Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 11 EF bornar eru saman tölur yfir fjölda kæra og útgefinna ákæra vegna skattalagabrota frá árinu 1987 til ársins 2000, úr óbirtri árs- skýrslu embættis ríkislögreglu- stjóra, kemur í ljós töluverð aukn- ing. Á fjórum árum, frá árinu 1987 til 1991, voru kærur samtals 10 og ákærur 6 en árið 2000 voru kær- urnar 24 og ákærurnar 15. Árið 1997 voru flestar kærur eða 72 og ákærur 20. Þetta segir Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, að megi rekja til ársins 1993 en þá var gerð breyting á skattkerfinu með stofnun embættis skattrann- sóknarstjóra ríksins. Embættið hefur m.a. það hlutverk að taka til meðferðar stærri og alvarlegri skattsvikamál og búa þau til með- ferðar, annað hvort hjá yfirskatta- nefnd eða til opinberrar rannsókn- ar lögreglu. Þá segist Jón útskýra lága tíðni brota með því að ekki hafi verið fyrir hendi nægileg þekking eða færni í skattkerfinu til að taka á skattsvikamálum og þá enn síður hafi hún verið fyrir hendi hjá lög- reglu. Hann segir að á árunum 1950 til 1980 hafi kærur verið inn- an við 5 og því hafi á þeim tíma verið umræða í samfélaginu um að alls ekki væri tekið á skattsvika- málum. „Það hefur verið uppi sú gagn- rýni á yfirvöld að skattsvik hér á landi væru mikil en almennt væri ekki á þeim tekið. En gagnrýni af þessu tagi er eðlileg enda ólíðandi að einhverjir komist undan greiðslu opinberra gjalda.“ Skattsvik flóknasti málaflokk- ur hjá skattkerfi og lögreglu Skattsvikamál eru mjög flókin, að sögn Jóns. „Það má með sanni segja að þau séu flóknasti mála- flokkurinn sem tekinn er til með- ferðar hjá skattkerfi og lögreglu vegna þess að í eðli sínu er þar um að ræða leynda brotastarfsemi, brotastarfsemi sem þrífst í lög- mætri starfsemi í atvinnurekstri,“ segir Jón og bætir við að nú telji hann málaflokkinn vera kominn á það stig að það sé hægt að taka á honum með viðunandi hætti. „Kerfið er með sama hætti og annars staðar á Norðurlöndunum og hefur gefist vel.“ Breyting er að hans sögn m.a. fólgin í að efla vinnu við rannsóknir sem og að efla skattaeftirlit. Aðspurður segir hann tvö embætti, efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra og emb- ætti skattrannsóknarstjóra, sjá um meðferð mála og að góð samvinna sé þarna á milli sem myndi sterka heild, ólíkt því sem áður var þegar málin komu frá hinum og þessum skattstjórum en það leiddi til þess að vinnan skilaði sér ekki jafnvel. „Nú starfar hjá okkur fjöldi sér- hæfðra starfsmanna, bæði lög- reglumenn og lögfræðingar, og þá er von um að starfsmönnum fjölgi á næsta ári,“ segir hann en getur þess þó að auknu eftirliti og rann- sóknum til að fyrirbyggja og upp- lýsa skattsvik fylgi meiri kostnaður en hann skili sér þó margfalt til baka með bættri skattinnheimtu. Faglegra og markvissara Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu kom skýrsla Rík- isendurskoðunar um skattsvikamál nýlega út en þar áður síðast árið 1985. Í skýrslunni segir að ekki liggi fyrir nýlegar rannsóknir á heildarumfangi skattsvika á Íslandi en að skattyfirvöld telji hins vegar að árlega velti slík starfsemi millj- örðum króna. „Ég fagna þessari ítarlegu út- tekt á skattsvikamál- um. Hún sýnir þró- unina sem átt hefur sér stað í þessum flókna málaflokki og að fjöldi mála fer vaxandi. Það sem stendur upp úr í skýrslunni er fyrst og fremst að málaflokkur- inn skattsvikamál er tiltölulega nýr af nál- inni og þá segir í skýrslunni að það kerfi sem við höfum verið að nota hafi skilað bætt- um árangri á