Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 17 Passar á svalirnar, á veröndina, í garðinn, við sumarbústaðinn og allstaðar þar sem notalegs hita er þörf þegar kólnar í veðri. Afköst 4.0 - 9.0 kW Notkun 0.35 - 0.70 kg/klst. Þyngd 32 kg/ án gaskúts REDDY LP2 hitalampi Stgr. aðeins kr. 61.950,- inn hafi samþykkt tillöguna um hjúkrunarheimilið án þess að hún hafi fengið faglega umfjöllun í nefndum bæjarins. Sigurgeir segir þessa gagnrýni vanhugsaða. „Skipu- lagsnefnd var búin á sínum tíma að fjalla um það að þarna yrði byggt lækningaminjasafn og spurningin er sú hvort skipulagsnefnd hefur þurft að breyta því hvort það verði þarna lækningaminjasafn eða hvort það yrði þar hjúkrunarheimili. Ég sé ekki beinan mun þar á því það var búið að fjalla faglega um að þar yrði byggt,“ segir hann. Að hans mati hefði félagsmálaráð ekki skipt sér af staðsetningu hjúkr- unarheimilis heldur að öllum líkind- um einungis ályktað um að þörf væri á hjúkrunarheimilisplássunum í bænum. Högni Óskarsson, annar fulltrúi Neslistans í bæjarstjórn, segir það einsdæmi að jafnstórt mál í bæj- arstjórn hafi ekki komið til umfjöll- unar í nefndum og að svar bæj- arstjóra sé út í hött. „Í fyrsta lagi á lækningaminjasafnið rétt á þessum reit og í öðru lagi er verið að tala um lækningaminjasafn sem 1.500 fermetra hús á meðan að hjúkrunar- heimilið er 4.000 fermetrar. Það teygir sig miklu lengra yfir á túnið og langt út á svæði sem allir voru sammála um að aldrei yrði byggt á,“ segir hann. Hann segir ennfremur ljóst af þeim hugmyndum sem hafa komið frá forsvarsmönnum Eirar að til standi að stækka úr 60 upp í 100 rúma þannig að það verði 6.700 fer- metrar. „Þannig að þarna er verið að ræða um allt aðra stærðargráðu og fullkomlega út í hött að bera þetta tvennt saman. Þess vegna hefði skipulagsnefnd þurft að fjalla um þetta því þetta er miklu meira rask á svæðinu heldur en nokkru tíma áður hefur verið samþykkt, umhverfisnefnd þarf að fjalla um þetta vegna þess að þarna er farið inn á svæði sem hafa verið samtök um að láta vera alveg í friði og félagsmálaráð hefur ekki á neinn hátt fjallað um þarfir eða stærðir í þessu sambandi,“ segir hann. Líkan af lækningaminjasafninu eins og Yrki hefur hannað það á lóðinni norðan við Nesstofu. BORGARRÁÐ hefur fallist fyrir sitt leyti á tillögur um sameiginlegar rannsóknir Reykjavíkur og Kópa- vogs á vatnasviði Elliðavatns. Tillög- urnar taka á því hvernig staðið skuli að rannsóknum, úttekt og umhverf- isvöktun við vatnið. Það var samstarfshópur sveitar- félaganna sem vann tillögurnar en hann leggur til að vatnið verði kort- lagt, dýpi mælt og botngerð lýst. Þá vill hópurinn að framkvæmt verði stofnstærðarmat fiskstofna í vatninu með merkingum og endurveiðum. Samkvæmt tillögunum verða hrygn- ingarstöðvar bleikju kortlagðar og sömuleiðis hrygningastöðvar urriða og helstu uppeldissvæði seiða í ám og lækjum sem falla í og úr Elliða- vatni. Silungastofnar verða áfram vakt- aðir og rannsökuð verða áhrif ál- styrks á fisk. Þá verða tekin sýni af plöntu- og dýrasvifi í vatninu, fuglar verða tald- ir og gerðar verða efnamælingar í Elliðavatni þar sem aðaljónir, þung- málmar, næringarsölt, bakteríur, líf- ræn mengunarefni o.fl. verða mæld. Áætlaður kostnaður á þessu ári vegna rannsóknanna er um 6 millj- ónir króna sem skiptist til helminga milli sveitarfélaganna. Kostnaður á næsta ári verður um 3,5 milljónir króna og þriðja árið 1,5 milljónir króna. Borgin samþykkir rannsóknir Elliðavatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.