Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 49
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 49 Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 Við sendum þér nýju eldavélina og sækjum þá gömlu þér að kostnaðarlausu (aðeins á höfuðborgarsvæðinu) Nýja vélin heim að dyrum ➤ Fjölvirkur blástursofn með 8 mism. kerfum ➤ Sérstakt pizzakerfi ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Stórt grill ➤ HxBxD: 85-90x59,5x60 cm. Eldavél með blæstri UMBOÐSMENN UM LAND ALLT U pp ítö kuverð KR. 15.000 ELDAVÉLINA ÞÍNA SELDU OKKUR Stálklædd eldavél með keramik hellub. og blæstri ZANUSSI ➤ Fjölvirkur blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill ➤ Geymsluhólf ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm. Verð áður 84.100 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 69.100 U pp ítö kuverð KR. 15.000 Verð áður 67.900 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 52.900 ➤ Fjölvirkur blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill og grillteinn ➤ Geymsluhólf ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm. Eldavél með blæstri U pp ítö kuverð KR. 10.000 ➤ Keramik helluborð og ofn saman í pakka ➤ Fjölvirkur blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill og grillteinn Ofn með keramik helluborði og blæstri Verð áður 73.500 Gamla vélin uppí -15.000 Þú greiðir stgr. kr. 58.500 U pp ítö kuverð KR. 15.000 Verð áður 57.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 47.900 Við tökum gömlu eldavélina þína upp í, ef þú kaupir nýja eldavél af okkur á meðan birgðir endast. Útlit, aldur eða ástand skiptir engu máli. U pp ítö kuverð KR. 10.000 Verð áður 45.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 35.900 ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill ➤ Geymsluhólf ➤ HxBxD: 85x59,5x60 cm. Eldavél ➤ Fjölvirkur blástursofn ➤ Undir- og yfirhiti ➤ Grill og grillteinn ➤ Geymsluhólf ➤ HxBxD: 85x49,5x60 cm.50 cm U pp ítö kuverð KR. 10.000 Eldavél með blæstri Verð áður 46.900 Gamla vélin uppí -10.000 Þú greiðir stgr. kr. 36.900 ÞEGAR hugmyndir voru kynnt- ar um bryggjuhverfi á nýjum tanga á uppfyllingu út í Arnarnesvog, skrifaði ég grein í Morgunblaðið til að mótmæla hugmyndun- um. Kunningi minn, sem ég tek mikið mark á, sagði að ég væri algjört barn. Tanginn mundi byggð- ur. Rök hans voru þau að þegar verktakar hefðu til jafn mikils að vinna spöruðu þeir ekkert til að koma máli sínu fram. Ein- staklingar hefðu ekk- ert bolmagn til að mæta aðgerðum þeirra. Hann gaf mér meira að segja for- skrift um það hvernig þeir mundu vinna. Ég trúði honum ekki en forskriftin var á þessa leið:  Kaupa pólitískan stuðning.  Kaupa efni inn í fjölmiðla.  Gera andstæðingana tortryggi- lega.  Kaupa aðila til að koma fram til stuðnings þeirra málstað.  Hagræða niðurstöðum um mat á umhverfisáhrifum.  Draga upp skuggalega mynd af því hvað muni gerast fái þeir ekki sitt fram.  Fullyrða að framkvæmdin sé í þágu almannahagsmuna.  Breyta upphaflegum áætlunum og koma í einhverju til móts við mótmæli, án þess að gefa eftir í neinu sem máli skiptir. Ég hitti þennan kunningja minn aftur fyrir stuttu og þá spurði hann: Jæja, vinur, hefur þetta ekki allt gengið eftir eins og ég sagði fyrir um?  Formanni fulltrúaráðs sjálfstæð- isfélaganna í Garðabæ var gert kleift að hagnast á þjónustu við verktakana. Það er talið mikils virði að hann styðji framkvæmd- irnar.  