Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÉR finnst að kvikmynd sem byggð er á tölvuleik ætti alveg að geta verið gáfuleg, þar sem það þarf hvort eð er að búa til söguþráð sem ekki er fyrir í leiknum. Höfundar Lara Croft: Tomb Raider hafa hins vegar ákveðið að halda sig að mestu leyti við grundvallaratriði vinsælda tölvuleiksins sem eru bústinn barm- ur aðalhetjunnar, fornleifafræðings- ins breska sem leikurinn/kvik- myndin heitir í höfuðið á, og bardagaatriðanna sem leikurinn sjálfur gengur út á. Myndin byrjar ekkert svo illa. En fljótlega þegar sagan á að þróast verður hún vitleysisgangurinn einn saman. En þannig er að einu sinni á fimm þúsund ára fresti raða nokkr- ar stjörnur sér í beina línu á him- inhvolfinu. Þá, og einungis þá, er hægt að sameina tvo hluti þríhyrn- ings nokkurs sem gefur vald yfir tímanum og þar með heiminum. Lara Croft verður svo að tryggja að vondu körlunum takist þetta ekki á undan henni. Framganga sögunnar er algjörlega órökrétt. Sumir segja það gera lítið til í svona afþreying- arspennumynd, en jú, til þess að maður geti lifað sig inn í hana, og svo hún verði hreinlega spennandi, verður sagan að vera almennileg. Einhverjir hafa líkt þessari mynd við Indiana Jones-myndirnar. Eina samlíking sem ég sé er að Lara Croft er gamaldags eftirherma af þeim myndum og síðast þegar ég man voru Indiana Jones-myndirnar bæði spennandi og fyndnar, en því er ekki fyrir að fara hér. Ekki fannst mér Lara heldur sannfærandi persóna sem fornleifa- fræðingur þar sem hún vílar ekki fyrir sér að skjóta í tætlur, og helst í nafni töffaraheitanna, aldagamlar minjar í Kambódíu. Ástarsaga myndarinnar, dularfullt ástar-/ hat- urssamband hennar og Alex gengur heldur ekki upp. Enda langar mann ekki að réttsýna stúlkan Lara hrífist af manni sem tekur að sér siðferð- islega sóðaleg verkefni einungis fyr- ir peninginn. Það sem er hins vegar gott við myndina er að Angelina Jolie er full- komin í hlutverki Löru. Hún er ekk- ert frábær leikkona en henni tekst að vera mikill og áhrifaríkur kven- töffari, virðist líkamlega sterk og er snör í snúningum. Sem konu finnst mér mjög gaman að þannig per- sónum og man sérstaklega hversu svöl Geena Davis var í The Long Kiss Goodnight hér um árið, eða Anne Parillaud í Nikita. Þær eru fá- ar sem eru mjög sannfærandi í slík- um hlutverkum og þá er stutt að minnast Meg Ryan í Courage Under Fire. Við fyrstu sýn lítur þannig út að myndin henti frekar, og sé ætluð, karlkyns áhorfendum, en það þarf ekkert að vera. Þá getur dreymt um að komast í snertingu við Löru og hennar bústna barm sem reyndar er svo gervilegur að hann er besti brandari myndarinnar. Kvenkyns- áhorfendur getur hins vegar dreymt um að vera töffarinn Lara sem lúskrar á vondu körlunum. Síðan má líka alltaf skoða íslenskt landslag. Bardagaatriði og bústinn barmur aðalhetjunnar KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó , L a u g - a r á s b í ó o g B í ó h ö l l i n Leikstjóri: Simon West. Handrit: Sara B. Cooper. Aðalhlutverk: An- gelina Jolie, Iain Glen, Daniel Craig, Noah Tyler og John Voight. Tæknibrellur: Mill Film. Para- mount Pictures 2001. LARA CROFT: TOMB RAIDER Hildur Loftsdótt ir ÞJÓÐMINJASAFN Íslands gengst fyrir tveimur sýning- um í Hafnarborg sem opnað- ar verða í dag. Í Sverrissal gefur að líta gamlar skotskíf- ur með olíumálverkum er tengjast Íslandi, en í Aðalsal eru ljósmyndir sænska ljós- myndarans Hans Malm- bergs, sem hann tók á Íslandi um miðja síðustu öld. Hálfrar aldar minning Myndir Malmbergs færa áhorfanda þá stemmningu er ríkti á Íslandi á þeim tíma, hvort heldur það eru Halldór og Auður Laxness að heimili sínu, blaðburðardrengur í Reykjavík eða lítil stúlka í sveit með skuplu í prjónapeysu. Yfirskrift sýn- ingarinnar er Ísland 1951, en það ár kom út bók með Íslandsljósmyndum Malmbergs. „Hans Malmberg var einn af helstu blaðaljósmyndurum Svíþjóðar á sínum tíma,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, deildarstjóri