Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 23 DÆMI eru um að á stolin kreditkort, sem búið er að loka, berist færslur sem dagsettar eru löngu síðar. Þessu hafa meðal annarra Íslendingar á ferðalagi erlendis lent í en slíkt getur þó einnig gerst hér á landi. Færslurnar geta verið að berast allt þar til gildistími kortsins rennur út ef kortið finnst ekki. Korthafi þarf á því tímabili að gefa skýrslu um hverja færslu sem hann kannast ekki við, sem getur verið tímafrekt. Við- komandi korthafi tekur þó ekki fjár- hagslegt tjón á sig ef kortinu hefur verið lokað strax eftir að því var stol- ið, eða eins fljótt og mögulegt var. Einungis um lágar upphæðir að ræða Hér getur einungis verið um frek- ar lágar upphæðir að ræða, ef til vill nokkur hundruð eða þúsund krónur í hverri færslu, því ef þær fara yfir ákveðna upphæð hringir posinn til kortafyrirtækisins og athugar hvort kortið er í lagi, að sögn Þórðar Jóns- sonar, forstöðumanns kortasviðs hjá Visa Íslandi. „Yfirleitt er viðkomandi laus allra mála um leið og kortið er tilkynnt stolið, því fyrir þjófinn er ekki auðvelt að nota kortið. Ef hann reynir að nota það næst yfirleitt fljótlega til hans.“ Ef hins vegar þjófnum tekst að nota kortið kostar hvert slíkt tilfelli ákveðna vinnu sem getur verið tíma- frek. „Við verðum að biðja fólk að staðfesta hvort það eigi færslurnar eða ekki, það er afskaplega óskemmtilegt en óhjákvæmilegt.“ Tilfellin eru fátíð Þorvaldur Þorsteinsson, forstöðu- maður áhættusviðs hjá Europay, segir slík tilfelli fátíð en að þau komi upp öðru hverju. „Korthafi ber aldrei neinn skaða af, en samkvæmt al- þjóðareglum verður viðkomandi að gefa skýrslur um þær færslur sem hann kannast ekki við. Þessi mögu- leiki er því fyrir hendi ef kort glat- ast.“ Að lokum minnir Þorvaldur á mikilvægi þess að fólk passi upp á kortin sín og tilkynni kortafyrirtæk- inu, eins fljótt og hægt er, ef kort glatast. Morgunblaðið/Golli Ef upphæð færslna er undir ákveðnu marki er ekki endilega athugað hvort búið sé að loka viðkomandi korti. Færslur geta borist á stolin kreditkort sem búið er að loka KOMINN er á markað svokallaður klísturvari frá Nicotinell. Klísturvar- inn er hentugur til að vefja tyggi- gúmíi í eftir notkun. Klísturvarann má fá ókeypis í apótekum, lyfjabúð- um og á bensínstöðvum Olís og Essó á höfuðborgarsvæðinu. Nicotinell- klísturvarinn UMRÆÐA um auglýsingar á heil- kornavörum hefur verið áberandi í Bandaríkjunum undanfarið. Aug- lýsingar þessar þykja oft villandi og jafnvel er vara auglýst sem heilkornavara þó að mjög lítið af heilum kornum finnist í henni, að því er kemur fram í frétt Wash- ington Post. Heilkornavörur eru hollar og mælt er með því að fólk neyti þeirra daglega. Þetta spila sumir erlendir framleiðendur á, auglýsa vöru sína sem heilkorna jafnvel þótt aðeins lítið brot af innihald vörunnar sé í raun heil korn. Umræðan ekki átt sér stað hér Þær vörur er um ræðir eru ekki á markaði hér á landi og engin slík umræða hefur því átt sér stað hér, að sögn Önnu Sigríðar Ólafsdótt- ur, matvæla og næringafræðings hjá Manneldisráði. Anna Sigríður leggur jafnfram áherslu á að gróft korn sé hollt þótt ekki sé eingöngu um að ræða heilkornavörur. Oft er hægt að sjá hvaða vörur flokkast sem heilkorna með því að skoða innihaldslýsinguna. Samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd ríkisins eru fram- leiðendur skyldugir til að raða innihaldinu í réttri röð eftir magni í vörunni