Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NOKKUR nýmæli voru ílögunum sem samþykktvoru á síðustu dögum Al-þingis síðastliðið vor en þar er í fyrsta sinn kveðið á um rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tób- aksreyk af völdum annarra. Í átt- undu grein laganna er kveðið á um að meirihluti rýmis á veitingastöð- um skuli ávallt vera reyklaus og að tryggt skuli að aðgangur að reyk- lausu svæði liggi ekki um svæði þar sem er reykt. Ekki þarf að fara inn á mörg kaffi- hús í miðborginni til að sjá að víða er ekki farið eftir lögunum og má sjá öskubakka á hverju borði. Þeir veit- ingamenn sem Morgunblaðið hafði samband við höfðu þó allir breytt rekstri sínum til að koma til móts við lögin, þrátt fyrir að enginn þeirra væri ánægður með breytingarnar. „Ég neyðist til þess að vera með tvo innganga; einn fyrir reyklaust svæði og annan fyrir reyksvæði,“ segir Guðmundur R. Lúðvíksson, eigandi Café Bleu í Kringlunni. „Húsið hérna er náttúrlega löngu teiknað og búið að hanna veitinga- reksturinn með hliðsjón af hvoru tveggja, reyklausu rými og svæðum þar sem er reykt, sem hefur verið al- menn sátt um. Í raun og veru þyrfti að hanna húsið upp á nýtt,“ segir Guðmundur. Tómas Tómasson, eigandi Kaffi- brennslunnar í Pósthússtræti, segir að ákveðið hafi verið að skipta rými kaffihússins í tvennt í kjölfar gild- istöku laganna. Reykt sé á fyrstu hæðinni þar sem gengið er inn, en svæðið á annarri hæðinni sé reyk- laust. Hann segir sum ákvæði nýju laganna vera erfið í framkvæmd og ósanngjörn. Hann segir t.d. víða vera erfitt að koma því þannig við að viðskiptavinurinn komi beint inn á reyklaust svæði og geti farið á sal- ernið án þess að koma nálægt reyk- svæðinu. „Sumar af þessum reglum eru þannig að ekki er hægt að fara eftir þeim og þegar reglur eru þann- ig ber maður minni virðingu fyrir þeim,“ segir Tómas. Hann telur að eðlilegra hefði verið að setja þeim sem opna veitingahús eftir gildis- töku laganna þessar reglur en að láta lögin taka til allra veitingastaða. Nauðsynlegt sé að tekið verði tilllit til veitingamanna sem hafa verið í rekstri í mörg ár. „Það er ekki hægt að eyðileggja reksturinn með einu pennastriki,“ segir Tómas. Einnig ætti að taka tillit til þess hvort um skemmtistað, kaffihús eða veitinga- stað er að ræða. Minna að gera Á Gráa kettinum, kaffihúsi neð- arlega á Hverfisgötunni, sáu eigend- urnir sér ekki annað fært en að gera staðinn reyklausan. „Við ákváðum að hafa allan staðinn reyklausan þar sem við erum aðeins með sex borð. Þetta er mjög lítill staður og hönn- unin á honum er þannig að það er gjörsamlega ómögulegt fyrir okkur að framfylgja lögunum öðruvísi en að gera hann reyklausan,“ segir Hulda Hákon, einn eigenda. Hún segist hafa orðið vör við að minna sé að gera eftir að staðurinn var gerður reyklaus. „Margir skemmtilegir við- skiptavinir hafa snúið frá okkur og það er fólk sem við viljum hafa á staðnum. Svo er bara spurningin hvort staðurinn breytist og ef hann breytist þá vitum við náttúrlega ekkert hvað kemur í staðinn,“ segir Hulda. „Ég er mjög ósátt við að geta ekki framfylgt þessum lögum, við verðum bara að hafa reyklaust. Mér fyndist það sjálfsagt að hafa helm- inginn reyklausan, en við getum ekki framfylgt því þar sem staðurinn er svo lítill. Við getum ekki tryggt að aðgangur að reyklausu svæði sé ekki í gegnum reyk,“ segir Hulda. Hún segir einnig að sér líki ekki við að frelsi einstaklingsins sé skert. „Ég framreiði egg og beikon, er þá ekki bara næsta stig að banna það þar sem of mikið kólesteról er í því fæði?