Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.07.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2001 23 Sálfræði Ráðleggingar um árang- ursríka atvinnuleit. Gæludýr Á vinnustað geta gæludýr dregið úr streitu. Heilinn Fiskneysla gæti hafa flýtt fyrir þróun heilans. Sjúkdómar Sjálfvirkt gervihjarta grætt í mann.HEILSA LEIT vísindamanna að skýringum á hvers eðlis trúarleg upplifun er virðist vera að skila árangri, að því er greint er frá í International Herald Tribune. Í Fíladelfíu hafa vísindamenn upp- götvað að við hugleiðslu verða ákveð- in svæði heilans virk og við háskólana í San Diego og Norður-Karólínu hafa læknar rannsakað hvernig flogaveiki og ákveðin ofskynjunarlyf framkalla skyndilega uppljómun. Í Kanada hafa svo vísindmenn á sviði taugarann- sókna getað framkallað trúarlega uppljómun með segulmögnuðum hjálmum. Heilinn móttækilegur fyrir trú Andrew Newberg fer fyrir vísinda- mönnunum í Fíladelfíu. Hann telur að gerð heilans feli í sér eiginleika til andlegrar- og trúarlegrar upplifunar. Heilinn sé móttækilegur fyrir trúarlegri reynslu og þess vegna trúi svona margir á guð. Þess konar upp- lifanir muni áfram verða til staðar nema veruleg breyting verði á gerð heilans. Hann segist þó alls ekki vera að reyna að sanna eða afsanna tilvist guðs. Newberg gerði sínar rannsókn- ir á tíbetskum búddamunkum og fann að þegar þeir féllu í djúpa hugleiðslu varð breyting á því svæði heilans sem hefur með einbeitingu að gera og einnig því svæði sem staðsetur ein- staklinginn í þrívíðu plani en þar telur hann felast tilfinninguna fyrir einingu við alheiminn. Var Móses með ofskynjanir? Við Duke-háskólann hafa farið fram rannsóknir á lyfjum sem valda ofskynjun og óútskýranlegri reynslu. Í kjölfar þeirra vakna spurningar eins og: Voru raddirnar sem Múhameð og Móses heyrðu einungis afleiðing af rafstraumi frá taugahópi eða voru samtöl Jesú við guð ímyndun ein? Um þetta eru vísindin ekki sammála. Michael Persinger er prófessor í taugavísindum við Laurentian-há- skólann í Sudbury í Ontario. Hann hefur verið að gera tilraunir með seg- ulmögnuðum hjálmi sem komið var fyrir á höfði sjálfboðaliða. Fjórir af fimm urðu fyrir yfirnáttúrulegri reynslu, sumir grétu, aðrir töldu sig sjá guð og enn aðrir djöfla og illa anda. Allir þátttakendur vissu að þeir voru staddir á rannsóknarstofu og veltir Persinger því fyrir sér hvernig þeim hefði liðið hefðu þeir orðið fyrir sams konar reynslu um nótt, til dæm- is á kirkjubekk, í mosku eða sam- kunduhúsi. Að mati hans sýnir þessi rannsókn að uppruni trúarinnar sé inni í heil- anum. En hvað segja guðfræðingar? Þeir eru auðvitað ekki sammála en John Haught, guðfræðiprófessor við Georgetown-háskólann í Washington, segir að trúin snúist um svo margt fleira en uppljómun. Hún snúist um skuldbindingu, þjáningu og erfiði og líka þau augnablik þegar maður upp- lifir að guð sé víðsfjarri. Að mati Daniels Batsons, sálfræðings við Há- skólann í Kansas, er heilinn vélbún- aðurinn sem trúin er upplifuð í gegn- um og hann bendir á, að segja að heilinn framleiði trú sé líkt og að segja að píanó framleiði tónlist. Verður trúin til í heilanum? TÍSKAN hefur alltaf tekið sinn toll og nú má sjá í júníhefti tímaritsins Allergy að gervineglurnar eru þar ekki undanskildar. Ofnæmi fyrir ákveðnu efni í nöglunum er orðið þekkt og tengist sérstaklega þeim sem settar eru á og hertar með út- fjólubláu ljósi. Efnið sem hér um ræðir er akrýlefni og berst sem fíngert ryk ofan í öndunarvegi þegar gervineglur eru pússaðar með naglaþjöl. Rannsakendur lögðu áherslu á að umrætt efni væri stundum að finna í gervinögl- um þó svo pakkningin væri merkt sérstaklega sem skaðlaus að því tilskildu að leiðbeiningum sé fylgt. En ofnæmi er ekki eini kvillinn tengdur gervinöglum. Til þess að gegna því hlutverki sínu að brotna ekki eru gervineglur úr miklu harðara efni en hinar eiginlegu neglur. Högg framan á langa gervinögl getur rifið naglbeðinn illa af því að nöglin brotnar ekki við höggið og bakteríur og sveppir eiga þar þá greiðan aðgang. Hin fallvalta fegurð Morgunblaðið/Billi Fimir og fagrir fingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.