Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.08.2001, Blaðsíða 32
FYRIR skömmu barst inn ámörg heimili á höfuðborg-arsvæðinu kynningarblaðum Suðurhlíðarskóla sem söfnuður Sjöunda dags aðventista rekur í Fossvogsdaln- um. Margir gætu hald- ið að um nýjan skóla væri að ræða en svo er ekki. Aðventistar starf- ræktu Barnaskóla að- ventista á ýmsum stöð- um í Reykjavík alveg frá árinu 1928 en skól- inn hlaut núverandi nafn þegar hann flutti í eigið húsnæði í Suður- hlíð 36 árið 1990. Þegar til stóð að flytja í nýtt og stærra húsnæði kom fram þrýstingur frá foreldr- um um að hægt yrði að ljúka grunnskólaprófi frá skólanum og var orðið við því en skólinn er fyr- ir nemendur í 1.–10. bekk. Þar með þurfti að breyta nafninu og var hann þá nefndur eftir götunni sem hann stendur við. Ánægðir foreldrar auglýsa best Jón Karlsson, sem er skólastjóri Suðurhlíðarskóla segir að ekki hafi mikið verið gert af því í gegnum árin að auglýsa skólann. „Okkar besta auglýsing hefur verið ánægðir for- eldrar og við höfum látið það duga hingað til. Við hittum þó alltaf öðru hverju fólk sem aldrei hefur heyrt skólann okkar nefndan. Nýstofnuðu hollvinafélagi skólans þótti því full ástæða til þess að láta vita af tilvist hans,“ segir Jón. Jón segir ekki mikið um að börn af landsbyggðinni sæki skólann en aft- ur á móti séu þar nemendur úr öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu. Suðurhlíðarskóli getur tekið við 75 nemendum en smæðin gerir það að verkum að bekkjar- deildum er kennt sam- an. „Við segjum stund- um að við séum með sveitaskóla hér í miðri höfuðborginni vegna þess að við erum með samkennslu. Yfirleitt er fyrsta og öðrum bekk kennt saman, þriðji og fjórði bekkur eru saman og svo koll af kolli,“ segir hann. Samkennsla er algeng á landsbyggðinni, og áætlar Jón að þannig hátti til í 25– 30% grunnskóla á landinu. Kennslufræði á kristnum grunni Rekstur Suðurhlíðarskóla hvílir á sama grunni og rekstur annarra einkaskóla á höfuðborgarsvæðinu. Skólinn fær mánaðarlegt framlag með hverjum nemanda frá því sveit- arfélagi sem hann kemur frá, en síð- an greiða foreldrar skólagjöld sem eiga að standa undir þeim kostnaði sem út af stendur. „Við bjóðum fólki að dreifa greiðslu skólagjaldanna yfir heilt ár til þess að gera greiðslu þeirra við- ráðanlegri,“ segir Jón og bætir við að auk kennslunnar fái börnin aðstoð við heimanám eftir að kennslu lýkur og yngstu börnin fái gæslu. Skóladagurinn í Suðurhlíðarskóla er samfelldur og í hádeginu geta börnin keypt heitan mat. Jón segir að þessi þjónusta sé mikið notuð. „Börn eru samt oft matvönd og þau eru misjafnlega spennt fyrir því sem á boðstólum er,“ segir hann og bros- ir. Að sögn Jóns eru aðventistar með mjög öfluga skólastarfsemi víða um heim í yfir 5.000 skólum. „Þetta er allt frá grunnskólum eins og Suður- hlíðarskóla upp í virta háskóla. Sam- eiginlegt með þeim öllum er að mikil áhersla er lögð á kristilega siðfræði og gömul en góð gildi sem eru mikið á undanhaldi, að því er manni virðist. Við byrjum hvern dag með morgun- bæn og hér eru kenndir heldur fleiri tímar í kristinfræði á viku en víðast hvar tíðkast. Við reynum að láta siðaboðskap kristinnar trúar koma fram í