“ spyr Hulda. „Erfitt að horfa á eftir fólki út og eiga borð“ Guðný Guðjónsdóttir hefur rekið kaffihúsið Mokka í 43 ár ásamt eig- inmanni sínum. „Við reynum bara að kyngja þessu einhvern veginn, án þess að vera ánægð með þetta. Við- skiptavinirnir eru ekkert ánægðir, þeir labba nú sumir bara út,“ segir Guðný. Hún segir aðalvandamálið vera þegar ekki eru nógu mörg borð til fyrir þá sem vilja reykja. „Samt eru auð borð á reyklausa svæðinu, það er grátlegt að mega ekki nota þau. Manni finnst það mjög órétt- látt, það erum við sem sjáum um reksturinn og við sem þurfum að láta enda ná saman. Það er erfitt að þurfa að horfa á fólkið ganga út og eiga borð. Þetta er það sem okkur svíður,“ segir hún. Guðný segir að oft séu laus borð í reyklausu, en öll borðin tekin á reyksvæðinu. „Fólk vill gjarnan sitja í reyknum ef það er með fólki sem reykir, til þess að geta talað saman. Fólkið kemur ekki bara til að reykja, það er fyrst og fremst að koma til að vera í sambandi við fólk.“ Á Mokka var ákveðið að fara þá leið að leyfa reykingar öðrum megin á ganginum en ekki hinum megin. „Þetta er ekkert nema sýndar- mennska. Þegar reykt er öðrum megin fer reykurinn auðvitað á milli.“ Guðný segir að hún hefði vilj- að hafa reyklaust í horninu, innst í húsinu. En þar sem lögin kveða á um að ekki megi ganga í gegnum reyk þegar maður kemur inn hafi hún þurft að skipta svæðinu eftir gang- inum miðjum. „Það er aldeilis verið að ráða fyrir mann og stjórna manni. Þótt maður hafi rekið þetta í yfir fjörutíu ár og þóst gera vel og gestir hafi verið ánægðir. Svo á að fara að ráða fyrir okkur,“ segir Guðný. Á Kaffibrennslunni er reyklausa svæðið einnig stundum al meðan fullt er á reyksvæ sögn Tómasar. „Það sýnir b áhugi þeirra sem reykja ek fara á kaffihús. Kaffihúsam býður voða mikið upp á a niður og fá sér kaffi og sí segir hann. Miklar fram hafa staðið yfir í Pósthúss sumar og segir Tómas að þ itt að segja til um hvort v hafi dalað eftir gildistöku Hann segir að viðskiptin ha að það lítið að hann telji ó nýju lögin eigi þar nokkurn Nýju lögin voru samþykk síðastliðinn. 45 þingmen þykktu lögin og voru 18 fja „Auðvitað er maður afar ó ástæðan er sú að 63 fulltrú láti svona hluti fara í gegn. áttu þeir að vera skynsamir við tímann og ekki með svo bönn,“ segir Guðmundur. H ur að Alþingi hefði freka samþykkja lög sem hefðu veitingahús til að koma besta loftræstikerfi sem Tóbaksvar erfið í fr Veitingamenn virðast almennt ósáttir við ný tóbaksvarnalög sem tóku gildi 1. ágúst. Þeir segja að víða sé erfitt að framfylgja lögunum og óttast sumir að reksturinn muni dala. Nína Björk Jónsdóttir kannaði hvernig geng- ur að hrinda lögunum í framkvæmd. Á Kaffibrennslunni var FINNUR Árnason, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, segir að ráðist hafi verið í töluverðan kostnað í kjölfar gildistöku nýju tóbaksvarnalaganna, en í þeim er kveðið á um að bannað sé að stilla