Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.05.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss kemur og fer í dag. Kodima fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Oyra og Vitjas fóru í gær. Viking og Ostank- ino fara í dag. Polar Bird, Remöy, Sjóli og Hvítanes koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofan er opin alla miðvikud. frá kl. 14–17. S. 551 4349. Fataúthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði, frá kl. 14–17 s. 552 5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040 frá kl. 15–17. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1 og Hæð- argarður 31. Þriðjudag- inn 29. maí verður farið að Sólheimum í Gríms- nesi þar sem staðurinn verður skoðaður. Kaffi- veitingar. Lagt af stað frá Norðurbrún 1, kl. 12.30, síðan teknir far- þegar í Furugerði og Hæðargarði. Leið- sögumaður Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir. Skrán- ing og upplýsingar í Norðurbrún s. 568-6960, í Furugerði s. 553-6040 og Hæðargarði 568- 3132. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, harð- angur, kl. 13 smíða- stofan opin, trésmíði/ útskurður og spilað, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladagur og vefnaður. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á miðvikud. Eldri borgarar í Garða- og Bessastaðasókn. Ferð á uppstigning- ardag. Ekið um Drag- ann að Reykholti, stað- urinn skoðaður undir leiðsögn. Ekið um Hvanneyri. Skráning til 22. maí í síma 565-6380 kl. 10-15. Ath. ef ein- hverjir eiga erfitt með að bóka sig, þá er allt í lagi að mæta brottfar- ardaginn. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Miðvikudag. 23. maí spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Mánudagur 28. maí boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10, golf- námskeið í Vetrarmýr- inni kl. 14 og kl. 15 og verður næstu fjóra daga. Miðvikudagur 30. maí spilað í Holtsbúð kl. 13.30, fimmtudagur 31. maí boccia kl. 10.30, leikfimi kl. 12.10. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Almennur félagsfundur í félags- heimilinu Gjábakka laugardaginn 26. maí nk. kl.14. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Ef verkfall leysist verður í dag línudans kl. 11 og píla kl.13:30. Sýning á handverki eldri borgara verður fljótlega eftir að verkfall leysist, fylgist með fréttum. Dagsferð á Njáluslóðir fimmtud. 7. júní nk. og 3 daga ferð til Hornafjarðar 9. júlí. Skráning hafin, upplýs- ingar í Hraunseli s. 555- 0142 Félag eldri borgara Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Brids kl. 13 ath. breyttan dag vegna uppstigningardags. Söngfélag FEB kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla Sigvalda kl. 19.15. Þriðjudaginn 29. maí verður farin stutt vorferð í Hafnarfjörð og Heiðmörk. Lagt verður af stað kl. 13 og leið lögð um Hafnarfjörð og þar litast um undir leiðsögn Rúnars Brynjólfssonar. Síðan er ekið um Heið- mörkina og staldrað þar við og Vatnsveita Reykjavíkur skoðuð. Að lokum eru kaffiveitingar í boði Orkuveitu Reykja- víkur. Brottför frá Glæsibæ kl. 13. Skrán- ing hafin. Skrifstofa FEB er opin kl. 10–16. Uppl. í s. 588 2111. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun. hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, postulíns- málun og fótaaðgerð, kl. 13 böðun, kl. 13.30 sam- verustund. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar frá há- degi spilasalur opinn. Myndlistasýning Gunn- þórs Guðmundssonar stendur yfir. Sumardag- skráin er komin út. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hárgreiðsla, keramik, tau- og silkimálun og jóga, kl. 11 sund í Grens- áslaug, kl. 14 dans hjá Sigvalda, kl. 15 kaffi og frjáls dans, kl. 15 teikn- un og málun. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun fimmtudaginn 24. maí kl. 10 í keilu í Mjódd. Spiluð verður keila, spjallað og heitt á könn- unni. Allir velkomnir. Upplýsingar veitir Þrá- inn Hafsteinsson s. 5454-500. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðastofan opin frá kl. 9–14, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 9–16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9.15 myndlist- arkennsla og postulíns- málun, kl. 13–16 mynd- listarkennsla, gler- skurður og postulíns- málun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Flóamark- aður verður í dag og föstud. 25. maí kl. 13– 16.30. Í dag verða pönnukökur með rjóma með kaffinu. Á föstudeg- inum kl. 15 kynna Árni Sighvatsson bariton- söngvari og Jón Sig- urðsson píanóleikari ný- útkominn geisladisk sem heitir úr söngva- safni Kaldalóns. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Hana-nú Kópavogi .Fundur í Bókmennta- klúbbi kl.20 í kvöld á Lesstofu Bókasafns Kópavogs. Umræðuefni: Njála.Njáluferðin: Ásdís tekur á móti greiðslum föstud. 25. maí kl.10–12 í fundaherberginu í Gjá- bakka. Viktoría tekur við greiðslum í Gull- smára á sama tíma. Ferðin á Njáluslóðir verður farin þriðjud. 29. maí kl. 12. Enn eru nokkur sæti laus. Allir velkomnir með. Upplýs- ingar í Gjábakka 554- 3400 og Gullsmára s. 564-5260 Bústaðakirkja starf aldraðra. Í dag kl. 13–15 verður tekið á móti munum á sýninguna sem verður á morgun eftir messu. Barðstrendingafélagið, Hverfisgötu 105, 2. hæð, spilað í Konnakoti í kvöld kl. 20.30. Allir vel- komnir. Í dag er miðvikudagur 23. maí, 143. dagur ársins 2001. Orð dagsins: En Guð minn mun af auðlegð dýrðar sinnar í Kristi Jesú uppfylla sérhverja þörf yðar. (Fil. 4, 19.) Víkverji skrifar... NOKKUÐ hefur verið rætt umnotkun nagladekkja á bílum að vetrarlagi, hugsanlega gagn- semi þeirra og hugsanlegan skaða og mengun sem af notkun þeirra getur hlotist. Ein nýjasta hug- myndin í sambandi við þessa tækni er sú hvað varðar borgarbúa að skattleggja notkunina svo fá megi inn krónur og aura til að mæta kostnaði af gatnasliti eða vegna einhvers annars sem Víkverji kann ekki að nefna. Ekki er Víkverja alls kostar ljóst hvernig slík skattlagning get- ur farið fram en það er líka svo margt sem honum er hulið. Á að innheimta af þeim sem búa í Reykjavík og eiga bíla þar? Á að innheimta gatnatoll af þeim sem búa úti á landi og eiga erindi í borgina? Á að innheimta þetta gjald af öllum bíleigendum á höf- uðborgarsvæðinu? Á að innheimta gjaldið við kaup á nagladekkjum? Hvernig er þetta eiginlega hægt? Umræðan hefur líka einkennst að mestu af sjónarmiðum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem úti á landi búa eru hvergi nefndir í þessu samhengi. Það á kannski bara að útiloka þá og banna þeim að koma inn fyrir borgarmúrana. Verða þeir ekki bara að skilja bílana eftir í Mos- fellsbæ eða Hafnarfirði eða við Rauðavatn eða hvar sem skatt- lendan byrjar og taka strætó það- an? Og hvernig á eftirliti að vera háttað með þessu og ekki má gleyma viðurlögum. Þau hljóta líka að þurfa að vera einhver. x x x GAGNSEMI nagladekkja ernokkuð umdeild og þeir sem eru heldur andvígir nagladekkjum telja dagana vera mjög fáa þar sem gagnsemi þeirra nýtur sín. Aðrir telja þetta hið mesta þarfa- þing og telja naglana mikið örygg- istæki. Aðstæður manna og ástæð- ur fyrir notkun þeirra eru líka misjafnar og þar komum við aftur að þeim sem búa utan höfuðborg- arsvæðisins. Þeir kjósa kannski fremur en höfuðborgarbúar að nota naglana því saltausturinn er ekki eins gegndarlaus þar og hér í þéttbýlinu. Allsendis er óvíst hvort skattlagning eða boð eða bönn þýða nokkuð í þessu samhengi. Munum við ekki aka áfram á nagladekkjum ef okkur sýnist svo? Við látum yfirleitt ekki segja okk- ur fyrir verkum. ANNARS ætlaði Víkverji ekkiað hætta sér út í þessa um- ræðu en vinkona hans á Vestur- landi stakk því að honum að oft væri lítið hugsað út fyrir borg- armörkin þegar svona mál væru rædd á opinberum vettvangi. Fyrst og fremst væri hugsað um hagsmuni höfuðborgarbúa og menn leiddu vart hugann að því að einhverjir byggju utan borgarmúr- anna og gætu kannski álpast ak- andi í þéttbýlið. En Víkverja leiðist