Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Blackbird og Hafberg koma í dag. Oceanus, Mánafoss og Helgafell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hoken Maru, Yasu Maru og Ryuo Maru fara í dag. Venus kem- ur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Leikfimi hefst mánudaginn 3. sept. kl. 9. Kennt verð- ur á mánudögum og föstudögum kl.9. Enn eru laus pláss á nám- skeið í leirkerasmíði sem hefst þriðjudaginn 4. sept. kl. 9. Skráning stendur yfir í bókbands- námskeið sem hefst föstudaginn 7. sept. kl. 13. Skráning stendur yfir í eftirtalin námskeið sem hefjast um miðjan september: postulínsmálning, myndmennt, bútasaum, ensku og jóga. Dans hjá Sigvalda hefst þriðju- daginn 2. október. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Myndlist hefst mánu- daginn 3. sept. kl. 16. Allar upplýsingar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9.30 kaffi/ dagblöð, kl. 11.15 mat- ur, kl. 13 frjálst að spila í sal, kl. 15 kaffi. Söng- ur við píanóið með Jónu Kristínu verður á mánu- dögum kl. 13.30 í vetur. Fyrsti söngtíminn verð- ur mánudaginn 3. sept- ember. Allir eru hvattir til að mæta. jafnt lag- lausir sem lagvissir. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstöð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 13–16.45 frjáls spila- mennska. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl.10 verslunin opin, kl.11.30 matur, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. Kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í fyrramálið er ganga kl. 10, rúta frá Miðbæ kl. 9:50. Innritun stendur yfir á myndlist- arnámskeið hjá Reb- ekku. Dagsferð verður farin 13. sept. Land- eyjar undir leiðsögn, Gullfoss, Geysir, Þing- vellir. Innritun hafin í Hraunseli. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10–13. Matur í há- deginu. Dagsferð á Njáluslóðir 5. sept- ember. Sögusetrið á Hvolsvelli skoðað. Farið verður með Arthúri Björgvini Bollasyni á Njáluslóðir. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Leiðsögn Pálína Jónsdóttir. Þeir sem eiga pantað vin- samlegast sækið farmið- ann sem fyrst. Opið hús verður laugardaginn 8. september kl. 13.30. í Ásgarði Glæsibæ þar sem félagsstarfið verður kynnt. Söngur, dans- sýning, leiklist og fl. Farið verður til Kan- aríeyja 20. nóvember á sérstökum vild- arkjörum. Upplýsingar og skráning á skrifstof- unni. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10–16 í síma 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–11 morgunkaffi, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 9–12 sjúkraböðun, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 11.30– 13 hádegisverður, kl. 14 brids, kl. 15–16 eft- irmiðdagskaffi. Félagsstarf eldri borg- ara Garðabæ. Ferð vestur í Dali laugardag- inn 8. sept kl. 8 frá Kirkjuhvoli farið að Ei- ríksstöðum, súpa og brauð að Laugum í Sæl- ingsdal, byggðarsafnið skoðað, ekið fyrir Klofn- ing og inn í Saurbæ, ýmsir merkir staðir skoðaðir á þessari leið. Kvöldmatur snæddur í Mótel Venus. Leið- sögumaður Guðbrandur Valdimarsson. Þátttaka tilkynnist í síma 565- 6622 eða s. 820-8571 eft- ir hádegi Margrét, eða 565-7826 eða 895-7826 Arndís, fyrir miðviku- daginn 5. sept. Ath. tak- markaður sætafjöldi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opna m.a. bútasaumur og fjölbreytt föndur, kl. 9.30 boccia, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14. fundur hjá Gerðuberg- skórnum, nýir félagar velkomnir, stjórnandi Kári Friðriksson. Á mánudögum er almenn- ur dans hjá Sigvalda. Allar veitingar í veit- ingabúð Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin. Leikfimin hefst í Gjá- bakka þriðjudaginn 4. sept. skráning er hafin. Vesturgata 7. Kl. 9 dagblöð, kaffi, fótaað- gerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 almenn handa- vinna, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Búta- saumur hefst þriðjudag- inn 4. sept. Myndmennt og postulínsmálun hefst miðvikud. 