tóbaki upp á sölustöðum. Nauðsynlegt hafi verið að fjár- festa í nýjum afgreiðslukössum þar sem hægt er að geyma tób- akið. Hver kassi kosti um 2-300 þúsund krónur. Hann segir að einnig sé búið að breyta tölvu- kerfinu þannig að starfsmenn eru áminntir um að biðja um skilríki leiki einhver vafi á því hvort viðskiptavinurinn sé orð- inn 18 ára og var kostnaðurinn við að koma því upp einnig tæp- ar 300 þúsund krónur. Þórður Þórisson, framkvæmdastjóri 10- 11 búðanna, segir að slíku tölvu- kerfi hafi einnig verið komið fyrir. Í verslunum 10-11 var tób- akið geymt í skúffu á af- greiðslukössum fyrir gildistöku laganna. Starfsmönnum sem ekki eru orðnir 18 ára er bannað að selja tóbak í nýju lögunum og segir Finnur að þetta ákvæði sé versl- unarrekendum erfitt. „Það er vilji unglinga að vinna sér inn aukapening og við fáum ekki fólk í allar stöður sem er orðið átján ára.“ Hann segir að brugð- ið hafi verið á það ráð að fækka afgreiðslukössum þar sem er selt tóbak og að þeir séu mann- aðir eldra starfsfólki. Ha ir að nú sé selt tóbak á u ungi afgreiðslukassa. Þa bannað að merkja sérsta hvar tóbak er selt og haf skiptavinir sem vilja kau ak því stundum þurft að aftur í röð á öðrum kass ekki er hægt að kalla í e starfsmann til að aðstoða una. „Það er alveg ljóst a ar búðir eru opnar frá 9 morgnana til klukkan 20 kvöldin, er erfitt að vera þetta 100% í lagi alla dag Finnur segir að yngstu s menn Hagkaupa séu 16 á gamlir, aðeins í undantek artilfellum sé yngra fólk Hann segir að miðað sé v starfsmenn á afgreiðsluk hafi náð 16 ára aldri. Meingölluð lög að mestu leyti „Þessi lög eru meingöl mestu leyti. Ég held þau að verða endurskoðuð að Engar hafa b smá SKAFTFELLINGUR; ATVINNUSAGA OG STRANDMENNING LESBLINDA OG HREYFIVANDAMÁL ÁÆTLANIR UM OPINBERAR FRAMKVÆMDIR Verklag við opinberar framkvæmdirhefur verið mikið til umræðu vegnamáls Árna Johnsen og greinargerðar Ríkisendurskoðunar vegna þess. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar var Framkvæmda- sýsla ríkisins m.a. gagnrýnd fyrir slælegt eftirlit með málum byggingarnefndar Þjóð- leikhússins og hefur því athygli beinzt að starfsháttum Framkvæmdasýslunnar og eftirliti með opinberum framkvæmdum yf- irleitt. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins tekur Jóhanna B. Hansen, staðgengill forstjóra Framkvæmdasýslunnar, til varna og bendir m.a. á að þrátt fyrir ákvæði laga um að unn- in skuli svokölluð skilamöt vegna stærri framkvæmda, sé stundum torvelt að ganga frá slíku mati. Í fyrsta lagi liggi ekki alltaf fyrir áætlanir um fyrirhugaðan framgang viðkomandi verks og í öðru lagi gangi stofn- uninni oft illa að fá upplýsingar til að ganga frá skilamati vegna framkvæmda, sem að einhverju leyti hafi verið unnin á vegum annarra, þar á meðal ráðuneyta. Þetta er auðvitað afleit staða. Skilamöt eru unnin til þess að gera grein fyrir því hvernig hefur tekizt til með viðkomandi framkvæmd, mið- að við áætlanir – með öðrum orðum hvernig peningar skattgreiðenda hafi verið nýttir. Það er ekki sízt mikilvægt til þess að hægt sé að læra af mistökum og fyrirbyggja að þau endurtaki sig. Ef pottur er brotinn í þessum efnum hljóta ráðuneytin að taka sig á í því að standa skil á upplýsingum til