Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Grænmeti – 3 skammtar á dag Einn skammtur getur verið eitt meðalstórt stykki eða 75–100 g, það er 1 dl af soðnu grænmeti eða 2 dl af hráu salati án sósu. Ef notuð er salatsósa, eða grænmet- ið steikt í feiti þarf að telja það með fituskömmtum. Kartöflur má líka telja til grænmetis: einn skammtur er 2 litlar kartöflur eða ein stór. Ávextir og ber – 2 skammtar á dag Einn skammtur getur verið eitt meðalstórt stykki, til dæmis epli, appelsína eða banani, glas af hreinum ávaxtasafa (aðeins eitt glas á dag telst með sem ávaxta- skammtur, óháð neyslu), ½ dl af þurrkuðum ávöxtum eða 1 dl af niðursoðnum eða bituðum ávöxt- um. Brauð, aðrar kornvörur og kartöflur – 8–10 skammtar Einn skammtur úr þessum flokki getur verið: 1 brauðsneið, ½ rúnnstykki, 2 hrökkbrauð- sneiðar eða bruður, 1 gróf kex- kaka, 1,5 dl af ósykruðu morg- unkorni, 1 dl af soðnu pasta eða hrísgrjónum, 2 litlar kartöflur eða ein stór. Kjöt, kjötálegg, fiskur, egg, baunir og hnetur – 1–2 skammtar á dag Einn skammtur getur verið 100 g af mögru kjöti eða fiski, 1 egg, 2 dl af soðnum baunum eða ½ dl (30 g) af hnetum. Mjólk og mjólkurvörur – 2–3 skammtar á dag Einn skammtur getur verið 1 glas af mjólk eða súrmjólk, ein dós af skyri eða jógúrt, 100 g af kotasælu eða 25 g af osti. Munið að velja fituminni vörurnar. Feitmeti – Brauð hóflega smurt og fituminni sósur hafðar með mat dagsdaglega. Syk- urvörur, sælgæti, ís, sætt kex, kökur eða sætir gosdrykkir – sem minnst. Þeir sem borða þess- ar vörur að ráði þurfa yfirleitt að minnka annan mat á móti, eigi þeir ekki að fitna. Eitt algengt súkkulaðistykki er til dæmis á við þrjár lítið smurðar brauðsneiðar í hitaeiningum og barnastærð af ís hefur jafnmargar hitaeiningar og þrjú glös af léttmjólk. Hollustukarfa í sex liðum Er starfsfólk Hans Petersen bundið þagnarskyldu? Stundum eru miðar með áletruninni „þessi mynd er kjörin til stækkunar“ límdir á myndir manns eftir framköllun sem fólki fellur misvel í geð. Sumir kæra sig kannski ekki um að myndirnar þeirra séu grandskoðað- ar af vandalausum. Elín Agnarsdóttir, rekstrarstjóri verslana Hans Petersen, segir að allir nýliðar í verslun og framleiðslu hjá fyrirtækinu fái skriflegar reglur um starfsemina, sem jafnframt hanga uppi á vegg, auk þess sem þeir séu bundnir þagnarskyldu um það sem þeir sjá. „Eina undantekningin frá þessari reglu er ef starfsfólk okkar telur sig verða þess áskynja að um ólöglegt athæfi sé að ræða, misnotk- un eða klám, til dæmis þar sem börn eiga í hlut, þá ber því að láta yfirmann sinn vita. Það gerist stundum og við látum slíkt ekki fram hjá okkur fara. Starfsfólk okkar verður að líta yfir myndirnar, ganga úr skugga um að litirnir séu í lagi og að ekki séu á þeim skellur eða för eftir hár, svo dæmi séu tekin, þótt það grandskoði þær ekki. Þetta ferli gerist hratt og þeir sem eru orðnir vanir sjá myndirnar án þess að sjá raunverulega það sem á þeim er, ef svo má að orði komast. Miðarnir sem spurt er um eru ein- ungis ábending um að viðkomandi mynd sé fallega innrömmuð eða þess háttar og hugsaðir sem hvatning til fólks. Margir átta sig ekki á því hvaða möguleikar felast í myndum og hvað hægt er að gera. Flestir eru jákvæðir og jafnvel upp með sér yfir því að geta tekið góðar myndir, þótt nei- kvæðar raddir heyrist líka,“ segir hún. Miðarnir sem um ræðir eru búnir að vera í notkun í nokkur ár og eru senn á þrotum segir Elín. Kveður hún vel