skömm- um tíma þar sem fram hafi farið faglegri og markvissari rannsókn- ir,“ segir Jón H. Snorrason. Ótvírætt sé því hægt að segja að verulegur árangur hafi náðst á undanförnum áratug við að upp- lýsa skattsvik. „Ábendingar um hvar megi bæta árangurinn er nokkuð sem við getum verið sam- mála um en þar ber einna hæst styttingu málsmeðferðartíma,“ segir Jón og bætir við að eins og tölurnar sýni hafi þeir lent í þreng- ingum árið 1997 en hafi þó náð að jafna það út. Það hafi samt komið niður á málsmeðferðartímanum. Að sögn hans var meðalmálsmeðferð- artími vel á annað ár á árunum 1997 til 1998 en nú sé hins vegar búið að stytta tímann og hann sé innan við eitt ár. „Meðalmálsmeðferðartíminn næst ekki niður öðruvísi en að fjölga starfsmönnum. Þrátt fyrir að meðalmálsmeðferðartími sé langur hefur hann styst verulega og til samanburðar má benda á að í árs- skýrslu efnahagsbrotarannsóknar- embættisins norska, Økorim, eru menn að berjast við málsmeðferð- artíma sem er rúm tvö ár. Það er spurning hvort hægt sé að stytta þennan tíma miklu meira þar sem þessi mál eru oft mjög tímafrek. Þá kemur enn fremur fram í um- ræddri skýrslu að með tilkomu efnahagsbrotadeildar við embætti ríkislögreglustjóra og saksóknara- vald sem því embætti er falið hafi afgreiðsla verið einfölduð og henni hraðað frá því sem áð- ur var. Þetta er því mjög jákvætt.“ Hreinum skatt- svikum fjölgað Aðspurður segir hann skattsvikamálin, sem til meðferðar hafa verið, hafi breyst þó nokkuð í gegnum árin. Hann segir að framan af hafi meginhluti skattsvikamála verið vanskil á söluskatti eða að menn hafi ekki gert upp virðisaukaskatt sem þeir höfðu inn- heimt. „Þetta var stærsti hluti skattaaf- brota og svona var það í 10 til 15 ár. Þessum málum hefur sýnilega fækkað, sem er vísbending um að meðferð þessara mála hefur haft varnaðaráhrif, en að sama skapi hefur málum sem varða hrein skattsvik fjölgað, þ.e. þar sem menn eru með kerfisbundinni að- ferð að halda hluta af starfsemi undan skatti.“ Jón segir embættin hafa náð verulega góðum árangri í skattamálum sem lúta að vanskil- um á söluskatti og virðisaukaskatti en framtíðarviðfangsefni sé að ráð- ast í erfiðari verkefni eins og hrein skattsvik. „Ég á von á því að fjöldi kæra og útgefinna ákæra vegna skattalaga- brota eigi eftir að aukast. Ástæðu þess tel ég fyrst og fremst meiri færni starfsmanna.“ Þungamiðjuna hvað varðar framtíðina segir hann ekki einungis vera að afgreiða skattsvikin sem hraðast heldur ekki síður að finna þau, því að að- ferðir við skattsvik muni alltaf þróast og breytast. „Þetta starf mun alltaf skila margfalt í tekjum þeim kostnaði sem liggur í vinnu- launum og kostnaði við slíka starf- semi en dæmdar sektir í refsimál- um vegna skattsvikamála hlaupa nú þegar á hundruðum milljóna króna,“ segir Jón H. Snorrason saksóknari og yfirmaður efnahags- brotadeildar hjá embætti ríkislög- reglustjóra. Kærur skattsvikamála hafa aukist síðastliðinn áratug Mikill árangur í að upplýsa skattsvik Jón H. Snorrason                                             MILLI 20-30 ferðalangar sáu uppfærslu leikfélagsins Sýnis, Úti í móa, sem sýnd var í glamp- andi sól á Hveravöllum á laug- ardag. Þetta var, að því er talið, í fyrsta sinn sem leikrit hefur verið sýnt á þessum stað. Um var að ræða sjö einþáttunga sem all- ir voru samdir, fluttir og leik- stýrðir af meðlimum leikfélags- ins, sem samanstendur af áhugaleikurum víðs vegar að af landinu. Claudia Herbst og Gerhard Bachl frá Þýskalandi sögðu að það hefði komið þeim mjög á óvart að