nefnilega nagladekk, finnst leiðinlegt að aka bíl með slíkum búnaði og finnst leiðinlegur hávaðinn af þeim. Þess vegna lýkur hann þessari umræðu. x x x VÍKVERJA þykir ástæða til aðleggja fram spurningu vegna nýsamþykktra laga frá Alþingi um bann við símtölum í bílum. Breytir handfrjáls búnaður einhverju? Bíl- stjóri með aðra hönd á stýri og hina á símanum er að vísu ekki til fyrirmyndar en er þetta ekki að- allega spurning um að vera með athyglina við aksturinn en ekki símtalið? Þá skipta tólin varla höf- uðmáli í þessu samhengi – eða hvað? Skrásetjari sögu Olíuverzlunar Íslands hf. óskar aðstoð- ar lesenda við að þekkja mennina á myndinni. Myndin er tekin í Laugarnesi í kringum 1950 og sýnir starfs- menn BP á Íslandi. Þeir sem telja sig geta veitt lið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hall Halls- son eða Friðrik Kárason. Hall í síma 896-9898 eða hall- ur@hallo.is, Friðrik í síma 515-1260 eða eosfk@olis.is. Börn náttúrunnar stöðvuð á Kjalarnesi VIÐ gömlu hjónin vorum að leggja af stað heim úr kaupstaðarferð. Uppi á Kjalarnesi kom lögreglu- bíll með blikkandi ljós á eftir okkur og við héldum að það hefði orðið slys ein- hvers staðar fyrir ofan. Konan ók gamla Volvóin- um og færði sig vel út í kant svo þeir kæmust framhjá. Við vorum stopp- uð og lögreglumaður kom út og spurði hana um öku- skírteini og hún sýndi hon- um það – en maðurinn þinn, hefur hann líka öku- skírteini? Já. Þið keyrið þá bara til skiptis. Hvert eruð þið að fara? Heim á Blönduós. Er bíllinn skoð- aður? Já, þú sérð það. Þá óskaði hann okkur góðrar ferðar. Við spurðum hvort annað til hvers var hann að stoppa okkur og fundum út að sennilega hefði honum dottið í hug Börn náttúr- unnar að strjúka. H-192. Hugleiðing um hjólbarða Í KASTLJÓSI Ríkissjón- varpsins 16. maí sl.var rætt um notkun negldra hjól- barða yfir vetrarmánuðina og þann mikla kostnað og óhollustu sem þessum vetr- arútbúnaði er samfara. Auk óhóflegs slits á götum borgarinnar var bent á krabbameinsvaldandi tjörusvifryk, sem fólk and- ar óhjákvæmilega að sér, og sannanir færðar fyrir magni því sem hér um ræð- ir. Rætt var um gjaldtöku eða sekt vegna notkunar negldra barða, einnig um notkun hjólbarða, sem gætu komið í stað negldra, með mynstri og hönnun, er veita vernd í snjó og hálku, en á sl. vetri voru slíkir dagar óvenjulega fáir. Ekki var minnst einu orði á snjó- keðjur, sem gætu leyst um- ræddan vanda. Gaman væri ef bílaumboð gætu upplýst almenning um, hvort framfarir hafi átt sér stað í framleiðslu snjó- keðja, sem fólk gæti fljótt og auðveldlega spennt á hjólbarðana, þegar á þarf að halda, og afspennt þá jafnauðveldlega, þegar göt- ur eru auðar á ný og slysa- hættu verið bægt frá. Um- fram allt er nauðsynlegt að draga úr notkun negldra barða á tímabilinu nóvem- ber–apríl ár hvert. Árni Kr. Thorsteinsson. Dýrahald Friðþjófur er týndur FRIÐÞJÓFUR er fimm mánaða grábröndóttur kettlingur. Hann hvarf frá Langholtsvegi 166 laugar- daginn 19. maí sl. Friðþjóf- ur er með rauða ól og merktur með símanúmeri og nafni. Ef einhver veit um ferðir hans, vinsamleg- ast hafið samband í síma 861-5011. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við mennina á myndinni? K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 vinna, 4 girðing, 7 þjálf- un, 8 megnar, 9 beita, 11 sleif, 13 skítur, 14 brjóst- nál, 15 himna, 17 jörð, 20 bókstafur, 22 aldurs- skeiðið, 23 mannsnafn, 24 áma, 25 á næsta leiti. LÓÐRÉTT: 1 grenja, 2 ljóma, 3 smá- alda, 4 not, 5 valska, 6 sér eftir, 10 spil, 12 elska, 13 gyðja, 15 stinn, 16 hakan, 18 snákar, 19 blundi, 20 ljúk a, 21 úrkoma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gjafmildi, 8 sóðar, 9 uggur, 10 iðn, 11 akrar, 13 nðrun, 15 skömm, 18 hatur, 21 aka, 22 siðug, 23 linna, 24 frelsaður. Lóðrétt: 2 Júðar, 3 fyrir, 4 Iðunn, 5 dugur, 6 Esja, 7 hrun, 12 aum, 14 ýsa, 15 síst, 16 örður, 17 magál, 18 halda, 19 týndu, 20 róar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.