Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 26
ERLENT 26 MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ LÆKNAR í Singapore luku í gær við að skilja að síamstvíburasystur frá Nepal sem voru samvaxnar á höfði. Aðgerðin stóð yfir í fulla fjóra sólarhringa en hún var mjög vanda- söm þar sem heilar systranna deildu að hluta til sama æðakerfi. Tuttugu manna teymi sérfræð- inga sá um aðgerðina sem hófst á föstudag en lauk ekki fyrr en í gær- morgun. Kjarnateymi nokkurra sér- fræðinga í taugaskurðlækningum og svæfingalækna unnu sér vart hvíldar allan tímann – 96 tíma – og héldu sér gangandi með koffínneyzlu og smá- blundum. Upprunalega var gert ráð fyrir að aðgerðin tæki allt að 36 tíma en hún var þetta miklu tímafrekari vegna þess að erfiðara reyndist en áætlað var að skilja í sundur aragrúa æða sem fluttu blóð að heilum beggja systranna. Læknateymið telur að aðgerðin sé einhver sú allra flókn- asta og erfiðasta sem nokkurn tím- ann hefur verið ráðizt í. Keith Goh, sem fór fyrir lækna- teyminu, sagði of snemmt að segja til um hvort systurnar, Ganga og Jam- una, myndu hljóta einhvern heila- skaða eða annars konar taugakerf- istruflanir í kjölfar aðgerðarinnar; það myndi koma í ljós á næstu dög- um. Goh sagði það fagnaðarefni að ekkert hefði farið úrskeiðis allan tímann. „Við erum hóflega bjartsýn- ir,“ tjáði hann blaðamönnum. Syst- urnar eru ellefu mánaða gamlar. Læknar í Singapore skilja að síamstvíbura frá Nepal Ein vandasam- asta aðgerð sem gerð hefur verið Singapore. Reuters, AP. AP Hjúkrunarfólk í Singapore með tvíburasysturnar fyrir aðgerðina. NÆR 60 breskir þingmenn skrifuðu í gær undir tillögu þar sem þess er krafist að viðskiptatengsl bresku konungsfjölskyldunnar verði gerð opinber. Tillagan var lögð fram af þingmanni Verkamannaflokksins, Gordon Prentice. Engar líkur eru á því að hún verði samþykkt en Prent- ice hélt því fram í gær að hún gæti orðið frekari hvati að opinberri um- ræðu um fjárreiður konungsfjöl- skyldunnar. Þau hafa verið í sviðs- ljósinu undanfarna daga í kjölfar hneykslismálsins í kringum Sophie Rhys-Jones, greifynju og eiginkonu Játvarðar jarls af Wessex, yngsta sonar Elísabetar Englandsdrottn- ingar. Ýmislegt er óljóst í sambandi við fjármál og tekjur konungsfjölskyld- unnar og hvatti dagblaðið The Times til meiri hreinskilni í kringum fjár- málin til að forðast hagsmuna- árekstra. Í tilllögunni, sem að mestu er studd þingmönnum Verkamanna- flokksins, sem er við stjórnvölinn í Bretlandi, er tilkynningu konungs- fjölskyldunnar um að vandlega verði farið í saumana í tengslum viðskipta og einkalífs konungsfjölskyldunnar, fagnað. Tillaga Prentice kemur í kjölfar hneykslisins í kjölfar ummæla Sophie um konungsfjölskylduna og ýmsa breska stjórnmálamenn við mann sem hún hélt vera arabískan fursta og hugsanlegan viðskiptavin almannatengslafyrirtækis hennar en reyndist vera blaðamaður í dular- gervi. Það sem hefur farið enn meira fyrir brjóstið á Bretum er að svo virðist sem Sophie hafi nýtt sér stöðu sína sem meðlimur konungs- fjölskyldunnar til að afla almanna- tengslafyrirtækinu, sem hún vinnur hjá og á reyndar stærstan hlut í, við- skipta. Eftir að ummælin voru birt í fjöl- miðlum tilkynntu talsmenn kon- ungsfjölskyldunnar að það myndi endurskoða umsvif meðlima kon- ungsfjölskyldunnar og er markmiðið að að lokinni þeirri yfirferð verði settar nýjar reglur til að tryggja að hliðstæður atburður muni ekki end- urtaka sig. Háttsettur embættismaður hirð- arinnar mun sjá um rannsóknina sem leiða á í ljós hvort hagsmunir konungsfjölskyldunnar og þátttaka sumra meðlima hennar í atvinnulíf- inu stangist á. Rannsóknin verður umfangsmikil og að sögn bresku blaðanna mun hún taka nokkrar vikur. Þrátt fyrir að hún sé almenns eðlis munu nið- urstöðurnar geta haft bein áhrif á þátttöku Wessex-hjónanna í at- vinnulífinu. Sophie hefur þegar sagt af sér stjórnarsetu í fyrirtæki sínu en hún mun halda áfram að starfa þangað til annað kemur í ljós. Ef í ljós kemur að um hagsmunaárekstra er að ræða gæti svo farið að hún og jafnvel eiginmaður hennar einnig yrðu að velja á milli vinnunnar og opinberra skyldustarfa konungsfjöl- skyldunnar. Einnig er talið að þær línur sem lagðar verði að lokinni rannsókninni muni geta haft bein áhrif á framtíð Harrys, bróður Vilhjálms krónprins. Þingmenn úr breska Verkamannaflokknum leggja fram tillögu um konungsfjölskylduna Viðskipta- tengslin verði gerð opinber London. AFP, Reuters. AP Vaktaskipti hjá lífverði Bretadrottningar við Buckingham-höll í London. Þingmenn vilja nú að tengsl konungsfjölskyldunnar við atvinnulífið verði könnuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.