Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ VARLA er ofsögum sagt að org- anistinn og tónskáldið Páll Ísólfsson (1893–1974) hafi verið einn áhrifa- mesti tónlistarmaður 20. aldar hér á landi. Hann gat sér einnig afar gott orð víða um heim sem organleikari enda hafði hann hlotið víðtæka tón- listarmenntun við viðurkenndar menntastofnanir í Leipzig og París. Páll komst meira að segja svo langt á frægðarferlinum að hljómplötur með leik hans komu út hjá His Master’s Voice í Lundúnum og hlutu mjög góð- ar viðtökur gagnrýnenda. Það þótti á sínum tíma talsverður heiður að hljóðrita fyrir svo þekkt merki sem Páll gerði á sjötta áratugn- um. Nú á dögum þykir það ef til vill ekki eins fréttnæmt þar sem íslenskir tónlistarmenn virðast eiga mun greiðari aðgang að virtum erlendum tónlistarútgáfum en fyrr enda standa þeir margir erlendum kollegum sín- um síst að baki. Þessi nýi diskur Nínu Margrétar Grímsdóttur með píanó- verkum Páls Ísólfssonar er gott dæmi um útrás íslensks tónlistarfólks. Það nær eyrum virtrar geislaplötuútgáfu eins og BIS en vinnur svo menningar- lífi þjóðar sinnar ómælt gagn með því að sinna í leiðinni íslenskum tónlistar- arfi. Þetta heildarsafn píanólaga Páls Ísólfssonar er í alla staði hið áheyri- legasta. Heildaryfirbragðið er nokk- uð „gamaldags“. Flest munu lögin vera frá árunum 1920–1940 en eru hins vegar samin í rómantískum stíl seinni hluta 19. aldar. Á fyrstu ára- tugum 20. aldar voru mörg tónskáld farin að semja tónlist sem var með- vituð uppreisn gegn tilfinningaþunga rómantíkurinnar og þótti mörgum rómantíkin löngu úrelt. En ekki má gleyma því að mörg stórmenni í tón- skáldastétt héldu blygðunarlaust í gamla stílinn og dettur engum í hug að nota það gegn þeim nú á dögum. Nefna má í þessu sambandi tónskáld eins og Richard Strauss, Edward Elgar, Jean Sibelius og Sergei Rachmaninoff sem skömmuðust sín hreint ekkert fyrir að semja góðar laglínur. Ekki frekar en Páll Ísólfsson sem hefur greinilega haft mikla lag- ræna náðargáfu. Þessi geislaplata er sannkallaður gnægtabrunnur úrvals- laga sem öll eiga skilið víða út- breiðslu. Nína Margrét Grímsdóttir nefnir mörg dæmi um tengsl tónlistar Páls Ísólfssonar við tónlist Edvards Griegs í góðri grein sinni í bæklingi. Margt er til í því og ekki er þar leiðum að líkjast því það er einmitt í píanóverkunum sem list Griegs reis hvað hæst. Um tengslin við Max Reger get ég ekki dæmt enda að mestu ókunnugur píanóverkum hans. Hafi Nína Margrét rétt fyrir sér um tengsl tón- listar Páls við tónlist Max Regers, sem ég efast reynd- ar alls ekki um – svo sann- færandi er texti hennar, er einsýnt að sumir þurfi að losa sig við einhverja fordóma í garð Regers. Annað tveggja meginverka á diskin- um er Svipmyndir – safn píanólaga frá ýmsum tímum á ferlinum sem Páll safnaði saman undir þessu heiti. Mörg laganna í Svipmyndum virðast vera meðvitaður virðingarvottur (eins konar „homage“) við gengin tónskáld eins og Grieg (Einu sinni var, nr. 2) og Chopin (Mazurka, nr. 14). Robert Schumann kemur einnig við sögu eins og t.d. í Romanze (nr. 8), og jafnvel þar guðar Grieg á gluggann oftar en einu sinni með örsmárri en afar dæmigerðri hendingu ( fyrst á 0’50 – 1’12). Og einnig bregður fyrir smá Dvorák (Lítill vals, nr.12). Svipmynd- ir eru safn laga sem koma svolítið hvert úr sinni