Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í KJÖLFAR umræðu Hrafnkels Marinóssonar formanns SH í Mbl. 2. júní sl. um lítinn fréttaflutning af Smáþjóðaleikum langar mig að dusta ryk af rannsókn á magni íþróttafrétta. Í rannsókninni er fyr- irhugað að taka saman hve mikla umfjöllun hver íþróttagrein innan ÍSÍ fær í fjölmiðlum. Ef til vill segir einhver að niðurstöðurnar séu þegar ljósar, boltagreinar og aftur bolta- greinar. Látum staðreyndir tala sínu máli, sýnum fram á þetta með tölum. Ég óska eftir hugmyndum um hvar og hvernig hægt er að fá styrki til rannsóknarinnar. Besta kveðja, ARNÞÓR RAGNARSSON, Fellsmúla 20, Reykjavík. Fjölmiðlaumfjöllun um einstakar íþróttagreinar Frá Arnþóri Ragnarssyni: Í borgarstjórnarkosningum árið 1994 gaf R-listinn m.a. þau loforð að árið 1998 yrðu engin börn eins árs og eldri á biðlista eftir leikskólaplássi. Ég sjálf var ekki mikið að gefa þessu loforði R-listans gaum þar sem mitt barn var komið yfir leikskólaaldur og ég hafði ekki í hyggju að koma með fleiri. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og nú er svo komið að við hjónin erum á biðlista eftir leik- skólaplássi fyrir dóttur okkar og er okkur sagt að hún eigi fyrst mögu- leika á að komast inn tveggja ára gömul. Það er kannski ekki svo slæmt miðað við margt annað, gætu margir sagt, en það er samt langt frá því loforði sem R-listinn hafði gefið út. Það er hins vegar staðreynd að sjaldan eða aldrei hafa biðlistarnir verið lengri en einmitt núna og hafa lengst frá árinu 1997. Í nóvember 2000 voru 2.685 börn á biðlista eftir leikskólaplássi en í nóvember 1997 voru 2.026 börn á þessum biðlista. Þetta er aukning um rúm 30%. Hvað varð um loforðið? Því vil ég spyrja ráðamenn R- listans hvað varð um loforð ykkar? Af hverju fer listinn stækkandi í stað þess að hverfa? Tölur og skatta- hækkanir sýna að mun meira er greitt til borgarinnar í dag en fyrir fimm árum, kostnaður á hverja fjöl- skyldu hefur hækkað mikið. Í hvað hafa þessir peningar farið? Eru borgarstjórnendur of uppteknir við uppbyggingu á háþróuðu tæknifyr- irtæki sem afskrifar skuldir til hægri og vinstri, til þess að hafa áhyggjur af æsku borgarinnar? Við hljótum að sjá að börn okkar eru það mikilvæg- asta og sem foreldrar eigum við þann rétt að krefjast þess besta fyrir þau. SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraunbæ 65, Reykjavík. Loforð R-listans Frá Sólveigu Kristjánsdóttur: FYRIR um aldarfjórðungi lenti ég á spítala og hitti þar konu sem var gift skipstjóra og hún sagði mér þessa sögu: Skipstjórinn var á síldveiðum með áhöfn sinni í Norðursjónum þegar einn skipverja slasaðist alvar- lega og fékk mikinn höfuðáverka. Fundið var frægasta sjúkrahúsið og hæfustu heilaskurðlæknarnir í Þýskalandi og síðan keyrt á fullu á sjó og landi. Á spítalanum tóku yf- irlæknir og starfsfólk á móti þeim og eftir skoðun kom yfirlæknirinn og sagði að tvísýnt væri um að hægt yrði að bjarga manninum. Þegar hann heyrði að hér væru Íslendingar á ferð sagði hann: „Þið eruð á vit- lausum stað. Besti maðurinn í þetta er í Reykjavík og heitir Bjarni Hannesson!“ Það er gaman að heyra svona sögu. En það er ekki gaman að heyra að fjöldi lækna kemur ekki heim eftir framhaldsnám og verður að velja þjóðerni fyrir börn sín. Og það er ekki gaman að heyra að eitt mikilsverðasta sérfræðinámið, heim- ilislækningar, skuli eiga undir högg að sækja. Og það er ekki gaman að sjá starfsfólk sjúkrahúsanna, fag- lært og ófaglært, berjast á hverri vakt við að bjarga neyðarástandi. Berjast upp á líf og dauða á launum sem er ekki hægt að lifa af. Þetta mál er ekki „vandamál“ í sjálfu sér. Stjórnskipan lýðveldisins stendur á þremur stoðum; löggjaf- arvaldi, dómsvaldi og framkvæmda- valdi. Í þessu tríói leika 63 alþingis- menn. Þeir bregðast. Forgangs- röðunin er röng. Lýðræðið er að snúast í andhverfu sína. Þótt til séu þingmenn sem jafnvel hafa lagt heilsu sína að veði í þesu máli eru þeir fleiri sem ekki þora að ganga á móti „háttvirtum“ kjósendum sem vilja meiri neyslu. Stöðugt meira nammi í munninn! Og það gæti styst í það eftir núverandi þróun sem alls staðar blasir við að hin nýja peninga- stétt, sem tekur að vild af óskiptri kökunni fyrir augunum á alþingis- mönunum, fari í opið stríð gegn heil- brigðiskerfinu. Ég held í alvöru að fólk ætti að líta upp úr innkaupakörf- unum og horfa í kringum sig. HRAFN SÆMUNDSSON, Gullsmára 9, Kópavogi. Þið eruð á vitlausum stað Frá Hrafni Sæmundssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.