og er því það sem stend- ur efst á listanum það sem mest er af í vörunni. Þær vörur sem tejast heilkorna eru þær vörur sem hafa heil korn, heilt hveiti, haframjöl eða annað svipað fyrst í innihalds- lýsingunni. Auglýsingabrellur og heilkornavörur BÍLANAUST hf. óskar eftir að gera athugasemd við grein á neytendasíðu Morgunblaðsins 16. ágúst sl. þar sem gerð var verðkönnun á bílaviðgerðum og varahlutum. Athugasemd Bíla- nausts beinist að umfjölluninni um varahluti. Í umræddri grein eru einungis tek- in tvö verðdæmi um varahluti, bremsuklossa í Volkswagen Golf-bif- reið, þar sem í ljós kemur að Bíla- naust er 45% ódýrara en umboðsaðili Volkswagen-bifreiða, Hekla hf., og bremsuklossar í Renault Clio, þar sem Bílanaust er 113% ódýrara en Bifreiðar & landbúnaðarvélar, sem þjónusta Renault-bifreiðar. Í framhaldinu er leitað skýringa hjá fjórum forsvarsmönnum bifreiða- umboða þar sem þeir leitast við að verja verðmismuninn, meðal annars með tilvísun í meiri gæði varahlut- anna og að varahlutir utan bílaum- boða henti síður viðkomandi bílum. Þessar fullyrðingar standast ekki. Bílanaust á einungis viðskipti við við- urkennda varahlutaframleiðendur en margir af stærstu birgjum fyrir- tækisins framleiða varahluti fyrir helstu bifreiða- og vélaframleiðendur í heiminum. Má þar nefna Hella-ljósa- búnað, Bosal-pústkerfi og Monroe- höggdeyfa. Bílanaust er stærsta varahluta- verslun landsins með rúmlega 70.000 vörunúmer. Fyrirtækið hefur ávallt haft það að leiðarljósi að bjóða vörur á sanngjörnu verði. Verðdæmin og verðmismunurinn sem nefndur er í grein Morgunblaðsins eru síður en svo einsdæmi. Til að gefa sem gleggsta mynd af hérlendum varahlutamarkaði, neyt- endum til hagsbóta, hefði verið eðli- legt að leita fleiri viðhorfa en fram koma í máli talsmanna bifreiðaum- boðanna fjögurra. Eðlilegt hefði verið að leita til Bílanausts í grein sem þessari. Athugasemd frá Bílanausti ♦ ♦ ♦ ÚR VERINU Sjávarútvegsráðherra Þýskalands, Renate Künast sem jafnframt er landbúnaðar- og neytendamálaráð- herra þar í landi, kom í opinbera heimsókn til Íslands í gær, í boði Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Frú Künast tók við embætti í ársbyrj- un en hún er í flokki græningja sem myndar ríkisstjórn Þýskalands ásamt sósíaldemókrötum. Ráðherrarnir munu ræða sjávarútvegsmál, þar á meðal hvalamál. Í gær skoðaði ráð- herrann m.a. sjóminjasafnið í Hafn- arfirði. Í dag, 21. ágúst, verður farið til Húsavíkur í hvalaskoðun. Þá skoða erlendu gestirnir frystihús Granda í Reykjavík og Hafrannsóknastofnun. Þýski matvæla- og neytendamálaráð- herrann fer af landi brott miðviku- daginn 22. ágúst. Heimsókn frá Þýskalandi VINNSLUSTÖÐIN hf. hefur selt 60% hlut í Jóni Erlingssyni hf. til Frostfisks ehf. (30%) og Masturs ehf (30%). Vinnslustöðin hf. hefur endurkauprétt á hlutabréfunum næstu tvö árin. Í kaupsamningi um kaup á Jóni Erlingssyni ehf. var ákvæði um að Vinnslustöðin hf. hefði rétt til að framselja hluta kaupanna til þriðja aðila. Það hefur nú verið gert. All- ar aflaheimildir auk veðskulda Jóns Erlingssonar ehf. eru nú vist- aðar á skipum Vinnslustöðvarinnar hf. Vinnslustöðin hf. selur 60% hlut í Jóni Erlingssyni ÞORMÓÐUR rammi-Sæberg hf. hefur ákveðið að setja rækjufrysti- togarann Sunnu SI-67 á söluskrá. Öllum yfirmönnum á skipinu hefur verið sagt upp störfum með þriggja mánaða fyrirvara. Sunna hefur stundað rækjuveiðar á Flæmska hattinum mörg undan- farin ár og verið með aflahæstu skip- um þar. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að dæmið gangi hreinlega ekki upp. Verulegt tap hafi verið á útgerðinni fyrstu sex mánuði ársins og nokkuð tap á síðasta ári. Hann segir að ekki verði séð að hægt verði að snúa þeirri þróun við. „Tveggja mánaða verkfall var okkur þungt í skauti en að auki er gífurlegur kostnaður við áhafna- skipti og veiðieftirlit. Þá hefur verð á rækju lækkað verulega líka og er nú aðeins um 50% af því sem það var 1995, þegar bezt lét,“ segir Ólafur. Hann segir að dæmið gangi ekki þarna og ekki séu til veiðiheimildir fyrir skipið hér heima. Því sé ekki um annað að ræða en hætta og selja en ekki sé ljóst hvort veiðiheimild- irnar fylgi með eða þær verði nýttar á annan hátt. „Þetta er algjör þrautalending,“ segir Ólafur. „Þrautalending“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fjölveiðiskip Þormóðs ramma-Sæbergs, Sunna, er nú til sölu. Skipið hét Vaka er það kom fyrst til landsins og var þá gert út frá Eskifirði. Fjölveiðiskipið Sunna SI á söluskrá UM fimm tonn vantar í kjölfestu ver- tíðarbáta, sem smíðaðir voru í Kína og komu til landsins fyrir rúmum mánuði, en búið er að hallaprófa fimm af níu bátum. Tómas Sigurðsson, forstöðumaður skoðunarsviðs Siglingastofnunar, segir að hér fari fram búnaðarskoð- un, þar sem m.a. björgunarbúnaður sé skoðaður, en um leið og bátarnir séu tilbúnir séu þeir hallaprófaðir. „Það virðist vanta í þá sem svarar fimm tonnum til að uppfylla þær kröfur sem við gerum,“ segir Tómas, en einn báturinn er þegar farinn á veiðar. Tómas segir að nauðsynlegur þungi hafi verið settur í hann til bráðabirgða en eftir eigi að ganga frá þeim málum til frambúðar. Tómas segir að svona mál komi gjarnan upp þegar bátar eru halla- prófaðir, en þeir hafi verið hallapróf- aðir áður en þeir fóru frá Kína. Hins vegar þurfi að hallaprófa skip þegar þau séu fullbúin og þetta mál sé í eðlilegum farvegi. Skipaverkfræðistofan Skipasýn ehf. hannaði skipin og segir Kristinn Halldórsson, framkvæmdastjóri hennar, að þegar skipin hafi komið heim hafi vantað spilin í þau og verið sé að stilla þau. Því komi þetta ekki á óvart. Hann segir ekkert óeðlilegt í gangi. Þegar búið sé að fullbúa skip geti alltaf verið frávik í hlutunum og þetta hafi sinn gang. Verið sé að setja spil, vélarbúnað, aðgerðarkerfi og fleira í skipin og síðan þurfi að bæta brotajárni og steypu í kjölinn til að tryggja stöðugleika. Þetta sé regla frekar en undantekning þegar um ný skip sé að ræða og komi því ekki á óvart. Kjölfestu vantar í kínversku bátana ÍSTOGARINN Hringur SH kom til Grundarfjarðar í gær með um 80 tonn af blönduðum afla en uppistað- an var þorskur. Aflinn fékkst á Hal- anum en þar var óvenju mikil loðna og síld, að sögn skipverja. Pétur Elisson, vélstjóri á Hring, segir að mikið hafi verið um loðnu og síld á svæðinu og auk þess hafi hann aldrei séð annað eins af hval. „Skepnurnar skiptu hundruðum,“ segir hann. „Mikið var af háhyrningi og sel en mest af hnúfubak. Ég hef oft séð marga hvali á sama svæði en aldrei svona marga.“ Að sögn Péturs lagðist trollið sam- an undan loðnunni. „Þetta var stór og falleg loðna,“ segir hann og bætir við að skammt frá hafi verið miklar síldartorfur. „Síldin var á stóru svæði í þykkum bunkum,“ segir hann, „en þarna var enginn þorskur. Við fengum ekki einn þorsk þegar við trolluðum í gegnum þetta.“ Mikil loðna og síld á Halanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.