Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ A thyglisverða bók rak á fjörur mínar fyrir nokkru, The Full Room eftir breska leikstjórann Dominic Dromgoole. Undirtitill bókarinnar er „A–Ö (A–Z) um samtímaleik- ritun“ og þar fjallar Dromgoole í stuttum hnitmiðuðum ritgerðum um helstu einkenni allra höfunda breskra sem getið hafa sér nafn á undanförnum tíu árum eða svo. Þarna eru fjölmargir höfundar sem hafa ekki náð alþjóðlegri frægð enda er hún tilviljanakennd og bókin þörf lesning þeim sem vilja skilja hversu nátengd leik- ritun er umhverfi sínu. Það eru því ekki alltaf hvössustu sam- tímaverkin sem komast á flakk um heiminn heldur fremur þau sem eru lipurlega sam- in í anda al- gildra sann- inda sem ferðast auðveldlega yfir landa- mæri og á milli mál- og menning- arsvæða. Dromgoole fer ekki ofan í saum- ana á einstökum verkum höfund- anna, heldur skrifar af innsæi þess sem hefur yfirsýn yfir breska leikritun og reynslu af vinnu sem leikstjóri fjölmargra frumupp- færslna á nýjum verkum eftir unga höfunda; hann skrifar sem leikhúsmaður og eyðir ekki tíma í bókmenntalegar staðsetningar heldur finnur kost og löst á verk- unum út frá möguleikum þeirra á leiksviðinu og hvar meginstyrkur höfundanna liggur. Þannig varpar hann fróðlegu ljósi á hversu marg- þætt gott leikrit þarf að vera og einn höfundur sem skrifar góð samtöl er kannski ekki jafn sterk- ur á svellinu í að skapa aðstæður, andrúmsloft og persónur. Þegar allt þetta fer saman verður úr gott leikrit. Mestur fengur að þessari bók er þó ekki fólginn í skoðunum Drom- gooles á höfundunum sjálfum heldur hversu skarpa og gagn- rýna sýn hann hefur á breskt leik- húslíf og margt af því á við um leikhúslíf annars staðar, t.a.m. hér uppi á Íslandi. Við gætum í öllu falli dregið nokkurn lærdóm af ýmsu því sem hann segir og hvernig ytri aðstæður skapa það leikhús sem höfum á hverjum tíma. Dromgoole segir leikhúsheim- inn breska lítinn og þröngan og þar þekki allir alla og alltof fáir ráði alltof miklu. Ef þetta á við um breska leikhúsheiminn þá ætti Dromgoole að koma hingað til Ís- lands. Hann segir erfitt að rífa leikhúsið upp úr hjólfari vanans og hefja á loft hugsun um leikhús með tilgang, leikhús með boðskap, leikhús með skoðun og leikhús með hlutverk í samfélaginu. Leik- listin er orðin hluti af neyslu- mynstri, afþreyingarneyslu, og þótt neyslan hafi á sér menning- arlegt yfirbragð getur reynst erf- itt að vekja hungur hjá fullmettum áhorfendum. Um greinahöfundinn, dramatúrginn og leikritahöf- undinn Nicolas Wright segir Dromgoole að hann hafi ráðið ferðinni sem hinn virtasti á sínu sviði alltof lengi; hann hafi þurran akademískan smekk, sé fyrst og fremst heillaður af góðum stíl og tæknilegri fullkomnun, hann vilji að leikrit fjalli um vanda hinnar bresku miðstéttar og hafi ekki áhuga á leikritum sem virði ekki siðferðileg mörk þeirra sem leik- húsið sækja, og taki kurteislegt þekkingarlegt kjöltur ofan í bringu framyfir háværan, grófan hlátur. Gott og vel segir Drom- goole. Þetta á allt rétt á sér og Nicolas Wright hefur verið óþreytandi að koma öðrum en sjálfum sér á framfæri og hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á breska leikritun á undanförnum árum. „En afleiðingin er engu að síður sú að allt of mikið vald er fengið einum einstaklingi með þessu. Og þótt sá einstaklingur sé víðsýnn með afbrigðum mun hann alltaf vera sá sem útilokar um leið og hann telur inn í herbergið,“ sbr. titil bókarinnar Þéttsetna herbergið (The