Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 29

Morgunblaðið - 21.10.2001, Page 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 29  Í BÚÐINNI hans Mústafa – og önnur ljóð fyrir börn er barnabók, fyrir alla aldurshópa, eftir danska rithöfundinn Jakob Martin Strider í þýðingu og endursögn Friðriks H. Ólafssonar. Bókin er byggð á 17 sjálfstæðum ljóðum, sem höfundur mynd- skreytir. Lesendur fá m.a. að kynn- ast froski sem fremur bankarán, kol- óðum grænmetissala og Mústafa sjálfum. Dr. Gunni hefur samið lag við textann um Mústafa sem Magga Stína (Margrét Kristín Blöndal) syngur. Lagið má nálgast á heima- síðu félagsins www.ddr.is. Útgefandi er Einmiðlunarfélagið Austur-Þýskaland. Ábyrgðarmaður þess er Grímur Atlason. „Hug- myndafræði félagsins byggist á þeirri trú að bæta megi menning- arheim okkar Íslendinga. Þrátt fyrir pólitíska undiröldu er markmið fé- lagsins fyrst og fremst að miðla bók- menntum, tónlist og öðru sambæri- legu,“ segir í fréttatilkynningu. Nýjar bækur HÁTÍÐARSÝNING Leikfélags Sel- foss á leikritinu Á Suðurlandsvakt- inni eftir Sigurgeir Hilmar verður í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi í dag, sunnudag, kl. 20.30. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson. Tónlist og söngstjórn annast Helgi E. Krist- jánsson.Verkið er safn um tuttugu leikatriða og söngva af revíuætt. Hátíðarsýn- ing á Selfossi SÝNINGUNNI Hver með sínu nefi í Galleríi Skugga verður framlengt til 28. október. Þar sýna Birgir Andr- ésson, Guðmundur Oddur Magnús- son, Lilja Björk Egilsdóttir og AKUSA (Ásmundur Ásmundsson og Justin Blaustein). Galleríið er opið frá kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. Sýning framlengd ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.