Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FLUGÖRYGGI í dögunnýrrar aldar var yfir-skrift sjötta flugþingsFlugmálastjórnar Ís- lands og samgönguráðuneytisins sem haldið var í Reykjavík í gær. Fluttu þar 11 fyrirlesarar erindi um ýmis svið flugöryggis, svo sem framkvæmd þess, hlutverk flug- málayfirvalda og sjónarmið flug- rekenda. Fram kom í ávarpi Sturlu Böðv- arssonar samgönguráðherra að flugöryggismál hefðu tekið nýja stefnu eftir 11. september, árásir hryðjuverkamanna ógnuðu öryggi og afkomu í flugi, grein sem gegndi sífellt mikilvægara hlut- verki, hérlendis einnig. Vaxandi áhersla á flugöryggismál „Í því samhengi eru flugörygg- ismálin þýðingarmikil og vaxandi áhersla er lögð á þau af hálfu stjórnvalda og í starfi allra sem að fluginu koma. En auðvitað má allt- af betur gera og hvergi má slaka á ýtrustu og eðlilegum öryggiskröf- um og mikilvægast að vinna stöð- ugt að þróun löggjafar, reglu- gerða og öryggiskerfa og bættum vinnubrögðum hjá flugrekendum, flugliðum, Flugmálastjórn, Rann- sóknanefnd flugslysa og ráðu- neyti. Það er í því ljósi sem ég hef tekið ákvörðun um að efla alla þætti flugöryggismála,“ sagði samgönguráðherra. Ráðherra kvað í undirbúningi að breyta löggjöf um flugörygg- ismál með lagafrumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi á næstunni. Einnig væri ætlunin að leggja fram lagafrumvarp um skilyrði fyrir starfsleyfi flugvalla og flug- stöðva og til að bæta skilgreining- ar. „Í ráðuneytinu hefur verið unnið hörðum höndum að breyt- ingum á löggjöf sem varðar flesta þætti flugöryggismála. Ég vænti þess að Alþingi afgreiði þau frum- vörp á sviði flugöryggismála sem ég mun leggja fyrir á næstunni,“ sagði ráðherra. Hann sagði það vera í þágu flugöryggis að Reykja- víkurflugvöllur var endurbyggð- ur, að samið hefði verið við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Slysavarnafélagið Lands- björgu um björgunar- og öryggis- mál á flugvellinum, að leitað var til Alþjóðaflugmálastofnunarinnar til að meta vinnubrögð og verklag Rannsóknanefndar flugslysa og Flugmálastjórnar, að lögfesta sér- staka flugverndaráætlun fyrir Ís- land og að unnið er að breytingum á lögum um RNF í samræmi við ábendingar frá ICAO. Víðtækar ráðstafanir um allan heim Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði eins og samgönguráðherra að atburðirnir í Bandaríkjunum 11. september vörpuðu nýju ljósi á flugöryggi og þann þátt í flugi sem nefndist flugvernd. „Það er sorg- leg staðreynd að beita þurfi öllum tiltækum aðferðum til að koma í veg fyrir að unnin séu ódæðisverk um borð í flugvélum, hvort sem þeim er ætlað að valda skaða á flugvél og farmi eða til skaðræð- isverka á jörðu niðri. Þegar hefur verið gripið til víðtækra ráðstaf- ana um allan heim til að tryggja að slíkir atburðir gerist ekki aftur.“ Flugmálastjóri sagði flugöryggi hafa farið vaxandi einkum vegna þess að ný og fullkomnari tækni hefði komið til í flugvélum og bún- aði á jörðu niðri. Einnig hefði auk- ist til muna þekking á eiginleikum mannsins, mikilvægasta hlekksins í flugöryggiskeðjunni, og hefði það leitt af sér miklar framfarir í þjálfun flugmanna og annarra starfsmanna svo og betri kerfa til að stjórn rekstri flugsamgöngu- kerfa. Þorgeir Pálsson sagði mörg verkefni framundan bæði á sviði lögleiðingar nýrra