Full Room). Wright er höfundur leikritsins um Frú Klein sem sýnt var í London við miklar vinsældir fyrir fáum ár- um og rataði upp á svið hér í Iðnó nokkru síðar. Af ofangreindum orðum mætti draga margar ályktanir um vald- dreifingu í leikhúsi og það hversu háðir allir listamenn leikhússins – höfundar, leikarar, leikstjórar og hönnuðir – eru smekk þeirra örfáu sem ráða því á hverjum tíma hvort viðkomandi fær tækifæri til að stunda list sína eða ekki. Því smekkur er það fyrst og fremst sem ræður vali einstaklings á hvað skal gera og hverja skal ráða til starfa. Í jafn litlu leikhússamfélagi og okkar er enn mikilvægara en ella að tryggja eðlileg manna- skipti með reglulegu millibili þar sem áhrif eins verða annars óeðli- lega mikil og gætir lengur en ætla mætti við fyrstu sýn. Dromgoole varpar fram þeirri spurningu hvað sé leikrit og svar hans er einfalt: „Það er texti sem notaður er til grundvallar leiksýn- ingu.“ Leikritið er ekki til án sýn- ingarinnar en endalaust má sjálf- sagt deila um hvort sýningar geti orðið til án leikrits. Staðreyndin er samt sú að leiklist á vorum dögum, vestræn leiklist, byggist á texta fyrst og fremst og öll skapandi vinna í leikhúsi er sniðin að úr- vinnslu og flutningi texta með ein- um eða öðrum hætti. Mikilvægi textahöfundarins, leikskáldsins, er því óumdeilt þótt þar með sé ekki gert minna úr hlutverki ann- arra sem í leikhúsinu vinna. Mik- ilvægi þess að leikhúsið tryggi sjálfu sér sem fjölbreyttasta texta eftir sem flesta og ólíkasta höf- unda er þó grundvallaratriði í okk- ar nútímaleikhúsi þar sem textinn er hið skapandi afl sem leysir sköpunargáfu annarra listamanna í leikhúsinu úr læðingi. Í þessum skilningi er höfundurinn hin skap- andi miðja leikhússins, hugmyndir hans móta grunninn sem allir aðr- ir byggja á og mótsögn í því fólgin að smekkur eins eða tveggja ein- staklinga ráði ferðinni árum sam- an um hverjir úr hópi höfunda fái að leggja sitt af mörkum. Með því er lífsaflið dregið úr leiklistinni og yfirbragðið verður smám saman einhæft og litlaust. Þröngsýni og víðsýni „Mikilvægi þess að leikhúsið tryggi sjálfu sér sem fjölbreyttasta texta eftir sem flesta og ólíkasta höfunda er grundvallaratriði í okkar nútímaleikhúsi.“ VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is ÞAÐ er vissulega gleðiefni, að hafin er feimnislaus umræða um fjármál og fjáröflunar- leiðir Háskóla Íslands. Með gagnlegri umfjöll- un á opnum fundi um fjármögnun ríkisrek- inna háskóla, sem hald- inn var í hátíðasal Há- skólans að frumkvæði háskólayfirvalda fyrir fáum dögum var brotið í blað hvað varðar um- ræður innan þeirrar stofnunar um þetta grundvallarmál í há- skólapótitík hér á landi, sem jafnframt telst til hinna mikilvægari þjóðmála. Bann- orðið mikla: „skólagjöld“ var m.a. svipt gamalgróinni þagnarvernd. Rætt var um ýmsa kosti, sem komið geta til álita við framtíðarskipan fjár- öflunarleiða, þ. á m. um það, hvort réttlætanlegt sé – m.a. í ljósi þess samkeppnisumhverfis, sem sumar háskóladeildir búa nú við eða munu gera innan skamms – að taka upp skólagjöld við Háskólann umfram þau tiltölulega lágu innritunargjöld stúdenta, sem nú eru við lýði, og til viðbótar því framlagi, sem íslenska ríkið er reiðubúið að leggja fram á hverjum tíma. Fram til þessa hefur yfirstjórn Há- skóla Íslands kosið að taka ekki form- lega afstöðu til þess álitamáls, hvort stofnuninni verði heimilað – eða hún beinlínis knúin til – að taka skólagjöld af nemendum sínum, en þess í stað hefur