Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 43

Morgunblaðið - 21.10.2001, Side 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 43 Fjárfestar - góðar eignir með traustum leigutökum Hlíðasmári - 973,2 fm. Vandað 973 fm skrifstofuhúsnæði á 3. og 4. hæð + 332 fm milliloft í mjög góðu lyftuhúsi. Mjög hagstæður fjárfestinga- kostur. Leiga á mán. kr. 1.754.000. Áhv. 107 m. Smiðjuvegur - Kóp. - 193 fm. Bjart og rúmgott iðnaðarhúsn., góð lofthæð, góð aðkoma, 5 ára fastur leigusamn. Áhv. 8,4 m. V. 14,5 m. 1302. Dalvegur - Kóp. - 132,9 fm. Vandað iðnaðar- og skrifstofuhúsn. á þessum vinsæla stað í Kópav. Áhv. hags. lán 7,7 m. 4143 Miðsvæðis í 105 Rvík. Vandað 605 fm skrifstofuhúsnæði á glæsil. út- sýnisstað. Allt endurnýjað. Traustur leigutaki. 12 ára fastur leigusamningur. Leiga á mán. kr. 610 þús. Fasteignasalan Valhöll Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 Opið hús í dag kl. 14-16 Gott samttals 192,7 fm einbýli. 4 svefnherb, 3 stofur, góður bílskúr og fallegur og vel ræktaður garður. Hús með mikla möguleika. Verð kr. 19,8 milj. FAXATÚN 29 - GBÆ Opið hús í dag kl. 14-16 Glæsilegt 167 fm parhús með innb. bílsk. Húsið er afar vandað og fullbúið timburhús á þremur pöllum. Kirsuberja- innréttingar. Góður bílsk. Innangengt í andyri. Áhvílandi 8 milj. Verð 21,9 milj. FJALLALIND 103 - KÓPAV. Opið hús í dag kl. 14-16 Glæsilegt einbýli í friðsælu hrauninu skammt frá Hafnarfirði (10mín suður). Símar 565 4815 og 897 4815. Gegn- heilt parket og náttúrusteinn á gólfum. Rólegur ævintýrastaður. Áhvílandi 10 milj. Verð 16,5 milj. HVASSAHRAUN GSM 896 8232 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9 - 17.30 og sunnud. frá kl. 11 - 13 Mjóahlíð 8 - sérhæð Mikið endurn. 110 fm sérhæð (eina íb. á hæðinni). á 2. h. í fal- legu húsi á fráb. stað. Nýl. sér- hannað eldhús, nýl. gegnheilt parket. Svalir. Mjög gott skipu- lag. Jon og Ólöf taka á móti áhugasömum frá kl. 15-18 í dag. Mjög góð staðsetn. Áhv. 3,9 m. V. 13,7 m. 6969 Fífulind 2 - „penthouse“ Opið hús í dag Stórglæsileg 130 fm íbúð á tveimur hæðum. Falleg gólfefni og innréttingar ásamt fylgihlut- um. Stórar svalir, mikið útsýni. Vilhelmína og Svanberg taka á móti gestum frá kl. 14-16 í dag. V. 15,5 m. 4055. Eign í sérflokki. Höfum í einkasölu glæsileg nútímanleg steinsteypt, raðhús á tveimur hæðum, stærð frá 206 fm til 246 fm með bílskúr. Seljast fullfrágengin að utan og í fokheldu ástandi að inn- an og lóð grófjöfnuð. Húsin eru nær viðhaldsfrí að utan, steind með marmara og graníti, aluzink járn á þaki og ryðfrí handrið á svölum. Möguleiki á tveimur íbúðum. Tvennar svalir. Húsin eru hönnuð með tilliti til þarfa nútímafólks og bjóða upp á mikla mögu- leika varðandi innra skipulag. Staðsetn- ing í grónu íbúðahverfi og stutt í alla þjónustu, s.s. alla skóla og verslanir. Til afh. strax. Verð frá kr. 15,9 millj. Suðurlandsbraut 54 við Faxafen, 108 Reykjavík, sími 568 2444, fax 568 2446. ÁSBYRGI LÆKKAÐ VERÐ VÆTTABORGIR 84-96 - NÝTÍSKULEG RAÐHÚS FORMAÐUR Manneldisráðs Ís- lands, Laufey Steingrímsdóttir, sagði á ráðstefnu á Matvæladegi 2001 á föstudag, sem Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) stendur árlega fyrir, að tímabært væri orðið að endurskoða mann- eldis- og neyslustefnu Íslendinga í ljósi þróunar í manneldismálum og neysluvenjum þjóðarinnar. Meðal þess sem fram kom á ráðstefnunni voru niðurstöður könnunar sem sýna áberandi mun eftir aldurs- hópum á neyslu lýsis annars vegar og gosdrykkja hins