Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 69 Kynning í Lyfju, Smáralind, fimmtudaginn 1. nóvember og föstudaginn 2. nóvember kl. 15-19. Boðið er upp á förðun. Flottur kaupauki ef keyptir eru tveir hlutir í Le Clerc. Le Clerc förðunarvörurnar eru einstakar hvað efnisinnihald varðar, en það er einkum hrísgrjónasterkja og hrísgrjónapúður. Le Clerc, franskar förðunarvörur SMALADRENGIRNIR hafa nú verið hlaupandi um holt og hæðir raddbandanna í á þriðja ár. Upphaf sveitarinnar má rekja allt aftur til ársins 1997 en í núverandi mynd hef- ur hún verið starfandi síðan vorið 1998. Smalarnir eru annars þeir Bragi Þór Valsson, Hugi Þórðarson, Óskar Þór Þráinsson og Daníel Brandur Sigurgeirsson og sjá þeir um fjór- radda söng og margs konar hljóð- færaleik. Til spjalls voru mættir allir nema Bragi sem var vant við látinn vegna anna á erlendri grundu. Í upphafi töldu Smaladrengirnir sex manns en með fækkun í fjóra var tekið til við að fínpússa hljóm og slíkt. Flokkurinn hefur verið þokka- lega iðinn við að troða upp og hefur komið fram í sjónvarpi, brúðkaup- um, á veitingastöðum og hinum ýmsu hátíðum. Árið 1999 tóku drengirnir þátt í Músíktilraunum þar sem frammi- stöðu þeirra í þessu blaði hér var lýst á svofelldan hátt: „Þeir piltar hefðu sómt sér betur sem skemmtiatriði á Íslandsmótinu í félagsvist.“ Þessa umsögn eru þeir piltar harla ánægð- ir með enda segja þeir drauminn alltaf hafa verið að fá að leika á slík- um mótum. Fínt aukastarf Það er glatt á hjalla í Gula sóf- anum. Eins og Smaladrengjum er bent á í kerksni margborgar það sig, tímalega séð, að fá einn fulltrúa frá hljómsveit í viðtal fremur að fá hana margliðaða. Enda byrjar viðtalið hægt, þar sem hver talar ofan í ann- an og menn ekki á eitt sáttir um sögu og tildrög sveitarinnar. „Upphaflega verkefnið hjá okkur, þ.e. hjá þessari endanlegu mynd sveitarinnar var að syngja í Galta- læk,“ tjáir Daníel mér. „Og síðan höfum við tekið að okkur að syngja á ýmsum stöðum, aðallega á árshátíð- um, brúðkaupum og afmælum og svoleiðis.“ Enn sem komið er sinna þeir pilt- ar Smaladrengjunum með öðrum störfum. „Þetta er fínt aukastarf,“ segir Daníel, sem hefur svona mestmegnis orð fyrir þeim félögum. Hugi útskýrir að starfsemin sé tarnabundin, það komi jólatörn og árshátíðartörn o.s.frv. Hann bætir því svo við að eitt af aðalsmerkjum sveitarinnar væri nú að reyna að vera sniðugir og skemmtilegir. „Við höfum nú viljað halda því fram að við værum músíkantar,“ segir Daníel. „En eftir útgáfutón- leikana okkar síðasta föstudag var mál manna að við værum frekar grínistar en hitt.“ „Ef við reynum að vera alvarlegir þá er bara hlegið að okkur,“ skýtur Óskar inn í. Það verður fátt um svör þegar fé- lagarnir eru spurðir út í fyrirmyndir. Þeir segja – og það réttilega – að sveitin sé það fjölhæf, snerti á poppi, þjóðlagatónlist og öllu þar á milli. „Við höfum auðvitað hlustað á King’s Singers, þar sem við komum að svona rakarakvartettsöngvum,“ seg- ir Daníel. Að öðru leyti segja þeir að áhrifin komi alls staðar að. „Ætli mætti ekki bara segja að við tökum fyrirmynd frá Victor Borge,“ segir Hugi. „Að sameina skemmtun og hljómlist.“ Gleðin ræður ríkjum Þeir félagar segja að vinna við plötuna hafi staðið lengi yfir og fyrstu lögin hafi verið tekin upp 1998. Svo hafi verið gripið í hljóðrit- anir þegar færi hafi gefist undanfar- in ár. „Í sumar sáum við svo fram á það að Bragi yrði á landinu í einhvern tíma,“ upplýsir Daníel. „Þá fannst okkur vera komið tækifæri til að reka smiðshöggið á plötu.“ Óskar segir að nú geti þeir sýnt fram á að þeir hafi gert eitthvað. „Nú stendur eitthvað eftir okkur,“ eins og hann orðar það. Þess má til gamans geta að á meðal gesta á plöt- unni eru Árni Johnsen, séra Pálmi Matthíasson og Óli Þórðar. Daníel segir plötuna bæði hugsaða sem minnisvarða og svo kynningar- efni. „Við höfum sungið fyrir fleiri þúsund manns í gegnum árin,“ segir Hugi og sammælumst við um að það sé þjóðráð að hafa hljómdiska með í för til að svala áhugasömum. Um diskinn segir Daníel að lok- um: „Það er engin heildarhugsun á bak við diskinn. Eina hugmyndin er að gleðin ráði ríkjum. Það er engin ráð- andi tónlistarstefna né neitt slíkt.“ Strákapör eru fáanleg í hljóm- plötuverslunum og öðrum þeim stöð- um sem hafa með sölu á tónlist að gera. Gáskafullt gaman Söngflokkurinn Smaladrengirnir er búinn að veita lífsfjöri sínu inn á hljómdisk. Arnar Eggert Thoroddsen rabbaði við þrjá Smala. Smaladrengirnir í einkennisklæðnaði: F.v. Bragi, Hugi, Óskar og Daníel. arnart@mbl.is Smaladrengirnir gera Strákapör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.