reglugerða fyr- ir alla flugrekendur og endurbóta í framkvæmd flugöryggismála. „Mikilvægt er að hafa í huga að reglugerðir og hið ytra form eru ekki einar og sér nægjanlegar til að tryggja flugöryggi. Hin raun- verulega framkvæmd skiptir ekki minna máli,“ sagði flugmálastjóri og minnti á að allir sem sinntu flugöryggismálum yrðu að til- einka sér nýja hugsun, aðferðir og verklag. „Hér er ekki verið að tala um að ná einhverju lágmarki sem full- nægir þeim formlegu skilyrðum sem sett eru af stjórnvöldum með hvers konar aðferðum og stöðlum. Um er að ræða að ná hæsta mögu- lega öryggisstigi sem o kleift að ná með þeirri t þeirri þekkingu sem við bú á sviði flugtækni. Markm er að vera í hópi þeirra þj best standa sig í öryggism öllum sviðum flugsamgang Mannlegi þátturin skiptir máli Klaus Koplin, a kvæmdastjóri JAA, Flug samtaka Evrópu, ræddi u flugöryggismála í Evróp hann m.a. í undirbúningi á fót sérstakri stofnun inn ópusambandsins, Flug stofnun Evrópu, sem sinn rannsóknum, eftirliti og reglna vegna framleiðslu teina flugvéla og flugvé Gerði hann ráð fyrir að þe stofnun yrði komin í gag árs 2003. Þá sagði hann vorinu myndu verða birta lega á heimasíðu JAA upp um hvernig einstök lön samtakanna stæðu sig kvæmd flugöryggis. Kopl mannlega þáttinn allta mestu í flugöryggi, þar ekki aðeins reglur máli væri og nauðsynlegt a ræktuðu með sér eins k yggismenningu. Pétur K. Maack, framk stjóri flugöyggissviðs Fl stjórnar, greindi frá fram flugöryggismála á Ísla minntist á íslenskar og al ar reglur sem starfað vær þessu sviði. Hann sagði að heimild til flugreksturs y irtæki að ganga gegnum konar athuganir og uppfy ur. Nefndi hann sem dæm ur en flugfélagið Bláfu flugrekendaskírteini fyrir einnar B-737 fraktþotu h starfsmenn unnið að un ingnum í ár og kostnaðu tækisins hefði verið krin milljónir króna. Pétur sag ildir auk þess veittar ve haldsstöðva, flugskóla og einstaklinga og að síðan v irlitsstarfið með ýmsum Þar færu fram formlegi með rekstraraðilum, skip úttektir og skyndiskoðani skoðanir færu oft fra ábendingum. Þá sagði Pé tveggja ára fresti væri f Rætt um upplýsingamál og aukið f Ráðherra vill efla alla þætti flugöryggismál Meðal þess sem kom fram á flugþingi í gær var nauðsyn þess að fá fram í dags- ljósið upplýsingar um flugatvik og frávik frá því sem vera skal í flugrekstri. Jóhann- es Tómasson sat þingið þar sem einnig kom fram að mannlegi þátturinn skiptir máli í flugöryggi þrátt fyrir lög og reglur. atkvæði um f liðnum vetri. Í ræðu sinn eitt versta dæ sóknarnefnd urstöður ran að DC-8 flug inum við Col hann nefndin mennina, þei bæði flugstjó vegar hefði ú að aðflugsljó sama dag oft ekki haft nei Ós Í skýrslunn riði til úrbóta þess að trygg þau væru pró arkerfi væri VERÐI aðeins ein flugbraut á Reykjavík- urflugvelli í stað þriggja margfaldast slysa- hætta og flugumferð takmarkast sé hlið- arvindur meiri en 10 metrar á sekúndu. Slíkt myndi gerast einn dag á ári séu brautirnar þrjár en 21 dag á ári sé þar aðeins ein braut. Þetta kom fram í máli Kára Kárasonar, flug- stjóra hjá Flugleiðum, á Flugþinginu og sagði hann hér ekki tekið tillit til bremsuskilyrða og væru þau erfið myndi flugumferð takmarkast enn meira. Kári sagði slysahættu margfaldast þegar hliðarvindur væri orðinn meiri en 20 hnútar eða 10 m/sek. og horfast