Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 29 GREINARHÖFUNDUR hefur um margra ára skeið verið unnandi fjallaferða og íslenskrar náttúru. Á ferðum mínum um landið hef ég kom- ið við á ýmsum náttúruperlum en að öllum stöðum ólöstuð- um hef ég tekið einna mestu ástfóstri við Kjöl. Þar tel ég fjölbreytileik hinnar stórbrotnu nátt- úru miðhálendisins vera hvað mestan. Þar má finna allt það sem einkennir hálendi Ís- lands. Snemma á ferð- um mínum um Kjöl veitti ég athygli svæði einu neðarlega við Hvít- árvatn, gróðurfar þar er allt annað heldur en utan þess. Vandað hef- ur verið val á gróðri til sáningar og ásýnd svæðisins einkennist af því gróðurfari sem þarna hefur ríkt áður en máttur eyðileggingar náttúr- unnar sjálfrar og mistaka mannsins settu mark sitt á þessar slóðir. Svæð- ið er á svokölluðum Svartártorfum neðarlega á Tjarnarheiði. Á þessu til- tekna svæði hafa félagar Lions- klúbbsins Baldurs tekið í fóstur stórt svæði og hlúð þar að gróðri, grætt upp rofabörð og á allan hátt stuðlað að bættu gróðurfari af einstökum dugnaði og eljusemi. Norðan við svæði Lionsmanna (handan ósa Svartár) hafa jafnframt veiðirétthaf- ar í Hvítárvatni séð um stórt svæði umhverfis skálann Gunnarshólma, með friðun fyrir beit og landgræðslu í huga. Í nýútkominni árbók Ferða- félags Íslands eftir Arnór Karlsson er staðháttum á Kili lýst á snilldarlegan hátt og gefin góð lýsing á tilkomu framtaks Lionsmanna á svæðinu. Samkvæmt því sem í bókinni stendur er hér um gott framtak að ræða og á flestan hátt virðingarvert og væri óskandi að fleiri aðilar sýndu sama dugnað og umhyggju fyrir landinu og þessir ágætu aðlilar hafa gert. En enginn málstaður er það góður að hann megi ekki gagnrýna. Svæðun- um er harðlega læst og lokað fyrir al- mennri umferð. Við hliðið inn á svæði Lionsmanna er áberandi skilti í nafni Lionsklúbbsins Baldurs og Land- græðslunnar, sem bannar alla óvið- komandi umferð inn á svæðið. Þeim sem vilja skoða þessi svæði og dást að framtakinu er haldið frá með ógnandi skiltum og þungum hliðum sem eru margvafin þykkum keðjum og vold- ugum lásum. Að mínu mati er hér um stórlega oftekinn rétt að ræða af hálfu Lionsmanna og veiðirétthafa. Hér erum við stödd á svæði sem óum- deilanlega heyrir undir þjóðlendur eða almenninga og öllum á því að vera frjáls og óheft umferð um. Þetta land- svæði er á engan hátt hægt að flokka undir einkaland þrátt fyrir að við- komandi aðilum hafi verið treyst fyrir umsjá svæðisins að einhverju leyti. Á hliðinu norðan Svartár er skilti sem á stendur að öll veiði sé bönnuð. Veiði- rétthafar í Hvítárvatni eiga óumdeil- anlega þann veiðirétt, en aftur á móti má hver sem er stunda skotveiðar innan girðingar og um það hafa hinir fyrrnefndu ekkert að segja. Vissulega eiga þessir aðilar gott eitt skilið fyrir framtak sitt en ég held að það yrði enn frekar til að auka á velvild og virð- ingu annarra gagnvart þeim ef svæðin yrðu opnuð og gestir boðnir velkomnir. Hér er um sameign okkar allra að ræða. Biskupstungna- menn hafa rétt til að hafa sauðfé þarna á beit og renna fyrir fisk. Lengra nær réttur þeirra ekki og því ber að opna þessi svæði fyrir umferð allra