verið væri að sýna leik- rit á þessum stað. Þau sögðust hafa skemmt sér mjög vel, þó þau hafi skilið einþáttungana misvel. Skálavörðunum á Hveravöllum, Margréti Dan og Evu Maríu Þór- arinsdóttur fannst frábært að fá leikarana í heimsókn. Þær hafa verið þar í þrjár vikur og sögðust hafa hlakkað lengi til þess að sjá leikritið og að gott hafi verið að fá einhverja tilbreytingu. Leikrit sýnt í fyrsta sinn á Hveravöllum Morgunblaðið/Nína Björk Veðrið var eins og best verður á kosið á Hveravöllum á sýningardaginn. Hér sést atriði úr einþáttungnum Látum vel að hvort öðru. Á ALÞJÓÐLEGU sjóveðurþingi sem haldið var á Akureyri nýlega voru sameinaðar tvær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem snúa að veðurfræði og haffræði, að sögn Þórs Jakobssonar, veðurfræðings. Hann segir um það rætt að samein- ingin sé merkileg í sögu Sameinuðu þjóðanna og gæti orðið fyrirmynd frekari samruna og samstarfs innan þeirra. Fullt nafn nýju stofnunarinnar er „Joint WMO-IOC Technical Com- mission for Oceanography and Marine Meteorology“, skammstaf- að JCOMM. „Stofnunin er í raun- inni samtök ríkja heims sem hags- muna eiga að gæta á höfunum og þingið á Akureyri það fyrsta undir formerkjum hennar en fyrri þing hafa heyrt undir Alþjóðaveður- fræðistofnunina eingöngu,“ sagði Þór. Hann segir stofnunina á þing- um sínum gefa út reglugerðir og jafnframt vera aðildarríkjum til ráðgjafar um allt varðandi veður- þjónustu og öryggi á höfunum. Endursköpun hjá Sameinuðu þjóðunum „Stofnanirnar sem þarna koma saman undir formerkjum JCOMM eru milliríkjanefnd UNESCO um málefni hafsins (IOC) og Alþjóða- veðurfræðistofnunin (WMO),“ sagði Þór og bætti við að stofnunin væri ávísun á mun nánara samráð á sviðum veður- og haffræði í heim- inum. Þór sagði Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, hafa vikið sér- staklega að sameiningunni í ræðu sinni á þinginu. „Forsetinn flutti af- ar innihaldsríka ræðu um endur- sköpun hjá Sameinuðu þjóðunum og nefndi að farist hefði fyrir við stofnun Sameinuðu þjóðanna um miðbik aldarinnar að taka úthöfin inn í kerfið og þess vegna hafi orðið þessi mikla barátta hjá okkur en nú sé komin fram ný vídd í þeim efn- um,“ sagði Þór. Á milli þinga segir Þór að starf- andi séu vinnuhópar og nefndir sér- fræðinga á ýmsum sviðum í sam- bandi við hafið sem leggi svo fram skýrslur sem fjallað er um á þing- unum. Rós í hnappagat Veðurstofu Þór sagði þingið um daginn hafa verið haldið í boði íslensku ríkis- stjórnarinnar en að auki hafi Ak- ureyrarbær tekið á sig stóran hluta kostnaðarins og einnig hafi komið til stuðningur Háskólans á Akur- eyri. Hann segir þingið vera rós í hnappagat Veðurstofunnar enda hafi vel tekist til með alla skipu- lagningu og umgjörð. Þá verði Ak- ureyrarbær mikið nefndur meðal sérfræðinga og fræðimanna á þessu sviði næstu árin því mikið eigi eftir að verða vitnað til ráðstefnunnar. Sem dæmi um umfang ráðstefn- unnar sagði Þór að upphafsplögg hennar hafi vegið um 700 kíló og annað eins hafi verið framleitt á staðnum. Þá segir hann ráðstefn- una hafa farið fram á sex tungu- málum og að um tylft túlka hafi þurft til að skipta með sér verkum en þeir hafi verið kallaðir til frá Sviss og Kína og víðar að. Þór sagði að næsta þing yrði haldið í Kanada að fjórum árum liðnum. Alþjóðlegt sjóveðurþing á Akureyri Tvær stofnanir SÞ sameinaðar Morgunblaðið/Rúnar Þór Þór Jakobsson, veðurfræðingur, ásamt stjórnendum JCOMM, Sawi Narayanan (t.v.) og Jo- hannes Guddal (t.h.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.