myndadeildar Þjóðminjasafnsins. „Á þeim árum voru gefin út myndablöð á borð við Life og Picture Post, sem höfðu frásögn í ljósmyndum. Malm- berg starfaði á slíku blaði í Svíþjóð sem hét Se. Þessar myndir eru unn- ar í þeim anda, en einnig þeim sem einkenndi ljósmyndun eftir seinni heimsstyrjöld, sem var ákveðinn húmanismi. Bjartsýni á framtíðina er ríkjandi og verið er að draga fram hversdagslífið hjá fólki. Þessi blær er yfir myndum Malmbergs á sýn- ingunni. Íslenskir ljósmyndarar á þessum tíma eru hins vegar að fást við aðra hluti, eru frekar að taka rómantískar landslagsmyndir, en það litla landslag sem sjá má á mynd- um hans er heldur berangurslegt og kalt, svo og vegamyndir sem ég kýs að kalla, myndir teknar úr bílnum og af veginum. Fyrst og fremst eru myndir Malmbergs af fólki í daglegu lífi og börnum. Þetta er hans sýn á Ísland.“ Myndirnar á sýningunni eru stækkanir af filmum úr eigu fjöl- skyldu Malmbergs sem Ívar Brynj- ólfsson, ljósmyndari Þjóðminja- safnsins, hefur séð um að stækka, auk þess sem þó nokkrar frummynd- ir eru á sýningunni sem Malmberg gerði sjálfur. „Það er mikið and- rúmsloft í þessum myndum og þær gefa góða mynd af þeim hugblæ sem var í íslensku þjóðlífi á þessum tíma.“ Malmberg var virkur ljósmyndari og ferðaðist víða um heim að mynda, til dæmis í Kóreustríðið og Víetnam- stríðið. Hann tók þátt í alþjóðlegum ljósmyndasýningum og eftir hann liggja nokkrar bækur, þar á meðal Íslandsbókin fyrrnefnda. Hún kom út árið 1951 og eru sumar myndanna á sýningunni úr henni, en aðrar úr filmusafni hans. „Myndirnar sem við sýnum hérna eru frá árunum 1948– 50,“ segir Inga Lára. „Hann kom reyndar hingað að mynda síðar, vegna þess að hann var þá kvæntur íslenskri konu, Magréti Guðmunds- dóttur. Við völdum þó þessar, meðal annars vegna þess að þær eru allar teknar á sama árabili. Sýningin er því ekki hans samsetning, við völdum úr það sem okkur fannst áhugaverðast fyrir Íslendinga. Myndirnar eru mjög fjölbreyttar, hér er búð í sveit, stelpa að fara heim með mjólkina í brúsum, skip í Reykjavíkurhöfn, bílstjóri Sveins Björnssonar að laga fánann á forsetabílnum fyrir framan Bessastaði, flugvéla- myndir og margt fleira. Nú er einmitt hálf öld síðan bók Malmbergs kom út og þetta er því hálfrar aldar sýn á Ís- land.“ Fágæt sýn á íslenska staði Skotskífur úr fórum Det Konge- lige Kjøbenhavnske Skydeselskab og Danske Broderskab hafa verið fluttar hingað til lands í tilefni af sýn- ingunni í Hafnarborg. Sagan á bak við skotskífurnar er sú, að félagið, sem á rætur að rekja aftur á 14. öld og starfar enn, tók upp þann sið um miðja 18. öld að nýir meðlimir félags- ins létu gera skotskífu til að iðka skotfimi. Voru þær gerðar úr tré og málað á þær olíumálverk. Þessi siður er enn við lýði í félaginu. Myndefninu fékk hver og einn að ráða, og end- urspeglaði það oft persónuleika eða bakgrunn félagsmanna. Nokkrir ís- lenskir meðlimir hafa verið í félag- inu, sem og Danir sem tengjast Ís- landi á einn eða annan hátt, og eru skífur þeirra til sýnis, alls fimmtán talsins. Elsta myndin á sýningunni er frá 1787. „Fyrir Íslendinga sem eiga mjög takmarkað myndefni frá 18. og 19. öld, hafa þessar skífur tölu- vert gildi bara sem slíkar. Þær gefa okkur nýja sýn á ýmsa þéttbýlis- staði, sem lítið sem ekkert er til af myndum af, frá þessum tíma,“ segir Inga Lára. Sýningarnar í Hafnarborg munu standa opnar til 6. ágúst. Hugblær og and- rúmsloft liðins tíma Morgunblaðið/Jim Smart Inga Lára Baldvinsdóttir með eina skotskífanna. Ein af myndum Hans Malmbergs, þar sem ís- lenskar stúlkur hafa fangað næmt auga hans. Mannfjöldi fyrir utan hús Egils Jacobsen, sem nú hefur skipt um hlutverk og hýsir veitingastaðinn Rex. UNDANFARIÐ hefur mikils- háttar framkvæmd staðið yfir á allri jarðhæð Fella- og Hólakirkju og hefur hún með listræna skreytingu rýmisins að gera. Um að ræða sam- vinnuverk þeirra hjóna Sigríðar Jó- hannsdóttur