áttinni en Nína Mar- grét hefur raðað þeim þannig að verk með svipuð stíleinkenni standa sam- an. Árangurinn er ótrúlega góður því hún hefur náð fram ágætum heildar- svip og eitt virðist leiða af öðru. Til- brigði um sönglag eftir Ísólf Pálsson er meginverk Páls fyrir píanó, samið í lok ferils hans og tileinkað nestori ís- lenskra píanóleikara, Rögnvaldi Sig- urjónssyni. Þetta tilbrigðaverk er stórt í sniðum, tæknilega erfitt og af- ar tilkomumikið. Ekki er fjarri lagi að álykta að Händeltilbrigði Brahms hafi verið fyrirmynd Páls en þó er engan veginn um eftiröpun að ræða þótt vel megi heyra Brahms við og við (hlustið t.d. á tilbrigði 7!). Og stef Ís- ólfs er auðgreinanlegt allt til enda í verki Páls en hjá Brahms verður stef Händels sífellt torkennilegra. Margt annað áhugavert mætti nefna í tengslum við þetta glæsilega verk Páls en hér skal látið nægja að minnast á magnaðan sorgarmarsinn í áttunda tilbrigðinu, sem er „íslenskari“ en flest annað sem heyrist á diskinum. Annað sem kemur á óvænt er hið óvænta stökk yfir til Bandaríkjanna þar sem Gershwin bregður fyrir í þrettánda tilbrigðinu. Þarna má heyra dæmigert blús-þrástef í bass- anum líkt og Gershwin notar í Prel- údíunum frá 1926. Ekki hefur verið minnst á Gletturnar indælu og Píanó- stykkin óp. 5 sem hafa notið verð- skuldaðra vinsælda um áratuga skeið. Ef hægt er að tala um að einhver hljóðfæraverk frá Íslandi gætu talist „sígild“ væru það þessi fallegu píanó- lög Páls. Það er mjög vel staðið að þessari nýju og í hæsta máta tímabæru BIS- útgáfu. Nína Margrét Grímsdóttir hefur unnið verk sitt af mikilli vand- virkni, glæsileg spilamennska hennar í hvívetna gerir það að sannri ánægju að hlusta á diskinn aftur og aftur. Þrátt fyrir yfirbragð sem oft virðist látlaust er margt í þessari tónlist tæknilega erfitt, á því leikur enginn vafi. Nína Margrét leikur þessi píanó- verk eins og tæknin sé algert auka- atriði en þó af miklum myndugleika. Flæðið í tónlist Páls er sérstaklega eðlilegt í meðförum hennar, hún leyfir tónlistinni að anda, jafnvel þar sem hvað mest gengur á. Síðast en ekki síst á Nína Margrét skilið hrós fyrir fróðlegan texta um tónverkin í bæklingi. Mér finnst ástæða til að fagna sér- staklega útgáfu þessa disks með pí- anóverkum Páls Ísólfssonar. Ég hvet alla tónlistarunnendur til að bæta þessari ágætu tónlist í safnið hjá sér og vona innilega að platan opni einnig eyru erlendra áhugamanna um tón- list. Tímabært TÓNLIST G e i s l a p l ö t u r Páll Ísólfsson: Þrjú píanóstykki op. 5. Glettur. Svipmyndir. Tilbrigði um sönglag eftir Ísólf Pálsson. Píanóleikur: Nína Margrét Gríms- dóttir. Heildartími: 69’50. Útgefandi: BIS CD-1139. Verð: kr. 1.799. Dreifing: Japis. PÁLL ÍSÓLFSSON – HEILDARÚTGÁFA Á PÍANÓTÓNLIST Valdemar Pálsson Nína Margrét Grímsdóttir NÚ stendur yfir árleg sýning Bjarna Jónssonar listmálara í Eden í Hvera- gerði og sýnir hann eins og áður þjóðlegar heimildamyndir og fleiri viðfangsefni. Margar myndanna eru frummyndir að stærri verkum og sumar smáar í sniðum. Í mörg ár hefur Bjarni unnið að myndaflokki um sjósókn á áraskipum og líf og störf íslenskra sjómanna fyrri tíma. Þetta er um 60 mynda flokkur. Myndaflokkurinn er nú kominn til Þjóðminjasafns Íslands. Hann gerði flestar skýringateikningarnar í rit- verk Lúðvíks Kristjánssonar, Ís- lenzkir