Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 27 Kynnum nýja línu í borðstofuhúsgögnum frá Spáni. Hnota, lituð askrót eða málað ásamt fjölbreyttu úrvali húsgagna. Síðumúla 13 sími 588 5101 UMRÆÐUR um verðlagningu lyfja og höf- undarrétt standa nú sem hæst. Mörg lyf, sem bjarga mannslífum, einkum og sér í lagi lyf sem notuð eru gegn alnæmi, eru framleidd samkvæmt einkaleyfum sem tilheyra aðallega bandarískum og evrópskum lyfjafyrirtækjum. Verð þessara lyfja undir einkaleyfum gera þau oft óaðgengileg fyrir fátækt fólk í fátækustu löndunum. Þess vegna halda þessi lyf lífinu í mörgum alnæmissjúklingum í ríkum löndum á meðan milljónir manna í fátækum löndum deyja löngu fyrir aldur fram og skilja eftir sig eymd, milljónir munaðarleysingja og efna- hagshrun. Dæmigerð lyfjameðferð við alnæmi kostar um það bil 10.000 dollara á hvern sjúkling ár- lega í ríkum löndum. Framleiðslukostnaður þessara lyfja er aftur á móti mun lægri en markaðsvirði þeirra, og nemur jafnvel aðeins 350 – 500 dollurum á ári í tilvikum sumra þriggjalyfjablandna sem notaðar eru til að meðhöndla alnæmi. Sumir traustir framleið- endur samheitalyfja, eins og til dæmis Cipla á Indlandi, hafa lýst sig reiðubúna að bjóða upp á þessi lyf á verði sem er nærri kostnaðinum við framleiðsluna. Merck, Abbott-verksmiðjurnar og Bristol Myers Squibb, sem eru þrjú stór fyrirtæki sem hafa einkaleyfi, brugðust við þessu tilboði (og við slæmu umtali) með því að lýsa sig reiðubúin til að bjóða lyf í Afríku gegn engum hagnaði – þ.e. á um það bil 500 dollara á sjúkling á ári fyrir alnæmislyfin sem þau fram- leiða. Sá harmleikur, að milljónir fátæks fólks skuli deyja úr alnæmi jafnvel þótt til séu lyf til að meðhöndla það, vekur stórar spurningar um höfundarréttarmál í heiminum vegna þess að einkaleyfisverndin er að koma í veg fyrir að nauðsynleg lyf komist til fátæks fólks í heim- inum. En hvernig er hægt að varðveita kosti einkaleyfiskerfis í heiminum, sem er hvati til nýjunga og uppfinninga, og tryggja um leið að fátækt fólk hafi aðgang að þeirri læknisþjón- ustu sem það þarf nauðsynlega að fá? Ein leiðin er sú að hafa lyfjaverð mismun- andi hátt í ríkum og fátækum löndum. Í ríkum löndum ætti að viðhalda einkaleyfaverndinni til þess að lyfjaiðnaðurinn haldi áfram að finna upp nýjungar. Þetta er einkar mikilvægt er varðar alnæmi vegna þess að útbreiðsla veira sem standa af sér lyf og óæskilegar aukaverk- anir þeirra lyfja, sem nú eru til, þýða að þörf verður á nýjum lyfjum til þess að meðferð verði áfram virk. Því verða lyfjafyrirtækin að halda áfram að veita hagnaði sínum í rann- sóknir og þróun. Til að tryggja það er þörf á hagnaði – sem er verndaður með einkaleyfum. En fátæk lönd – eða gjafar sem koma fram fyrir hönd hinna fátæku – geta ekki greitt sama verð og rík lönd. Meðaltekjur í Banda- ríkjunum eru yfir 35.000 dollarar á mann; á flestum stöðum í Afríku eru árstekjur innan við 350 dollarar á mann. Fátæk lönd eru í raun- inni svo fátæk að þau hafa ekki einu sinni efni á að kaupa þessi lyf á framleiðsluverði, um 350 dollara á mann á ári, vegna