Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 07.06.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferlinu er ekki lokið heldur verður haldið áfram að framkvæma og betrumbæta stöðu kvenna í at- vinnulífinu og í stjórnmálum í þess- um löndum. Í þriðja lagi reyndum við nýja aðferð við framkvæmdir á Reykjavíkurráðstefnunni sem er sú að fá til samstarfs við okkur fyr- irtæki og aðila í atvinnulífinu sem vinna með stjórnvöldum eða með öðrum fyrirtækjum að þessum málum. Þetta hefur gefist einstak- lega vel og ber að þakka íslenskum fyrirtækjum og stofnunum hversu vel þau hafa tekið við sér í þessum málaflokki í kjölfarið á þessari ráð- stefnu í Reykjavík.“ RÁÐSTEFNAN Konur og lýðræði við árþúsundamót, sem haldin var í Reykjavík á haustdögum 1999, er fyrirmynd framhaldsráðstefnu um konur og lýðræði sem haldin verð- ur í Vilníus í Litháen 15. til 17. júní nk. og var kynnt á fundi á vegum forsætisráðuneytisins og utanríkis- ráðuneytisins í Þjóðmenningarhús- inu í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði verkefnið á Íslandi frá byrj- un hafa verið hugsað sem fram- kvæmdarverkefni en ekki einungis fundarverkefni og það yrði skemmtilegt að fylgjast með hver árangur yrði af framhaldsráðstefn- unni í Vilníus. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra tók undir orð Davíðs og sagði engan vafa vera á því að ráðstefnur af þessu tagi efldu og styrktu lýðræði í þeim löndum sem tækju þátt og hvettu konur til að vera virkari þátttak- endur í lýðræðiskerfi þjóðar sinn- ar. Tilgangur ráðstefnunnar Konur og lýðræði við árþúsundamót, sem haldin var í Reykjavík í október 1999, var að leiða saman einstak- linga með þekkingu, reynslu og áhuga á lýðræðisuppbyggingu sem felur í sér virka þátttöku kvenna og sagði dr. Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, aðalskipuleggjandi Reykjavíkurráðstefnunnar, árang- ur hennar vera þríþættan en hún hafi einnig verið upphafið á því ferli sem haldi áfram í Vilníus. „Í fyrsta lagi eru það verkefnin sjálf sem hefur verið unnið ötullega að í öllum þátttökulöndunum og hafa komið konum og körlum í þessum löndum til góða. Þetta er mikilvæg- asti árangurinn, til þess var stofn- að til ráðstefnunnar hér og þess vegna erum við að halda áfram. Í öðru lagi má nefna samstarf milli þessara tíu þátttökulanda sem hef- ur orðið enn nánara. Það er mjög mikilsverður árangur að það er skilningur meðal allra landanna að Verkefnin sem unnið hefur verið að hafa verið afar fjölbreytt og má þar nefna ýmis framsækin sam- starfsverkefni sem hafa bætt hlut kvenna og eflt tengsl milli fyrir- tækja, stofnana og einstaklinga. Að sögn Sigríðar Dúnu miða verkefnin að því að auka hagvöxt og sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs með því að auka þekkingu, hæfni og þátttöku kvenna í atvinnusköp- un. Norræna upplýsingaskrifstofan í Vilníus hefur safnað saman upp- lýsingum um flest verkefnanna sem hrundið hefur verið af stað í þeim löndum sem hlut áttu að ráð- stefnunni í Reykjavík og er þær upplýsingar að finna á slóðinni www.nrm.lt. Sigríður Dúna sagði einnig ánægjulegt að greina frá því að þátttökuþjóðunum hefur fjölgað þar sem Þjóðverjar og Pólverjar senda nú þátttakendur á ráðstefn- una en áður hafa fulltrúar