Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 16
16 C LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁHUGASAMIR garðeigendur njóta þess margir að hafa komið sér upp blómlegum matjurtagarði og fá þann- ig ódýrt en umfram allt ferskt og sitt eigið grænmeti á matarborðið. Sigríð- ur Hjartar er ein af þeim félögum í Garðyrkjufélaginu sem hafa stundað það áhugamál um langt skeið að rækta grænmeti heimavið og segist hún borða sitt eigið grænmeti langt fram eftir vetri og m.a. nota sinn eigin matarlauk í eldamennskuna fram yfir áramót. „Það er alveg ótrúlega mikið hægt að rækta hérna af grænmeti og kryddi,“ segir Sigríður. Í garðinum við Langagerði 19 ræktar Sigríður lauka, kál, salöt, krydd og jafnvel stór og safarík jarð- arber freista margra í garðinum þeg- ar líða tekur á sumarið. „Uppskeran af jarðarberjunum er miklu meiri en fjölskyldumeðlimir nenna að borða, þ.e.a.s. þau eru ekki vinsæl nema þeg- ar maður grípur þau úti í garði. Þótt ég sé með skál inni gleymir fólk að fá sér,“ segir Sigríður. Hún segist rækta lítið eitt af kart- öflum heima við en megnið af sínum kartöflum setur hún niður við sum- arbústaðinn. „Ég er bara með smá- vegis hérna heima sem mér finnst gott að borða beint upp úr garðinum. Þá hleyp ég út og næ mér í í pottinn.“ Þegar litið er yfir þær tegundir sem Sigríður ræktar eða hefur rækt- að í garðinum kemur ótrúleg og jafn- framt skemmtileg fjölbreytni í ljós. Þar má m.a. finna ýmsar gerðir af sal- ati og segir Sigríður að hægt sé að rækta fjölmargar tegundir og af- brigði af salati, sem fólk kaupir ann- ars dýrum dómum í verslunum. Þá segist Sigríður rækta þó nokkuð mikið af lauk. Þar á meðal er rauð- laukur og jafnframt þessi venjulegi matarlaukur. Einnig ræktar hún fjöl- æran hjálmlauk og síðan púrru og hvítlauk sem líka er fjölær. Sniglarnir vitlausir í blómkálið Í garðinum má finna ýmsar teg- undir af káli. Rósakálið er auðþekkj- anlegt af kúlum sem myndast upp eft- ir legg plöntunnar. Þarna má finna blómkál og stórt afbrigði af hunda- súrum sem Sigríður segir að séu skín- andi góðar í salöt. Hún ræktar jafnframt sérstaka tegund af káli sem yfirleitt er kallað hnúðkál á íslensku og er ekki algengt. Hnúðkálið er fremur skrautleg, fag- urrauð planta og minnir á rófu sem vex upp úr jörðinni. „Mér finnst hnúð- kálið ofsalega gott í salat. Þá sneiðir maður það fínt niður og notar með öðru,“ segir Sigríður. Þá má finna í matjurtagarðinum brokkólí sem Sigríður segir vera afar notadrjúga plöntu. „Maður byrjar að skera hausinn sem kemur fyrst og síðan koma margir litlir hliðarhausar. Með blómkáli færðu bara einn haus en með brokkólí ertu að taka af sömu plöntunni í margar vikur, þannig að hún er mjög drjúg planta og hefur þann góða kost að það sækja mjög lít- ið á hana óþrif.“ Hún segir að sniglarnir séu hins vegar vitlausir í blómkálið, þannig að það þarf stundum að passa kálið vel og jafnvel kaupa sniglaeitur. „En það er líka til mjög einföld lausn, sem felst í því að setja smápilsnerlögg í plast- dollu eða þvíumlíkt og grafa úti í garði. Þeir eru drykkfelldir sniglarnir og sækja í þetta og drukkna.“ Að sögn Sigríðar er hægt að grípa tl ýmissa ráða til að verja plönturnar vilji fólk ekki eitra. „Mér er illa við að eitra matjurtir og það má mikið ganga á áður en ég geri það.“ Sigríður segir að varðandi mat- jurtagarða sé mikil vinna að setja nið- ur og taka upp kartöflur og arfareit- ing sé í huga margra afar leiðinleg, en ræktunin þurfi ekkert að vera á þann veginn. Ekkert tiltökumál að halda garðinum hreinum „Þar sem ég er að rækta kál nota ég gjarna svart plast. Ég klippi göt og gróðurset plöntunar þar og það gerir í rauninni þrennt. Það heldur hita í moldinni því svarti liturinn dregur í sig sólargeislana og heldur hitanum. Það minnkar auðvitað heilmikið þrifin á garðinum þar sem ég fæ ekki ill- gresi upp í gegnum plastið og það dregur verulega úr sniglaplágunni og þvílíku.“ Sigríður segir það ekki tiltökumál, hvorki varðandi grænmetisgarð né aðra garðræktun, að halda garðinum hreinum. „Þetta er fyrst og fremst spurning um að taka þessar óvel- komnu plöntur áður en þær fara að mynda fræ. Að bíða ekki eftir að gera virkilegt skurk eða fara í átaksverk- efni, heldur bara taka illgresið þegar þú sérð það. Því maður fer oft út í garð án þess að maður ætli sér að vinna og ef maður gerir að vana að kippa jafnóðum upp þessu óvelkomna er umhirða garðsins svo miklu minni.