Framkvæmdasýslunnar. Það er ekkert nýtt að opinberar fram- kvæmdir hefjist áður en nákvæmt og vand- að mat á öllum kostnaði, jafnt sem óvissu- þáttum, liggur fyrir. Dæmin eru alltof mörg frá seinustu árum um að kostnaðaráætlanir við opinberar framkvæmdir, jafnt á vegum ríkis og sveitarfélaga, hafi ekki staðizt vegna þess að ekki hafi verið hugað að þessu og að frekar hafi verið framkvæmt af kappi en forsjá. Menn hafa hins vegar frekar kennt um hugsunar- og agaleysi, en að slíkt hafi í ein- hverjum tilvikum verið meðvituð stefna. Jóhanna B. Hansen segir í Morgunblaðinu sl. sunnudag að dæmi séu um að gert sé ráð fyrir óeðlilega lágum kostnaði í áætlunum vegna framkvæmda á vegum ríkisins: „Já – og ástæðan er ósköp einföld. Að sjálfsögðu eru meiri líkur á að fá lægri upphæðir sam- þykktar inn í fjárlögin. Eftir að framkvæmd- irnar eru hafnar verður heldur ekki aftur snúið. Enginn faglegur umsagnaraðili er um áætlanir til grundvallar fjárveitingum fyrir framkvæmdum.“ Jóhanna nefnir m.a. dæmi af þjónustubyggingu á landsbyggðinni, þar sem tekizt hafi „að sannfæra þingmenn kjör- dæmisins um hugmyndina og fá upphæð í tengslum við áætlun um framkvæmdirnar inn í fjárlög“. Síðan hafi komið í ljós að aðeins hálft húsið hafi verið inn í þeirri áætlun og gleymzt að gera ráð fyrir t.d. jarðvinnu, sökklum, hita og rafmagni. Þetta eru alvarlegar ásakanir og í raun verið að segja að reynt sé að fá fé til opin- berra framkvæmda á fölskum forsendum. Það er full ástæða til þess fyrir þá, sem gæta eiga hagsmuna skattgreiðenda, t.d. fjárlaga- nefnd Alþingis og fjármálaráðuneytið, að kalla eftir nánari upplýsingum um þau mál, sem Jóhanna B. Hansen nefnir. Burtséð frá því hvað hefur gerzt í þessum efnum í fortíðinni er tillaga Jóhönnu sjálfsögð og eðlileg; að fagaðilar endurskoði kostnaðar- áætlanir, sem fjárlagatillögur byggjast á, áð- ur en þær fara inn í fjárlagafrumvarp og til afgreiðslu á Alþingi, til að tryggja að þær séu faglega unnar og geri ráð fyrir öllum kostn- aðarþáttum. Skattgreiðendur sætta sig ekki við lausung í opinberum fjármálum. Það er sjálfsögð krafa að þeir, sem greiða reikning- inn, viti fyrirfram hvað hann á að verða hár og geti treyst því, sem sagt er. Eikarbáturinn Skaftfellingur var flutturtil Víkur í Mýrdal nú fyrir helgi, en til stendur að gera hann upp til varðveislu. Báturinn hafði legið í slippnum í Vest- mannaeyjum í áratugi og er það að frum- kvæði Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulista- konu, að hugmyndir um að varðveita hann hafa fengið byr undir báða vængi, en Sig- rún festi kaup á bátnum í þeim tilgangi. Hér á landi var að sjálfsögðu löng hefð fyrir smíði trébáta og mikið til af fallegum bátum í sjávarplássum líkt og í strandhér- uðum nágrannalanda okkar, svo sem í Nor- egi. Þar í landi hefur töluvert verið lagt undir til að varðveita menningarsögu strandbyggða, en henni tilheyra að sjálf- sögðu trébátarnir og verkhefðin sem þeim tengdist. Jafnvel þó gamlar reglur hafi séð til þess að íslenskir bátar voru vandaðri en víða annars staðar og því sem næst ein- göngu smíðaðir úr eik, hefur sú arfleifð sem fylgdi trébátunum hér ekki notið sama stuðnings og í Noregi heldur þvert á móti átt undir högg að sækja. Afdrifaríkastur hvað