Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 C 7 A m e r í s k i r s v e f n s ó f a r MARGIR garðeigendur geta eflaust tekið undir með þeim sem telja bar- áttuna við að losna við mosa í gras- flötum einn erfiðustu og leiðinleg- ustu glímuna við óvelkomna gesti í garðinn. Það er oft mikið þolinmæð- isverk að vinna bug á mosanum, en með því að sýna þraustseigju og taka málin réttum tökum má oftast losna við vágestinn, sem svo sannarlega getur dregið úr fegurð grasflatarinn- ar. Mikill mosi er í görðum er öruggt merki um að grasið vantar næringu og líður skort, enda nær mosinn sér vel á strik í litlum grasvexti. Mosinn er síðan harðger og lætur hvergi undan síga nái hann fótfestu í garð- inum. Til þess að bregðast við er fyrst og fremst nauðsynlegt að bæta innihald næringarefna í moldinni og sjá til þess að það haldist þegar mos- inn er á bak og burt. Ekki má heldur slá grasið of snöggt á meðan verið er að losna við mosann, heldur er ráð- legra að leyfa því að spretta heldur meira en venjulega og gefa því áburð. Með því að slá grasið of snöggt ná grasplönturnar ekki kröftugum vexti með kröftugu rótakerfi og því er ráð- legt að stilla sláttuvélina á efstu still- ingu. Þar sem mosinn er ekki mikill nýtist þessi aðferð ágætlega, ásamt áburðargjöf, en þetta er fremur hæg- virk aðferð og sein að skila sér. Gott er að nota blákorn og gras- korn til skiptis og blákorn í fyrsta skiptið. Það inniheldur meiri fósfór sem styrkir rótarkerfið. Rétt er að dreifa jafnt yfir þurra grasflötina en þetta þarf að gera 2-3 sinnum með um það bil fjögurra vikna millibili. Mjög gott er einnig að nota lífrænan áburð og má nota hvaða húsdýra- áburð sem er. Í baráttunni við mosann má einnig beita þeirri aðferð að raka mosann í burtu. Þá þarf að fara varlega við að raka mosanum saman og heppilegast er að nota hrífu með löngum tönnum. Fyrst er þá rakað eftir endilöngum mosavöxnum fleti og síðan aftur þvert á fyrri stefnu með léttum hreyfingum til að hlífa grasrótunum. Það sem gerir þetta mögulegt er að rætur mosans eru mun ofar í jarð- veginum en rætur grassins og losna því fyrr við raksturinn. Kröftugur grasvöxtur besta ráðið Að loknum rakstri má sópa yfir flötina með hæfilega mjúkum strák- ústi til að fjarlæga sem mest af mos- anum. Ef stórar skellur myndast í grasbreiðunni þarf að sá í sárin og mikilvægt er að gefa grasinu áburð á eftir. Þá er hægt að kaupa tilbúnar efnablöndur til að eyða mosanum og Áburðarverksmiðjan framleiðir t.d. blöndu sem inniheldur járnsúlfat og ammoníumsúlfat. Blandan er leyst upp í vatni og grasið vökvað með blöndunni, sem drepur mosan fljót- lega og blettir myndast þar sem mos- inn var. Annar kostur er innflutt blanda sem inniheldur kalíumsölt af fitusýrum en hana er hægt að kaupa í litlum úðabrúsum og í sterkari upp- lausn sem þynnt er út með vatni. Þetta efni virkar á einni til fjórum vikum. Best er að dreifa vandlega yf- ir flötina snemma morguns þegar mosinn er gegnblautur af dögg og út- lit er fyrir sólríkan dag. Þegar mos- inn er sviðinn burt og þornaður má raka honum saman og sá í sárin. Við undirbúning nýrra grasflata má fyrirbyggja mosavöxt með því að búa vel í haginn fyrir grasið frá upp- hafi, en umfram allt skal haft í huga að kröftugur grasvöxtur er eina örugga ráðið gegn mosa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kröftugur grasvöxtur er forsenda þess að mosinn nái ekki að skjóta rótum í garðinum. Greinilegt er að mosinn hefur ekki haft erindi sem erfiði í þessum fallega ræktaða garði við Tjarnarflöt í Garðabæ. Baráttan við mosann í grasflötinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.