Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „SLYSUM á börnum í bílum hef- ur fjölgað hlutfallslega meira undanfarin ár en slysum á gang- andi börnum,“ segir í fréttatil- kynningu frá VÍS. „Meðaltal síðustu fimm ára sýnir að 85 börn á aldrinum frá fæðingu til 14 ára slasast árlega sem farþegar í bíl en 36 börn slasast sem gangandi vegfarend- ur. Kannanir hafa einnig sýnt að um 10% barna eru höfð í bílsæti án sérstaks öryggisbúnaðar. Þriðja heitið í Þjóðarátaki VÍS og ESSO gegn umferðarslysum snýr að öryggi barna í bílnum og hljóðar svo: Ég heiti því að tryggja öryggi barna minna í bílnum. Með heitinu vill VÍS benda á mikilvægi þess að nota réttan öryggisbúnað,“ segir þar jafnframt. Tryggjum öryggi barna í bílnum ALÞJÓÐLEG fuglaverndarsamtök, BirdLife International, hafa sent umhverfisráðherra, Siv Friðleifs- dóttur, bréf þar sem varað er við því að miðlunarframkvæmdir í Þjórsár- verum verði til þess að minnka um 8% það landsvæði sem heiðagæsar- stofninn hér á landi notar fyrir mök- un og um 13% beitilönd. Stjórnvöld eru minnt á aðild Íslendinga að Ramsar-sáttmálanum sem er al- þjóðasáttmáli um votlendisvernd. Þjórsárver er eitt þriggja skil- greindra Ramsar-svæða hér á landi og með aðild að Ramsar skuldbindur viðkomandi ríki sig til að friðlýsa votlendi. Þá segir að svæðið sé viðurkennt sem mikilvægt svæði fyrir heiða- gæsastofninn, bæði hvað varðar mökun og svæði þar sem gæsirnar fella fjaðrir. Þá segir einnig að framkvæmdirn- ar geti enn fremur haft ýmis óbein áhrif, s.s. sverfing árbakka og breyt- ingar á vatnsdýpt. Síðarnefndu breytingarnar gætu jafnframt rask- að jafnvæginu milli sífrera og túndru á svæðinu. Í niðurlagi bréfsins segir: „Fyrir hönd aðildarfélaga okkar og 2,5 milljóna félagsmanna væntum við þess að íslensk stjórnvöld ígrundi skuldbindingar þær sem þau undir- gengust með undirritun Ramsar- sáttmálans, sérstaklega þær er lúta að verndun Ramsar-svæða.“ Umhverfisráðherra minntur á mikilvægi Þjórsárvera R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Fólksbíla- og jeppakerrur Smíðaðar úr „galvaníseruðu“ stáli, fullkominn ljósabúnaður, bremsur á hjólum og handbremsa, eins og tveggja öxla, fjaðrandi öxlar, 50 mm kúlutengi, allt að 2.500 kg heildarþungi. Gerð Stærð Hjólb. Heild.þ. Verð m/vsk. B7524/13H 244x126x35 mm 165R13 1000 kg kr. 176.000 B1326H 260x130x35 mm 175R14 1300 kg kr. 206.000 B2030HT 304x150x35 mm 175R13 2000 kg kr. 296.000 C2537HT 375x174x35 mm 175R14 2500 kg kr. 426.000 Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar. SUMAR- OG ORLOFSHÚS Sumarbústaður við Meðalfellsvatn í Kjós Til sölu 42,5 fm sumarhús ásamt 10 fm blóma- húsi. Bátaskýli. Rafmagn og vatn er í bústaðn- um. Uppl. í símum 864 3441, 899 1055 og 564 4511. Sumarbústaðalóðir í Biskupstungum Á Reykjavöllum er nýtt sumarbústaðahverfi. Þar er ævintýralegt útsýni yfir Ármót og til jökla og Heklu. Lóðirnar eru leigulóðir og eru ca 1/2 ha að stærð. Innifalið í stofngjaldi er vegur og lagnir fyrir heitt og kalt vatn að lóðarmörkum og heildargirðing umhverfis hverfið. Innifalið er tengigjald fyrir heitt vatn. Eigum einnig örfáar eignarlóðir eftir. Boðið er upp á aðstöðu fyrir báta við Tungufljót. Greiðslukjör. Verið velkomin að skoða. Uppýsingar í símum 897 3838 og 861 8689. TILKYNNINGAR Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Breytingar á tóbaksvarnalögum 1. ágúst 2001 Það þarf að sækja um leyfi til heilbrigðiseftirlits á viðkomandi svæði til að selja tóbak leyfið er veitt til fjögurra ára í senn þeir einir fá leyfi sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunarrekstur 1L ö g n r . 