Þeir hafa ekki látið nægja að koma kynningarefni á framfæri með eðlilegum hætti. Þeir hafa keypt kynningar, a.m.k. í Listina að lifa, blað eldri borgara, og Garða- póstinn. Á báðum þessum stöðum komu þeir sínu að með því að kaupa efnið inn sem heilsíðuauglýsingu, með því skilyrði að það birtist eins og frásögn frá ritstjórn blaðsins. Það gerðu þeir með því að fá orðið “„Kynning“, sett inn á síðuna án þess að nokkurs staðar komi fram að efnið sé frá verktökunum komið. Lesendur draga eðlilega þá ályktun að um sé að ræða efni sem ritstjórn vilji kynna sérstaklega. Áróðursefni stendur á stalli á Garðatorgi án þess að fram komi hvaðan efnið er komið þannig að flestir sem þar fara um gera ráð fyrir því að um kynningarefni frá bænum sé að ræða.  Andstæðingana hafa þeir reynt að gera tortryggilega með því að benda á að þar fari fremstir íbúar á Arnarnesi sem séu samsafn auðkýf- inga er eigi fátt sameiginlegt með öðru fólki. Slíkt fólk horfi hvergi til almannahagsmuna heldur noti um- fjöllun um náttúruspjöll sem skálkaskjól eiginhagsmuna. Það eigi enginn að hlusta á raus þeirra um fuglalíf og mikilvægi þess að njóta ósnortinnar náttúru mitt í byggð- inni. Þeir sem and- mæla uppfyllingunni eru sagðir á móti því að ljótt iðnaðarhverfi breytist í fallega íbúð- arbyggð. Það er end- urtekið þótt þeirri full- yrðingu verði hvergi fundinn staður í um- mælum eða greinum andstæðinga uppfyll- ingarinnar.  Þeir hafa dregið ýmiskonar fólk til skrifta til stuðnings sínum málstað.  Þeir fullyrða að uppfyllingin og sú byggð og það líf sem henni á að fylgja muni ekki hafa nein áhrif á fuglalífið í voginum. Sú fullyrðing á sér enga stoð í skýrslu fuglafræð- ingsins sem þeir fengu til að fara yfir málið. Þvert á þá niðurstöðu hans að fuglalífið sé langmest aust- an megin, sömu megin í voginum og bátahöfninni og bílaumferðinni er ætlaður staður, fullyrða þeir á auglýsingaspjaldi á Garðatorgi að fuglalífið sé mest vestan megin. Þeir fullyrða á sama hátt að nær- liggjandi byggð muni vart verða vör við umferðina í höfninni, sem snýr beint að byggðinni, bílaum- ferðina eða skellina frá mótorbát- um sem munu þjóta um voginn. 15– 20 metra hár veggur, sem gnæfir upp úr miðjum voginum, endur- kastar hljóði yfir sléttan hafflötinn og skerðir útsýni fjölda húsa, er sagður prýði fyrir voginn.  Þeir draga upp þá mynd að að- eins sé um tvennt að velja. Ann- aðhvort óhirt, niðurnítt iðnaðar- svæði eða mikinn tanga út í voginn. Því er ýtt til hliðar að allir eru sam- þykkir því að iðnaðarhverfið víki fyrir íbúðarbyggð og sú byggð get- ur vel risið án þess að ráðist sé í uppfyllingu. Jafnframt að öllum er ljóst að takmörkuð forsenda er fyr- ir áframhaldandi iðnrekstri á við- komandi lóð og að eina skynsam- lega nýting svæðisins er íbúðar- byggð, alls óháð uppfyllingunni. Þá er uppfyllingin sögð forsenda sigl- inga á voginum, þótt augljóst sé að núverandi hafnarmannvirki geta vel nýst siglingafólki ef þau verða snyrt til. Þannig eru sett fram fals- rök um að verktakarnir séu að þjóna almannahagsmunum.  Þeir hafa snúið tanganum til frá upphaflegum tillögum, þannig að hann hefur breikkað en styst. Á fal- legri mynd, sem þeir hafa keypt stað í verslunarmiðstöð Garða- bæjar, sýna þeir hvernig tanginn styttist, en ekki hvernig hann breikkar. Þannig ná þeir því yf- irbragði að þeir hafi komið veru- lega til móts við umkvartanir um stærð uppfyllingarinnar. Það trúir því varla nokkur sem sér myndina að tanginn minnkar aðeins um 5% við endurskoðunina eða úr 77 þús- und fermetrum í 73 þúsund fer- metra og stærð uppfyllingarinnar er enn sem samsvarar tíu Laug- ardalsvöllum. Ég skal játa að mig setti hljóðan við þessa ræðu og ég fann að ég var að hluta til kominn í vörn. Ég sagði að auðvitað gæti það verið hending að fasteignasalinn sem þeir völdu til að vera sér innan handar væri formaður fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í bænum. Það væri nú einu sinni hlutverk fasteignasala að sjá um kaup og sölu eigna. Ég teldi það raunar engu skipta því ég væri sannfærður um að bæjarfulltrúar allra flokka, svo og nýi bæjarstjór- inn, væru að skoða málið án þess að hafa