Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 1
85. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. APRÍL 2001 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra átti í gær viðræður í Brussel við Romano Prodi, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), og Javier Solana, æðsta talsmann ESB í utanríkis- og varn- armálum. Hér ávarpar Prodi blaða- mannafund eftir fund þeirra Dav- íðs, sem fylgist einbeittur með orðum hans. Sagði Prodi að engin ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðum þeirra. Væru þeir sam- mála um að EES-samstarfið gengi vel og sömu sögu væri að segja af Schengen-samstarfinu. Solana tjáði blaðamönnum að hann hefði á fundi sínum með Davíð lagt áherzlu á samvinnu ESB og NATO í öryggismálum. Fyrirætl- anir ESB um að styrkja varn- arhlutverk sitt breyttu engu um sameiginlegt markmið beggja stofnana; að tryggja stöðugleika og frið í okkar heimshluta. Davíð sagði íslenzk stjórnvöld hafa góðan skiln- ing á öryggismálastefnu ESB, en hún mætti ekki verða til að veikja varnargetu NATO. Morgunblaðið/RAX Engin ágreiningsefni  Prodi segir/4 ÍSRAELSHER skaut flugskeytum á tvær palestínskar lögreglustöðvar á Gaza-svæðinu í gær, í hefndarskyni fyrir sprengjur sem varpað var á landnemabyggðir gyðinga. Einn maður lét lífið í flugskeytaárásinni og 17 særðust. Ísraelski herinn hefur hingað til tíðkað að gera slíkar hefndarárásir að nóttu til, þegar byggingarnar, sem valin hafa verið sem skotmörk, eru al- mennt mannlausar, en árásin í gær var gerð um hábjartan dag. Sagði talsmaður hersins að hún hefði verið svar við sprengjum sem að undan- förnu hefur verið varpað frá palest- ínsku sjálfstjórnarsvæði inn í gyð- ingabyggðir, aðallega á Gaza. Kalla eftir alþjóðlegri íhlutun Að minnsta kosti tveimur sprengj- um var varpað úr sprengjuvörpu á gyðingabyggð á Gaza í gær. Enginn meiddist af völdum þeirra. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir að Ísraelar myndu óhikað halda áfram að beita öllum ráðum til að stöðva sprengju- varp Palestínumanna, en Tayeb Abd- el-Rahim, aðstoðarmaður Yassers Arafats Palestínuleiðtoga, kallaði eft- ir alþjóðlegri íhlutun til verndar Pal- estínumönnum. „Við hvetjum al- þjóðasamfélagið til að sjá þjóð vorri tafarlaust fyrir vernd,“ sagði hann. Þessir atburðir gærdagsins, í sjö- unda mánuðinum frá því nýjasta átakabylgjan hófst, juku enn bilið sem nú er milli Sharons og Arafats og dró úr vonum Bandaríkjamanna um að takast mætti að fá fulltrúa þeirra til að setjast niður og semja a.m.k. um öryggismál. Abdel Razek al-Majaydeh undir- hershöfðingi, yfirmaður öryggis- sveita palestínsku sjálfstjórnaryfir- valdanna á Gaza-svæðinu, sagði að „stríðsástand“ væri í uppsiglingu. „Þessi Ísraelsstjórn vill ekki frið,“ sagði Saeb Erekat, sem sæti átti í síð- ustu friðarsamninganefnd Palestínu- manna. Ísraelsher herðir enn hefndaraðgerðir vegna árása á landnemabyggðir Flugskeytum skotið á pal- estínskar lögreglustöðvar Sudania. Reuters. UNGUR „netsjúkur“ Ísraeli hefur nú gengið lengra í dell- unni en nokkur annar með því að fá vefslóð heimasíðu sinnar skráða sem sitt eiginlega nafn. Samkvæmt frásögn ísraelska dagblaðsins Maariv fékk mað- urinn, 25 ára gamall starfsmað- ur hátæknifyrirtækis, nafni sínu breytt úr Tomer Krrissi í tom- er.com. Vonast hann til þess að fá tiltækið skráð í Heimsmeta- bók Guinness. Í fyrstu mun ísraelska innan- ríkisráðuneytið hafa hafnað beiðni hans, á þeirri forsendu að punktur gæti ekki verið hluti af mannsnafni. En þá lagðist .com og lögfróður vinur hans yfir nafnalögin og þeir fundu út, að þar stæði ekkert sem bannaði slíkt. Var því orðið við beiðni hans í annarri atrennu. „Ég er viss um að aðrir munu vilja leika þetta eftir, fólk út um allan heim,“ hefur blaðið eftir .com. „Fólk sem ekki notar Net- ið heldur að ég sé bara eitthvað að gantast, en Netið breytti lífi mínu. Það opnaði huga minn.