yrði í augu við það ef ætl- unin væri að fækka flugbrautum Reykjavík- urflugvallar. Hann sagði endurbyggingu flug- vallarins stórt framfaraspor. Þá benti hann á að aðeins kostaði 25 milljónir króna að koma upp brautarljósum á þeirri flugbraut Keflavík- urflugvallar sem lokuð hefur verið nokkur und- anfarin ár sem hann sagði að væri svipuð upp- hæð og kostaði Reykjavíkurborg að greiða Aukin slysahætt VITLAUS VERKFALLSBOÐUN Enn og aftur hafa flugumferðar-stjórar boðað verkföll til að náfram kröfum sínum í kjaramál- um. Félag flugumferðarstjóra hefur með atkvæðum mikils meirihluta fé- lagsmanna (94 greiddu atkvæði) sam- þykkt að boða til hrinu fimmtán sjálf- stæðra verkfalla 16. til 30. nóvember næstkomandi, en skammtímasamning- ur sem félagið gerði við ríkið í febrúar sl. rennur út að kvöldi 15. nóvember. Samkvæmt skammtímasamningnum fengu flugumferðarstjórar sambæri- legar kjarabætur og aðrir á vinnu- markaðnum, en jafnframt var sett upp viðræðuáætlun með það að markmiði að kanna til hlítar möguleika á „breyt- ingum á samningsréttarlegri stöðu og kjaratilhögun“ flugumferðarstjóra. Til stóð að byggja nýjan kjarasamning á tillögum svokallaðrar réttarstöðu- nefndar, sem skilaði áliti sumarið 1997. Viðræðuáætlunin hefur augljóslega enn ekki skilað tilætluðum árangri og eflaust er þar við báða aðila málsins að sakast, flugumferðarstjóra og fulltrúa ríkisins. Hins vegar eru þau viðbrögð flugumferðarstjóra að boða til hrinu skæruverkfalla um leið og samningur- inn rennur út, fráleit og ábyrgðarlaus. Staða millilandaflugsins, sem er líf- æð Íslands við umheiminn, hefur sjald- an verið jafnveik og nú. Þar koma til erfiðleikar í rekstri Flugleiða hf. og áhrif hryðjuverkaárásanna í Banda- ríkjunum í september. Við eigum gíf- urlega mikið undir greiðum flugsam- göngum til og frá landinu. Ef kemur til verkfalla flugumferðarstjóra, mun það valda verulegum truflunum á fluginu, með tilheyrandi óþægindum fyrir ís- lenzkan almenning og jafnframt er- lenda flugfarþega, sem kaupa sér far með Flugleiðum á milli meginlands Evrópu og Norður-Ameríku og standa undir stórum hluta af tekjum félags- ins. Fólk veigrar sér við að fljúga þessa dagana vegna ótta við hryðjuverk og er mjög upptekið af öryggi og áreiðan- leika í flugi. Flugleiðir hafa þegar þurft að draga mjög úr þjónustu sinni vegna minnkandi eftirspurnar. Ef það bætist ofan á, að von sé á stórfelldum röskunum vegna verkfalla flugumferð- arstjóra, er ekki líklegt að Flugleiðir verði fyrsti kostur þeirra, sem þurfa að fljúga yfir Atlantshafið; ekki á næst- unni og ekki í framtíðinni heldur. Ein- göngu sú frétt, að boðað hafi verið til verkfalla, hefur án vafa skaðað hags- muni flugfélagsins og ferðaþjónust- unnar í heild og þar með þjóðarhags- muni, þótt enn hafi verkföll ekki komið til framkvæmda. Samningur Íslands við Alþjóðaflug- málastofnunina (ICAO) um þjónustu við alþjóðlegt farþegaflug um Norður- Atlantshaf, veitir um 180 manns góða atvinnu við flugumferðarstjórn, veður- og fjarskiptaþjónustu og skilar land- inu milljörðum króna í tekjur árlega. Sá tækjabúnaður, mannafli og þekk- ing, sem alþjóðaflugþjónustan út- heimtir, kemur innlendri flug- og veð- urþjónustu til góða. Öllu þessu er stefnt í hættu með verkföllum flugum- ferðarstjóra, enda hafa yfirvöld ICAO talað tæpitungulaust