Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 10
10 C LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LIMGERÐI eru ekki ein-göngu klippt til að formþeirra sé garðeigandanumað skapi heldur bæta klippingar og grisjun heilbrigði plöntunnar og lengja oft líf hennar. „Vitað er að rót plöntunnar getur lif- að lengi, jafnvel í hundruð ára,“ segir Kristinn. Árlegar klippingar snúast um það að móta lögun limgerða en stundum þarf að taka brotnar eða visnar greinar. Sumar plöntur eldast hratt og því þarf að skera þær alveg niður á nokkurra ári fresti. „Þótt við klippum plöntur alls ekki þá blómstra þær samt sem áður svo lengi sem önnur skilyrði eru fyrir hendi svo sem ljós, vatn, næring, hiti og rými. En hver tegund á bara sinn ákveðna líftíma,“ segir Kristinn. „Með því að grisja og skipta út greinum eða skera plöntur niður þá viðhöldum við ungdómnum og stuðl- um að ríkulegri blómgun. Tegund á alltaf sitt blómatímabil en með rétt- um klippingum er hægt að viðhalda blómatímabilinu hjá mjög mörgum tegundum.“ Sumar tegundir er hægt að skera niður árlega eða á fárra ára fresti og blómstrar plantan þá síðla sumars sama ár og hún er klippt. Gæta verð- ur að því að klippa á meðan plantan er í dvala. Döglinskvistur, lágkvistur, perlukvistur og margar ágræddar rósir falla í þennan flokk. Eðli og vaxtarlag ræður klippingum Sumar tegundir blómstra úr frá vaxtarsprota frá fyrra ári. Ef hann er klipptur burtu blómstrar plantan ekki. Þær plöntur sem tilheyra þess- um flokki eru grisjaðar, hverri grein er leyft að verða 10–20 ára, eftir teg- undum. Hún er síðan klippt í burtu en önnur ætti þá að vera komin upp í staðinn. „Greinarnar sem bera runn- ann uppi eru á misjöfnum aldri og misjafnt hversu margar þær eru, allt frá því að vera kannski þrjár til fimm eins og oft er hjá sýrenu og upp í það að vera 10–15 hjá stórum kvistum eins og stórkvisti, bogkvisti, sunnuk- visti og loðkvisti,“ segir Kristinn. „Birkikvistur sem er okkar algeng- asta tegund vil ég láta skera niður á fimmtán ára fresti og láta hann vaxa upp aftur en hugsa ekkert um hann þess á milli nema hann brotni undan snjó eða laskist á annan hátt. Hann verður aldrei fallegur þegar maður grisjar hann,“ segir Kristinn. Reynd- ar blómstrar birkikvisturinn ekki fyrsta árið eftir niðurskurð en hann verði afskaplega blaðfallegur. Krist- inn segir fjölda villirósa blómstra út frá tveggja ára grein, s.s. meyjarós, hjónarós og fjallarós en hansarósin blómstrar bæði á árssprota og fyrri- árssprota. Rifsberjarunna skal grisja Kristinn segir að rifsberjarunna skuli grisja en hann blómstrar mest á greinum sem eru tveggja til fimm ára en eftir það dregur úr blómguninni, þó ekki svo mikið að hann mælir með því að hver grein fái að lifa kringum 10–12 ár. Þannig verði runninn stór og stæðilegur. Runninn blómstrar á svokallaða dvergsprota sem ekki vaxa nema fá- eina millimetra á ári. Séu þeir klipptir í burtu fær eigandinn ekki að njóta berja runnans. Runnamuru sker Kristinn alveg niður á 10–12 ára fresti. Þó skilur hann eftir þrjár til fjórar hjálpargreinar því annars er hætt við að plantan fari í baklás og vaxi ekki nema lítið eitt fyrstu árin eftir niðurskurðinn. Kristinn segir það góða reglu að skilja eftir hjálp- argreinar ef fólk veit ekki hvort plantan þurfi á þeim að halda eða ekki. Hjálpargreinarnar má fjar- lægja strax á öðru ári. Aðspurður hvenær sé óhætt að klippa plöntur segir Kristinn að það sé í raun hægt allt árið. Best er að klippa þær síðla vetrar eða á vorin en forðast ætti að