öllu skólastarfinu. Mikil áhersla er lögð á góð sam- skipti meðal barnanna og við förum eftir gullnu reglunni sem Kristur kenndi okkur: „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Við viljum einnig brýna fyrir börnunum það sem segir í Orðskviðum Salómons að „gott mannorð er dýrmætara en mikill auður“. Það skiptir miklu máli hvernig við komum fram hvert við annað og hvernig við kynnum okk- ur,“ segir Jón. Hann segir að í öllu starfi skólans sé tekið mið af boðskap Biblíunnar en auðvitað sé framsetningin aðlög- uð að aldri barnanna. „Þau sem eru yngst læra biblíusögurnar sínar, en í eldri bekkjunum leggjum við meiri áherslu á að kenna meginreglur kristinna lífsgilda. Kjarni hins kristna boðskapar er auðvitað kær- leikurinn,“ segir Jón og bætir við að nemendur skólans séu ekki einungis aðventistar heldur komi þeir frá ýmsum kirkjudeildum og söfnuðum. Jón segir að enda þótt skólastarf við Suðurhlíðarskóla hvíli á kristileg- um grunni sé að sjálfsögðu farið eftir aðalnámskrá grunnskóla sem gefin var út af menntamálaráðuneytinu. Skólastarf í kristnum anda Suðurhlíðarskóli/ „Við segjum stundum að við séum með sveitaskóla hér í miðri höfuðborginni vegna þess að við erum með samkennslu,“ segir Jón Karlsson skólastjóri í samtali við Ragnheiði Harðardóttur. Aðventistar eru með öfluga skólastarfsemi víða um heim í yfir 5.000 skólum.  Gullna reglan er hátt skrifuð í skóla aðventista í Reykjavík.  „Ef nemendum líður ekki vel í skólanum njóta þeir sín ekki.“ Jón Karlsson MENNTUN 32 ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ M ér finnst skemmtilegt að lesa hetjusögur úr íslenzkum hversdegi. Slíkar sögur hleypa fersku lofti um hugann, snerta hjartað, rétta úr bakinu og endurnýja trúna á lífið og tilveruna. Þessar sögur eru af ýmsum toga, en sú sem ég ætla að segja hér fjallar um viðskipti almennra Íslendinga og Kerf- isins, eins konar tilbrigði við stefið um Davíð og Golíat. Sjálfur hef ég, eins og flestir aðrir, háð mína glímu við Kerfið. Af þeim viðureignum fer engum sögum. Ég er enginn Davíð. En ég hef velt Kerfinu fyrir mér, þessum andlitslausa óskapnaði, sem leggst yfir flesta kima mannlífsins og krefst þess að al- múginn sitji og standi sem honum þókn- ast. Ég held að í þessum vangaveltum hafi ég komizt næst því að fá mynd af Kerfinu í sandormum Franks Herbert á plánetunni Dune. Lengra nær nú skilningur minn á skepnunni ekki. Það breytir þó ekki því, að ég les spenntur allar sögur um Kerfiskallana og fólkið í landinu. Beztar þykja mér þær sögur, þar sem Kerfið hefur skipað fólki á einhvern bás en mannskepnan gerir uppreisn og rís af eigin rammleik úr öskustónni. Þessar sögur birtast ekki í tímaritum sem segjast fjalla um fólk. Þær gerast bara alls staðar í kring um okkur. Ein slík saga hefur verið að gerast norður í landi í mörg ár. Fyrr í sumar urðu í henni kafla- skipti, þegar segja má að sögu- hetjurnar hafi eftir langt stríð og hart, líkt og bláeyga sandfólkið á Dune, komist á bak sandorm- inum og beizlað hann. Sagan hefst þar sem ung hjón flytja í norðlenzka sveit og vilja láta drauminn um hrossabúskap rætast. Eins og flestir aðrir verða þau að leita á náðir Kerf- isins. En Kerfið á sér