þess að jafnvel þetta lækkaða verð nemur sem svarar með- alárstekjum. Því hafa fáir Afríkubúar efni á al- næmismeðferð, jafnvel þótt hún sé veitt af framleiðendum samheitalyfja. Til þess að lausn á þessum vanda sé raunhæf þarf hún að uppfylla eftirfarandi skilyrði: – Lyfjafyrirtæki, hvort sem um er að ræða einkaleyfishafa eða framleiðendur samheita- lyja, verða að sjá fátækum löndum fyrir lyfjum á verði sem er nálægt framleiðslukostnaði. – Lyfjaverð í ríkum löndum verður að vera áfram hærra vegna einkaleyfisverndar til þess að tryggja að áfram verði hvati til nýrra upp- finninga. – Skilja verður á milli ríkra markaða og fá- tækra, þannig að ódýr lyf frá fátækum löndum verði ekki smyglað til ríkra landa (eða séu flutt þangað með löglegum hætti). – Ríkisstjórnir í ríkum löndum verða að veita fátækum löndum umtalsverða aðstoð til þess að þeir fátæku – sem eru of fátækir til að hafa efni á þessum lyfjum, jafnvel á niðursettu verði – geti nýtt sér þau. Í ríkum löndum ætti að koma á fót „alheims- heilbrigðissjóði“ til þess að hjálpa verr stödd- um löndum til að kaupa lyf og læknisþjónustu til að berjast við banvæna sjúkdóma á borð við alnæmi, berkla og malaríu. Úr þessum sjóði yrði ekki aðeins veitt til fátækra landa heldur einnig nokkurra landa þar sem tekjur eru í meðallagi, eins og til dæmis Suður-Afríku, þar sem sjúkdómar á borð við alnæmi eru svo út- breiddir að lyfjamagnið sem þarf til að berjast gegn þeim verður ekki einu sinni keypt á nið- ursettu verði. En kjósendur í ríkum löndum krefjast þess kannski að lyfjaverð lækki fyrir þá líka. Ef stjórnmálamenn gefa þetta eftir – til dæmis með því að afnema einkaleyfisvernd, koma á verðstýringu eða leyfa endurinnflutning á lyfj- um frá fátækum löndum – munu uppfinningar á nýjum lyfjum stöðvast. En lyfjakaupendur í ríkum löndum þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að allt fari á versta veg. Það er engin ástæða til að ætla að lyfjaverðið sem þeir þurfa að greiða myndi hækka þótt lyfjafyrirtækin sættist á lægra verð til fátækra landa. Í þeim dómsmálum sem gengið hafa und- anfarið í Suður-Afríku vegna alnæmislyfja hef- ur komist óorð á einkaleyfin. En án þeirra hefðu aldrei komið fram öll þau nýju lyf sem notuð eru í baráttunni við alnæmi, vegna þess að hvatann til að þróa ný lyf hefði vantað. Sum- ir andstæðingar einkaleyfanna halda því fram að rannsóknir með stuðningi hins opinbera dugi til að þróa ný lyf en sagan sýnir að þótt rannsóknir á vegum hins opinbera séu góð og gild vísindi er einkageirinn, sem byggir á hagn- aði, hæfastur til að þróa og kynna nýja fram- leiðslu. Því þarf að gera endurbætur á alþjóð- lega einkaleyfakerfinu til að tryggja að fátækir hafi aðgang að nauðsynlegum lyfjum en ekki farga gæsinni sem verpir gulleggjunum með því að grafa undan einkaleyfakerfinu. Einkaleyfi og fátækt fólk © Project Syndicate Hvernig er hægt að varðveita kosti einkaleyfis- kerfis í heiminum, sem er hvati til nýjunga og upp- finninga, og tryggja um leið að fátækt fólk hafi aðgang að þeirri læknis- þjónustu sem það þarf nauðsynlega að fá? eftir