Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 27 Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 31. júlí 2001 er vitnað í Ólöfu Guðnýju Valdimars- dóttur, formann Land- verndar, um samkomu- lag það sem náðist í Bonn fyrr í mánuðinum um Kyoto-bókunina. Þar er haft eftir Ólöfu (innan tilvitnunar- merkja): „Landvernd hefur áhyggjur af því að íslensk stjórnvöld hafi það á stefnuskrá að auka losun gróðurhúsa- lofttegunda“. Með þessu undarlega orða- lagi er átt við þá stefnu stjórnvalda að nýta hreinar íslenskar orkulindir til orkufreks iðnaðar í landinu t.d. til ál- framleiðslu. Varla er til meira öfugmæli en þetta. Álframleiðsla á Íslandi dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum hvort heldur borið er sam- an við að álið væri alls ekki framleitt og notað, eða við að það væri fram- leitt með rafmagni úr eldsneyti. Það er einmitt höfuðmarkmiðið með Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóð- anna, sem Kyoto-bókunin er við, að draga úr heimslosuninni á þessum lofttegundum. Hún ein, en ekki skipt- ing hennar á lönd og álfur, ræður úr- slitum um gróðurhúsaáhrifin á jörð- unni í framtíðinni. Ætla mætti að það stæði nær Landvernd að lýsa áhyggj- um af horfum í loftslagsmálum á jörð- inni samkvæmt því sem fram kom á fundinum í Bonn en af þessari stefnu íslenskra stjórnvalda. Ólöf segir stjórnvöld „einblína á hin hnattrænu sjónarmið, en út frá þeim sjónarhóli að Íslendingar taki á sig meiri mengun“. En eru það ekki einmitt hin hnattrænu viðhorf sem eru rauði þráðurinn í Loftslagssátt- málunum? Það er rétt hjá Ólöfu að álvinnslu fylgir viss mengun. Er þá átt við flú- orsambönd og ýmis önnur framandi efnasambönd sem ber- ast út í andrúmsloftið. Koltvísýringur er hins- vegar ekki mengandi efni heldur náttúruleg- ur hluti andrúmslofts- ins. Hver einasti maður og hvert einasta dýr blæs honum út í loftið í hverjum einasta andar- drætti. Frá hinum fyrsta til hins síðasta. Að auki er hann „fæða“ allra plantna, allt frá plöntusvifi til risafura, og þar með lífsnauðsyn- legt efni. Allt annað mál er að það getur orðið of mikið af lífsnauðsynlegu efni. Vatn er lífsnauðsynlegt efni sem stundum verður of mikið af. Ekki köllum við það mengun þegar það gerist! Það er einnig rétt hjá henni að virkjanir vatnsorku og jarðhita hafa áhrif á umhverfið sem sum eru nei- kvæð og það er sömuleiðis rétt að á þá hlið málsins verður einnig að líta frá hnattrænu sjónarmiði. Um allan heim geta virkjanir haft neikvæð áhrif. Sumsstaðar ekki aðeins á nátt- úrulegt umhverfi heldur líka á mann- legt umhverfi, búsetu fólks sem þarf að flytja frá heimkynnum sínum vegna vatnsaflsvirkjana. Í öðrum löndum eru líka náttúruperlur, að mati þeirra sem þar búa. Ólöf segir að náttúran á hálendi Ís- lands eigi ekki sinn líka í hnattrænu samhengi. Það á náttúran á virkjun- arsvæði Þriggja gljúfra virkjunarinn- ar í Kína ekki heldur, að mati margra þarlendra og ýmissa fleiri. Og ekki aðeins þar heldur á fjölmörgum virkj- unarsvæðum vatnsorku víða um heim – í huga þeirra sem þar búa. Þessi hugsun er ekkert bundin við Ísland. Hún er einnig hnattræn. Það eru „Landverndir“ víðar en á Íslandi. Ef hún ein á að ráða för verður ekki víða virkjað. Hvað er þá til ráða? Vindmyllur, segja sumir. En einnig þær hafa áhrif á umhverfið. Menn hugsi sér þúsund vindmyllur, dreifðar um Fljótsdals- heiði, í stað Kárahnjúka-virkjunar. Skyldu þær, ásamt tilheyrandi raf- magnslínum, vegum og umferð vegna eftirlits og viðhalds, hafa nokkur áhrif á ferðir hreindýra? Eða á fugla? Eða á útsýnið til „ósnortinna víð- erna“? Eða á útsýnið af Snæfelli? Að auki þyrftu þær 700 MW eldsneyt- isstöð sem varastöð þar sem oft þyrfti að brenna eldsneyti því að ekki er alltaf hvasst á Fljótsdalsheiði. Eigum við kannske að hætta alveg að framleiða og nota ál? Hvernig fer þá fyrir flugvélaiðnaðinum, en ál og álblöndur eru um og yfir 90% af efn- inu í bol og vængjum farþegaþotu? Og hvernig fer þá fyrir