vegar. Laufey sagði að manneldis- og neyslustefnan, sem samþykkt var á Alþingi vorið 1989, hefði að mörgu leyti verið tímamótaplagg þótt áhrif þess hefðu mátt vera sýni- legri á þróun manneldismála í land- inu. „Á þeim tólf árum sem liðin eru hefur hins vegar margt breyst í þjóðfélaginu og því er kominn tími til að hrista rykið af pappírunum og líta með ferskum augum fram á veginn. Í þeim efnum væri t.d. vænlegt að nýta frumkvæði Evr- ópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunar, en þar á bæ sam- þykktu heilbrigðis- og matvæla- ráðherrar svæðisins aðgerðaáætlun um mat og næringu í Evrópu í september á síðasta ári. Tvennt er öðru fremur óvenju- legt og athyglisvert við þessa sam- þykkt. Í fyrsta lagi er hér á ferð- inni fyrsta aðgerðaáætlun um mat og næringu fyrir svæðið þar sem vægi þessa þáttar fyrir heilsu Evr- ópubúa er metið og viðurkennt. Í öðru lagi telst það til nýlundu að tekið er á málefninu heildstætt og fjallað um þrjá meginþætti hollust- unnar, þ.e. næringu og fæðuval, fæðuöryggi og umhverfismál,“ sagði Laufey. Tengsl lífsstíls og neyslu Meðal annarra fyrirlesara á ráð- stefnunni var Þorlákur Karlsson, framkvæmdastjóri Gallups, sem fjallaði um hvernig lífstíll fólks og bakgrunnur tengdist neysluvenjum þess. Vitnaði hann einkum í nýlega neyslu- og lífstílskönnun Gallups þar sem fólk var m.a. spurt um neyslu á tveimur ólíkum drykkjum, lýsi og kolsýrðu vatni. Könnunin leiddi í ljós að 41% fólks á aldrinum 55-75 ára tekur inn lýsi daglega en sama hlutfall í hópi 16-24 ára var 9%. Þegar greint var eftir tekjum neyttu tekjulágir einstaklingar lýsis mun frekar en tekjuháir. Útkoman varð hins vegar önnur í sömu hópum þegar spurt var um neyslu á kolsýrðu vatni, sk. sóda- vatni. Þá jókst neyslan hjá unga fólkinu verulega, 43% sögðust drekka sódavatn einhverntíma, en 25% eldra fólksins neyttu sama drykkjar. Merkjanlegri munur eftir tekjum var á þeim sem neyttu sódavatns en lýsis. Þannig sögðust 48% þeirra sem eru með meira en 400 þúsund krónur á mánuði í fjölskyldutekjur drekka einhvern tímann sódavatn á meðan hlutfall þeirra sem hafa undir 200 þúsund kr. á mánuði var 27%. Tímabært að endurskoða manneldis- og neyslustefnuna Lýsið vinsælla en gos- drykkir hjá þeim eldri Í TILEFNI Matvæladagsins var Fjöregg MNÍ afhent fyrirtækinu Kaffitári í Njarðvík en það er verðlaunagripur sem veittur er ár- lega fyrir lofsvert framtak á mat- vælasviði. Samtök iðnaðarins gefa verðlaunin og afhenti Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, Aðalheiði Héðins- dóttur, kaffimeistara og forstjóra Kaffitárs, Fjöreggið sem hannað var og framleitt hjá Gleri í Berg- vík. Aðalheiður er aðaleigandi Kaffi- társ ásamt fjölskyldu sinni, sem tekur þátt í rekstrinum með ein- um eða öðrum hætti. Fyrirtækið rekur kaffibrennslu í Njarðvík, kaffihús og kaffibúðir í Kringlunni og Bankastræti í Reykjavík. Það annast líka dreifingu á framleiðslu sinni til verslana, fyrirtækja og veitingahúsa um allt land. Hugmyndin að stofnun Kaffitárs varð til meðan fjölskyldan bjó í Bandaríkjunum árin 1985 til 1989. Aðalheiður komst á bragðið þegar hún sótti sitt fyrsta námskeið í kaffismökkun hjá virtri kaffibúð, sem bauð viðskiptavinum sínum upp á að læra að njóta mismun- andi kaffitegunda. Morgunblaðið/Þorkell Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Aðal- heiður Héðinsdóttir, kaffimeistari og forstjóri Kaffitárs. Kaffitár fékk Fjöreggið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.