Jeffrey Sachs Jeffrey D. Sachs er Galen L. Stone-prófessor í hagfræði og framkvæmdastjóri Rannsóknar- miðstöðvar í alþjóðaþróunarmálum við Har- vard-háskóla. HINN heimsþekkti hljómsveit- arstjórnandi Daniel Barenboim varði á fimmtudag þá ákvörðun sína að flytja hluta úr einni óperu þýzka tónskáldsins Richards Wagners á menningarhátíð í Jerúsalem í sum- ar, þrátt fyrir hávær mótmæli nokk- urra ísraelskra stjórnmálamanna. „Það er ekki hægt að neyða þá sem tengja nafn Wagners við voða- verk helfararinnar til að hlýða á tónlist hans, en að sama skapi geng- ur það ekki heldur að neyða þá, sem tónlist Wagners vekur ekki þessi hugrenningatengsl hjá, til að hlusta ekki á hana,“ sagði Barenboim í við- tali við ísraelska útvarpið. Bar- enboim er sjálfur argentínskur gyð- ingur að uppruna en fjölskylda hans flutti til Ísrael er hann var tíu ára. „Staðreyndin er sú, að Wagner var gyðingahatari, rétt eins og margir þekktir samtímamenn hans, en það sem veldur vandræðum í Ísrael er að hann er settur í sam- hengi við nazismann. En hann kom til miklu síðar,“ sagði hann. Fyrirhugað er að Barenboim stýri uppfærslu á fyrsta þætti Wagner- óperunnar Die Walküre, í flutningi þýzku sinfóníuhljómsveitarinnar Berliner Staatskapelle, á „Ísraels- hátíðinni“ í júlí, stærstu árlegu menningarhátíðinni í Ísrael. Í umræðum á Ísraelsþingi á mið- vikudag sögðu nokkrir þingmenn að flutningur verka Wagners á hátíð- inni yrði móðgun við minningu þeirra gyðinga sem nazistar myrtu, en Adolf Hitler hafði mikið dálæti á tónskáldinu. Ákveðið var að utan- dagskrárumræður færu fram um málið í þinginu í næstu viku. Annar ísraelskur hljómsveit- arstjóri, Mendi Rodan, stýrði í októ- ber sl. fyrstu opinberu tónleikunum í yfir 50 ára sögu Ísraels, þar sem tónlist eftir Wagner var flutt. Í viðtali við AP-fréttastofuna seg- ir Rodan, að hann hafi oftsinnis á liðnum 50 árum skipt um skoðun á því, hvort Ísraelar eigi að sniðganga verk Wagners eður ei. En nú segir hann tímana hafa breytzt. „Ég held að á þessum 50 árum hafi orðið svo margs konar breyt- ingar á hugarfari, jafnvel í Ísrael,“ segir hann. „Yngri kynslóðin verður að kynnast Wagner.“ Deilan um hinn fyrirhugaða flutn- ing Wagner-óperu í Jerúsalem í sumar endurspeglar djúpstæðan klofning í afstöðu Ísraela til þess hvernig umgangast skuli tónlist „uppáhaldstónskálds Hitlers“. Í hugum sumra gyðinga er þetta svo mikið hitamál, að því hefur verið skotið til hæstaréttar landsins, hvort heimilt sé að spila tónlist eftir Wag- ner á tónleikum sem fjármagnaðir eru að hluta með ísraelsku skattfé. Rodan leggur áherzlu á, að meta beri tónlist Wagners óháð pólitísk- um skoðunum hans. „Persónan var skelfileg; hann var einn mesti gyð- ingahatarinn, en verk hans eru snilld,“ segir Rodan. Þótt í Ísrael liggi óopinbert bann við flutningi tónlistar Wagners hef- ur hún nú á síðustu árum heyrzt af og til í útsendingum ísraelskra út- varpsstöðva, einnig ríkisrekinna. Kemst tónlist Wagners út úr skugga helfararinnar? Daniel Barenboim Richard Wagner Jerúsalem. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.