9 5 / 2 0 0 1 u m b r e y t i n g u á l ö g u m n r . 7 4 / 1 9 8 4 u m t ó b a k s v a r n i r Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ Heilbrigðiseftirliti Vesturlandssvæðis, Borgarbraut 13, 310 Borgarnesi Heilbrigðiseftirliti Vestfjarðasvæðis, Aðalstræti 21-23, 415 Bolungarvík Heilbrigðiseftirliti Norðurlandssvæðis vestra, Pósthólf 92, 550 Sauðárkróki Heilbrigðiseftirliti Norðurlandssvæðis eystra (Akureyrardeild), Glerárgötu 26, 600 Akureyri Heilbrigðiseftirliti Norðurlandssvæðis eystra (Húsavíkurdeild), Ketilsbraut 22, 640 Húsavík Heilbrigðiseftirliti Austurlandssvæðis, Búðareyri 7, 730 Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfossi Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Fitjum, 260 Reykjanesbæ Breytingar á tóbaksvarnalögum taka gildi 1. ágúst1 n.k. og breytast þá skilyrði fyrir smásölu á tóbaki. Í þessu sambandi er rétt að taka fram: Athygli er vakin á að umsóknir þurfa að hafa borist heilbrigðiseftirliti á viðkomandi svæði fyrir 15. júlí ti l að unnt sé að ganga frá leyfunum fyrir 1. ágúst n.k. Eftir því sem við á skulu umsóknir sendar: Auglýsing þessi er birt í samráði við umhverfisráðuneytið á grundvelli 7. gr. laga nr. 95/2001 um breytingar á lögum nr. 74/1984 um tóbaksvarnir SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 7. júlí sunnudagur. Ketilstíg- ur, forn leið milli Seltúns og Móhálsadals. Um 3—4 klst. ganga. Fararstjóri er Jónatan Garðarsson. Verð 1.700 en 1.400 fyrir félaga FÍ. Brottför frá BSÍ kl. 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum helgina 7.—8. júlí. Laugardagur 7. júlí Kl. 13.00 Hrauntún. Fjallað verður um daglegt líf Íslendinga á nítjándu öld. Hrauntún er eyði- býli nyrst í þjóðgarðinum og bera veggjabrot enn merki um búskaparhætti þar. Kl. 13.00 Leikir og gaman í Hvannagjá. Gönguferð fyrir krakka á öllum aldri. Tekur rúm- lega 1 klst. og farið frá þjónustu- miðstöð. Sunnudagur 8. júlí Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Kl. 15.00 Þinghelgarganga. Gengið um þingstaðinn forna og hugað að sögu og náttúru. Hefst við kirkju að lokinni guðsþjón- ustu og tekur um 1 klst. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð í s. 482 2660. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum er ókeypis og allir eru velkomnir. Sunnudagsferð 8. júlí kl. 10.30 Leggjabrjótur, gömul þjóð- leið. Um 5—6 klst. ganga frá Þingvöll- um í Hvalfjörð. Verð 1.700 kr. f. félaga og 1.900 kr. f. aðra. Brott- för frá BSÍ. Miðar í farmiðasölu. Dæmi um spennandi helgar- og sumarleyfisferðir í júlí: 13.—15/7 Húnaþing vestra — Vatnsnesfjall. Ný ódýr jeppa- ferð um fáfarnar slóðir. 11.—14/7 Lónsöræfi. Gist í skála. 14.—18/7 Hornstrandaþrí- hyrningur. Gist í húsum. 21.—25/7 Sprengisandur — Flateyjardalur — Grímsey Skagafjörður — Kjölur, öku- og skoðunarferð. 21.—28/7 Vesturöræfi. Bak- pokaferð á virkjanaslóðum norð- an Vatnajökuls. 21.—26/7 Jeppaferð um Vestfirði. Mikið skoðað. Skoðið heimasíðu Útivistar: utivist.is og textavarp bls. 616. mbl.is ATVINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.