hún vísað því málefni alfarið til stjórnmálamanna, sem aftur á móti virðast hafa verið nær einhuga um að sneiða hjá alvarlegri umræðu um málið – hvað þá ákvarðanatöku. Með öðrum orðum: Háskólinn hefur ekki mótað neina stefnu á þessu sviði en hefur þess í stað beinlínis borið fyrir sig stefnuleysi! Háskólastúdentar hafa hins vegar, fyrr og síðar, staðið saman gegn álagningu skólagjalda og mótmæla nú reyndar einnig fyrirhug- aðri hækkun svokallaðra innritunar- gjalda (sem í reynd eru auðvitað einn- ig „skólagjöld“). Þeir verða því ekki sakaðir um stefnuleysi, en hins vegar má segja, að ósveigjanleg afstaða þeirra hafi með vissum hætti staðið í vegi fyrir nauðsynlegum umræðum. Á umræddum mál- fundi um fjármögnun- arleiðir var að vísu ekki ákvörðuð nein formleg stefna varðandi skóla- gjöldin, enda hafði fundurinn ekki vald til þess, en í kjölfar hans er annað óhugsandi en umræðunni verði fram haldið á formlegum vettvangi innan Háskól- ans jafnt sem utan hans, og vitaskuld er mikilvægt að aðrir rík- isháskólar taki þátt í þeirri umræðu. Liggur beint við, að fjáröflun- arleiðir Háskólans, þ.m.t. möguleg heimild til töku hóf- samlegra skólagjalda, verði teknar til ítarlegrar umræðu á háskólafundum nú í vetur, en þar eru m.a. samþykkt- ar stefnumarkandi ályktanir, sem ætlaðar eru háskólaráði til leiðbein- ingar við frekari ákvarðanatöku. Eins og málum er nú háttað eru fjárhags- málin eitt hið allra brýnasta úrlausn- arefni á vettvangi Háskólans. Ber því nauðsyn til, að Háskólinn marki sér hið fyrsta skýra stefnu í þessu máli, sem síðan verði borin á borð fyrir pólitíska valdhafa. Vafalaust geta margir verið sam- mála um, að ríkisstjórnvöld hljóti að bera fulla ábyrgð á ríkisháskóla og að það ætti að vera forgangsverkefni þeirra að efla hann á alla lund með ríf- legum framlögum af ríkisfé, framlög- um, sem standi með reisn undir eðli- legum og vel rökstuddum kröfum stjórnenda skólans um næga fjár- muni til viðhalds starfseminnar og til þeirrar uppbyggingar, sem fram verður að fara ef stofnunin á að standa undir nafni og vera gjaldgeng í háskólasamfélagi þjóðanna. Reynsl- an sýnir þó, að stjórnvöld hafa fremur en ekki haft tilhneigingu til að skera framlög til Háskólans við nögl, með þeim afleiðingum að lengur verður alls ekki við unað. Mætti vissulega sýna fram á mörg og dapurleg dæmi um afleiðingar þeirrar vanhugsunar, þótt ekki séu tök á því hér. Verði ekki umtalsverð afstöðubreyting meðal ráðamanna þjóðarinnar í þessu efni stefnir vissulega í mikið óefni. Því miður verða, enn sem komið er, ekki séð nein augljós merki þess að hug- arfarsbreytingar sé að vænta í bráð. Við þessar aðstæður er öldungis óhjákvæmilegt, að háskólayfirvöld leitist af fremsta megni við að knýja stjórnmálamenn til þess að axla raun- verulega ábyrgð á Háskóla Íslands sem og á öðrum ríkisháskólum jafn- framt því sem þau kanni allar færar leiðir til fjármögnunar umfram rík- isframlagið, eftir því sem þörf er á. Krefjast verður skýrra og afdráttar- lausra svara frá stjórnmálamönnum um, hver afstaða þeirra sé til fjár- mögnunar Háskólans í fyrirsjáan- legri framtíð og hvað þeir séu í reynd tilbúnir að leggja af mörkum til úr- bóta. Verði niðurstaðan sú, að þeir, sem ríkisfjármálum ráða, treysti sér ekki til að fjármagna Háskólann þannig að til sóma sé, verður ákvarð- anatöku um heimild til töku skóla- gjalda umfram ríkisframlag og aðrar mögulegar tekjur hins vegar ekki lengur skotið á frest. Komi til þess, að skólagjöld verði tekin