Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 25 BRETLAND er fremst í flokki Evr- ópuríkja sem berjast gegn kröfu Afríkuríkja um að þrælasala verði lýst glæpur gegn mannkyninu og fyrrverandi nýlenduveldi skuli greiða umtalsverðar skaðabætur. Næstum tvær aldir eru liðnar síð- an breska þingið afnam þrælahald í breska heimsveldinu. Afríkuþjóðir þrýsta nú á um að samþykkt verði víðtæk ályktun á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um kynþáttahatur er haldin verður í Suður-Afríku síðar á árinu. Mary Robinson, fyrrverandi for- seti Írlands og mannréttindafulltrúi SÞ, segist fylgjandi því að rætt verði um skaðabætur fyrir þrælahald Evr- ópuríkja á ráðstefnunni, sem fjalla mun um „kynþáttahatur, útlend- ingahatur og skylt umburðarleysi“, og fer fram í Durban í september. En orðalag ályktunarinnar um þrælahald hefur valdið gífurlegum diplómatískum og lagalegum deilum á milli Afríkuríkja annars vegar og fyrrverandi nýlenduvelda í Evrópu, t.d. Bretlands, Frakklands, Spánar og Portúgals, hins vegar. Líta Evr- ópuríkin á ályktunina sem brellu til að þvinga fram fjárhagsaðstoð. Haft var eftir breskum embættismanni: „Við erum ekki reiðubúin að tengja þróunaraðstoð við liðna sögu.“ Í ályktuninni er farið fram á að ráðstefnan „staðfesti að þrælasalan sé einstæður harmleikur í mann- kynssögunni, sérstaklega gegn Afr- íkubúum“. Er henni lýst sem glæp gegn mannkyninu sem eigi sér enga hliðstæðu. Bretar, fyrir hönd Evr- ópusambandsins, hafa lagt til annað orðalag, þar sem staðfest er að „þrælahald og þrælasalan séu skelfi- legur harmleikur í mannkynssög- unni“. Að sögn embættismanna er breyt- ingunni á orðalaginu ekki ætlað að draga úr því sem gerst hafi fyrr á öldum, heldur sé byggð á þeirri laga- legu skoðun að þrælahald og þræla- sala hafi ekki stangast á við „hefð- bundin alþjóðalög“ á sínum tíma. Bandaríkjastjórn hefur gengið enn lengra og hótað að hætta aðstoð við Afríkuríki ef samþykkt verður að ræða skaðabætur á ráðstefnunni. Bandarískir diplómatar segjast reiðubúnir að samþykkja að öll þrælasala sé glæpur gegn mannkyn- inu, en vilja að í ályktunum verði við- urkennt aldagamalt mansal arab- ískra þrælasala á fólki frá Austur- og Mið-Afríku. Lögfræðingar segja að verði hug- takið „glæpur gegn mannkyninu“ haft með í ályktuninni gæti það haft víðtækar skírskotanir í alþjóðalög fyrir lönd sem hafi áður fyrr tekið þátt í þrælasölu. Haft var eftir sér- fræðingi í alþjóðalögum að ef ríki eins og til dæmis Bretland og Portú- gal samþykktu ályktun sem innihaldi þetta orðalag jafngildi það því að skrifa undir eiðsvarna játningaryfir- lýsingu „sem mögulega og mjög lík- lega yrði notuð gegn þeim“ ef kröfur um skaðabætur yrðu lagðar fram. Barist gegn skaðabót- um fyrir þrælahald The Daily Telegraph. Samtök flutningafyrirtækja íhuga nú málsókn á hendur olíufélögunum í Danmörku eftir að nokkur þeirra viðurkenndu að hafa haft samráð um verð. Þá kveðst viðskiptaráðherr- ann, Ole Stavad, reiðubúinn að kanna lagabreytingu til að auka möguleika samkeppnisstofnunarinn- ar á að láta til skarar skríða gegn ol- íufélögunum. Stofnunin hefur nú lýst eftir vitnum, fyrrverandi eða núver- andi starfsmönnum olíufélaganna, sem geti staðfest ásakanirnar um verðsamráð fyrir dómstólum. Nokkur olíufyrirtækjanna, þar á meðal Shell, viðurkenna að hafa skipst á upplýsingum um verð við önnur félög. Önnur láta nægja að úti- loka ekki að slíkt hafi átt sér stað. Öll halda því hins vegar fram að meint verðsamráð heyri sögunni til, engin dæmi séu um slíkt nú. Talsmenn olíufélaganna báru í gær hönd yfir höfuð sér og sögðu smæð Danmerkur og legu koma í veg fyrir lægra verð. Upplýsinga- stjóri Statoil, Kai Nielsen, benti í samtali við Jyllands Posten á að eng- in neysluvara í Danmörku væri jafn- mikið undir smásjánni og eldsneyti. Í hvert skipti sem verðbreytingar yrðu væri það fréttaefni og að land- fræðilega væri ómögulegt annað en að hafa sama verð í öllu landinu þótt kostnaðurinn væri mismikill. „Að bjóða upp á mismunandi bensínverð á sama stað er enn fremur ómögu- legt, það myndi þýða að stöðvarnar með hæsta verðið misstu viðskipta- vini“. Samtök flutningafyrirtækja, sem blésu til sóknar gegn olíufélögunum er þeim höfðu enn einu sinni borist nær samhljóða bréf frá olíufélögun- um um minni afslátt á bensíni, íhuga nú að feta í fótspor samtaka hol- lenska