Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðleif MargrétÞorsteinsdóttir fæddist í Löndum Í Stöðvarfirði í Suð- ur-Múlasýslu 9. nóv- ember 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 15. maí 2001. Foreldrar hennar voru: Þor- steinn Kristjánsson, f. 28. september 1877, d. 30. maí 1960, og Guðlaug Guttormsdóttir, f. 8. september 1884, d. 18. janúar 1971. Þau bjuggu í Löndum. Í júlí 1941 giftist Guðleif Jóni Þorkelssyni, f. 17. október 1915, d. 20. desember 1996. Synir þeirra eru Steinþór, f. 13. október 1940, og Þorkell Kristinn, f. 10. september 1942. Systkini Guðleifar voru: Kristján, Guttormur, Þór- hildur og drengur, tvíburi við hana sem dó nokkurra daga gamall og Jón Nikulás. Og Einar Þór sem er á lífi. Útför Guðleifar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er ekki kurteisi að skjótast frá því að minnast á blaði þeirra marg- breytilegu stunda, sem við áttum með móður okkar, frá því fyrsta til hins síðasta. Það er hugdirfska að setjast að á jörð sem er næstum strípuð, með tvo drenghnokka upp á arminn, og vonlaust að spá í hvernig þeir komi til með að reynast. Eig- inmaðurinn var traustur og ákveð- inn. Hingað og ekki lengra. Við erum komin að Stóra-Botni. Þá það, karl- inn minn. Það er sumarið 1943. Með- an gamla húsið var lagfært, hafðist hún við í tjaldi í hlöðunni með strák- pjakkana. „Nú er gaman, mamma,“ sagði gæinn sem fæddist í Löndum og rótaðist í hlöðunni. Einn mánuður var liðinn þegar flutt var í íbúðar- húsið. Upp frá því var fjör í Stóra- Botni. Keypt sauðfé og kýr. Hrífan og orfið fyrstu árin við að heyja. Þá reyndi á hagsýni og fylgni húsmóður, úti sem inni. Árið 1946 kemur fyrsta vélaraflið; Massey-Harris dráttarvél og sláttuvél. Móður okkar var sér- lega létt og reyndar öllum á heim- ilinu. Tveimur árum síðar bættist við annað vélaraflið, Lister ljósavél og með henni Rafha eldavél. Þá um haustið jeppagarmur frá sölunefnd varnarliðseigna. Húsmóður varð að orði: „ekki er hann beisinn þessi“. Árið 1950 var sauðfé skorið niður vegna mæðiveikisjúkdóms. Fjárlaust var í tvö ár. Það varð ekki til að styrkja afkomu fjölskyldunnar. Blessaðar kýrnar stóðu fyrir heim- ilinu. Ári síðar sást þú til þess að við leggðum leið austur á Stöðvarfjörð á jeppabifreiðinni, sem þá hafði fengið sæmilega upplyftingu. Það var sein- farið yfir fjallvegi og öræfi. „Mamma, eru þetta Lönd?“ var stundum spurt. Haustið 1952 komu lömb með fjör og góða heilsu. Þá fór allt á fullt í Stóra-Botni. Sama ár kom sími inn á heimilið. Það var fyndið, að tala eftir málmlínu. Þú hafðir frumkvæði að því að við færum í heimavistarskóla í Ásgarði í Kjós. Við bræður höfum komið við það helsta á þessum árum. Það er margs að minnast og af mörgu að taka á langri ævi. Lengi hægt að tína til. Við fullyrðum að vel hafi til tekist á þeim árum sem liðin eru í Stóra-Botni. Í mörgu að snúast og vinnugleði á stórri jörð. Haustið 1982 verður breyting á í Stóra-Botni. Eitt er víst að þú áttir ekki gott með að sætta þig við það hlutskipti. Við vorum hressir með hvað þú tókst því vel. Þú varst vel