klippa plöntur síðsum- ars eða á haustin þar sem gró ýmissa sveppa eru þá á ferðinni eins og t.d. gró reynisátu. Grisjun dregur ekki úr vaxtarhraða Kristinn vill að limgerðisplöntur séu mótaðar strax að lokinni gróður- setningu. Margir haldi að það sé betra að bíða í nokkur ár en það sé misskilningur. „Það er reyndar ekki hægt að segja að það sé vitlaust að láta runnann vaxa villtan en vilji fólk stjórna vextinum til að fá mótað lim- gerði er best að gera það frá upp- hafi,“ segir Kristinn. Algengt er að fólk gróðursetji 30– 40 sentimetra háar plöntur. Um leið og gróðursetningu er lokið skal klippa á hliðargreinar plöntunnar til að örva greinaskiptingar. Eftir klipp- ingu má búast við að limgerðið sé um 20–30 sentimetrar að breidd. Lögun- in er smekksatriði en limgerði sem er breiðara að neðan en ofan nýtur birt- unnar best. Kristinn segir að limgerði eigi síðan að klippa á hverju vori. Einnig megi klippa plöntuna að sumri til og skal það gert rétt áður en vexti lýkur. Kristinn segir að andstætt því sem margir halda, dragi klippingar ekki úr vaxtarhraða. Þvert á móti. Bíði fólk nokkur ár með að klippa limgerð- ið verður oft að klippa það mikið nið- ur til að hægt sé að fá þéttan vöxt. Þekking og góð verkfæri Kristinn segir mjög mikilvægt að fólk afli sér þekkingar áður en það hefst handa við klippingar. „Nei,“ segir hann hins vegar þegar hann er spurður að því hvort þessar upplýs- ingar sé að finna á einum stað. „Mað- ur þarf að leita mjög víða. Reyndar eru upplýsingarnar af- skaplega takmarkaðar um þessar klippingar og yfirleitt mjög almennt orðaðar.“ Þetta breytist þegar menn leita sér upplýsinga um matjurtir eða eplatré. Þá er hægt að fá heilu doðrantana um umhirðu og klipping- ar. Þekking á hvers kon- ar garðrækt fari þó vax- andi með auknum áhuga hér á landi. Kristinn hefur sjálfur haldið fjölda námskeiða í trjáklippingum. Hann segir þó að á stuttu nám- skeiði sé aðeins hægt að opna glufu inn í heim klippinga en vonandi nægilega stóra til að þátttakendur þori að snerta á gróðrinum. „Þú lærir af mistökunum. Þótt þú gerir mistök við að klippa runna þá vaxa þeir aftur og byrja má á nýjan leik. Tré eru hins vegar vandmeðfar- in. Þar er kannski verið að móta vaxt- arlag til hundruða ára,“ segir Krist- inn. Hann mælir með að fók fylgist með tegundum og taki eftir því hvernig og á hvaða greinum þær blómstra. Með því sé hægt að safna miklum upplýs- ingum. Kristinn tekur þó fram að góð þekking á klippingum sé til lítils noti fólk léleg verkfæri. Bitlausar klippur merja greinarnar og opna þannig leið fyrir sjúkdóma inn í plönturnar. Þekkingu og góð verkfæri þarf til að klippa limgerði Með réttri klippingu geta plöntur lifað öldum saman Líkt og maðurinn á hver planta sitt blómatímabil Í viðtali við Kristinn H. Þorsteinsson, garð- yrkjustjóra Orkuveitu Reykjavíkur og for- mann Garðyrkjufélags Íslands komst Rúnar Pálmason að því að með réttum klippingum er hægt að halda plöntunni á blómatímabilinu. Oft vilja víðitegundir eldast fljótt og gisna þá með aldrinum. Þessi runni er þó enn á blómatímabili og nýtur sín vel og er sannkölluð prýði á götumyndinni. Runnamuru er hæfilegt að skera niður á 10–12 ára fresti. Ljósmynd/Kristinn H. Þorsteins Geislasópur þolir oftast illa mikinn niðurskurð. Loðkvistinn verður að grisja reglulega til að tryggja að runnin blómstri ríku- lega um langan tíma. Sumarklippingar limgerða mættu gjarnan aukast. Margar ágræddar rósir þarf að skera mikið niður á hverju ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.