“ Fyrsti „herra .com“ Jerúsalem. AP. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti segir að hann geri allt sem í hans valdi standi til að finna lausn á deil- unum við Kín- verja vegna njósnavélarinnar sem varð að nauð- lenda á eynni Hainan eftir árekstur við kín- verska herþotu. Hins vegar væri um „þrátefli“ að ræða og nokkurn tíma gæti tekið að finna lausn sem báðir aðilar sættu sig við. „Viðræður milli fulltrúa ríkja taka stundum lengri tíma en fólk vildi helst kjósa,“ sagði forsetinn. Skoð- anakönnun í Bandaríkjunum gefur til kynna að rúmur helmingur Bandaríkjamanna telji að 24 manna áhöfn njósnavélarinnar, sem enn er í haldi í Kína, sé í gíslingu. Sendiherra Bandaríkjanna í Pek- ing, Joseph Prueher, átti enga fundi með kínverskum fulltrúum í gær en talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington sagði að Prueher væri reiðubúinn að eiga slíkan fund „hve- nær sem er“. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðu að ræðst væri við á öðr- um vettvangi og reynt eftir mætti að þræða gullinn meðalveg milli þess annars vegar að brynja sig þolin- mæði og hins vegar hættunnar á að samskipti þjóðanna biðu óbætanlegt tjón ef lausn drægist úr hófi. Tíu dagar eru síðan áreksturinn varð og flugmaður kínversku F-8- þotunnar er talinn af. Bandaríkja- menn segja að flugvél þeirra, njósna- vél af gerðinni EP-3, hafi verið yfir alþjóðlegu hafsvæði á Suður-Kína- hafi og kínverski flugmaðurinn hafi skyndilega sveigt fyrir vélina er hafi verið á sjálfstýringu. Kínverska stjórnin krefst þess að Bush biðji hana afsökunar vegna atburðarins. Bush forseti um flugvéladeilu við Kína Lausn á þrá- teflinu kann að dragast Washington. Reuters. George W. Bush EFRI deild hollenzka þingsins samþykkti í gær lög sem heimila líknardráp að uppfylltum ströngum skilyrðum. Er Holland þar með fyrsta landið í heiminum þar sem löglegt verður að fremja líknardráp. Andstæðingar laganna fjöl- menntu fyrir utan þinghúsið í Haag til að mót- mæla hinni nýju löggjöf sem þó nýtur stuðnings yfirgnæfandi meirihluta almennings í landinu. Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar skoðanakönn- unar eru 86% Hollendinga fylgjandi þessari lagabreytingu. Atkvæðagreiðslan í efri deildinni, sem var síð- asti áfangi þinglegrar afgreiðslu laganna, fór þannig að 46 þingmenn studdu þau og 28 sögðu nei. Einn hinna 75 meðlima deildarinnar var fjarstaddur. Gengið var fyrirfram út frá sam- þykki efri deildarinnar sem vísu enda hafði neðri deildin samþykkt lögin með yfirgnæfandi meiri- hluta í nóvember síðastliðnum. Lögin taka gildi um leið og Beatrix Hollands- drottning hefur undirritað þau og endanleg út- færsla þeirra hefur verið birt í hollenzka lögbirt- ingablaðinu. Þetta ferli tekur um hálfan mánuð. Reyndar er það svo að þegjandi samkomulag hefur verið um það meðal hollenzkra lækna síð- astliðna áratugi að við ákveðnar aðstæður væri þeim heimilt að binda enda á líf dauðvona sjúk- linga. Margir stuðningsmenn líknardrápslag- anna segja að allir viti að líknardráp séu í raun stunduð í mörgum löndum og betra sé fyrir alla að slíkt sé bundið í lög en að láta það viðgangast utan allra lagareglna. Lög um líknardráp samþykkt Reuters „Lífið er í hendi guðs“ stendur á spjaldi mót- mælenda fyrir utan þinghúsið í Haag í gær. Haag. Reuters.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.