engan draum. Það bara deilir og drottnar. Svo á það sér gæludýr, en því miður fyrir söguhetjur okkar eru hross langt í frá að vera gæludýr Kerf- isins þá stundina. Þess vegna hafnar Kerfið umsvifalaust um- sókn um fyrirgreiðslu til hest- hússbyggingar. Og kemur fyrir ekki, þótt draumurinn sé látinn rætast á pappírum fyrir framan nefið á því. Kerfið vill nefnilega ekki sjá hrossabúskap. Gæludýr þess eru loðdýr. Því eru minkur og refur á ferli í einu og sama Kerfinu. Hrossabúskapur á ekki upp á pallborðið. Er ekki láns- hæfur, segir Kerfið og slettir í góm! Vill unga fólkið ekki bara sækja um lán til loðdýraræktar? Gjöra svo vel. Nógir peningar þar. En ekki tala meira um hross. Fólk má svo sem hafa nokkra hesta til að skrattast á á björtum sumarnóttum, þegar tóm gefst til frá loðdýrunum. En hestar eru ekki alvörubúpen- ingur og því fæst ekki króna úr Kerfinu til að byggja hesthús. Bónleið til búðar sjá ungu hjónin ekki aðra leið en ganga í loðdýrabjarg Kerfisins. Og stendur þá ekki á lánsfé. Það liggur hreint og beint við að söguhetjur okkar drukkni í pen- ingum, svo hratt og örugglega berast þeir. Þar sem að morgni er melur einn stendur reisulegt hús að kveldi. En betri tíð með blóm í haga lætur bíða eftir sér. Einn góðan veðurdag hriktir í undirstöðum loðdýrabúsins. Svo hrynur það. Söguhetjur okkar eru nú enn nær því en áður að drukkna í lánsfénu. Nema hvað nú er uppi á því annar kantur. Fólkið situr í skuldasúpunni, en það er súpa, sem sumir fitna af, en almenningur fær ekki etið sér til þrifa. Verður nú fátt um reiðtúra hjá söguhetjum vorum og er þó ekk- ert lát á björtum sumarnóttum. En okkar fólk neitar að láta erfiðleikana smækka sig, heldur gengur tvíeflt á hólm við þá. Hendur eru látnar standa fram úr ermum hvar sem færi gefst. Hestunum er haldið til haga. Og það er fyrir hross að bær þeirra ber orðstír. Kemur þar sögunni að það verður annaðhvort að hrökkva eða stökkva með hrossin, því ekki er lengur stætt á öðru en að byggja yfir þau. Eftir talsverðar vangaveltur verður það ofan á að breyta loðdýrahúsinu í hesthús! Því er það, að á fyrsta sumri nýrrar aldar bjóða söguhetjur okkar til hófs í einu glæsilegasta og hugvitssamlegasta hesthúsi landsins. Þeir eru margir, sem mæta til að samfagna og dást að þrautseigjunni og dugnaðinum. Mest eru þetta hestamenn, vinir og vandamenn en kerfiskarlar sjást engir. Eins og þeir hefðu þó gott af að ganga í gegn um húsið og hafa hausaskipti í leið- inni. Þar sem áður eltu loðdýr skott sín í girtum búrum standa nú frýsandi gæðingar við stalla; aukabúgreinin, sem Kerfið hafn- aði, er orðin höfuðbúskapurinn á bænum. Auðvitað er allt gott sem end- ar vel. Það má bara ekki gleym- ast, hvað það hefur kostað að komast á rétta braut; ár, blóð, svita og tár. Allt hefði þetta orð- ið með öðrum brag, ef Kerfið hefði makkað rétt í upphafi. Reyndar er rangt að tala um sögulok. Ævintýrið er rétt að byrja. Það verður gaman að lesa það. Þetta er auðvitað ekki eina sagan sinnar tegundar sem er að gerast eða hefur gerzt á okkar landi. Það er bara spurning, hvort við sjáum þær í gegn um fánýtan fyrirgang fjölmiðlanna í kring um fólk, sem þeir segja okkur að sé fólkið í landinu. Þessi