sjávarhættir, og aflaði sér þá mikillar þekkingar á þessu sviði. Bjarni hefur haldið fjölda sýninga og tekið þátt í sýningum erlendis. Einn- ig hefur hann verið með fyrirlestra um áraskipin hjá ýmsum félögum og skólum. Sýningin er opin fram á annan í hvítasunnu og er sölusýning. Morgunblaðið/Jim Smart Þetta verk sýnir gamla djúplagið og í forgrunni sér inn til Súðavíkur. Bjarni Jónsson sýnir í Eden SUMARIÐ er tími ómengaðra afþreyingarmynda, gamaldags skemmtunar þar sem lítið reynir á heilabúið. Framhaldsmyndin The Mummy Returns er dæmigerður sumarsmellur, framlenging af The Mummy, forvera sínum, sem sló svo hressilega í gegn ’99, að fram- hald var ákveðið umsvifalaust. Vafalaust höfum við ekki séð fyrir endann á framleiðslunni. Nýja myndin hefst u.þ.b. áratug eftir að The Mummy lýkur. Æv- intýramaðurinn Rick O’Connell (Brendan Fraser), er nú giftur fornleifafræðingnum Evelyn (Rachel Weisz), afraksturinn m.a. hinn átta ára Alex (Freddie Boath), sem hefur greinilega erft gáfur móður sinnar og stáltaugar föðurins. Alli litli verður ómissandi þáttur í framhaldinu, hann er tek- inn í gíslingu af egypskum trant- aralýð (með múmíuna Imhotep (Arnold Wosloo), í broddi þeirrar ófélegu fylkingar. Leikurinn berst þá frá Lundúnum suður í sólbak- aða eyðimörk Egyptalands, það sem vakir fyrir Imotep og lags- konu hans, er ekkert minna en heimsyfirráð og O’Connellernir geta einir bjargað mannkyninu Söguþráðurinn er annars nokk- uð loðinn, þjónar sem hálfklárað hjálpartæki fyrir brellufargan sem myndu gera Cecil B. De Mille grænan og gulan af öfund. Nokkr- um nýjum persónum er hrært saman við þær gömlu, fyrirferð- armest nýtt ofurillmenni, Sporð- drekakóngurinn, sem leikinn er af myndugleik af The Rock. Enda „Kletturinn“ heimsmeistari í fjöl- bragðaglímu. Framhaldið er sann- kölluð rússíbanaferð, hrærigraut- ur endalausra átakaatriða, skylm- inga, skotbardaga, galdrabragða, óvígra herja eiturpaddna, arab- ískra riddara og drísildjöfla. Hetjur og heiglar, valmenni og skúrkar, litríkar persónur í öllum stærðarflokkum, flottir búningar, leiktjöld og tónlist og magnaðar brellur. Hér er gamla góða æv- intýrið endurvakið, Rick er sá nýj- asti í röðinni af endalausum Ind- íana-Jónösum kvikmyndasögunn- ar, Fraser og Weisz, standa sig einsog til er ætlast. Lengst af prýðileg skemmtun, en fjarar smám saman útí rút- ínulega og langdregna brellusýn- ingu. The Mummy Returns er þó jafnan hin fagmannlegasta þannig að afþreyingarsumarið ’01, byrjar giska vel, með fínustu flugeldasýn- ingu. Endurkoma uppvakninga KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó , B í ó - h ö l l i n , H á s k ó l a b í ó Leikstjóri og handritshöfundur Stephen Sommers. Tónskáld Alan Silvestri. Kvikmyndatökustjóri Adrian Biddle. Aðalleikendur Brendan Fraser, Rachel Weisz, John Hannah, Arnold Vosloo, Oded Fehr. Sýningartími 125 mín. Bandarísk. Universal. 