“ Sú illgresisplanta sem Sigríði þykir leiðinlegust heitir lambagras og er náfrænka hinnar íslensku hrafna- klukku. „Hún er svo dugleg þessi planta og fljót að þroska fræ að ég hef á tilfinningunnni að þú getir fengið margar kynslóðir af lambaklukku yfir sumarið. Þegar fræin þroskast spýtir hún þeim í allar áttir, þannig að hún er rosalega fljót að dreifa sér.“ Best að setja gulrætur niður sem fyrst Upphaf ræktunarinnar er sáningin og Sigríður segist ýmist byrja að sá inni eða þá beint ofan í beðin úti. „Ef þú ert með kálplöntur og ætlar að rækta blómkál eða brokkólí eða slíkt og byrja frá grunni þarf að byrja að sá ekki seinna en um miðjan apríl og gera það inni. Þá sáir maður í lítinn bakka og yfirleitt spírar miklu meira en þú þarft að nota. Þá færir þú þetta yfir í litla potta og í byrjun júní út í garð. Dillið er einær planta og því sá- irðu bara beint út og reynir að passa að sá því ekki mjög þétt, þannig að ekki verði of þröngt um plönturnar. Salvían er fjölær og ég byrja að sá henni inni, en síðan fer hún út í garð og er þar. Blóðberg er mjög góð kryddtegund sem lifir nokkur ár úti í garði. Salatið set ég síðan niður seint í maí, ýmist beint út í garð eða inni ef ég hef góðan tíma, því salatið er við- kvæmt fyrir næturfrosti.“ Sigríður segir best að setja gulræt- urnar niður sem fyrst því þær séu lengur að spíra og segist hún iðulega gera það 1. maí. „Gulrætur fara niður um leið og jarðvegurinn er orðinn tilbúinn því þær eru hátt í þrjár vikur að spíra og þótt það komi smáfrost er það ekki svo hættulegt.“ Mikilvægt að færa tegundir á milli beða Til að verjast hugsanlegu nætur- frosti og halda betri hita í jarðveg- inum setur Sigríður gjarna akríldúk, sem er þunnur og léttur dúkur, yfir gróðrarbeðin fyrstu vikurnar. Þannig getur munað allt að 4 til 5 stigum á hitanum undir og yfir dúknum, en hann hleypir vatni í gegnum sig. „Ef þú setur svona dúk yfir getur munað því að plantan þolir frost.“ Það er síðan fyrstu vikuna í júní sem tímabært er að setja kálplöntu- rnar út og það er eins og með annað grænmeti að það er mjög gott að setja akríldúk yfir fyrstu vikurnar til að halda hitanum í moldinni og koma þeim af stað. Sigríður segist hafa all- an gang á varðandi kartöflurnar en gott sé að setja þær niður um miðjan maí. Hún segist jafnframt fylgja þeirri mikilvægu vinnureglu að færa teg- undir á milli beða á hverju vori. Plönt- urnar taka mismunandi magn nær- ingarefna úr moldinni og því er gott að færa þær á milli beða og nýta þannig jarðveginn betur og gefa hon- um tækifæri á að endurnýja sig. Þótt Sigríður sái oft sjálf um plönt- un grípur hún oft til þess ráðs að kaupa plönturnar tilbúnar, sérstak- lega þegar ekki gefst tími á vorin til að sá. „Það er hægt að kaupa ljóm- andi plöntur í sumum gróðrarstöðv- um, t.d. í Grænuhlíð, sem hefur selt töluvert af grænmetisplöntum og margar tegundir. Yfirleitt er Mörk einnig með gott úrval af grænmetis- Sigríður Hjartar nýtur þess að hafa sitt eigið ferska grænmeti á borðum stóran hluta ársins Ótrúlegt hve mikið má rækta hér af grænmeti og kryddi Sigríður hefur m.a. ræktað hnúðkál, sem er fagurrautt og fremur óalgeng káltegund til ræktunar hér á landi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigríður Hjartar garðyrkjukona í sólskálanum þar sem hún ræktar meðal annars vínvið sem gefur af sér safarík og gómsæt dökkblá vínber. Grænmeti, laukur, gulrætur og rósakál eru hluti af fjölbreyttri og girnilegri uppskeru Sigríðar. Margir þekkja vel vinnuna við að setja nið- ur kartöflur og njóta þeirra að hausti en ekki er jafn algengt að fólk rækti grænmeti, krydd og jafnvel ávexti í eigin görðum heima við. Það er jafnvel talið illgerlegt og að því fylgi hið mesta puð. Eiríkur P. Jör- undsson fór í heimsókn til Sigríðar Hjartar og komst að því að hægt er að rækta tals- vert af grænmeti án mikillar fyrirhafnar hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.