þeirra er hafa áhuga á að ferðast þar um. Á báðum stöðunum er hægt að komast að Hvítárvatni, en í dag er aðeins ein leið fær að vatninu við svo- kallaða Girðingarvík sem liggur norð- ar. Eflaust er þessum aðilum annt um þau svæði sem þeir hafa hlúð að og einnig eru þar skálar og eignir sem þeir vilja ekki að allir valsi um að vild en skálunum sjálfum er hægt að læsa. Enginn hefur rétt til að loka svæðum á miðhálendi Íslands og meðhöndla þau sem sitt einkaland. Er það ekki fullmikið vantraust sem fólki er sýnt eins og ástandið er þarna upp frá í dag? Hér legg ég því fram þá kröfu að svæðin verði opnuð allri eðlilegri um- ferð strax. Voldugir lásar og keðjur verði fjarlægð af hliðum auk bann- skilta, stigar settir á girðingar og gestir boðnir velkomnir um leið og þeim er gert kleift að njóta síns lög- boðna réttar. Ég tel að hver sem er hafi rétt til að opna lásana á þessum hliðum, sem í dag eru læst án nokk- urrar lagastoðar. Ég býð jafnframt hlutaðeigandi aðilum liðsinni mitt við að færa hlutina í rétt horf. Ég hvet alla þá sem leið eiga um Kjöl til að ganga um þessi svæði og dást að virð- ingarverðu framtaki og um leið að fara um af nærgætni við viðkvæma náttúru og eigur annarra. Og á enn fleiri stöðum … En þetta eru ekki einu staðirnir á miðhálendinu þar sem einstakir að- ilar oftaka sér rétt til að meina öðrum eðlilega notkun landsins. Víða eru sett upp skilti til að banna ferðafólki að tjalda eða dvelja yfir nótt. Slíkt er oftast gert í þeim tilgangi að beina ferðafólki á þá staði þar sem aðilar reka einhvers konar ferðaþjónustu. Skilti sem banna tjöld voru til dæmis áberandi á leiðinni frá Eldgjá að Hólaskjóli seinast þegar ég fór þar um. Ferðafólki ber á engan hátt að fara eftir slíkum boðum og bönnum, nema þegar um er að ræða friðlýst svæði og þjóðgarða en auðvitað ber samt að gæta allrar varúðar í um- gengni við viðkvæma náttúru. Nú berast einnig fréttir að því að ferðafólki hafi verið meinað að tjalda á fyrirhuguðu lónstæði Kárahnúka- virkjunar. Hér er enn eitt dæmið um að traðkað sé á rétti almennings til eðlilegrar umgengni um landið. Því banni hefur verið fylgt eftir með þeim rökum að þarna sé engin salernisað- staða fyrir ferðamenn. Skortur á sal- ernisaðstöðu eru ekki haldbær rök til að nýleg lög um almannarétt (lög nr. 44 / 1999) sé hægt að sniðganga af þeim sem vilja almenning burt af þessum umdeildu slóðum. Ég tel það einn af helstu kostum þess að vera Íslendingur að við höfum öll sama tilkall til ótrúlega stórs hluta landsins. Á meðan við göngum um náttúruna af tilhlýðilegri virðingu og alúð er þessi réttur eitthvað sem við öll getum verið stolt yfir. Þessi réttur skapar samhug meðal okkar allra og mikla virðingu fyrir þessari ómetan- legu sameign sem miðhálendið er. Þess vegna á það ekki að leyfast að einstakir aðilar slái því sem næst eign sinni á einstök svæði á miðhálendinu sem er eign okkar allra er búum á þessu landi. Ofríki á Kili Árni Tryggvason Þjóðlendur Hér legg ég því fram þá kröfu, segir Árni Tryggvason, að svæðin verði opnuð allri eðli- legri umferð strax. Höfundur starfar að markaðs- og hönnunarstörfum og er áhugamaður um fjallaferðir. Bannskilti