Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 25

Morgunblaðið - 14.03.2001, Page 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2001 25 ÍBÚAR í úthverfum í norð- vesturhluta Stokkhólms fögn- uðu óspart er byrjað var að hleypa rafmagni á híbýli þeirra í fyrrakvöld eftir um eins og hálfs sólarhrings raf- magnsleysi. Rafmagnið fór af er eldur kom upp í rafmagnslínum í neðanjarðarstokk. Meðal ann- ars fór allt rafmagn af bæj- arhlutanum Kista þar sem mörg af helstu tæknifyrir- tækjum Svíþjóðar hafa aðset- ur. Alls urðu sextán þúsund heimili að komast af án raf- magns í einn og hálfan sólar- hring auk þess sem hitaveitan varð óvirk á stóru svæði. Nokkur reiði hefur gripið um sig í Svíþjóð vegna málsins og hafa almannavarnayfirvöld verið gagnrýnd fyrir ónógan viðbúnað. Ekki er búist við að viðgerð á rafmagnslínunum ljúki ekki endanlega fyrr en í dag. Rafmagn aftur á HER Ísraels opnaði vegi að nokkrum bæjum á Vesturbakkanum í gær eftir að hafa sætt gagnrýni erlendra ríkja, þeirra á meðal Bandaríkjanna, fyrir að halda bæjunum í herkví. Herinn heimilaði ferðir leigubíla og rútna um syðri aðkomuleiðina að Ramallah og aðkomuleiðin norðan við bæinn var opnuð fyrir öllum bílum. Umferðin gekk þó mjög hægt þar sem hermenn leituðu í hverjum bíl á vegunum og margra kílómetra bið- raðir mynduðust við eftirlitsstöðvarn- ar. Binyamin Ben-Eliezer, varnar- málaráðherra Ísraels, kveðst stefna að því að aflétta umsátri hersins um friðsöm svæði á Vesturbakkanum en herða umsátrið um bæi þar sem pal- estínskir hermdarverkamenn hafi fengið athvarf. Nokkrir vegatálmar við Betlehem, Tulkarem, Qalqiliya og Jenín á Vesturbakkanum voru fjar- lægðir í gær en talsmaður hersins sagði að bæirnir yrðu settir í herkví aftur ef „hryðjuverkin hefjast að nýju“. Herinn stöðvaði alla umferð til og frá Ramallah á sunnudag og sagði ástæðuna þá að ísraelska leyniþjón- ustan hefði fengið upplýsingar um að herskáir Palestínumenn í bænum hygðust aka bíl, hlöðnum sprengiefni, til Jerúsalem. Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, sagði að nokkrir Palestínumannanna hefðu verið handteknir en ekki allir og því hefði verið nauðsynlegt að setja Ramallah í herkví. Íslamska hreyfingin Hamas hafði hótað að gera tíu sprengjuárásir í Ísrael til að mótmæla valdatöku sam- steypustjórnar Sharons. 25% efnahagssam- dráttur frá því í september Ísraelsher byrjaði að loka vegum milli Ísraels og sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna og setja upp vega- tálma til að hindra samgöngur milli bæja á sjálfstjórnarsvæðunum þegar uppreisn Palestínumanna hófst í lok september. Þessar samgönguhindr- anir hafa stórskaðað efnahag palest- ínsku sjálfstjórnarsvæðanna og Sam- einuðu þjóðirnar áætla að tapið nemi 11 milljónum dala, andvirði 950 millj- óna króna, á dag. Þúsundir manna, sem starfað hafa í Ísrael, hafa misst atvinnuna og í skýrslu Sameinuðu þjóðanna frá því í desember segir að atvinnuleysið hafi aukist úr 12% í 40%. Um þriðjungur íbúa sjálfstjórn- arsvæðanna lifir undir fátæktarmörk- um, það er á andvirði 170 króna eða minna á dag. Muhammad al-Nashashibi, fjár- málaráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, segir að efnahagur sjálfstjórnarsvæðanna