frá tíu löndum tilkynnt þátttöku sína, þ.e. frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Norðurlöndunum og Eystrasalts- ríkjunum. Fulltrúar verða alls um 500 í Vil- níus eða 200 fleiri en sóttu ráð- stefnuna í Reykjavík og sækja nærri 40 þátttakendur frá Íslandi ráðstefnuna í Vilníus. Framhaldsráðstefna um konur og lýðræði í Litháen Hvetur konur til þátt- töku í lýðræðiskerfinu Morgunblaðið / Sverrir Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson kynntu ráðstefnu um konur og lýð- ræði sem haldin verður í Vilníus í Litháen 15. til 17. júní nk. FYRIR fimm árum flæktist ungur hnúðsvanur (Cygnus olor) hingað til lands með álftum frá Bretlands- eyjum. Fuglinn hélt til á Skjálfta- vatni í Kelduhverfi í hópi álfta. Síðan þá hefur hann sést á hverju sumri á þessu svæði. Nú er svo komið að hnúðsvanurinn, sem er karlfugl, er orðinn kynþroska og farinn að leita sér að maka. Vandamálið er bara að þetta er eini fugl þessarar tegundar á Ís- landi. Fuglaskoðarar á Kópaskeri sem hafa fylgst með hegðun fugls- ins að undanförnu tóku eftir því að hnúðsvanurinn þröngvaði sér inn á álftarpar í grenndinni og fór að gera sig til við álftarkerlu. Endaði þetta með slagsmálum milli karl- anna og hafði hnúðsvanurinn bet- ur. Seinna sáust álftarparið og hnúðsvanurinn saman í hópi og virtist þá allt leika í lyndi á milli þeirra. Kölluðu heimamenn þetta þá gullna þríhyrninginn. Hnúðsvanur- inn sást á þessu tímabili byggja hreiður og virtist því fullviss um að hafa náð kerlu á sitt band. Nokkrum dögum seinna sást hann svo einn og yfirgefinn á ný og náð- ist þá þessi mynd af fuglinum. Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson Hnúðsvanur í makaleit HÁHYRNINGURINN Keiko hef- ur átt samskipti við villta háhyrn- inga í fyrsta sinn á árinu en þjálf- arar hans segja að ferðalög hans út úr kvínni við Vestmannaeyjar hafi tekist mjög vel. Ocean Fut- ures, stofnunin sem á Keiko og er að þjálfa hann til að takast á við lífið sem frjáls háhyrningur, segir að ferðalög Keikos í fylgd tveggja báta og þjálfara út á haf sé liður í að æfa Keiko í að þekkja umhverf- ið. Keiko hefur verið í haldi manna í yfir 20 ár en hann var eins og flestir vita aðalstjarnan í „Free Willy“-kvikmyndunum. Eftir það fréttist af bágbornum aðstæðum hans í sædýrasafni í Mexíkó. Hafin var söfnun fyrir Keiko sem flutti þá í sædýrasafn í Oregon í Banda- ríkjunum og þar hófst endurhæf- ing hans. Keiko kom síðan til Ís- lands fyrir þremur árum og hefur dvalist í Klettsvík síðan. Nú virðist sem Keiko sé einu skrefi nær því að verða frjáls út í hafi, því fyrstu tvær „gönguferðir“ hans hafa tekist með ágætum. Í fyrstu ferðinni komu tveir há- hyrningar nærri Keiko og fleiri voru nálægir. Að sögn fram- kvæmdastjóra Ocean Futures, Charles Vinick, var eins og Keiko hefði hlustað á hina háhyrningana. Í næsta ferðalagi Keiko út á sjó daginn eftir hitti hann fleiri há- hyrninga en báturinn sem fylgir Keiko slekkur á vélinni þegar hann sér villta háhyrninga nálgast. „Þegar háhyrningarnir nálguðust, voru í um 250 metra fjarlægð, virt- ist eins og Keiko væri að hlusta á þá. Hann horfði beint á þá, var á 1–2 metra dýpi í um 10–20 metra fjarlægð frá bátnum. Keiko synti svo í áttina að hvölunum og synti um 