Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.11.2001, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Kyndill kemur í dag. Goðafoss og Arnarfell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Tarus kom í gær. Fréttir Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Eldri borgarar. Félög eldri borgara í Hafn- arfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessa- staðahreppi. Fundur með eldri borgurum laugardaginn 3. nóv. kl. 14 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ, fjallað verður um mál- efni eldri borgara. Þingmenn kjördæm- isins mæta ásamt for- mönnum Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs og Frjáls- lynda flokksins. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 op- in smíðastofan, kl. 10– 16 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerðir. Opið hús kl. 19–21, Ragnar Að- alsteinsson leiðbeinir með vísnagerð, dansað á eftir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9–13 handavinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Bingó kl. 15. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Fimmtudagur 1. nóv- ember. Pútt í Bæjarútgerðinni kl. 10. Glerskurður kl. 13. Kórsöngur í Víði- staðakirkju 3. nóv- ember kl. 17. Tveir blandaðir kórar eldri borgara syngja saman og sitt í hvoru lagi. Gleðigjafar frá Höfn í Hornafirði, Gaflarakór- inn í Hafnarfirði, allir velkomnir. Fundur um málefni eldri borgara í Kirkju- hvoli, Garðabæ, verður laugardaginn 3. nóv- ember kl. 14. Rútuferð frá Hraunseli kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Skoðunarferð um Krýsuvík 2. nóvember Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13.30. Þeir sem hafa pantað sæti vinsamlegast sæki far- miðann sem fyrst á skrifstofu FEB Faxa- feni 12. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB, fimmtudaginn 8. nóv- ember nk. Panta þarf tíma. Heilsa og ham- ingja laugardaginn 10. nóvember nk. í Ásgarði Glæsibæ hefst kl. 13.30, Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10– 12 f.h. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10–16 sími 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund, frá hádegi vinnustofur og spilasal- ur opin. Veitingar í veitingabúð kl. 13.15, félagsvist í samstarfi við Fellaskóla, verð- laun. Allir velkomnir. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan; klippimyndir, taumálun, kl. 9, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga, kl. 9.05 brids, kl. 13 handa- vinnnustofan opin, línu- dans kl. 17. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 fjöl- breytt handavinna, kl. 14 félagsvist. Hársnyrt- ing og fótsnyrting. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 10.30 helgistund, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing, kl. 17–20 leir- mótun. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14 leikfimi. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- daga og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. GA-fundir spilafíkla kl. 18.15 á mánudag í Sel- tjarnarneskirkju (kjall- ara), kl. 20.30 á fimmtudag í fræðslu- deild SÁÁ Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Há- teigsveg á laugardag kl. 10.30. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 tafl í Rauða sal. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105: Í dag kl. 13–16 er prjónað fyrir hjálparþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir velkomnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Árlegur kaffisölu- og kirkjudag- ur verður sunnudaginn 4. nóvember. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 14, kaffihlaðborð í Húnabúð frá kl. 14.30. Kynnt verða gæða- handverk frá Húna- þingi. Allir velkomnir. Kynnt síðar. Kiwanisklúbburinn Geysir Mosfellsbæ. Fé- lagsvist spiluð í kvöld kl. 20.30, stundvíslega, í Kiwanishúsinu Mos- fellsbæ Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík. Fundur verður haldinn í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20 í Sæbjörgu skólaskipi við Granda- garð, kaffi og skemmti- atriði. Kristniboðsfélag kvenna Kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58–60 Fundur í umsjá Ingibjargar Ingvars- dóttur. Gestur er Betsy Halldórsson. Fundurin hefst kl. 16 með kaffi. Allar konur velkomnar Íslenska bútasaums- félagið. Félagsfundur verður í safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld, 1. nóvember, kl. 20. Nýir félagar velkomnir. Í dag er fimmtudagur 1. nóvember, 305. dagur ársins 2001. Allra heilagra messa. Orð dagsins: Jes- ús svaraði þeim: „Trúið á Guð.“ (Mark. 11, 22.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 trassafengið, 8 endar, 9 ávöxtur, 10 elska, 11 hím- ir, 13 hafna, 15 háðsglós- ur, 18 kom við, 21 legil, 22 lengjast, 23 uxinn, 24 karl. LÓÐRÉTT: 2 óskar eftir, 3 ýlfrar, 4 aulann, 5 súld, 6 rekald, 7 ljúka, 12 greinir, 14 stök, 15 prest, 16 reika, 17 hol- skefla, 18 drepa, 19 vafstrinu, 20 tapa. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kappa, 4 gusta, 7 rýndi, 8 falur, 9 nía, 11 rauf, 13 kurr, 14 ætinu, 15 frír, 17 ljúf, 20 und, 22 kokks, 23 rofni, 24 narri, 25 gargi. Lóðrétt: 1 karar, 2 pönnu, 3 alin, 4 gufa, 5 seldu, 6 arrar, 10 ísinn, 12 fær, 13 kul, 15 fákæn, 16 ískur, 18 jöfur, 19 feiti, 20 usli, 21 drag. K r o s s g á t a Höfum útiljósin kveikt NÚ þegar skammdegið er að skella á og ekki er lengur bjart á morgnana eru hús- ráðendur minntir á að hafa útiljós kveikt svo blaðburð- arfólk sjái til við blaðburð- inn. Það er erfitt að sjá hús- númer og varast launhálku í tröppum og á stéttum þeg- ar myrkrið grúfir yfir. Fyrirspurn til gatnamálastjóra 1. Gangbraut yfir Hring- braut við umferðarljós framan við Elliheimilið Grund. Af einhverjum ástæðum er gangbrautin lægst þar sem hún sker umferðareyj- una er aðskilur akgreinar sem liggja frá suðri til aust- urs. Afleiðingarnar eru að í rigningartíð myndast þarna myndarlegur drullu- pollur. Og þegar frystir myndast svellbunki sem veldur verulegum óþæg- indum og skapar slysa- hættu. Þess er óskað að gatna- málastjóri upplýsi hér í blaðinu hvort hægt sé að bæta úr þessu og þá hvern- ig og hvenær. 2. Hringbraut frá gatna- mótum við Ljósvallagötu að gatnamótum við Framnes- veg. Því sem næst allar ristar yfir niðurfallsbrunnum beggja vegna götunnar á þessum kafla eru stíflaðar af leir og sandi, væntanlega hefur eitthvað af leir og sandi safnast í brunnana sjálfa. Þess er einnig óskað að gatnamálastjóri upplýsi hér í blaðinu hvort hægt sé að bæta úr þessu og þá hvernig og hvenær. Vesturbæingur. Dýrahald Púki týndur FRESSKÖTTURINN Púki er búinn að vera týnd- ur síðan á fimmtudag í síð- ustu viku. Púki er svartur og hvítur af skógarkattakyni, stór og mikill, mjög loðinn og af- skaplega gæfur. Hann er með appelsínugula hálsól og eyrnamerktur og hans er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið Púka varir vinsamlega hafi sam- band í síma 565 5002 eða 820 3012. Kettlingur í óskilum KETTLINGUR, kven- kyns, u.þ.b. 5–6 mánaða fannst í Skeiðarvogi 20. október, hún er svört og hvít á litinn. Þeir sem sakna hennar geta hringt í Petru í síma 862 9068. Tapað/fundið Barnaskór í óskilum BARNASKÓR fannst í Bólstaðarhlíð. Eigandi get- ur vitjað hans í félagsmið- stöðinni í Bólstaðarhlíð 43. Nokia GSM-sími týndist NOKIA 3310 GSM-sími týndist sl. laugardag, lík- lega á Laugaveginum. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 564 2980. Svört handtaska (bakpoki) týndist SVÖRT Samsonite-hand- taska (bakpoki) týndist á Kaffi Reykjavík aðfaranótt sunnudags sl. ásamt GSM- síma, peningaveski með kortum og öllum skilríkj- um. Þeir sem gætu veitt einhverjar upplýsingar um töskuna eru beðnir að hafa samband í síma 478 1403 eða skila töskunni í óskila- munadeild lögreglunnar. Fundarlaun í boði. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI vill láta gott af sérleiða og reynir þegar hann get- ur að láta fé af hendi rakna til að styðja góð málefni. Fyrir nokkru fékk Víkverji litríkt og fallegt póst- kort inn um bréfalúguna. Á því var mynd af konu sem situr afslöppuð og lætur fara vel um sig, með rjúkandi kaffibolla í annarri hendinni og sím- ann í hinni. „Gerðu eitthvað fyrir ÞIG!“ var yfirskriftin og fyrir neðan stóð, „Hringdu í okkur 907-2002, – og þér líður betur!“ Þarna var komin auglýsing og hjálparbeiðni frá Hjálparstofnun kirkjunnar. Þetta finnst Víkverja vera ósmekkleg auglýsing. Kannski gefur fólk almennt fé til hjálparstarfa til að létta af samviskunni, en Víkverja finnst það helvíti hart þegar auglýs- ingaherferð hjálparstofnunar er far- in að ganga út á það eitt að láta þeim sem situr heima í stofu og hefur það mjög gott, miðað við fólkið í „fátæku löndunum“, líða betur og öðlast lífs- fyllingu. Aftan á kortinu segir að 1.000 krónur verði skuldfærðar af síma- reikningnum sé hringt í söfnunar- síma Hjálparstarfs kirkjunnar. Upp- hæðin renni óskert til verkefna sem stofnunin vinnur að. Þannig er hægt að styðja vatnsverkefni í Mósambík, skólagöngu barna og unglinga á Ind- landi, neyðarstarf eða hjálpa Íslend- ingum sem standa höllum fæti. Allt eru þetta göfug verkefni og telur Víkverji að áherslan í auglýsinga- herferð Hjálparstarfs kirkjunnar hefði frekar átt að beinast að þeim verkefnum sem hægt er að styrkja, en því að sjálfum geti manni liðið betur. x x x ÞAÐ ER aftur á móti umhugsun-arefni að kannski er svo komið að akkúrat svona auglýsingu þarf til að hrista upp í fólki og fá það til að opna budduna. Að minnsta kosti fór Víkverji að velta fyrir sér ýmsum áleitnum spurningum um hjálpar- starf og tilgang þess eftir að vand- lætingin sem blossaði upp í honum við lestur kortsins rénaði. Víkverji sótti ráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum þar sem umfjöllunarefnið var ein- mitt Ísland og hjálparstarf. Það at- hyglisverðasta við ráðstefnuna var, að mati Víkverja, hversu fáir voru þarna saman komnir til að ræða þetta brýna málefni. Um 30 einstak- lingar voru í salnum og virtust flestir þeirra vera annaðhvort framsögu- menn, makar þeirra eða vinir. Ein al- þingiskona var þarna mætt, þótt allir hefðu alþingismenn þjóðarinnar fengið boðskort að sögn skipuleggj- enda fundarins. x x x ÍSLENSKIR framhaldsskólanem-ar og iðnnemar láta sig aftur á móti greinilega mannúðarmálefni varða. Þannig hélt fjöldi nemenda út á vinnumarkaðinn í síðustu viku, lagði skólabækurnar á hilluna í einn dag og gekk í hin ýmsu mismunandi störf til að safna peningum til handa stéttleysingjum á Indlandi. Víkverja finnst Íslenskt dagsverk vera gott og þarft framtak og vonar að framhald verði á þessu átaki, en þetta var í þriðja skiptið sem blásið var til slíks átaks. Aðrir sem vilja gera eitthvað til að láta sér, eða fólki sem minna má sín, líða betur, geta náttúrlega hringt í síma Hjálparstarfs þjóð- kirkjunnar. KONA í vesturbænum spyr í Velvakanda 28.10. sl. hvort til standi að koma á ferðum úr miðbæ eða vesturbæ Reykjavíkur í Smára- lind. Að okkar mati eru prýðilegar tengingar við Smáralind. Þær leiðir sem koma þar við eru 13, 16, 17 og 114. Þann- ig er hægt að komast án skiptingar úr Mjódd, Hafnarfirði, Kópavogi, Kringlu og Grensási svo dæmi séu tekin. Eðli málsins samkvæmt er ekki unnt að skipuleggja almenningssamgöngur með þeim hætti að unnt sé að komast á milli allra staða á höfuðborg- arsvæðinu án þess að skipta um vagn. Leiðakerfi Strætó er hins vegar í stöðugri þróun, og við hjá Strætó bs. munum að sjálfsögðu skoða vandlega hvernig best er að tengja fjöl- farna áfangastaði við leiðakerfið. Að lokum viljum við svo benda á, að greið- færasta leiðin úr vest- urbæ í Smáralind er að okkar mati um Mjódd, svo það er tiltölulega þægilegt þrátt fyrir allt að ferðast milli þessara staða með Strætó. Með bestu kveðjum frá Strætó bs., Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri. Frá Strætó bs. – Strætóferðir í Smáralind
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.