hugsanlegt að farnar verði aðrar leiðir í framtíðinni til þess að benda viðskiptavinum á hvernig hægt er að gera góða mynd betri. Skriflegar reglur og þagmælska SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Hjá Hans Petersen er fólki bent á myndir fallnar til stækkunar. FJARÐARKAUP hefur gefið út tímaritið Þér að góðu, sem fjallar um hátíðarmat og helga nótt, eins og segir á for- síðu. Í blaðinu er fjallað um aðventuna og jólahald auk þess sem þar er að finna fjölda upp- skrifta að girnilegum réttum. Þar á meðal eru marg- víslegir hrísgrjónaréttir, piparköku- hús, brauðtertur, kökur, kjötréttir, paté, hangikjöt, sælgæti og margt, margt fleira. NÝTT Tímarit um hátíðarmat YGGDRASILL ehf. hefur hafið innflutning á vörum frá þýska fyr- irtækinu Rapunzel, sem framleiðir ein- vörðungu lífrænt ræktaðar vörur. Í tilkynningu frá Yggdrasil segir að Rapunzel leggi áherslu á lífræna ræktun og heið- arleg viðskipti. „Fyrirtækið tekur þátt í uppbyggingu lífræns landbún- aðar í þróunarlönd- unum. Mikilvægur þáttur í því starfi er heiðarleg viðskipti þar sem bændur fá sanngjarnt verð fyrir framleiðslu sína.“ Rapunzel framleiðir meðal annars þurrkaða ávexti, kornvörur, pasta, múslí, hnetusmjör, súkkulaði, kex, mat- arolíur og fleira. Náttúrufæði frá Rapunzel VERSLUNIN Pfaff flytur inn nýja gerð hitamælis sem rennt er þvert eftir enninu. Mæling fæst á innan við sek- úndu, segir í til- kynningu frá Pfaff, og skekkj- umörk innan við 0,2 C̊. Mælirinn er hentugur til þess að ákvarða líkamshita hjá börnum, segir ennfremur í tilkynningu. Stafrænn ennishitamælir ÞEIR voru lagðir inn á sjúkrahúsið um miðja nótt í síðustu viku, tíu her- menn, og ekki var vitað hversu særðir þeir voru. Allir töluðu þeir úzbesku og kröfðust þess að fá að halda hópinn. Vaktlæknirinn þessa nótt, Azizi, var líka Úzbeki og vissi að þetta voru útlendingar sem höfðu gerst sjálf- boðaliðar í her talibana. Í samræmi við þá stefnu Almenningssjúkrahúss- ins í Taloqan að fara ekki í mann- greinarálit innritaði læknirinn sjúk- lingana og skráði þá alla á sömu sjúkrastofuna. Allir sem hittu hermennina, eða heyrðu þá tala, vissu að þeir voru út- lendir hermenn. En það vakti enga athygli á sjúkrahúsi þar sem særðir óvinir lágu hlið við hlið á næstum hverri einustu stofu, í bæ sem oft hef- ur verið hertekinn í hverju stríðinu á fætur öðru í Afganistan. Því grunaði engan að Úzbekarnir væru hlaðnir sprengjum. Tíu her- menn í sínum síðasta herleiðangri. Sjúkrahúsið – þar sem læknarnir eru með um þúsund krónur í mánaðar- laun – skyldi lagt í rúst. Daginn eftir að þeir voru lagðir inn tókst að koma í veg fyrir að þeim tæk- ist ætlunarverkið. Liðsforingi í her Norðurbandalagsins fylltist grun- semdum vegna útlendinganna tíu sem töluðu hratt hver við annan, en þögnuðu svo skyndilega og létu lítið fara fyrir sér. Einn af öðrum var kall- aður út af stofunni, leitað á honum, hann afklæddur og tekinn til fanga. Þegar búið var að leita á þeim höfðu komið í ljós fimmtán litlar sprengjur og handsprengjur, bundar við líkama þeirra og faldar í pjönkum þeirra, ásamt nokkrum hnífum og hnúajárnum með göddum – allt tilbú- ið til notkunar þegar mönnunum hentaði. „Þennan dag sögðu þeir okkur að þeir vildu einungis tala við háttsettan liðsforingja eða hershöfðingja,“ sagði svæfingalæknirinn Sayed Azimullah. „Þeir ætluðu að drepa erlenda frétta- menn eða háttsetta hermenn. Við vor- um dauðhrædd við þessa menn.