um að engar truflanir á alþjóðlegu flugi um íslenzka flugstjórnarsvæðið verði liðnar. Nógir aðrir eru um hituna ef Íslendingar missa samninginn út úr höndunum. Verkfallsboðun flugumferðarstjóra er, ekki sízt á þessum tímapunkti, al- veg fádæma vitlaus aðgerð. Flugum- ferðarstjórar virðast tilbúnir að stefna bæði eigin starfi og fjölda annarra í mikla hættu með framferði sínu. Það er orðið óþolandi með öllu hvernig fámennir starfshópar geta lamað starfsemi stórra fyrirtækja og stofnana og stefnt almannahagsmun- um í voða, að þessu sinni með því að hóta að skera á tengsl heillar þjóðar við umheiminn. Það er engin leið að halda því fram að flugumferðarstjórar séu láglaunafólk, sem þurfi að verja kjör sín með þeim neyðarrétti, sem verkfallsrétturinn er – eða á a.m.k. að vera. Kjarabarátta af þessu tagi nýtur ekki samúðar almennings. Það er löngu tímabært að Alþingi taki einfald- lega af skarið og komi í veg fyrir að fá- mennir hópar geti öðlazt þvílíkt kverkatak á samfélaginu. ÞRÝSTINGUR VEGNA SELLAFIELD Endurvinnslustöðin fyrir kjarn-orkuúrgang í Sellafield á Eng- landi hefur verið til umfjöllunar á tvennum vígstöðvum undanfarna viku. Á mánudag héldu umhverfisráðherrar Norðurlanda blaðamannafund í Kaup- mannahöfn í tengslum við þing Norð- urlandaráðs, og greindu frá því að á fundi með breskum ráðherrum í Lúx- emborg hefðu þeir krafist þess að dreg- ið yrði úr losun geislavirkra efna frá endurvinnslustöðinni. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði á blaðamannafundinum að Norðurlöndin yrðu áfram að beita Breta þrýstingi vegna Sellafield og fá þá til að lækka losunarmörkin á tekn- isíum 99 úr 90 becherel í 10 becherel. Hún benti á að mengunin væri að vísu minni við Ísland en við Noreg og Írland enn sem komið væri, en lítið myndi þýða að segja við neytendur eftir nokk- ur ár þegar mengunin, sem nú kæmi frá Sellafield, hefði borist til Íslands að íslenskar sjávarafurðir væru bara „dá- lítið“ geislavirkar. Sellafield var einnig til umræðu á Evrópuþinginu í vikunni ásamt frönsku endurvinnslustöðinni í La Hague við Ermarsund, en franskar herþotur eru nú þar í viðbragðsstöðu vegna óttans við hryðjuverk og hefur verið ákveðið að koma þar fyrir loftvarnareldflaug- um. Þar kom fram sú krafa græningja að banna ætti flug í grennd við Sella- field og La Hague og helst að loka báð- um endurvinnslustöðvum. Samkvæmt skýrslu, sem unnin var fyrir Evrópuþingið og greint var frá í Morgunblaðinu í liðinni viku, er talið að slys í Sellafield eða La Hague myndi valda tvöfalt meiri mengun en hlaust af sprengingunni í kjarnorkuverinu í Tsjernóbýl, og gætu með tímanum leitt til dauða einnar milljónar manna af völdum krabbameins um heim allan. Rekstur endurvinnslustöðvarinnar í Sellafield hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þar hefur iðulega mælst meiri geislavirkni við losunarop en leyfilegt er. Oft er sagt að mengun virði engin landamæri. Það á ekki síst við um geislavirkni. Rekstur einnar endur- vinnslustöðvar er ekki þeirrar áhættu virði að eyðileggja fiskimið Atlants- hafsins. Með því að hunsa kröfur um aukið öryggi í Sellafield taka Bretar ekki aðeins áhættu gagnvart sjálfum sér, heldur stefna nágrönnum sínum í hættu og gefa þeim um leið langt nef.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.