ferðaþjónust- unni? Þá verða bílarnir okkar þyngri og eyða meira eldsneyti sem eykur á gróðurhúsaáhrifin og gerir þá dýrari í rekstri. Þar á meðal fjallajeppa á há- lendi Íslands. Við verðum að vera sjálfum okkur samkvæm. Ef við viljum ekki að ál sé framleitt á Íslandi vegna þess að nauðsynlegar virkjanir spilli nátt- úrunni getum við ekki ætlast til að íbúar annarra vatnsorkulanda vilji það heldur. Við getum ekki ætlað öðr- um að vilja hafa eitthvað sem við vilj- um ekki sjá hjá okkur. Ég tala nú ekki um ef fólk þarf að flytja frá heim- kynnum sínum vegna virkjananna. Og við viljum ekki að ál sé framleitt með rafmagni úr eldsneyti vegna gróðurhúsaáhrifanna. Já. Sá á kvölina sem á völina. Val getur verið erfitt. En við verðum að velja. Við getum ekki vænst þess að aðrir vilji framleiða það ál sem við viljum ekki framleiða sjálf. Við getum ekki búist við að einhverjir aðrir taki á sig öll óþægindin sem fylgja þeim lífsháttum sem við höfum tamið okk- ur. Að aðrir borgi fyrir okkur hádeg- isverðinn. Sjálfum sér samkvæmur Jakob Björnsson Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri. Orkuveitur Val getur verið erfitt, segir Jakob Björnsson. En við verðum að velja. NÝLEGA skrifaði Steingerður Ólafsdótt- ir snaggaralega ádrepu um aukið vægi ensk- unnar í viðskiptalífi Evrópubúa (,,Evrópu- málin“, Mbl. 11/8). Þarf ekki mikla skarp- skyggni til að sjá að enskan er orðin ,,lingua franca“ vorra tíma. En mönnum yfirsést gjarnan að ekki öruggt að svo verði til fram- búðar. Samkvæmt nýj- um rannsóknum fjölg- ar þeim Bandaríkja- mönnum sem annað hvort kunna enga ensku og/eða tala annað tungumál heima hjá sér. Reyndar eykst fjöldi spænskumæl- andi Bandaríkjamanna hröðum skrefum og telja margir að spænsk- an muni skáka enskunni innan tíðar þar vestra. Svo segja fróðir menn að innan sex ára verði kínverska orðin helsta málið á alnetinu. Íslendingar eru mjög illa í stakk búnir til að bregðast við mögulegri framsókn annarra tungna en ensku. Veldur mestu barnaleg hrifing þeirra á hinni helgu tungu sem guð- irnir í Hóllívúdd gjamma á. Mör- landinn skilur ekki að þjóðir eins og Frakkar skipta helst ekki við fólk sem talar bara ensku. Ég hef ástæðu til að ætla að Íslendingar missi við- skipti við frönsk fyrirtæki vegna þess að þeir senda Frökkunum við- skiptabréf á ensku. Það er ekki kunnáttuleysi í ensku sem háir Ís- lendingum mest heldur vankunnátta í stórmálum á borð við frönsku, þýsku, spænsku, japönsku og kín- versku. Ekkert bendir til þess að forráða- menn Háskólans á Akureyri skilji þetta. Því til staðfestingar má nefna að Háskólinn hyggst láta kenna námskeið í fjölmiðlatækni á ensku. Rektor háskólans mun hafa sagt að þessi tilhögun yki möguleika ís- lenskra nemenda til að fá störf er- lendis og gæti laðað erlenda nem- endur til Háskólans. En mér er spurn, er það verkefni íslenskra menntastofnana að nota íslenskt skattfé til að greiða fyr- ir menntun sem kemur öðrum þjóðum til góða? Og hvað nú ef nemend- um bjóðast störf í lönd- um eins og Frakklandi og Ítalíu þar sem varla nokkur kjaftur talar skammlausa ensku? Auk þess fara Íslend- ingar helst til hinna Norðurlandanna að leita sér vinnu og því væri kannski skynsam- legast að kenna nám- skeiðið á dönsku. Staðhæfingin um að enskumennskan myndi laða erlenda nemendur til Akureyr- ar er blátt áfram hlægileg. Hvern langar að flytja ótilneyddur til þessa smáborgarabælis við Eyjafjörðinn? Rökfærsla rektors minnir mig á hina fáránlegu staðhæfingu Benedikts Jóhannessonar um að tækju Íslend- ingar að tala ensku í stað íslensku myndu erlendir fræðimenn flykkjast til landsins. En hvaða fræðimann fýsir að búa á þessu hrollkalda skeri þar sem aðstaða til fræðiiðkana er fyrir neðan allar hellur? Þess utan forðast fræðimenn enskumælandi lönd á borð við Belize, Írland og Ja- maíku eins og heitan eldinn. Því er engin ástæða til að ætla að þeir flyttu til Íslands þótt Íslendingar tækju að jarma á ensku. Árið 1941 