bundið sig á nokkurn hátt. Það hafa þeir sjálfir sagt í samtölum við mig og samkomulag þeirra við verktakana er á engan hátt bind- andi svo ég trúi þeim. Af hvaða hvötum menn skrifa í blöð getur enginn vitað nema sá sem í hlut á og ekki ætla ég neinum að hann láti kaupa sig til slíks. Um hin atriðin get ég ekki flutt sannfærandi varnarræðu. Ég veit að verktakarnir hafa keypt kynn- ingarefni inn á framangreindum forsendum. Ég veit að þeir hafa hagrætt umhverfismatinu og svert sjónarmið okkar, andstæðinga sinna. Mér er ljóst að þeir reyna gegn betri vitund að telja fólki trú um að nýi tanginn sé forsenda þess að íbúðarbyggð rísi á iðnaðarsvæð- inu. Það er erfitt fyrir einstaklinga að standa í málsvörn gegn stórum og fjársterkum fyrirtækjum sem kaupa sér kynningarráðgjöf og verja miklum fjármunum til að koma vilja sínum fram. Þótt for- skriftin sé þekkt erlendis frá veit ég ekki betur en þetta sé í fyrsta sinn sem henni er fylgt í íslensku samfélagi. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir sveitarfélagið þegar svona er unnið. Verktakarnir eru einir um að kynna málið. Andófið kemur frá óbreyttum borgurum og það kann að vera auðvelt að stimpla skrif þeirra sem eiginhagsmunapot, frekju og geðvonsku. Sveitarfélagið sem á að vera hinn stefnumótandi aðili og tekur allar endanlegar ákvarðanir í málinu situr aðgerða- laust á áhorfendabekkjunum. Það er hættuleg afstaða. Garðabæ skortir ekki byggingarland. Sveit- arstjórnarmönnum hlýtur að vera ljóst að ekkert gengur skýrar gegn almannahagsmunum en uppfylling út í skráðar náttúruminjar. Þeir vita að tíu Laugardalsvalla uppfyll- ing út í voginn er ekki forsenda þess að íbúðir rísi í stað óhrjálegs iðnaðarsvæðis. Þeir eru meðvitaðir um að ósnortin náttúran í voginum verður aldrei endurheimt ef henni verður raskað. Ósnortin náttúra hefur hvergi meira gildi en einmitt í miðri byggð. Ég trúi því að bæjarstjórn Garðabæjar og skipulagsnefnd vinni af fullkomnum heiðarleika að málinu og treysti því að tekið verði tillit til sjónarmiða og réttmætra hagsmuna þeirra íbúa sem eru næst svæðinu sem fjallað er um. Ég tel hins vegar að meðferð máls- ins sýni að sveitarfélagið og vænt- anlega sveitarfélög almennt séu vanbúin því að takast á við þau vinnubrögð sem verktakarnir við- hafa. Það kom til dæmis í ljós þeg- ar ég bað um að við fengjum tveir að mæta á fund skipulagsnefndar til að skýra afstöðu þeirra sem eru á móti uppfyllingunni. Formaður nefndarinnar sagðist ekki geta fall- ist á það. Það væri ekki venja að einstaklingum gæfist kostur á því að mæta á fundi nefndarinnar. Fundargerðir nefndarinnar sýna hins vegar að arkitekt byggingar- aðila hefur í tvígang mætt á fundi hennar á síðustu mánuðum. Hann mætir væntanlega ekki sem ein- staklingur heldur aðili máls. Við óbreyttir íbúar erum hins vegar bara einstaklingar. Aðferðafræðin veldur mér áhyggjum. Aðferðafræðin er tákn nýrra tíma í íslensku samfélagi þar sem máttur peninganna skal öllu ráða. Tíma þar sem mætti áróðurs- ins er beitt af hugvitsamlegu tillits- leysi: eigin málsstaður er fegraður, lítið er gert úr andstæðingunum, kynningin er sett þannig fram að fólk áttar sig ekki á því að um aug- lýsingar er að ræða. Þetta eru vinnubrögð sem við viljum ekki. Þau eru ógnun við hefðbundið lýð- ræði og geta komið rétt kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins í erfiða stöðu og alið á úlfúð meðal íbúanna. Því ríður á að aðferðin skili ekki ár- angri. HÆTTULEG LEIÐ Í SKIPULAGSMÁLUM Ásmundur Stefánsson Aðferðafræðin er tákn nýrra tíma í íslensku samfélagi, segir Ásmundur Stefánsson, þar sem máttur pening- anna skal öllu ráða. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsbanka FBA og íbúi við Arnarnesvog.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.