5. sept. Kór- æfingar hefjast mánud. 17. sept. Dagsferð um Snæfellsnes verður fimmtudaginn 6. sept- ember. Lagt af stað frá Vesturgötu 7 kl. 9. Ekið vestur Kerlingaskarð. Tekið hús á Hildibrandi Bjarnasyni í Bjarn- arhöfn, þar sem boðið er upp á hákarl og með- læti. Kirkjan skoðuð. Ekið um Grundarfjörð og Ólafsvík til Hellis- sands þar sem snæddur verður hádegisverður á hótel Eddu. Síðan verð- ur ekið fyrir jökul að Hellnum. Hellnakirkja skoðuð, og litið við í Fjöruhúsinu. Ekið heimleiðis. Leið- sögumaður: Nanna Kaaber. Takmarkaður sætafjöldi. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Vinsamlega sækið farmiða fyrir 4. sept. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9 al- menn handavinna, búta- saumur, kl. 10–12 pútt. Eftirfarandi námskeið eru að byrja: 3. sept kl. 9 postulínsmálun, 4 sept. kl. 11 leikfimi, 4. sept. kl. 11 myndlist, 5. sept. kl. 9 útskurður, 11 sept. kl. 9 glerskurður. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 11 leikfimi. Mosfellingar - Kjalnes- ingar og Kjósverjar 60 ára og eldri. Halldóra Björnsdóttir íþrótta- kennari er með göngu- ferðir á miðvikudögum, lagt af stað frá Hlað- hömrum: Ganga 1: létt ganga kl. 16.til 16.30. Gönguhópur 2: kl. 16.30. Norðurbrún 1. Kl. 10 ganga. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 11.45 matur, kl. 13.30 bingó, kl. 14.30 kaffi. Öll starf- semi í stöðinni er hafin og skráning í eftirfar- andi námskeið stendur yfir, bókband, búta- saumur, glerbræðsla, glerskurður, körfugerð, leirmótun og smíði. Vitatorgskórinn byrjar æfingar 5. september kl. 15.30, nýir félagar velkomnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laug- ardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum (ca. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl.15–17 á Geysir, Kakóbar, Að- alstræti 2 (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Í dag er föstudagur 30. ágúst, 242. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? (Lúk. 16, 12.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 minnast á, 4 fisk, 7 auð- kennt, 8 snúa heyi, 9 sár, 11 grind, 13 meltingar- færis, 14 mannsnafns, 15 málmur, 17 klúryrði, 20 blóm, 22 auður, 23 ævi- skeiðið, 24 gabba, 25 kjánana. LÓÐRÉTT: 1 lykt, 2 höfuðborg, 3 virða, 4 görn, 5 ganga á gefin loforð, 6 kvarta undan, 10 dásemdir, 12 mál, 13 áburður, 15 var- kár, 16 festir við, 18 ginna, 19 ops, 20 sarga, 21 vinna ull. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hörmungar, 8 glært, 9 lundi, 10 tel, 11 seiga, 13 sorti, 15 skran, 18 úthaf, 21 err, 22 kokks, 23 alurt, 24 griðlandi. Lóðrétt: 2 ölæði, 3 metta, 4 núlls, 5 agnar, 6 uggs, 7 hiti, 12 góa, 14 oft, 15 sekk, 16 rýkur, 17 nesið, 18 úrana, 19 hrund, 20 fata. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... UM þessar mundir hellast yfirhvers kyns uppgjör ýmissa fyr- irtækja og stofnana og virðist raunar uppgjörshrinan vera orðin nokkuð samfelld allan ársins hring og á því sennilega ekkert skylt við hrinu leng- ur. Eitt slíkt uppgjör vakti Víkverja til nokkurrar umhugsunar. Uppgjör þetta var frá bankastofnun, sem hafði haft þó nokkuð upp úr krafsinu síð- ustu sex mánuði þrátt fyrir harðindi fyrir þær sakir að útlán voru verð- tryggð en innlán ekki. Þessi munur hafði gert það að verkum að þeir, sem höfðu lánað bankanum fé, voru að tapa á verðbólgu en stjórnendur bankans gátu verið sallarólegir yfir því fé, sem þeir höfðu lánað öðrum – jafnvel sama fólkinu og lánaði bank- anum peninga – vegna þess að þær fjárhæðir voru ónæmar fyrir þenslu og bólgu, gengissigi í einu stökki og öðrum æfingum hagkerfisins í hinu flókna samspili við völundarhús al- þjóðlegra fjármála og hagsýslu. Víkverji var ekkert sérlega sáttur við tilveruna er hann sat og veiddi morgunkorn, sem helst líktist bylgju- pappa, upp úr grárri þunnmjólk og stautaði sig í gegnum hina flóknu uppgjörsfrétt og ákvað að kominn væri tími til að snúa taflinu. Það væri nefnilega öldungis ljóst að innlán bankans væru útlán hans. Þannig er mál með vexti að Víkverji hefur rekið lánastarfsemi um nokkuð langan ald- ur. Hann hefur sennilega verið um fimm ára gamall þegar hann veitti fyrsta lánið. Þetta lán veitti hann virðulegum banka í Reykjavík. Á þessum tíma hugkvæmdist Víkverja ekki að fara fram á verðtryggingu, enda peningar búnir að vera nokkuð lengur í umferð á hnattkringlunni en hann (og er svo reyndar enn). Sem bevís um að hann hefði lánað bank- anum peningana fékk hann í hend- urnar bankabók og mátti hann síðan bæði afturkalla lánið og sækja pen- ingana sína og að sama skapi lána bankanum meira. Síðan hafa ýmsir aðrir hlotið náð fyrir lánastofnun Víkverja og notið lánstrausts hans. Ber þar fyrst að nefna aðrar lána- stofnanir og má því segja að Víkverji hafi rekið nokkuð einhæfa lána- stefnu. Það hefur þó verið spurning hvort þessar lánastofnanir hafa verið traustsins verðar því oftar en ekki hefur það komið Víkverja í koll að veita þessi lán og verst hefur útreiðin verið á Íslandi. Víkverja er minnis- stætt er fannst löngu gleymd bók er hafði að geyma tannfé, sem afi hans hafði lagt á bók og átti að koma til góða til að koma undir sig fótunum síðar meir. Er Víkverji sótti féð mun- aði minnstu að hann þyrfti að borga með henni, svo lítið var eftir á þeirri hávaxtabók. Lánastarfsemi Víkverja í gegnum árin hefur verið fullkomlega án eft- irlits tilhlýðilegra, opinberra aðila og má í raun furðu sæta að hann hafi ekki þurft að afla sér leyfa af ýmsum toga og greiða fjallhá gjöld fyrir að fá að stunda þessa starfsemi. Hann hef- ur hins vegar lagt sig fram um að mismuna engum sinna viðskiptavina og láta alla sitja við sama borð. Hann hefur ekki beitt viðskiptavini sína harðræði, heldur alfarið sætt sig við þeirra skilmála og er vonandi að les- endur túlki það ekki sem svo að hann sé einhver aukvisi. En nú er nóg komið. Það er engin ástæða fyrir því að sumir fái að verðtryggja sín útlán en aðrir ekki. Hvar er jafnræðisregl- an þegar hennar er þörf? Lánastofn- un Víkverja kynnir því nýjar reglur um útlán og mun framvegis krefjast verðtryggingar en jafnframt fara fram á að innlán sömu lánastofnunar verði óverðtryggð þar til tap hans vegna þessarar mismununar síðustu áratugi hefur verið unnið upp. HÖSKULDUR hafði sam- band við Velvakanda og sagðist hann vera sammála höfundi pistilsins Glugga- póstur á fastandi maga sem birtist í Velvakanda sl. föstudag. Segir hann að það kerfi sem við búum við sé orðið algjört bull og stjórn- málamenn hlusti ekki á al- þýðu landsins. Hann segist eiga móður sem sé öryrki en hún sé í betri