Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 35 HUGTAKIÐ „geðklofi“ verður úrelt eftir 10 til 20 ár og munu þar ráða mestu framfarir á sviði erfðafræði og taugavís- inda. Þetta er mat þýska pró- fessorsins Klaus-Peter Lesch sem er þekktur fyrir rannsókn- ir sínar á þessum vettvangi. Hugtakið „geðklofi“ (á ensku „schizophrenia“) er í raun eins konar „regnhlífar- hugtak“ sem nær yfir fjölmargar birtingarmyndir al- varlegrar geðröskunar sem þjaka um það bil hundraðasta hvern mann. Nýverið var greint frá því að tekist hefði að greina gen sem á líklega hlut að máli í einni erfiðustu birt- ingarmynd geðklofa en hún einkennist af ofskynjunum sjúklingsins, ranghugmyndum og truflaðri hreyfigetu. Niður- stöður þessarar rannsóknar, sem hópur þýskra vísinda- manna stóð að, eru birtar í tímaritinu Molecular Psychi- atry. Prófessor Lesch, sem fór fyrir hópnum, segir að eigi við- líka framfarir í vísindalegri þekkingu á þessum sjúkdómi sér stað á næstu árum megi gera ráð fyrir að hugtakið „geðklofi“ verði ekki lengur notað sem safnheiti yfir mis- munandi sjúkdóma í heila. „Ég tel að þessi greiningaraðferð verði einn góðan veðurdag lögð til hliðar og að heitið „geðklofi“ verði úrelt.“ Lesch kveðst telja að lítill hluti arfgengs geðklofa orsak- ist af minnst 20 mismunandi genum. Hann telur því að „geðklofagenið“ eina og sanna sé ekki til. Hópnum sem prófessor Lesch fór fyrir tókst að ein- angra gen sem talið er að komi við sögu í þeirri mynd geðklofa sem lýsir sér í stjarfa sjúk- lingsins (á ensku er þetta form nefnt „catatonic“). Þessi mynd sjúkdómsins leggst á um það bil einn af hverjum 20 sem veikjast af geðklofa. Rann- sóknin var erfðafræðileg og tókst að bera kennsl á stökk- breytt genið í 30 manna fjöl- skyldu þar sem sjö höfðu tekið sjúkdóminn. Prófessor Lesch segir að meingenið hafi komið fram í þremur ættliðum sem geri að verkum að hann sé nokkuð viss um að þarna sé fundinn raun- verulegur áhrifaþáttur. Frek- ari rannsókna sé þó þörf. Spá enda- lokum geðklofa- hugtaksins The Daily Telegraph. TENGLAR ....................................... Tímaritið Molecular Psychiatry: www.stockton-press.co.uk/mp/ contents.html KARLAR og konur eru ólík og þegar um er að ræða lækn- isfræðilegar rannsóknir skiptir það máli. Þetta er niðurstaða vísindamannanefndar sem Bandaríska læknastofnunin (Institute of Medicine) kvaddi saman til að fara yfir rannsókn- aráætlanir í læknisfræði. „Kyn … er mikilvægt grund- vallaratriði sem taka ber með í reikninginn þegar rannsóknir eru hannaðar og greindar á öll- um sviðum og öllum stigum læknisfræði og heilbrigðismála,“ segir í niðurstöðum nefnd- arinnar. Vísindamenn hafa jafnan litið svo á að burtséð frá æxl- unarfærunum séu karlar og konur í grundvallaratriðum eins og bregðist eins við lyfjum. Hef- ur þetta verið gagnrýnt af sum- um kvennahópum sem hafa haldið því fram að rannsóknir hafi beinst að körlum og of lítill gaumur gefinn að frábrugðnum viðbrögðum og þörfum kvenna. Í niðurstöðum sínum segja nefndarmenn að munur á kyni nái alla leið niður á frumustig. Karlar og konur séu ólík hvað varðar sjúkdómamynstur og lífs- mynstur, komist í snertingu við sjúkdóma með ólíkum hætti, geymi orku á ólíkan máta, efna- skipti þeirra séu mismun- andi og þau bregðist við lyfjum á mismunandi hátt. Í niðurstöðunum er hvatt til þess að rann- sóknir séu settar upp með þeim hætti að greina megi niðurstöður þeirra með til- liti til kyns, greint skuli frá kynjaskiptingu þátttak- enda í vísindalegum rit- gerðum og þegar konur taki þátt í rannsóknum skuli taka fram hvar þær séu staddar í tíða- hringnum. Bandaríska læknastofn- unin er óháð vísinda- samtök sem bandaríska þingið hefur ráðið til að veita stjórnvöldum vís- indalega ráðgjöf. Rannsóknir taki mið af kynjamun Gleymast alþekktar staðreyndir? Washington. AP. Associated Press
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.