birti blað í Ósló svo- hljóðandi auglýsingu frá málaskóla ,,lærið þýsku, mál framtíðarinnar“. Þarf að segja meir? Enn um enskudýrkun Stefán Snævarr Tungumál Fróðir menn segja, að innan sex ára, segir Stefán Snævarr, verði kínverska orðin helsta málið á alnetinu. Höfundur kennir heimspeki í Noregi. MIKIÐ var mér skemmt yfir nýbirtri grein Kristjáns Ragn- arssonar hér í Mbl., þar sem hann setti ofan í við Magnús Þór Hafsteins- son fiskifræðing og fréttamann bæði við út- varpið og ríkissjónvarp- ið auk norska blaðsins Fiskaren í Bergen. Ég hef lengi hlustað á frísk- legar og vandaðar frétt- ir þessa unga manns sem ég alls ekkert þekki en hefur það um- fram marga fréttamenn að hafa þekkingu á því efni sem hann fjallar um. Ég hef raunar beðið þess að hann yrði látinn hætta störfum hjá útvarpinu því hann hefur flutt sannleikann um fiskveiði- stjórn umbúðalausan og það hefur ekki mikið tíðkast hjá Ríkisútvarpinu að því er þetta efni varðar. Skoðana- kúgun þagnarinnar – sá múll, sem Kristján Ragnarsson vill koma á Magnús Þór, hefur lengst af verið ríkjandi hjá Ríkisútvarpinu um fisk- veiðistjórnina og sú skoðanakúgun er a.m.k. að hluta til ættuð úr herbúðum LÍÚ. Svo vill til að ég þekki það á eig- in skinni og sé ástæðu til að rifja það upp af þessu gefna tilefni. Allir lesendur Mbl., sem á annað borð leggja á sig að lesa aðsendar greinar, vita að ég hef um árabil skrif- að ótal greinar um fiskveiðistjórn og efni sem henni tengjast. Þrisvar á þessum tíma hef ég orðið var við að frétta- og dagskrárgerðarmönnum Ríkisútvarpsins þótti sem þessi greinaskrif ættu erindi í útvarpið og vildu rekja þau og ræða. Í öllum tilfellum neitaði LÍÚ að ræða málið við útvarpsmennina og í öll- um tilvikunum þótti hlutaðeigandi útvarps- mönnum þá rétt að taka efnið af dagskrá og láta þess hvergi getið. Þeim þótti sýnilega tryggara að egna ekki Kristján Ragnarsson upp á móti sér og ég áfellist þá ekki fyrir það eins og málum er háttað. Mér þykir þetta hins vegar vera vitnisburður um þrúgandi andrúmsloft pólitískra áhrifa inni á þessari annars að mörgu leyti ágætu stofnun. Í þessi þrjú skipti, sem ég fyrir til- viljanir frétti af, var það vilji Krist- jáns Ragnarssonar sem fékk að ráða því um hvað var þagað í útvarpinu og ekki þykir mér fráleitt að þau skipti hafi verið fleiri, þótt ég hafi ekki af því frétt. Maður eins og Kristján Ragnars- son, sem þannig hefur fengið að ráða umfjöllun Ríkisútvarpsins um þau hagsmunamál sem hann hefur verið ráðinn til að gæta, kann því að sjálf- sögðu mjög illa að nú skuli vera kom- inn til starfa hjá útvarpinu maður sem ekki aðeins hefur betri þekkingu til að fjalla um þessi mál heldur en Kristján Ragnarsson, heldur gerir það af fullri einurð og í þágu sannleikans í málinu, en ekki eftir pípu Kristjáns Ragnars- sonar og LÍÚ. Með þessu leggur hann efalaust starf sitt að veði, því að strax og vilji LÍÚ fær sínu framgengt innan Ríkisútvarpsins verður hann rekinn. Skrif Kristjáns Ragnarssonar bera með sér að hans sýn er þrengri en svo að hann skilji að skoðanir og ályktanir af staðreyndum, sem ekki ríma við hans eigin, geta allt eins ver- ið réttar, þótt þær séu aðrar en þær sem málaliði LÍÚ hlýtur að fylgja fram. Kristján er ekkert annað en hagsmunavarðhundur, ráðinn til að gæta forræðis stórútgerðanna á LÍÚ og áhrifa þeirra í stjórnmálaflokkun- um. Sjónarmið Kristjáns Ragnars- sonar bera ekki vitni um neitt nema atvinnu hans í þágu þessara ráðandi afla LÍÚ. Þau varða þjóðarhag alls ekki neitt og ekki einu sinni hag út- gerðarinnar í landinu sem heildar. Meðan áhrif slíkra afla eru jafnmikil í þjóðfélaginu og raun ber vitni, veitir ekki af að menn eins og Magnús Þór Hafsteinsson fái að vinna ómýldir á fréttastofum fjölmiðla. Umhyggja fyrir sönnum fréttaflutningi Jón Sigurðsson Sjávarútvegur Mér þykir þetta vera vitnisburður, segir Jón Sigurðsson, um þrúgandi andrúmsloft pólitískra áhrifa. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.