Lionsklúbbsins Baldurs á Kili. NÝJAR HAUSTVÖRUR eva LAUGAVEGI 91 (2. HÆÐ) s. 562 0625 Langur laugardagur Opið til kl.17.00 Glæsilegt úrval frá Gerard Darel DKNY Tara Jarmon Paul et Joe BZR Seller Fransi Nicole Farhi ...við tökum vel á móti þér ÞAÐ var ánægjulegt að sjá grein um skýrslu Línuhönnunar um kosti 2+1 vega í Mogganum. Eftir alls konar fréttir um tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar eftir norskum staðli og eftir 40% dýrari sænskum staðli, kemur þessi grein eins og sólar- geisli, einmitt þegar ég hélt að mikilmennsku- æðið hefði endanlega náð tökum á þessari ör- þjóð, sem við Íslending- ar erum. Ég held að ég tali af fullri reynslu af akstri bæði á Vesturlandsvegi og Reykja- nesbraut, þar sem ég bý í Mos- fellsbæ, vinn í Garðabæ og þarf oft að fara á Keflavíkurflugvöll vegna vinnu minnar. Það er margt sem má laga áður en kemur að því að tvöfalda þessa vegi með tilheyrandi kostnaði. Þessi leið sem Línuhönnun hefur gert úttekt á er mjög athyglisverð og þegar talað er um vissa vegakafla t.d. á Vesturlandsvegi er ljóst að málið snýst varla um annað en málningu. Ég ferðaðist nokkuð um Nýja-Sjá- land á bíl í byrjun ársins, og þrátt fyr- ir að þar væri vinstri akstur, var að mörgu leyti meira afslappandi að keyra þar en hér á Reykjavíkursvæð- inu. Þar vil ég fyrst nefna að þrátt fyrir að vegakerfið þar sé að mestu ein- breitt rétt eins og Reykjanesbrautin og flestir okkar vegir, fann maður ekki fyrir þesari panik eða innilok- unarkennd, sem grípur marga öku- menn þegar þeir komast ekki framúr vegna umferðar á móti. Jú einmitt 2+1! Reyndar kallast það þar „Passing lane“ og við gætum sem best kallað fyrirbærið „framúr-rein“ eða eitt- hvað álíka. Hver framúr-rein er um 1–2 km á lengd og er á flestum vegum með reglulegu millibili og er rækilega auglýst með umferðarmerkjum að eftir svo og svo marga km komi næsta framúr-rein, sem þýddi að ökumenn héldu ró sinni þangað til þeir komu að næstu framúr-rein og þá var farið fram úr þeim sem voru meira hægfara og allt án þess að „innilokunar-stress“ gerði vart við sig. Ég er eindregið fylgjandi því að Vega- gerðin byrji á því að setja upp nokkrar framúr-reinar á Vestu- landsvegi og Reykja- nesbraut núna strax í haust. Það er skynsam- leg lausn sem kostar lít- ið og mun örugglega draga úr slysahættu á sama tíma og afköst umræddra vega mun aukast verulega. Og af því að ég er að tala um Nýja- Sjáland, þá langar mig að nefna eitt atriði enn sem við gætum tekið til at- hugunar. Þeir hafa mikið af einbreið- um brúm þar eins og við, en þar er undantekningalaust biðskylda við annan enda brúar og sýndist mér að sá væri oftast látinn bíða sem hefur betra útsýni yfir brúna. Hve oft hafa menn keyrt saman á miðri einbreiðri brú á Íslandi? Þarna er góð lausn á þeim vanda. Leyfum skynseminni að ráða núna! Skynsemiskast Íslendinga? Ásgeir Erling Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri NAUST MARINE. Umferðin Ég er eindregið fylgjandi því, segir Ásgeir Erling Gunn- arsson, að Vegagerðin setji upp nokkrar fram- úr-reinar á Vesturlands- vegi og Reykjanesbraut strax í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.