2001. THE MUMMY RETURNS 1 ⁄2 Sæbjörn Valdimarsson ÞAÐ var sérlega létt yfir söng Kvennakórs Reykja- víkur á tónleikum kórsins í Langholtskirkju sl. sunnu- dagskvöld. Viðfangsefnin voru öll af léttara taginu, sönglega ekki sérlega erfið, svo að kórinn naut þess og söng alla efnisskrána mjög fallega, með þéttum og góð- um hljómi vel samstilltra radda. Tónleikarnir hófust á þriggja laga keðjusöng eftir Tom- as Ravenscroft (1590–1633) en hann gaf út safn af keðjusöngvum, sem talið er að séu að mestu eftir hann. Það er svo með þjóðlög frá bresku eyjunum að þau minna flest á „What shall we do with a drunken sailor“ og auk þess eru margar enskar raddsetningar, svokallaðar yfirraddaútsetningar, með lagið í miðröddunum, sem gerir slíkar út- færslur allar mjög keimlíkar. Þrátt fyrir þetta var söngur kórsins mjög góður og sérstaklega í velska lag- inu, All through the Night. Senn kemur vor eftir Kabalevskí var sérlega fallega sungið. Þrjú finnsk lög voru næst á efnisskránni og var annað lagið dæmi um það hvernig útsetjari getur ofgert ein- földu lagi með löngu forspili og millispili er á ekkert sameiginlegt með laginu, sem eins og fékk að fljóta með. Í þessu lagi léku Kol- beinn og Svana forspil og millispil ágætlega. Þriðja lagið er gamall smellur frá tónleikum Öldutúns- kórsins, ásamt laginu eftir Kabal- evskí, og var sungið mjög fallega og án undirleiks. Tvö rússnesk lög voru sett saman í syrpu, Vertu til er vorið kallar á þig og Kalinka, og voru hressilega flutt. Á síðari hluta tónleikanna voru eingöngu flutt lög eftir Atla Heimi Sveinsson, fyrst Intermezzo úr ball- ettinum Dimmalimm, sem Kolbeinn og Svana léku fallega, þá kom næst Af- mælisdiktur og síðan Kvæðið um fuglana og voru þessi vinsælu lög mjög vel flutt. Fimm síð- ustu lögin voru úr flokki laga, sem Atli nefnir Jón- asarlög, við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, allt lög sem hafa náð miklum vinsældum, enda lag- ræn og fallega unnin og voru auk þess mjög vel sungin. Kvennakór Reykjavíkur söng þessi elskulegu tónverk af mikilli gleði og voru tónleikarnir í heild einstaklega fallegir, sérstaklega fyrir fágaðan og látlausan flutning kórsins undir stjórn Sigrúnar Þor- geirsdóttur. Undirleikarinn Svana Víkingsdóttir og flautuleikarinn Kolbeinn Bjarnason felldu sitt tón- tak einstaklega vel inn í hljóman kórsins og áttu þátt í þessum ánægjulegu og léttu tónleikum Kvennakórs Reykjavíkur. Fágaður og látlaus flutningur TÓNLIST L a n g h o l t s k i r k j a Kvennakór Reykjavíkur, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, flutti ensk, finnsk og rússnesk lög og söngva eftir Atla Heimi Sveins- son. Einleikari á flautu: Kolbeinn Bjarnason. Undirleikari á píanó: Svana Víkingsdóttir. Sunnudaginn 20 maí. KÓRSÖNGUR Jón Ásgeirsson Sigrún Þorgeirsdóttir SÍÐUSTU tónleikar Tónlistar- félags V-Hún. að sinni verða í Félagsheimilinu Hvammstanga í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Þar kemur fram Ólafur K. Sig- urðarson barítonsöngvari og syng- ur við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar. Tónlistarfélagið hefur staðið fyr- ir ýmsum tónlistardagskrám á liðnum vetri, en starfsemi félags- ins stendur frá september til maí ár hvert. Formaður félagsins er Björn Hannesson. Vorkomu fagnað Kirkjukór Hvammstanga, ásamt öðru starfsfólki Hvammstanga- kirkju, stendur fyrir skemmtun í Félagsheimili Hvammstanga á morgun, uppstigningardag. Tilefnið er að fagna vori ásamt fjáröflun fyrir safnaðarheimili, sem áformað er að reisa við kirkjuna. Dagskrá verður blönduð, m.a. mun kirkjukórinn syngja sumarlög og einnig koma fram gospelkór kirkjunnar, kirkjuhljómsveitin og hópur frá ungmennastarfinu. Söngtónleikar á Hvammstanga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.