50–100 metra áður en hann sneri aftur að bátnum,“ segir í tölvupósti Vinicks í fréttabréfi samtakanna. Lék sér við lítinn kálf Síðar í sömu ferð hitti Keiko fleiri háhyrninga og hafði hann nokkur samskipti við þá, sérstak- lega lítinn háhyrningskálf, og svo virtist sem þeir hafi verið að leika sér saman. Vinick segir að næsta skrefið sé að hvetja Keiko til að færa sig lengra frá bátnum og hafa meiri samskipti við aðra háhyrninga. Keiko hefur átt samskipti við villta háhyrninga STJÓRN Sunnlenskrar orku ákvað á fundi sínum í gær að kæra til umhverfisráðherra úrskurð Skipulagsstofnunar, þar sem lagst er gegn áður fyrirhuguðum fram- kvæmdum í Grændal norðan Hveragerðis. Kæran verður send umhverfisráðherra í dag og hefur ráðherra lögum samkvæmt átta vikur til að kveða upp úrskurð. Kristján Jónsson, forstjóri RA- RIK, sem á 90% hlut í Sunnlenskri orku, segir að ákveðið hafi verið að kæra úrskurðinn þar sem stjórn Sunnlenskrar orku hafi ekki verið sátt við hann og þau rök og grein- argerð sem að baki liggja. Búið er að leggja 40–50 milljónir króna í rannsóknir og undirbúningsvinnu á svæðinu og segir Kristján að um mikið hagsmunamál sé að ræða. Sunnlensk orka hafði fyrirhugað að bora rannsóknarholu í Grændal og leggja veg að borstæðinu. Hefði svæðið reynst fýsilegur virkjunar- kostur var áformað að virkja jarð- hitann til rafmagnsframleiðslu og nýta heitt vatn og gufu til iðn- aðarnota. Héraðsvötn hf., sem RARIK á 75% hlut í á móti heimamönnum, undirbúa nú virkjunarframkvæmd- ir í Héraðsvötnum í Skagafirði, Villinganesvirkjun, sem yrði 33 MW. Kristján segir að von sé á úr- skurði Skipulagsstofnunar um þær framkvæmdir í ágúst. „Við erum með tvo möguleika í gangi og von- umst til að báðir verði samþykktir þannig að við getum valið um þann kostinn sem hentar betur þeim markaðsaðstæðum sem fyrir verða,“ segir Kristján. Fyrirhuguð virkjun í Grændal er jarðgufu- virkjun og í Villinganesi vatnsafls- virkjun og segir Kristján mikil- vægt að hafa val milli þessara tveggja kosta, ekki síst vegna þess markaðsumhverfis sem komið verður á næsta ári með nýjum raf- orkulögum. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir Sunnlenskrar orku í Grændal Úrskurð- ur Skipu- lagsstofn- unar kærður RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur þremur mönn- um vegna tilraunar til smygls á 30 kílóum af hassi til landsins haustið 1999. Hassið var falið í hurð sem senda átti sjóleiðis til Íslands til fyrirtækis hér. Efnið kom þó aldrei til landsins þar sem lögreglan í Barcelona á Spáni lagði hald á fíkniefnið. Mennirnir eru allir um fertugt. Einum þeirra er gefið að sök að hafa ætlað að flytja hassið til lands- ins sem hafi verið ætlað til sölu hér- lendis í ágóðaskyni. Annar er sak- aður um að hafa komið honum í samband við mann sem kallaður var Yves og starfaði sem sölumaður eða milligöngumaður seljanda efnis- ins ytra. Þriðji maðurinn er ákærður fyrir að útvega upplýsingar um fyrirtæk- ið sem hurðirnar áttu að fara til. Samkvæmt ákæru fékk hann til þess samþykki grandalauss for- ráðamanns fyrirtækisins til að flytja inn hurðir sem hann vissi að í voru falin fíkniefni. Ákærðir fyrir innflutning á 30 kílóum af hassi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.