Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 17
plöntum og ætli maður að rækta lítið er þægilegast að kaupa plönturnar.“ Brokkolí tekið upp fram eftir hausti Um mitt sumar fer heimilisfókið að njóta uppskerunnar og fá nýtt og ferskt grænmeti á borðið. Sigríður segist byrja að taka upp kartöflur í júlí en kryddtegundir og lauka miklu fyrr. „Það þarf ekki að bíða svo lengi. Það er um miðjan júlí sem hægt er að byrja að taka blómkálið upp og jarð- arberin eru tilbúin um mánaðamótin júlí/ágúst. Síðan er maður að taka upp fram eftir öllu hausti. Þú getur verið að taka upp brokkólí langt fram eftir hausti því það þolir pínulítið frost. Rósakálið er seinsprottnast af þess- um tegundum sem algengt er að rækta hérna, en það er hægt að taka það upp seinnipartinn í ágúst eða byrjun september. Það fer auðvitað eftir því hversu snemma á vorin mað- ur byrjar. Maður byrjar yfirleitt að sá um miðjan apríl en með rósakálið þyrfti að byrja fyrr.“ Til að auka frjósemina í garðinum segist Sigríður helst nota áburð eins og blákorn. Þá hefur hún verið með safnkassa í 20 ár, líkt og margt garð- yrkjufólk, sem nýtt hefur sér kosti safnkassa árum saman. Hún segist flokka það sem fellur til á heimilinu af lífrænum úrgangi en stór hluti fari í safnkassann og allt sem til fellur af úrgangi af ávöxtum og grænmeti. „Ég fæ a.m.k. einn rúmmetra af mold á ári. Safnkassinn minn er í þremur hólfum og ég safna í eitt hólf á ári. Affallinu úr garðinum safna ég saman og set það í fyrsta hólf og á vorin tek ég úr elsta hólfinu og sigta það og nota það sem er orðið mold og set það í beð og víðar sem þörf er á. Svo sting ég á milli, þannig að ég færi úr kassa númer tvö yfir í tóma hólfið og þannig sting ég um moldina í safn- kassanum einu sinni á ári. Þá brotnar þetta miklu fljótar niður. Upplagt er að nota moldina til að setja ofan á beð eða blanda saman við pottablómin.“ Ljósmynd/Sigríður Hjartar Horft úr stofuglugganum yfir bakgarðinn og græn og blómleg matjurtabeð Sigríðar. Þarna má sjá beð með gulrótum, jarðarberjum, kartöflum, kryddi og grænmeti. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 C 17 ÞEGAR rækta á grænmeti og krydd í görðum er ekki nauðsynlegt að búa til stór beð sem eingöngu á að nota undir matjurtarækt. Hægt er að planta bæði grænmetis- og kryddplöntum í runna og blómabeð víða um garðinn, enda eru þessir jurtir oft fallegar og litríkar og ekki síðra augnayndi en sumarblómin. Auk hefðbundinna matjurtabeða hefur Sigríður Hjartar sett niður bæði krydd og grænmeti víða í garðinum og segir það gefa garð- inum fjölbreyttara og skemmtilegra útlit. „Þú þarft ekkert að vera með sér- stakan matjurtagarð. Til dæmis eru plönturnar af rauðrófum svo skrautlegar að þú getur þess vegna verið með þær hvar sem er,“ segir Sigríður. Blómin klippt og sett í vasa Þá segir hún óþarfa að vera með grænmeti eða kryddjurtir í ein- hverjum sérstökum beðum og sjálf er hún t.d. með graslauk og menthu í miðju blómabeði. „Það eru margar af þeim plöntum sem eru það fal- legar að þú getur ræktað þær hvar sem er. Blómin á graslauknum eru t.d. mjög falleg og þú getur klippt blómin og sett þau í vasa og þau standa bæði lengi og vel.“ Menthan er fjölær kryddjurt sem Sigríður ræktar með öðrum plöntum, en það krydd er mikið not- að t.d. með lambakjöti og eins eru mintusósur oft notaðar með ís. Þá ræktar Sigríður dill sem getur verið hvar sem er í garðinum, en dillið er einært og þarf að sá því á hverju ári. Í garðinn er líka hægt að útbúa litla hringi í grasflötinni eða beðum og setja þar sitt lítið af hverju í hvern hring. Þá má forma garðinn í geira út frá miðpunkti og setja ýms- ar plöntur saman. „Þetta gefur hugmynd um aðra útgáfu af garði. Þú þarft ekkert að vera með beð við beð, þannig að grænmetisgarðurinn getur verið á marga vegu.“ Grænmeti og krydd þarf ekki að rækta í sérstökum reitum Krydd- jurtir í blóma- beðum Ljósmynd/Sigríður Hjartar Hér sjást graslaukur og mentha njóta sín vel í miðju blómabeði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.