Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 60

Morgunblaðið - 05.12.2001, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VON er á úrskurði EFTA-dómstólsins á næstu vikum í máli sem Hörður Einarsson hrl. höfðaði gegn íslenska ríkinu, en hann telur að virðisauka- skattur sem lagður er á erlendar bækur stangist á við EES-reglur. Málflutningi í málinu er lokið. Bæði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og fram- kvæmdanefnd Evrópusambandsins hafa skilað inn greinargerðum til dómstólsins þar sem tekið er undir sjónarmið Harðar. Samkvæmt lögum er innheimtur 24,5% virð- isaukaskattur af bókum á erlendum tungum en bækur á íslensku bera aðeins 14% virðisauka- skatt. Hörður taldi að þessi mismunun væri í ósamræmi við skattaákvæði EES-samningsins sem bannar að mismuna vörum eftir uppruna. Sjónarmiðum hans var hins vegar hafnað af emb- ætti tollstjóra og í ríkistollanefnd. Hörður stefndi íslenska ríkinu fyrir Héraðs- dóm Reykjavíkur þar sem hann taldi að brotinn hefði verið á sér réttur. Samkomulag varð um að héraðsdómur leitaði eftir ráðgefandi áliti EFTA- dómstólsins eins og heimilt er að gera þegar um er að ræða álitamál sem varðar túlkun á EES- samningnum. Spurningin sem héraðsdómur lagði fyrir EFTA-dómstólinn er hvort svona mismunun í skattlagningu væri brot á EES-samningnum. Jafnframt var spurt hvaða lög ættu að gilda ef dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að virð- isaukaskattslögin væru andstæð EES-samningn- um, en þar með eru lögin í andstöðu við EES- lögin sem Alþingi hefur samþykkt. Þá er í reynd komin upp sú staða að tvenn lög stangast á og þá vaknar sú spurning hvor lögin eru æðri. Eftirlitsstofnun EFTA sendi inn greinargerð um málið þar sem tekið er undir sjónarmið Harð- ar og það sama er gert í greinargerð sem fram- kvæmdanefnd Evrópusambandsins sendi dóm- stólnum um málið. Eftirlitsstofnun EFTA telur að þar sem virðisaukaskattslögin og EES-lögin stangist á beri að fara eftir EES-lögunum. Í því sambandi er vísað til bókunar 35 við EES-samn- inginn. Íslensk stjórnvöld hafa hafnað því að um mis- munun sé að ræða í þessu máli. Þau hafa m.a. bent á að talsvert af íslenskum bókum sé prentað erlendis. Íslensk stjórnvöld hafa ennfremur bent á réttlætisrök í málinu þar sem reglan miði að því að vernda íslenska tungu. Þessu hefur Eftirlits- stofnun EFTA hafnað og bent á að það ættu eng- ar réttlætingarreglur við í þessu máli. Ríki geti verið með mismunandi skattþrep á vörum svo framarlega að það leiði ekki til þess að þeirra eig- in framleiðsluvörur séu ekki markvisst minna skattlagðar heldur en innfluttar vörur. Ef Ísland vilji hafa bækur í lægra skattþrepi ætti sú regla að gilda um allar bækur jafnt innlendar sem inn- fluttar. ESA tekur undir sjónarmið Harðar Einarssonar Virðisaukaskattur á er- lendum bókum of hár? Í UNDIRBÚNINGI er stofn- un nýs íslensks flugfélags, svonefnds lággjaldaflugfélags. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa nokkrir aðilar, einkum lögfræðingar, tekið sig saman um undirbúning stofnunar slíks flugfélags og hefur Jóhannes Georgsson, sem eitt sinn var fram- kvæmdastjóri SAS á Íslandi, verið í forsvari fyrir hópnum. Fundur með samgöngu- ráðherra í vikunni Jóhannes hefur, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, lagt ákveðin gögn inn til kynn- ingar hjá samgönguráðuneyt- inu og jafnframt hefur hann óskað eftir fundi með Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra, sem líklegt er að geti orðið síðar í vikunni, jafnvel á morgun. Að sögn hefur verið unnið að stofnun félagsins í tvö ár og verður beitt nokkuð óhefð- bundnum aðferðum í rekstri til að ná niður kostnaði. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru áætlanir félagsins á lokastigi og hafa þeir sem staðið hafa að undirbúningn- um safnað allnokkru hlutafé. Hugmynd þeirra mun vera sú, að fá aðila í London, sem hafa flugrekstrarleyfi, til þess að fljúga í sínu nafni, fáist til- skilin leyfi íslenskra stjórn- valda, og munu þeir þannig vilja stefna að því að hefja áætlunarflug á nokkra áfanga- staði í Evrópu með næsta vori. Þeir áfangastaðir sem rætt er um að yrði flogið til eru Kaupmannahöfn, London og París. Það mun þó ekki vera endanlega ákveðið. Vilja stofna lág- gjalda- flugfélagNÝJAR langtímarannsóknir áþroskaferli fyrirbura sýna fram á aukna tilhneigingu þeirra til að eiga við hegðunarvandamál eins og at- hyglisbrest og ofvirkni að stríða á skólagöngu. Sé gripið nógu snemma inn í mál fyrirbura með meiri stuðn- ingi og handleiðslu við foreldra barnanna og betri aðbúnaði á sjúkra- húsum þegar eftir fæðingu má sam- kvæmt sömu rannsóknum fyrir- byggja eða minnka margs konar þroskaörðugleika. Mikill sparnaður í heilbrigðiskerfinu gæti verið sam- fara aukinni áherslu á umönnun fyr- irbura og mætti þá minnka kostnað við sérkennslu í skólum í framtíðinni en um 4% barna greinast að jafnaði með ofvirkni hér á landi. Flest þeirra barna sem fæðast fyr- ir tímann ná eðlilegum þroska en fyrirburar eru þó í áhættuhópi fyrir þroskakvilla. Þessi óvissa um þroska og framtíðarhorfur fyrirbura eykur þörf fyrir snemmtæk íhlutunartil- boð, þ.e. sérstaka örvun, sem for- eldrar þurfa handleiðslu við. Tilboð af þessu tagi eru mikilvæg til að ná sem bestum þroska hjá fyrirburum. Hægt að draga úr námserf- iðleikum  Fyrirburar/30 GRANDI hf. keypti í gær frystitog- arann Venus HF af útgerðarfélaginu Hval í Hafnarfirði, ásamt veiðiheim- ildum en þær eru um 2.900 þorsk- ígildistonn. Kaupverðið er samtals 1.621,5 milljónir króna. Að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmda- stjóra Hvals hf., er ástæða þess, að ákveðið var að selja skipið, sú að veiðiheimildir hafa verið skornar mikið niður á undanförnum árum og því ekki lengur grundvöllur fyrir því að gera skipið út. Kristján segir að kvóti skipsins hafi minnkað jafnt og þétt síðan þá. Hann segist ekki sjá fram á að kvótinn verði aukinn á næstunni. Kristján segist ekki alfar- ið hættur störfum í sjávarútvegi, Hvalur hf. eigi um 25% hlut í Granda.  Grandi kaupir/20 Grandi kaupir Venus HF af Hval Kvótinn orðinn of lítill TRILLAN Snotra RE 165 var hætt komin vegna bilunar í stýri við Lundey, skammt frá Viðey, í gær- kvöldi og mátti litlu muna að bát- urinn strandaði. Björgunarsveit- inni Ársæli barst tilkynning um bilunina kl. 18:49 og voru þrír bátar sendir á staðinn, björgunarbátur, harðbotnabátur og slöngubátur. Tveir menn voru um borð í Snotru sem rak upp að eynni þegar stýrið bilaði og tók trillan nokkrum sinnum niðri við fjöruna á rekinu en strandaði þó ekki. Skv. upplýs- ingum björgunarsveitarmanna tókst bátsverjum Snotru með lagni að koma í veg fyrir að trilluna ræki upp í fjöru. Gott var í sjóinn og ágætt skyggni og gekk vel að koma taug í bátinn og draga hann út. Tók björgunarbáturinn Henrý Hálfdán- arson Snotru síðan í tog og kom með hana til hafnar í Reykjavík um kl. 20 í gærkvöldi. Amaði ekkert að mönnunum um borð. Skv. upplýs- ingum björgunarsveitarmanns mátti ekki miklu muna að verr færi. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Björgunarbáturinn Henrý Hálfdánarson kom með Snotru í togi inn í Reykjavíkurhöfn um kl. 20 í gærkvöldi. Trilla hætt komin við Lundey ÞJÓÐHAGSSTOFNUN spáir því að landsframleiðsla minnki um 1% á næsta ári og dragist töluvert meira saman en gert var ráð fyrir í þjóð- hagsáætlun í byrjun október. Þetta kemur fram í endurskoðaðri spá Þjóðhagsstofnunar sem birt var í gær. Að baki liggja lakari efnahags- leg skilyrði og meiri samdráttur þjóð- arútgjalda en áður var gert ráð fyrir. Áætlað er að hagvöxtur á yfirstand- andi ári verði ívið meiri en gert var ráð fyrir í síðustu spá, eða 2,2% í stað 1,9%. Reiknað er með að viðskiptahalli minnki mun meira en spáð var í haust og verði um 49 milljarðar í ár og 38 milljarðar á næsta ári en í þjóðhags- áætlun var gert ráð fyrir að viðskipta- hallinn yrði 46 milljarðar á næsta ári. Spáð er 6,1% hækkun neysluvöru- verðs á milli áranna 2001 og 2002, útlit er fyrir meiri vöxt á vöruútflutningi á næsta ári og spáð er 2% atvinnuleysi. Þá hefur stofnunin endurskoðað mat á kaupmætti ráðstöfunartekna. Telur hún að gera megi ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna haldist óbreyttur á næsta ári en í síðustu spá var gert ráð fyrir 1% samdrætti. Þjóðhagsstofnun endurskoðar þjóðhagsspá Meiri samdráttur landsframleiðslu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.