flutningafyrirtækja sem ráð- lögðu meðlimum sínum að höfða mál á hendur olíufélögunum á síðasta ári. Hollenska málsóknin rann hins veg- ar út í sandinn vegna skorts á sönn- unargögnum. Væntanleg málsókn á hendur ol- íufélögunum verður eins og áður segir ekki síst byggð á vitnum sem samkeppnisstofnun vonar að muni gefa sig fram. Hins vegar er lítillar aðstoðar að vænta frá Svíþjóð þar sem systurstofnunin hefur höfðað mál á hendur nær öllum þarlendum olíufélögum en sænsk lagasetning kemur í veg fyrir að stofnunin geti afhent trúnaðarskjöl úr landi, t.d. til Danmerkur. Íhuga málsókn á hendur olíu- félögunum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. CHEN Shui-Bian, forseti Taívans, átti í gær fund með Rudolph Giuliani, borgarstjóra í New York og hefur hitt á þriðja tug banda- rískra þingmanna að máli í stuttri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Kínverjar hafa mótmælt heim- sókninni með formlegum hætti. Talsmaður kínverska utanrík- isráðuneytisins, Zhu Bangzao, sagði í gær að ákvörðun Banda- ríkjastjórnar um að leyfa Chen að hafa viðdvöl í New York á leið sinni til Mið-Ameríku væri til marks um harðnandi stefnu gagn- vart Kína. „Þetta mun óhjákvæmi- lega skaða tengsl Kínverja og Bandaríkjamanna,“ sagði Zhu við fréttamenn í Peking. Hann vildi ekki tilgreina nánar hvaða áhrif heimsóknin hefði á samskipti þjóðanna, en sagði það meðal ann- ars velta á því hvernig hún færi fram. Kínverjar líta á Taívan sem uppreisnarhérað í Kína og túlka það sem ögrun ef aðrar þjóðir taka á móti taívönskum stjórn- málamönnum. Stjórnvöld í Peking fengu reyndar aðra ástæðu til að reiðast þegar bandarískir embættismenn tilkynntu á mánudag að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi eiga fund með Dalai Lama, trúar- legum leiðtoga Tíbeta, í Washing- ton í dag. Kínverjar hernámu Tíb- et árið 1950 en Dalai Lama flúði land níu árum síðar. Á myndinni sést Chen Shui-bian veifa fréttamönnum eftir að hafa skoðað kauphöllina í New York í gær, en heimsókn hans til Banda- ríkjanna lýkur í dag. Reuters Kínverjar mótmæla heimsókn Chens New York. AFP, AP. HINDÚAR munu verða skyldaðir til að bera einkennismerki á fötum sínum í íslömsku Afganistan til að- greiningar frá múslímum, að því er ráðherra í stjórn Talibana í Afgan- istan sagði í gær. Þá verður hindúa- konum einnig gert að hylja sig með blæju, líkt og múslímskar konur verða að gera. Harðlínustjórn Talibana, sem fer með völd í 95% landsins, hyggst framfylgja innan tíðar tilskipunum um þetta, að því er Mohammed Wali, trúarlögregluráðherra lands- ins, tjáði fréttastofu AP. Tilskipunin vakti hörð viðbrögð frá nágranna- ríkinu Indlandi, þar sem hindúar eru í meirihluta. „Við hörmum svona fyrirskipanir sem eru augljóslega mismunun gegn minnihlutahópum,“ hafði fréttastof- an Press Trust eftir ónafngreindum indverskum ráðherra. „Þetta eru enn frekari vísbendingar um vanþróaðar og óviðunandi hug- myndafræðilegar forsendur Talib- ana.“ Wali sagði að ákvörðunin væri í samræmi við Íslam. „Trúarlegir minnihlutar sem búa í íslömsku ríki verða að vera auðkenndir,“ sagði hann. Talibanarnir hafa ekki ákveð- ið hvers konar auðkennismerki hindúar verða látnir bera. Markmiðið að vernda hindúa Fréttastofan Afghan Islamic Press (AIP), sem starfrækt er í Pak- istan, hafði eftir Wali að ráðuneyti hans hefði falast eftir trúarlegri til- skipun, svonefndu fatva, frá ísl- ömskum fræðimönnum um að hindúar skuli auðkenndir. Hlutverk ráðuneytisins er að hlúa að dyggð- um og vinna gegn löstum. Markmiðið með fyrirhugaðri laga- setningu, að því er segir í frétt AIP, er að þeim sem ekki eru múslímar, einkum hindúum og síkkum, verði hlíft þegar trúarlögregla skikkar fólk til að loka verslunum sínum á bænatíma og smalar því í moskur. Að minnsta kosti fimm þúsund hindúar búa í höfuðborginni Kabúl, og þúsundir búa í öðrum borgum landsins, en ekki liggja fyrir áreið- anlegar tölur um hversu margir þeir eru. Hin nýju lög munu einungis ná til hindúa vegna þess að það eru engir kristnir eða gyðingar í Afgan- istan og síkkar eru auðkenndir af túrbönum sínum, sagði Wali. Þó er vitað um að minnsta kosti einn gyð- ing sem býr í Kabúl og vera má að þar búi einhverjir kristnir. Trúarlögregla Talibana í Afganistan gefur út tilskipun Hindúar verði auðkenndir Kabúl, Islamabad. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.