“ „Höguðu sér undarlega“ Sjúkrahússtarfsmenn sögðu að undir venjulegum kringumstæðum hefðu sprengjurnar og vopnin komið í ljós við innritunina. En þar sem loka- orrustan um Kunduz, sem er ekki fjarri Taloqan, stóð yfir, eftir margra daga loftárásir Bandaríkjamanna flutti stanslaus straumur flutninga- bíla og dráttardýra særða hermenn og óbreytta borgara frá víglínunni á sjúkrahúsið. Shamasuddin, 31 árs hjúkrunar- fræðingur sem setti fyrstu umbúðirn- ar á útlendingana, hafði ekki tíma til að skoða sjúklingana nákvæmlega. Hann bjó um alvarlegustu sárin á þeim og lagði þá inn á sjúkrastofuna til hvíldar. Shamasuddin sagði að hermenn- irnir hefðu sagt sér að þeir hefðu særst í eldflaugaárás á Kunduz tveim dögum áður. Sár þeirra voru í sam- ræmi við þá frásögn, tveir voru alvar- lega særðir á brjóstkassa og fótleggj- um, sex voru með minni sár, tveir voru ósærðir og sögðu Shamasuddin að þeir væru þarna vinum sínum til aðstoðar. „Þeir höguðu sér undarlega,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn. „Þeir störðu bara út í loftið, augun gljáandi eins og þeir væru þunglyndir. Svo urðu þeir skyndilega mjög æstir.“ Mohamad Haroon, 28 ára hjúkrun- arfræðingur sem stjórnaði lyfjagjöf- um um nóttina og fram á næsta dag, sagði: „Ég vissi ekki hvað ég átti að halda. Einu sinni fór ég inn á stofuna til að gefa lyf. Þeir voru mikið að tala þegar ég kom inn. Um leið og ég kom inn á stofuna þögnuðu þeir. Svo skelltist hurðin á eftir mér. Ég varð hræddur og flýtti mér út.“ Þrátt fyrir grunsemdir sínar og ótta vegna Úzbekanna tíu héldu læknarnir áfram störfum sínum um nóttina og fram á næsta dag. Þeir bættu Úzbekunum á sífellt stækkandi lista yfir þá sjúklinga sem þurfti að skoða á daglegum stofugangi. Sjúkra- húsið, þar sem eru sextíu rúm, starf- aði á 150% afköstum, og inni á milli hermannanna lágu börn sem höfðu misst hendur og fætur af völdum jarðsprengna. Að lokum var það hermaður sem kom upp um fyrirætlanir Úzbekanna. Liðsforingi í Norðurhernum – enginn á sjúkrahúsinu man hvað liðsforing- inn hét – var í heimsókn hjá særðum hermanni sínum. Hann hafði heyrt á förnum vegi að tíu erlendir talibana- hermenn lægju á sjúkrahúsinu. Hann ákvað að athuga málið. Liðsforinginn fór að sjúkrastofunni og lagði við hlustir fyrir utan dyrnar. Hann fylgdist laumulega með utan af gangi, og það sem hann sá og heyrði fyllti hann grunsemdum. Hann spurðist fyrir hjá læknunum og komst að því að það hafði ekki verið leitað á útlendingunum. Hann greindi yfirlækninum frá grunsemdum sínum og innan nokkurra mínútna var sér- sveit frá Norðurhernum komin á sjúkrahúsið. Azimullah svæfingalæknir sagði að hann hefði fylgst með sérsveitarlið- unum „kalla þá fram á gang, einn af öðrum, og segjast vilja tala við þá. Og þegar þeir komu út um dyrnar voru þeir slegnir niður og handteknir, hver af öðrum.“ Farið var með Úzbekana í fangels- ið í Taloqan. Awaz Khan, öryggis- fulltrúi Norðurbandalagsins í borg- inni, sagðist vera viss um að það væru fleiri svona menn á ferli, sem biðu tækifæris til að láta til skarar skríða. Rannsókn sín myndi nú beinast að ógninni er stafaði af hryðjuverka- mönnum sem dveldu meðal afg- anskra borgara. The Washington Post Úzbekarnir eru nú hafðir í haldi í flutningagámi í fangelsinu í Taloqan. Sprengjutil- ræði afstýrt Taloqan. The Washington Post. Síðasti herleiðangur tíu útlendra talibana átti að verða sjálfsmorðs- sprengjuárás á sjúkrahúsið í Taloqan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.