og Leifs Breiðfjörðs, sem í dag eru vafalítið fremstir meðal jafningja á því markaða sviði á landi hér. Þar fyrir utan er hin formhreina kirkja þeirra arkitekta Gylfa Guðjónssonar og Ingimundar Sveinssonar til sýnis yst sem innst. Glerlistaverkin voru gerð í áföngum á árunum 1996-1998, en nýverið luku þau Leifur og Sigríður við að fullvinna allan skrúða fyrir kirkjuna og í því tilefni var efnt til sýningar á þeirri samræmdu heildarmynd sem arkitektúr, gler og skrúði frambera. Allt í senn frumdrög að teikningum kirkjunnar, uppdrættir að ein- stökum verkum Sigríðar og Leifs, sem og kynning á vinnuferlinu, og afar vel og skilmerkilega staðið að verki. Hver man ekki eftir sýningu Leifs í í sambandi við fimmtugs- afmæli hans í öllu samanlögðu rými Gerðarsafns 1995, sem meistaralega vel var staðið að, enda langur og hnitmiðaður undirbúningur að baki. Mátti vera mörgum lærdómur fyrir samanlagðan slagkraftinn, þótt vinnubrögðin hafi illu heilli ekki skilað sér sem skyldi út í þjóðfélag- ið, en það er allt önnur saga. Eins og átti sér stað um sýn- inguna í Gerðarsafni, bjó Leifur til módel af allri kirkjunni og vann frumdrög sín inn í það en sjálf verk- in voru sett upp í kirkjunni í tveim áföngum. Láréttu gluggarnir fyrst en þeir eru 45 metrar að lengd og myndefnið lesið frá vinstri til hægri. Fyrri hlutinn helgaður sköpunar- sögu Gamla testamentisins og nær fram fyrir prédikunarstól en þá tek- ur við texti úr Nýja testamentinu. Verkið unnið á nýstárlegan hátt í tveim lögum, ytra lagið er steint gler sem snýr út en fyrir innan er sandblásið spegilgler. Hluti spegils- ins er sandblásinn burt og sjást þar í gegn hlutar steinda glersins. Myndformin sem sandblásin eru í speglana endurvarpa því innri birtu kirkjunnar þegar myrkur er úti. Í birtu skína aftur á móti litir og form steinda glersins í gegnum sand- blásna spegilinn. Ímynd skriftar og tilvitnanir úr biblíunni eru sand- blásin í spegilinn og þetta allt sam- anlagt tekur sífelldum breytingum eftir styrk ytri ljósmagna og hvar áhorfandinn er staðsettur í kirkj- unni. Sjálf skreytingin ber vel- þekktum vinnubrögðum Leifs vitni og þótt hann hafi kannski sjaldan gert betur hvað hugkvæmni og heildarsýn snertir er meir um að hann undirstriki styrk sinn og stöðu en að leggja í nýja formræna land- vinninga. Leifur hefur og lagt hönd að við skreytingu skrúðsins, sem er mjög í formrænu samræmi við það sem fyrir er, en saum hefur spúsan annast og farist það svo vel úr hendi að naumast verður betur gert. Vegleg sýningarskrá fylgir sýn- ingunni úr hlaði sem er yfirlit yfir arkitektúr, glerlist, tónlist og sögu safnaða og kirkju. Ljósmyndir tók Leifur Breiðfjörð, sem annaðist einnig hönnun og umbrot, hið síðasttalda ásamt Margréti Rósu Sigurðardóttur. Loks var umsjón- armaður með byggingarfram- kvæmdum kirkjunnar Jón Hannes- son byggingameistari. Hér er þannig hvergi meinbugur á nema að þessi ágæta og lærdóms- ríka sýning stendur of stutt, einkum í ljósi hásumars og sumarleyfa. Af samræmi Hökull: Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir. Bragi Ásgeirsson LIST OG HÖNNUN F e l l a - o g H ó l a k i r k j a SAMRÆMD HEILDAR- MYND: KIRKJA/ ARKI- TEKTÚR/ GLERLIST/ SKRÚÐI GYLFI GUÐ- JÓNSSON/ INGIMUNDUR SVEINSSON/ LEIFUR BREIÐFJÖRÐ/SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR Opið virka daga frá 10-16 og um helgar frá 3-18. Til 8. júlí. Aðgangur ókeypis. ÍSLENSKT samfélag nefnist fyr- irlestur Borgþórs Kjærnested skjalaþýðanda og túlks sem fram fer í Norræna húsinu á sunnudag kl. 13.30-15. Borgþór fjallar um ýmsa þætti sem tengjast íslensku samfélagi s.s. launakerfi, félagslegu kerfi, skóla- kerfi, stjórnmálum o.fl. Að loknum fyrirlestrinum gefst viðstöddum kostur á að bera fram spurningar. Fyrirlesturinn er í fyrirlestraröð- inni Menning, mál og samfélag og verður fluttur á sænsku. Fyrirlestur um ýmsa þætti íslensks samfélag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.