hafi dregist saman um 25% frá því í september. Hann sakar einnig Ísraela um að hafa neitað að greiða palestínsku stjórn- inni 600 milljónir dala, andvirði 51,6 milljarða króna, sem þeir skuldi henni vegna innheimtu skatta og innflutn- ingsgjalda. Ennfremur hefur dregið úr land- búnaðarframleiðslunni vegna að- gerða Ísraela og hefur það leitt til matvælaskorts. Bændum hefur oft verið meinað að flytja afurðir sínar á markaðina. Gaza-svæðið hefur verið nær al- gjörlega einangrað vegna samgöngu- hindrana Ísraela. Svæðinu hefur einnig verið skipt í tvennt og Palest- ínumenn hafa ekki getað ferðast frá norðurhlutanum til suðurhlutans. Flugvöllurinn á Gaza-svæðinu hef- ur verið lokaður 60% þess tíma sem liðinn er frá því að uppreisnin hófst. Hjálparstofnanir sem starfa á svæð- inu hafa þurft að draga úr starfsemi sinni vegna skorts á lyfjum og öðrum hjálpargögnum. Getur orðið vatn á myllu róttækra hreyfinga Chris Patten, sem fer með utanrík- ismál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, hefur varað við því að efnahagslegar þvinganir Ísraela geti orðið palestínsku heimastjórninni að falli. Hann segir að fall stjórnarinnar myndi leiða til enn meiri fátæktar og atvinnuleysis á sjálfstjórnarsvæðun- um og verða til þess að fleiri ungir, at- vinnulausir Palestínumenn gangi til liðs við róttækar hreyfingar og hermdarverkahópa. Bandaríska utanríkisráðuneytið skoraði einnig á Ísraela að greiða pal- estínsku heimastjórninni skuldirnar og draga úr samgönguhindrununum. „Þær valda fjölskyldunum erfiðleik- um, grafa undan tengslunum milli Ísraela og Palestínumanna og bæta í raun ekki öryggisástandið á svæð- inu,“ sagði talsmaður utanríkisráðu- neytisins. Palestínumenn óskuðu eftir því í fyrradag að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi samgönguhindr- anir Ísraela og að sendar yrðu alþjóð- legar hersveitir til að vernda Palest- ínumenn á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Bandaríska utanríkis- ráðuneytið lagðist gegn því að sú beiðni yrði samþykkt. Ágreiningur í stjórn Sharons Nokkrir ráðherrar í stjórn Sharons hafa einnig gagnrýnt samgöngu- hindranirnar á sjálfstjórnarsvæðun- um. Ephraim Sneh samgönguráð- herra varaði við því á mánudag að þær kynnu að auka hættuna á hermd- arverkum og Shimon Peres utanrík- isráðherra sagði að stjórnin yrði að „endurskoða“ stefnu sína. Báðir eru þeir í Verkamannaflokknum. „Þegar við reynum að ná hryðju- verkamönnunum verðum við að tryggja að við sköðum ekki saklaust fólk,“ sagði Peres. Nokkrir aðrir ráðherrar í stjórn Sharons vilja hins vegar að gripið verði til enn harðari aðgerða gegn Palestínumönnum. Þeir hafa jafnvel lagt til að sjálfstjórnarsvæði Palest- ínumanna verði hernumin aftur. Ísraelar gagnrýndir fyrir að halda bæjum á svæðum Palestínumanna í herkví Efnahagur sjálf- stjórnarsvæðanna í kaldakoli AP Palestínumenn notuðu gröfu til að reyna að fjarlægja vegartálma Ísraelshers við Ramallah á Vesturbakkanum í fyrradag. Efnahagur sjálfstjórn- arsvæða Palestínu- manna er í rúst vegna samgönguhindrana Ísraelshers og óttast er að efnahagsþrenging- arnar verði til þess að uppreisn Palestínu- manna magnist til mikilla muna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.