildi Stefáns- dóttur, Rósu Gísladóttur, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Steinunni Þórarins- dóttur, Guðjón Ketilsson, Kristin E. Hrafnsson og Daníel Magnússon. Áfram stendur sýning á úrvali grafíkverka eftir hollenska lista- manninn Bram van Velde í kaffi- stofu Listasafns Íslands. Eftir helgina verða bæði Lista- safnið og kaffistofan lokuð til laug- ardagsins 20. janúar, en þá verða opnaðar þrjár sýningar, á verkum þýska nútímalistamannsins Ger- hards Richter, íslenska frumherj- ans Jóns Stefánssonar og á verkinu Glerregni eftir Rúrí. Sýning- um lýkur SÖNGSVEIT Hveragerðis og Karlakór Rangæinga efna til tón- leika í Hveragerðiskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21. Í báðum kórunum eru tæplega 100 söngmenn og er efnisskrá fjölbreytt; innlend og erlend þjóðlög, lög úr óperettum. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi og saman. Stjórnandi Karlakórs Rangæinga er Guðjón Halldór Óskarsson og undirleikari Heidi Marati. Stjórn- andi Söngsveitar Hveragerðis er Margrét Stefánsdóttir, Þórlaug Bjarnadóttir leikur á píanó og Guð- mundur Pálsson á fiðlu. Söngtón- leikar í Hveragerð- iskirkju TÍUNDU tónleikar í tónleikaröðinni Bach í Breiðholtskirkju verða í kirkjunni á morgun, laugardag, kl. 17. Eftirleiðis verða tón- leikar í röðinni annan laugardag í mánuði. Eins og áður er það þýski organistinn Jörg E. Sondermann sem leikur á orgelið. Tilefni þessa tón- leikahalds er 250. ártíð Johanns Sebastians Bach og stefnir Jörg að því að leika öll orgel- verk Bachs á 26 tón- leikum sem eru 60–65 mínútna lang- ir hverjir fyrir sig. Auk þekktari orgelverka Bachs er hér um að ræða allar þekktar frumgerðir og tilbrigði fyrir orgel sem hann hefur samið, verk sem vafi er á að hann hafi samið og verk sem upphaflega voru ekki samin fyrir orgel, en hæfa orgelinu (t.d. Kunst der Fuge). Á tónleikunum á morgun leikur Jörg níu verk: Alla breve í d- dúr (BWV 589), Fant- asíu um sálmalagið O Vater, allmächtiger Gott (BWV 758), Són- ötu nr. 4 í e-moll (BWV 528), Erbarm dich mein, o Herre Gott, Tokkötu í d-moll (BWV 913), Tvo sálm- forleiki, (BWV 765) og (BWV 740), og Concerto í g-dúr eftir Antonio Vi- valdi (BWV 973). Aðgangseyrir er 900 kr. og renn- ur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Bach í Breiðholtskirkju Jörg E. Sondermann ÞAÐ er ekki oft að íslenskir áheyr- endur sýna eins sterk viðbrögð á sin- fóníutónleikum og átti sér stað í gær- kveldi, eftir uppfærsluna á 3. píanókonsertinum eftir Rakhman- inov í flutningi Denis Matsoujev og sérstaklega þó eftir tvö aukalög þar sem hann sýndi ótrúlega tækni sína þótt merkja mætti, að væru ef til vill leikin af einum of miklum galsa, t.d. í seinna aukalaginu sem var eins konar „hálf-djassy-impróvisation.“ Þessir eftirminnilegu tónleikar hófust á fyrstu sinfóníunni eftir Tsjaíkovskíj, verki sem er sárasjald- an leikið en er að mörgu leyti ágætt verk þar sem meistarinn reynir sig við „kontrapunktískan“ rithátt sem var frekar óvenjulegt fyrir róman- tískt tónskáld. Auk þess gat að heyra þessi undarlegu syngjandi stef er minna á, og sum hver eru, rússnesk þjóðlög og hvellþrungnar tiltektir sem síðar voru sérlega einkennandi fyrir þennan tónhöfund tilfinninga- seminnar, í bestu merkingu þessa orðs. Hljómsveitin lék þetta verk sér- lega vel undir líflegri stjórn Saccani. Stóru tíðindin voru flutningur þriðja píanókonsertsins, eftir Rakhmaninov, verk sem er sérlega erfitt í flutningi og var glæsilega flutt af ungum rússneskum píanóleikara, Denis Matsoujev, sem er aðeins 24 ára en þegar ævintýralega góður og ef allt fer sem horfir á þessi strákur eftir að láta heyra til sín í framtíðinni. Mörgum hefur þótt tónefnið hjá Rak- hmaninov vera vart meira en fallegar laglínur en horfa gjarnan fram hjá þeirri staðreynd, að galdur hans er list útfærslunnar, sem tengist blæ- brigðum, allt frá því fínlegasta til þrumandi hljómtaks og þar sem unn- ið er með spennumögnun hraðans. Öll stig þessara atriða er að finna í verkum Rakhmaninovs og í útfærslu þeirra var hann sannkallaður meist- ari. Það er svo annað mál hvað hver mannseskja vill heyra í tónlist og hvað hún metur mikils en enginn mun þó geta neitað því, að hjá Rakhmaninov er glæsileikinn og tæknin slík, að aðeins hinir bestu geta gert henni sómasamleg skil. Denis Matsoujev er sannkallaður tæknigaldramaður og leikur einnig af tilfinningu fyrir tónferli og blæbrigð- um, svo sem heyra mátti í upphafi konsertsins og í hæga þættinum. Glæsileg tækni hans reis hvað hæst í lokakafla verksins þó að margt glitr- aði í höndum hans í öðrum köflum, eins og t.d. í kadensu fyrsta þáttar, þar sem Hallfríður Ólafsdóttir, Daði Kolbeinsson og Joseph Ognibene léku með undir lok kadensunnar, áð- ur en píanóið kallaði á hljómsveitina að ljúka kaflanum með því að leika upphafsstef konsertsins. Hægi kafl- inn er lúmskt erfiður og tengist loka- kaflanum með glæsilegri „kadensu“. Lokakaflinn er sérkennilega glaðleg- ur í upphafi og að mestu á glitsviði, þ.e. á efra sviði píanósins en síðan tekur í hnúkana og þar sýndi Matso- ujev ótrúlegt vald á hljóðfærinu og var samspil hans og hljómsveitarinn- ar, undir stjórn Saccani, blátt áfram glæsilegt, svo að allt féll að einu, með svo eftirminnilegum hætti, að áheyr- endur risu úr sætum. Undirritaður man ekki eftir eins mikilli hrifningu og „bravóhrópum“ á sinfóníutónleik- um, eftir leik hans á aukalögunum og má segja að allt hafi „orðið vitlaust“ og öllum ljóst, að Denis Matsoujev er snillingur sem á trúlega eftir að láta til sín heyra svo um munar ef Fort- una og heilög Sesselja vísa honum veginn upp Parnassum, á fund lista- gyðjanna. Allt vitlaust á Sinfóníutónleikum Denis Matsoujev er sannkallaður tæknigaldramaður, segir í dómnum. TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Flutt var fyrsta sinfónían eftir Tsjaíkovskíj og þriðji píanókonsert- inn eftir Rakhmaninov. Stjórnandi: Rico Saccani. Einleikari: Denis Matsoujev. Fimmtudagurinn 11. janúar 2000. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Ásdís ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.