gefin kona. Það var gott að koma til þín á Vallarbraut 5 á Akranesi, en þar varst þú frá því um haustið 1982 og til vors 1993. Um sumarið hjá okk- ur í Litla-Botni þrjú. Í september fórst þú á dvalarheimilið Höfða á Akranesi ásamt eiginmanni þínum. Þú áttir þar góðar stundir með starfsfólki og vistfólki til þess síð- asta. Algóður guð verndi þig þar sem þú ert nú. Við geymum minninguna. Steinþór og Þorkell Kristinn Jónssynir. Í dag er til moldar borin Guðleif Margrét Þorsteinsdóttir. Hún fædd- ist á Stöðvarfirði en ung fluttist hún til Hvalfjarðar með festarmanni sín- um Jóni Þorkelssyni frá Litla-Botni. Þau bjuggu fyrst í skjóli foreldra Jóns í Litla-Botni en fljótlega tóku þau Stóra-Botn á leigu og bjuggu þar lengst af með sonum sínum tveimur. Í þá daga sem Guðleif fluttist til Hvalfjarðar var mjög langt milli Austfjarða og Hvalfjarðar og langt frá því að greiðfært væri milli þess- ara staða. Ég kynntist Hvalfirði mjög náið þegar eiginmaður minn hóf sjó- mennsku á hvalbátunum árið 1967. Árið 1969 hóf ég svo sumarstarf hjá Essó olíufélaginu og starfaði þar með Jóni, eiginmanni Guðleifar og syni hennar Þorkeli í nokkur sumur. Má segja að Hvalfjörður hefur verið fjöl- skyldu okkar afar kær síðan. Fyrst og fremst hefur það verið fjölskylda Guðleifar og Jóns sem hefur verið okkar velgjörðarmenn í alla staði. Ég kynntist Guðleifu aðeins lítið fyrstu árin því hún fór afar sjaldan bæjarleiðir frá Stóra-Botni en ég skrapp nokkrum sinnum í kaffi til hennar ásamt samstarfskonum og fann þá fyrir elskulega hægláta konu sem var afar fínleg og falleg með hlýtt og elskulegt viðmót. Sem ungri konu fannst mér allt afar fagurt í Hvalfjarðarbotninum en hugleiddi þá strax að það hlyti að vera ein- manalegt að vera í innsta bænum í dalnum þegar feðgarnir væru allir í vinnu annarsstaðar. Ég kynntist svo Guðleifu í nálægð þegar við vorum eitt sumar saman í Litla-Botni en þar höfum við fjöl- skyldan fengið að vera í hvíldartím- um okkar til margra ára. Guðleif var aðeins búsett í fallega húsinu þeirra til mjög stutts tíma því heilsa hennar krafðist að hún fengi faglega umönn- un en hana var ekki að fá í Hvalfirði. Þetta sumar var mér mjög ánægju- legt því þá kom í ljós að Guðleif var ekki bara ljúf og viðmótsþýð því að hún var afar fróð og hafði mjög góða frásagnarhæfileika. Hún sagði mér frá uppvexti sínum, sem hún bar mikla virðingu fyrir. Hún sagði mér frá skólaferli sínum sem var bæði heimanám og nám í húsmæðraskóla. Fann ég að hún var ótrúlega vel að sér í mörgum fræðum eins og svo undravert er með marga jafnaldra hennar sem ekki hafa gengið hefð- bundinn háskólaferil en gengið í gegnum háskóla sjálfsnáms og lífs- ferils. Hún sagði mér líka undan og ofan af komu sinni til Hvalfjarðar og lífi sínu bæði sem kornung í Litla- Botni og af flutning sínum í Stóra- Botn. Ég naut þess mjög að fá svona lifandi sagnaþul til að gefa mér tíma sinn í ró frá nútíma streitu og skark- ala. Það sem yljar mér mest þegar ég hugsa til Guðleifar er hið mikla ást- ríki sem synir hennar tveir Steinþór og Þorkell hafa sýnt móður