upp í náinni framtíð – en það ákvarðast af afstöðu stjórnmálamanna eins og fyrr segir – verður umfram allt að stilla þeim í hóf og tryggja um leið stúdentum hag- kvæm lán til að standa undir þeim, þannig að öruggt sé að gjöldin hamli ekki háskólanámi þeirra ungmenna, sem eftir því leita. Námslánakerfi er í reynd fyrir hendi, enda þótt vafalaust mætti bæta það til muna og einfalda frá því sem nú er, og verður það vita- skuld að ná til greiðslu skólagjalda við Háskóla Íslands og aðra innlenda ríkisháskóla, ef þau kynnu að verða tekin upp. Fjármál Háskóla Íslands og annarra ríkisháskóla Páll Sigurðsson HÍ Öldungis er óhjákvæmi- legt, segir Páll Sigurðs- son, að háskólayfirvöld leitist við að knýja stjórnmálamenn til þess að axla raunveru- lega ábyrgð. Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands. GRJÓTNÁMIÐ í Geldinganesi, sem nú blasir við augum borg- arbúa, er eitt mesta umhverfisslys sem unn- ið hefur verið í borgar- landinu. Gjáin sem þeg- ar er komin er einungis byrjunin. Nú er búið að taka rúmlega tvöhundr- uð þúsund rúmmetra af efni, en heimild er fyrir efnistöku milljón rúm- metra. Borgarbúar geta séð fyrir sér hvernig þetta besta byggingarland í borg- arlandinu mun líta út þegar gjárnar í Geld- inganesi verða orðnar fimm talsins. Ljóst er að umfjöllun um þetta mál hefur vakið óróa í röðum R-listans. Formaður skipulags- og byggingar- nefndar, Árni Þór Sigurðsson, sem jafnframt er formaður hafnarstjórn- ar, gerir örvæntingarfulla tilraun til að réttlæta málið í grein í Morgun- blaðinu. Athyglisvert er að hér er jafnframt um að ræða þann einstak- ling, sem er helsti talsmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á vettvangi borgarmála. Umhverfis- spjöll þau, sem nú er verið að gera í Geldinganesi, munu væntanlega ekki standa í vinstri grænum þegar kemur að samruna við R-listann í borgar- stjórnarkosningunum. Ýmis mál eins og einka- væðing hafa runnið ljúf- lega niður kokið á þeim, þó að Ögmundur Jónas- son byrsti sig reglulega – svona til málamynda. Sjálfstæðismenn leggja ríka áherslu á að besta byggingarlandið í borgarlandinu, Geld- inganesið með strand- lengju á móti suðri, verði tekið undir íbúðar- byggð. Áformum vinstri manna um niðurbrot nessins til að hægt verði að koma fyrir stórskipahöfn og iðnaðar- svæði munum við hrinda um leið og við fáum umboð borgarbúa til þess. Núverandi hafnarsvæði og stækkun- armöguleikar þess munu endast í nokkra áratugi. Framtíðarþörfum hafnarinnar verður hægt að sinna annars staðar og hefur þegar verið bent á möguleika uppi í Kollafirði. Borgaryfirvöld eiga að hafa metn- að til að tryggja íbúum höfuðborgar- innar gott byggingarland til að þróa byggðina. Byggð meðfram ströndinni í nánu samspili við náttúruna, sundin og eyjarnar mun skapa einstakt íbúð- arsvæði. Fólk leggur nú æ meira upp úr umhverfi sínu þegar búseta er val- in. Sinnuleysi R-listans í lóðamálum og rangar skipulagsákvarðanir hafa ekki einungis leitt til ófremdar- ástands fyrir borgarbúa heldur jafn- framt til óafturkræfra umhverfis- skemmda. Stefna okkar sjálfstæðismanna er skýr – íbúabyggð á að þróast með- fram ströndinni. Umhverfisspjöll vinstri grænna Inga Jóna Þórðardóttir Umhverfisspjöll Sinnuleysi R-listans í lóðamálum og rangar skipulagsákvarðanir, segir Inga Jóna Þórð- ardóttir, hafa ekki ein- ungis leitt til ófremdar- ástands fyrir borgarbúa heldur jafnframt til óafturkræfra umhverf- isskemmda. Höfundur er oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.