Vísir - 19.06.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 19.06.1979, Blaðsíða 5
VÍSIR Þriöjudagur 19. júnl 1979 Umsjón: Katrín Pálsdóttir Hvorugur aðilinn verður langlífur - ef Saif ii kemst ekkl r höfn Strax eftir undirskrift Salt II samkomulagsins i Vin i gær, hélt Carter forseti til sins heima. Eftir heimkomuna ávarpaði hann báðar deildir Bandarikjaþings, til að freista þess að fá fylgi við samkomulagið. Hinir ýmsu þjóöarleiötogar hafa lýst ánægju meöSalt II, sem forsetar stórveldanna undirrituöu i gær. Til þess að öBlast gildi þarf þingið að samþykkja Salt n sam- komulagið. Ýmsir valdamiklir þingmenn hafa lýst sig andvlga samkomulaginu og þvi á Carter eftir mikið starf til að koma mál- inu i höfn. Carter sagði þegar hann ávarp- aði þingiði gær, aö Sovétrikin og Bandarikin yrðu að komast af án árekstra, eöa þá hvorugur aðilinn yrði langlifur. Carter forseti ávarpaði Bandarlkjaþing aðeins tveim tlmum eftir að hann skrifaði undir Salt II samkomulagið I Vln. Það er spurning um það hvort samningsaðilar Ilfa af eða ekki, sagði Carter forseti um nauðsyn þess að samþykkja Salt II. Jamaica er paradls feröamanns- ins, en nú eru þar flóð, sem hafa komið illa við innfædda. Morðsveit tii hðfuðs fyrrverandí SS-foríngja TlURNAR HJÁ SVISSAIR FARA í LOFTIÐ í DAG Flugmálaýfirvöld i Sviss hafa aflétt flugbanni þvi sem verið hefur á DC-10 flugvélum. Flug með tiunum er þvi komið i fullan gang hjá svissneskum flug- félögum. Þoturnar hafa verið i banni frá þvl flugslysið varð við Chicago slðast I mai. Þar létust 273 manns. Flugmálayfirvöld hafa sam- þykkt nýjar skoðunarreglur fyrir vélarnar, en þær lögðu fulltrúar Evrópuflugfélaga fram. Um 270 þotur sem venjulega fljúga milli staða meö um 100 þdsund farþega daglega hafa ekki komist i loftið i um þrjár vikur. Liklegt er aðönniir Evrópulönd fylgi I kjölfar svissneskra yfir- valda. Bandarisk flugmálayfirvöld hafa veitt DC-10 þotum leyfi til að fljúga yfir Bandarikin, en þær fá ekki leyfi til að lenda þar. Talsmaður bandarlsku flug- málastjórnarinnar sagði að ekk- ert hefði verið ákveðið af þeirra hálfu hvenær „tiurnar” fengju leyfi til að fljUga á ný. Það yrði ekki fyrr en að fullvist væri aö þær væru öruggir farkostir. Þota Flugleiða er skráö i Bandarikjunum og þvi breytir ákvörðun Evrópuflugfélaga ekki neinu varðandi flug hennar. HUn veröur kyrrí Bandarikjunum þar til yfirvöld þar gefa „tiunum” leyfi til að fara i loftið á nýjan leik. Flóð á Jamalca: Hafa kostað 32 mannslíf Mikil flóð hafa veriö á Jamaica slðustu daga og hafa þau kostað 32 mannsllf. Flóðin komu eftir miklar rign- ingar i siðustu viku. Heimili þús- unda manna skoluðust burtu, en skaðinn varð aðallega á vestan- verðri eyjunni. Morðsveit frá ODESSA, sem eru samtök sem stofnuð voru til að aöstoða þá þýsku nasista sem komust til Suður-Ameriku eftir strið, er á leið til Brasiliu til að taka af llfi fyrrverandi SS for- ingja. Hann heitir Franz-Gustav Wagner og er nú á sjúkrahúsi i Brasiliu. Hann hefur farið fram á að flytjast aftur til Þýskalands, en verið er að fjalla um bón hans af viðkomandi yfirvöldum. Samtök fyrrverandi nasista eru hrædd um að Wagner komi upp Franz-Gustav Wagner hefur búið I Brasiliu undanfarin ár, en vill nú fá að komast til Þýska- lands. um starfsemi þeirra, en hann hef- ur notið verndar þeirra frá striös- lokum. Wagner sem nú er um sjötugt var hátt settur I SS sveitunum. Hann sá m.a. um útrýmingarbúö- ir I Treblika og Sobibor. Það er blaöamaður við Journal do Brasil sem hefur náið sam- band við Simon Wiesenthal, og hefur skrifað mikið um ODESSA, sem fullyrðir að það eigi að taka Werner af lifi. Hann segir að samtökin hafi höfuöstöðvar i Paraguay. Einnig fullyrðir hann að Joseph Mengele, sem stóð fyr- ir fjöldamorðunum i Auschwitz, búi i Paraguay og skipuleggi starfsemi ODESSA. Það er langt slðan Jackie Onassis hefur veriö I sviðsljósinu, en samt lætur hún á sér kræla öðru hverju. Hér er hún með nýjum vini sinum William Howard Adams sem er rithöfundur. Þau eru hér á ljósmyndasýningu þar sem Jackie lagði hönd á plóg með þvi að hjálpa vib val mynda. Höfum opnaðaftur eftirbreytingar á versluninni. Laugavegur13 jarðhæð Húsgögn neðri hæð Skrifstofuhúsgögn Smiójustígur 6- innangengt efri hæð Húsgögn jarðhæð Gjafavara Lampar HUSGfiGílfiVGRSLUn KRISTJfinS SIGGEIRSSOnfiR HE LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 2587D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.