sinni. Ég hef ekki orðið vitni að meiri kærleika til móður. Þeir hafa umvafið hana alla tíð. Þegar hún þurfti að flytjast til Akraness hef ég orðið vitni að því að alla daga ársins settust þeir við símann og hringdu í móður sína til að fara yfir líðan hennar og dagsferli um leið og þeir buðu henni góða nótt. Þetta var gert þó svo að þeir hefðu verið með henni að deginum til. Þeir gættu þess vel að hana skorti ekkert. Þegar hún kom að Höfða var búið að henni afar vel og naut hún þar alúðar atlætis í hvívetna. Að leiðarlokum þessa heims þakka ég Guðleifu innilega alla viðurkenn- ingu og bið Guð um að gæta hennar í þeim heimi sem hún nú hefur ferðast til. Þar hefur lífsförunautur hennar tekið á móti henni og annað kært ættfólk hennar. Mig langar að taka fram sálm eftir afa minn, Guðjón Pálsson, og gera hans orð að mínum sem lokakveðju til Guðleifar Mar- grétar. Kæru bræður Steinþór og Þorkell. Ég votta ykkur samúð mína við frá- fall móður ykkar. Mér finnst kær- leikur hafa umvafið allt ykkar sam- band við hana og fegurð því fylgja öllum ykkar minningum á kveðju- stund. Hinn langi dagur liðinn er og lífssól þín er hnigin. Hún hreinni og fegri birtu ber á bak við dauðaskýin. Hún ljós sitt fær af lífsins sól sem lýsir eilífð alla. Þú ljómar nú við lambsins stól í leiftri dýrðar halla. Þó stríðið væri strangt og hart þú stóðst sem bjarg í straumi. Og yfir þér var blítt og bjart sem barni í værum draumi. Og allt bar vott um innra frið um andans rósemd hreina. Þú bast þig dýrðar Drottinn við sem dyggð vill þína reyna. Nú farðu sæl og sofðu rótt þinn síðsta grafarblundinn. Vor dagur líður, dregst að nótt, vér dýrðar þráum fundinn. Þig drengjabörnin kveðja klökk, sem kæra móður sína. Ó hafðu allra hjartans þökk sem hlutu návist þína. (G.P.) Selma Júlíusdóttir og fjölskylda. GUÐLEIF MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. 3               4+4.  8 /># 8% % ? 8$  @ &-  #   4 + (    ! $ %%& #$ &  % !#"$$% !! % "  #"$$% & %:0 ! #)! & "# #"$$%  0! 8##)! + %#$ ! 6# #"$$% ! *! $ !##)!    ##)! &  A%#"$$% ) 8 , !0           *6> .    !" &==% #     ,   !+  $    ! 5&&  1!*!#"$$% %   *!#"$$% 6 8 *!#"$$%    $$& #$&"$  !" *!##)!  <$ *!#"$$%  &!"  !& ##)!  ! &%  *!#"$$% * !! 0&  #)! %  *!##)! !! + %#$!!! #"$$%     , ! , !), ! , ! , !0 6 !    !  7    -#  7 #   - !        !   !  *64 .*?.3 6((4 8 /># 8% % #$ , 1!B &- 0 ,      #     !    8 9    4 #  )      7    !         !%2 : % C8##)! *!+ %#$%!! $&8/!##)!  !!  1! ! #"$$% &##&   0 $&8/!#"$$% .%    ! $ $&8/!#"$$% $&8/! !"##)! $&8/!* !! $&8/!##)!  , .%!"  8!#"$$%  " & #%  $&8/!##)! 3  <$& ( &)" #"$$%  !2  $&8/!#"$$%    $&8/!##)! , ! , !), ! , ! , !0 '!    7   - 7 #          ) 5  .3  6((4  ! , $##)! % &% " % "$$%  -! % "  !#"$$%   "% #"$$% 0 :       )    > .> *6 6(( .  &%@7 &-  #   (     !+  $ %%& * !! %*!##)!  !!  %&  $&%!!! $&%!#&! *!1!%* !!##)!  !& & $* !!##)!0 ;          7  - 7 #   - !        !  ) *  20 (;                                       !"   ! #$!      #$ % &      !      '     ( #'     )    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.