málum en sá sem ritað var um í pistl- inum því hún sé svo heppin að eiga eiginmann. Segist hann vilja öskra á stjórn- málamenn landsins og skorar á þá að hrista upp í þessum málum og hætta að vanvirða þá sem í landinu búa. Menningarnótt Reykjavíkur EFTIRFARANDI bréf barst Velvakanda. „Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til Reykja- víkurborgar, bæði fyrir maraþonkeppni og menn- ingarnótt. Dagskráin var bæði vel kynnt og ánægju- leg. Hið neikvæða við menningarnóttina var hegðun ungmenna í mið- borginni. Sú staðreynd að þau voru á aldrinum 13–16 ára og dauðadrukkin hlýtur að vera áhyggjuefni yfir- valda, ekki síst þar sem þau voru með óspektir og köst- uðu glerflöskum yfir veg- farendur. Tel ég að þarna sé slæmt vandamál á ferð- inni. Við vorum miður okkar vegna hegðunar þessara unglinga og yfir því að sjá ekki löggæslumenn á staðnum þar sem við vorum (á bak við Jes Zimsen í Hafnarstræti). Með okkur voru börn (9–10 ára) og þetta er ekki eitthvað sem við viljum að þau læri. Reykjavík er nú þegar þekkt í breskum blöðum fyrir drykkjulæti unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Ég vona að þetta vandamál verði leyst áður en ferða- menn hætta að heimsækja Reykjavíkurborg vegna hættunnar á flöskukasti. Virðingarfyllst, Alan Winrow, 8 Spee well Drive, Balsall Common, Coventry, CV7 7Au. Góð lausn fyrir skólakrakka ÉG er átta ára nemi í Aust- urbæjarskóla og mig lang- ar að koma eftirfarandi á framfæri. Það kom bréf til foreldra minna frá Ólöfu Hafsteinsdóttur, matvæla- fræðingi hjá Vífilfelli. Í bréfinu sögðu þau að það væri vandamál fyrir krakka að taka með sér grænmeti og ávexti í skólann, litlar hendur ráða illa við börk og hýði og brauðið subbast út af niðurskornum appelsín- um. Í bréfinu sögðu þau að safar og safadrykkir eins og Svali væri lausn á þessu vandamáli. En ég er með miklu betri lausn, að setja ávexti í plastfilmu. Blaðburður í Gilja- landi til fyrirmyndar TVEIR bræður hafa borið út Morgunblaðið í Giljaland í mörg ár, fyrst sá eldri og síðan tók sá yngri við. Alla tíð hafa þeir samviskusam- lega borið út blaðið kl. 7 á morgnana og oft fyrir þann tíma og aldrei hefur það brugðist að blaðið er sett í gegnum bréfalúguna, stendur aldrei út úr bréfa- rifunni. Þökkum við þeim af al- hug fyrir skilvísina í gegn- um árin með von um áfram- hald á blaðburðinum, en þetta eru orðnir fullorðnir menn og fara væntanlega í önnur störf eftir langa skólagöngu. Morgunblaðið mætti umbuna þessum prúðu mönnum fyrir vel unnin störf. Þakklátir lesendur í Giljalandi 6. Dýrahald Grá dvergkanína hvarf að heiman GRÁ dvergkanína hvarf frá heimili sínu á Nýlendugötu síðastliðinn miðvikudag. Hennar er sárt saknað. Finnandi vinsamlega hringi í síma 551-7877 eða 691-3071. Alex er týndur ALEX hefur verið týndur í þrjár vikur. Hann var ný- fluttur á Óðinsgötuna í Reykjavík. Alex er svartur 18 mánaða geltur fresskött- ur. Hann er ekki eyrna- merktur, en með hvíta ól með símanúmeri og tveim- ur bjöllum. Alex er líkur sí- amsketti í vexti, stór há- fættur og grannur með stór eyru og langt skott. Feld- urinn er snöggur og glans- andi og augun eru blágræn. Alex er mjög styggur. Fólk í nágrenninu er vinsamleg- ast beðið að athuga vel hjá sér geymslur og þá staði sem hann gæti hafa læst inni. Ef einhver getur gefið einhverjar upplýsingar vin- samlegast hafið samband í síma 865-8029. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Stjórnmála- menn hlusta ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.