Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 21.10.2001, Qupperneq 55
Morgunblaðið/Sverrir Hljómar hlutu fádæma viðtökur þegar þeir léku í Höllinni 3. júní á Reykjavík Mini Festival. og eru gegnheil og varanleg. Lög Gunnars [Þórðarsonar] og Magn- úsar [Eiríkssonar] hafa lifað með þjóðinni í aldarfjórðung. Þetta er tónlistararfur sem þjóðinni þykir vænt um.“ Hljómar komu fyrst saman aftur á upprisuhátíð verslunarinnar ÞÁ munaði ekki um að taka upp 12 lög á 15 klukkutímum og gefa út fyrstu „íslensku Bítlaplötuna“ árið 1967. Á þeim árum var þeim tekið sem stjörnum hvert sem þeir fóru. Frægðarsólin skein vissulega sem hæst á sjöunda áratugnum en líkt og margar aðrar hljómsveitir frá þessum tíma, eru Hljómar nú komnir saman aftur og að sögn sérlegs, persónulegs umboðs- manns þeirra, Óttars Felix Hauks- sonar, er spilagleðin í algleymi nú sem áður. Óttar þekkir tónlistarheiminn af eigin raun, hann var og er reyndar enn, söngvari hljómsveitarinnar Pops sem hefur undanfarin tíu ár spilað á nýársfagnaði ’68 kynslóð- arinnar í Súlnasal Hótel Sögu. Hljómar, Mannakorn og Lúdó og Stefán eru meðal þeirra hljóm- sveita sem hafa síðustu mánuði komið æ oftar fram að nýju og við- tökurnar hafa verið góðar. Gömul og gegnheil gildi „Ástæðan fyrir þessari endur- komu er sú að nú eru tímar laus- ungar og upplausnar,“ útskýrir umboðsmaðurinn Óttar. „Þá sækir fólk í gömul gildi sem það þekkir Hljómalindar um hvítasunnuhelgina í Laugardalshöllinni og í kjölfarið báðu Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson Óttar um að annast mál hljómsveit- arinnar. „Þetta gekk svakalega vel hjá þeim og vatt upp á sig. Allir hafa haft mikið gaman af, sérstaklega þeir sjálfir,“ segir Óttar. „Ég vona, og þjóðin líklega líka, að fram- hald verði á samstarfi þeirra.“ Aldrei betri en nú Óttar segir styrk- leika Hljóma m.a. fel- ast í gríðarlegri kunn- áttu og margra ára reynslu. „Ég held svei mér þá að þeir hafi aldrei verið betri en nú. Þeir spiluðu í Eyjum á dögnum og enn er fólk að tala um það ball og hringja í mig og þakka fyrir frábæra skemmtun. Það er einhver óútskýranlegur galdur sem gerist þegar Hljómar koma saman. Það er einfaldlega eitthvað sem fer í gang sem þjóðin þekkir.“ Óttar brá fyrir sig betri fætinum á dögnum og hlýddi á Mannakorn í Salnum í Kópavogi og sagði upplif- unina hafa verði hreint unaðslega. „Allir tónleikagestir fóru glaðir í hjarta út í nóttina, enda mikil snilld þar í gangi.“ Og það eru ekki eingöngu gamlir aðdáendur sem þyrpast á tónleika Manna- korna og Hljóma. Óttar segir áheyrendur á öllum aldri. En hafa Hljómar, Pops og Mannakorn engu gleymt frá því í gömlu góðu dagana? „Ryðgaðir? Nei, þetta er eins og antikið, sjáðu til. Það er kannski ekki flott en ef þú pússar það þá fer það að glansa og verður miklu flottara en allt þetta nýja.“ Á þeim árum sem liðin eru frá því Hljómar og Pops voru sem vin- sælastar hefur lítið breyst í tón- listarheiminum að mati Óttars. „Nei, það hefur lítið breyst síðan Bítlarnir voru og hétu,“ segir hann og fer með skondna vísu fyrir blaðamann sem vart er prenthæf. „Ég syng enn eins og engill. Að vísu kannski eins og fallinn engill í seinni tíð,“ segir Óttar hlæjandi að lokum. Óttar Felix Hauksson er persónulegur umboðsmaður Hljóma Óttar Felix hefur engu gleymt. Galdrar og glansandi fornmunir Morgunblaðið/Árni Sæberg FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2001 