gæludýr tímaritanna eru þó hvergi heima, þar sem ég rek inn nefið. Þar hitti ég bara fyrir fólk, sem þegjandi og hljóðalaust breytir sínu böli í betrunarhús. Hetjusaga þess fólks verður aldrei of oft sögð. Í hvert eitt sinn er það hún, sem heldur þræðinum í sjálfstæði fólksins í landinu. Og minnir okkur á, hvers konar Sumarhús það eru, sem teljast eilífðarinnar smá- blóm í Íslands þúsund árum. Dýrvitlaus hetjusaga Hér segir af hvunndagshetjum sem þraukuðu þar til aukabúgrein, sem Kerfið hafnaði, varð höfuð- búskapurinn á bænum. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn- @mbl.is MENNING 2000 – menningar- áætlun Evrópusambandsins, til- kynning: Árið 2002 verður áhersla á styrki til verkefna á sviði samtíð- armyndlistar (modern and con- temporary visual arts) en einnig verða veittir styrkir til 33 verk- efna á sviði menningararfleifðar og sviðslistar (tónlist, leiklist og dans). Þá verða veittir styrkir til þýðinga á evrópskum bók- menntum. Skilafrestur umsókna fyrir eins árs samstarfsverkefni þriggja Evrópulanda er til 15. nóvember. Skilafrestur umsókna fyrir 2–3 ára samstarfsverkefni/samstarfs- samninga fimm Evrópuþjóða verður til 30. nóvember. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Upplýsingaþjónustu menning- aráætlunar ESB í síma 562 6388, tölvupóstur: ccp@iff.is. Upplýsingatækni- áætlun ESB Skilafrestur fyrir umsóknir í 7. verkefnalýsinguna í þemaáætlun Evrópusambandsins um upplýs- ingasamfélagið (IST), sem heyrir undir 5. rammaáætlun ESB um rannsóknir og tækniþróun, er til 17. október nk. Þetta er í síð- asta sinn sem lýst er eftir umsóknum í þema- áætluninni um upplýsinga- samfélagið en áætlunin hóf göngu sína í lok árs 1998 og henni lýkur árið 2002. Árið 2003 tekur svo 6. rammaáætlunin við. Að þessu sinni eru í boði 450 milljónir evra, eða 40 milljarðar íslenskra króna. Sérstakt vefsvæði fyrir 7. verk- efnalýsinguna er að finna á vef áætlunarinnar á slóðinni www.evropusamvinna.is. Opið er fyrir umsóknir í eft- irfarandi lykilsvið: – Upplýsingakerfi og þjónusta við borgarana. – Nýir vinnuhættir og rafræn viðskipti. – Margmiðlunarefni og tól. – Grunntækni og innviðir. Nánari upplýsingar veitir Ei- ríkur Bergmann Einarsson hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Ís- lands, netfang: eirikur.berg- mann@hi.is. Herferð um netviðskipti Í haust fer af stað herferð sem Upplýsingaskrifstofa Evrópumála á Íslandi (Euro Info) tekur þátt í ásamt upplýs- ingaskrifstofum 17 annarra Evr- ópulanda og nefnist á ensku „Euro Info Centre e-business campaign“. Takmarkið er að ná til lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem selja vörur sínar á fyrirtækjamark- aðnum og hafa áhuga á að nota Netið til viðskipta, kynna fyrir fulltrúum þeirra þá hagræðing- armöguleika sem Netið býður upp á og aðstoða þau við að stíga nauðsynleg skref í átt til þátttöku í viðskiptum á Netinu. Herferð- inni verður formlega hrundið af stað í september og gert er ráð fyrir að hún standi í allt að eitt ár. Upplýsingar um herferðina og netviðskipti almennt verða birtar á heimasíðu Upplýsingaskrifstofu Evrópumála, http://www.icetrade.is/euroinfo. Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.