það varðar var sá þáttur í fiskveiði- stjórnunarkerfinu sem miðaði að hraðri úreldingu báta, en með tilkomu úreldingar- sjóðs var trébátum fargað í miklum mæli. Mörgum þóttu reglurnar um úreldinguna óbilgjarnar þar sem eigendum bátanna var gert næsta ókleift að bjarga þeim frá bál- kesti eða eyðileggingu, jafnvel þó ljóst væri að þeir yrðu ekki nýttir til að stunda veiðar. Margir traustir og sögulegir bátar hafa því verið eyðilagðir án þess að þau menningar- sögulegu verðmæti sem í þeim fólust væru metin að verðleikum. Er það mikill skaði fyrir atvinnusögu Íslendinga sem fram að þessu hafa átt allt sitt undir sjávarútvegi. Endurbygging og varðveisla eikarbáts á borð við Skaftfelling er því lofsvert fram- tak, sem getur haft áþekka þýðingu fyrir samfélagið og fyrstu skref okkar á braut húsafriðunar fyrir fáum áratugum. Allt að tíundi hluti barna er með hreyfi-vandamál og má ætla að sama hlutfall sé með lesblindu. Hvort tveggja getur vald- ið börnum miklum erfiðleikum og jafnvel haft áhrif alla ævi sé ekki brugðist rétt við. Nú hefur tekist að greina taugafrumur, sem valda lesblindu og hreyfivandamálum hjá börnum og hníga flest rök að því að les- blinda sé skynjunargalli fremur en málgalli. Dr. Hermundur Sigurðsson hefur rannsak- að þessi mál og hannað próf, sem segja til um hvort börn séu líkleg til að þjást af les- blindu eða vægum hreyfivanda. Hermundur kveðst í samtali við Morgun- blaðið á sunnudag hafa hug á að leggja þessi próf fyrir íslensk börn. Hann telur ekki full- nægjandi að kanna hvort sex ára börn séu haldin lesblindu, eins og nú er farið að gera í skólum á Íslandi, heldur eigi einnig að kanna hvort búast megi við hreyfivandamál- um. Hermundur greinir í viðtalinu frá þeirri hugmynd sinni að stofna rannsóknamiðstöð um þroska og nám barna og stunda samstarf við vísindamenn í fremstu röð annars staðar í heiminum, meðal annars í Oxford þar sem hann hefur stundað rannsóknir og viljinn er fyrir hendi. Greina megi lesblindu og hreyfi- vandamál áður en skólaganga barna hefst og með þrotlausri vinnu og örvun umhverfisins sé hægt að „hjálpa þessum börnum óumræði- lega mikið“. Börn með þessi vandamál þurfa minnst tveggja tíma aukahjálp á dag alla daga vikunnar, að sögn Hermundar. Örva þurfi heilataugafrumur til að styrkja þær, en tengsl milli frumuhópa styrkist ekki séu þeir ekki notaðir. „Það er hins vegar oft erfitt að fá peninga í rannsóknir um börn,“ segir Hermundur. „Þau eru veikur hagsmunahópur og enn lé- legri þrýstihópur og foreldrarnir sennilega ekki nógu sterkur hópur, þótt allir, hver og einn einasti í samfélaginu, vilji börnunum sem best. Samt streyma peningarnir annað. Þetta er spurning um að tryggja þessum hópi barna sama rétt til almennra lífsgæða, en þau eru um það bil 10% barna á Íslandi.“ Börn eiga ekki að þurfa að líða fyrir það að vera veikur hagsmunahópur. Þau eiga ekki að gjalda fyrir það að vera lélegur þrýstihópur. Það er hlutverk fyrrverandi barna að koma í veg fyrir að það gerist. Orðið mannauður er mikið notað um þessar mundir. Það á að nota öll tækifæri, sem gefast til að tryggja að börnin okkar fái þau tækifæri í lífinu, sem þau verðskulda. Þau eru mannauður framtíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.