55 S k r á n i n g e r í s í m a 5 6 5 - 9 5 0 0 Ertu undir pressu? Það er hægt að létta á pressunni hratt, örugglega og með einföldum hætti. Aðferðin dugir ævilangt við allt nám og öll störf! Komdu á hraðlestrarnámskeið - strax. Síðasta námskeið ársins hefst 25. október. Síðasta hraðlestrarnámskeiðið... HRAÐLESTRARSKÓLINN w w w. h r a d l e s t r a r s k o l i n n . i s mojo/monroe Gunnhildur er komin úr gjálífinu í Hollywood og byrjar að vinna á Mojo mánudaginn 22. okt. HÉR er á ferð fjórði stefnumóta- diskurinn þar sem tveir listamenn skipta plássinu með sér, fær hvor þeirra úthlutað sex lögum. Aðalsteinn Guð- mundsson, sem hér hljóðritar undir merkjum Plastik, er einn af eldri iðk- endum samtímaraftónlistar hérlend- is en snælda hans, Hérna, þótti mikill viðburður á sínum tíma og piltur með réttu efnilegur. Síðan þá hefur hann sinnt ýmiskonar raftónlistarsköpun, ýmist sem Plastik eða þá hluti af Sanasol-verkefninu og er einn innan- búðarmanna hjá tæknóútgáfunni góðu Thule. Aðalsteinn var hér áður fyrr uppnefndur Alli Ambient í kerskni og hafði það að gera með brautryðjandastarf hans í íslenskri sveimtónlist. „Hinn íslenski Aphex Twin“ hrópuðu sumir upp í æsingi. Og sannarlega kann Aðalsteinn til verka. Hér er hins vegar eins og hann leiti svolítið í fortíðina, hljóð- gervillinn ansi níundaáratugslegur, pumpandi kalt stáltæknó er það ekki. Frekar þá eins og rólegur Jean Michel Jarre eða álíka, auglýsinga- legt og letilegt rafpopp. Manni finnst næstum því eins og Aðalsteinn sé að gera þetta í glettni en ef ég þekki kauða rétt býr líklega annað og al- varlegra að baki. Það er líka auð- heyranlegt að það sem hér fer fram er gert af kunnáttu og innsæi. Þægi- leg bakgrunnstónlist, með þónokk- urri vigt. Jóhann Jóhannsson, sem kemur hér fram undir merkjum Staff of NTOV, er að góðu kunnur fyrir störf sín innan Daisy Hill Puppy Farm, Lhooq, Ham, Dip og Orgelkvartetts- ins Apparats. Jóhann er mikilvirkur tónlistarmaður og hér gefur að heyra verk sem hann hefur samið fyrir tvær heimildarmyndir. Verður að segjast að stefin standa ágætlega ut- an við þann ramma sem þeim var upprunalega settur. Fyrstu tvö verk- in einkennast af Kraftwerklegum raddgervli sem Jóhann fer skemmti- lega með. Fyrsta lagið drungalegt og hægt en hið síðara taktbundið og popplegra. Þriðja lagið er svo heldur bitminna. Þrjú síðustu lögin eru öllu sveim- bundnari en þau fyrstu. Það fjórða, „Photographing the dead“, er dramatísk píanóstemma og tvö þau síðustu hljóðgervlaleidd og andrík stef. Síðasta lagið ber þó höfuð og herðar yfir annað efni frá Jóhanni hér. Afar áhrifamikil og blæbrigða- rík sveimleiðsla sem snertir hjarta- strengi næsta auðveldlega. Í heild nokkuð áhugaverður pakki frá tveimur listamönnum sem kunna sitt fag. Tónlist Í stilltu andrúmi Plastik/Staff of NTOV Plastik/Staff of NTOV Stefnumót/Undirtónar ehf. Plastik/Staff of NTOV, plata sem Plastik og Staff of NTOV skipta með sér. Hvor listamaður á sex lög. Fjórði diskurinn í Stefnumótaröð Undirtóna, merktur CD 004. Plastik er eitt listamannsnafna Að- alsteins Guðmundssonar og semur hann lögin sex hér. Tónlist Staff of NTOV er samin af Jóhanni Jóhannssyni og er hún tekin úr heimildarmyndunum „Leynd- arómar íslenskra skrímsla“ og „Corpus Camera“. 57,27 mínútur. Arnar Eggert Thoroddsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.